Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR BRYNDÍS Har- aldsdóttir vara- þingmaður gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjör- dæmi fyrir kom- andi alþingis- kosningar. Bryndís Har- aldsdóttir er 29 ára gömul og starfar sem verkefn- isstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofn- un, en hún lauk B.Sc-gráðu í alþjóða- markaðsfræði við Tækniskóla Ís- lands árið 2001. Bryndís býr í Mosfellsbæ. „Ástæða þess að ég gef kost á mér er brennandi áhugi minn á að starfa að framgangi sjálfstæðisstefnunnar þar sem frelsi einstaklingsins er í há- vegum haft svo og jöfn tækifæri allra til að þroska og nýta hæfileika sína,“ segir Bryndís í fréttatilkynningu. „Ég tel mikilvægt að Sjálfstæðis- flokkurinn fái góða kosningu á kom- andi vori svo tryggt sé að Sjálfstæð- isflokkurinn haldi áfram því mikilvæga starfi að tryggja öryggi og velferð íslensks þjóðfélags. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða.“ Bryndís hefur verið varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi á yfirstandandi kjörtíma- bili og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá árinu 2002. Hún var formaður at- vinnu- og ferðamálanefndar á árun- um 2002–2004 og hefur frá árinu 2004 setið í skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar. Enn fremur hefur Bryndís átt sæti í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík frá árinu 2004 og sat í framkvæmdastjórn Bandalags íslenskra sérskólanema á árunum 1999 og 2000. Bryndís stefnir á 4.–5. sætið Bryndís Haraldsdóttir RÚMLEGA 33 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferð- inni, á vefsíðunni stopp.is. Vefsíðan var sett upp um miðjan mánuðinn af Umferðarstofu í kjölfar átaks gegn banaslysum í umferðinni. Reiknað er með því að síðunni verði haldið úti til 14. október nk. að sögn Birgis Há- konarsonar, framkvæmdastjóra umferðarör- yggissviðs Umferðarstofu. Hann segir að undirritun yfirlýsingarinnar sé fyrst og fremst táknræn. Með því vilji Umferðarstofa fá fólk til að líta í eigin barm og huga að hegðun sinni í umferðinni. „Við væntum þess að fólk fari eftir þessu, og að þetta séu ekki bara orðin tóm,“ segir hann enn fremur. Rúmlega 33 þúsund lofa betri hegðun NÚ GEFST viðskiptavin- um Og Vodafone tækifæri til að skoða og þýða setn- ingar út setningahandbók- inni Made in Iceland, sem Infotec gefur út í Vodafone live. Samstarf milli Infotec og Og Vodafone hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er opnað fyrir aðgang að þessari þjónustu á Evr- ópskum tungumáladegi. Þjónustan inniheldur yfir 500 setningar, á hverju tungumáli sem gott er að kunna á öðr- um tungumálum í samræðum við fólk frá öðr- um menningarheimum. Það er auðvelt að vafra um kerfið í símanum og skoða setn- ingar. Made in Iceland setningahandbókin, sem Infotec gefur út er á 13 tungumálum og hafa 12 þeirra verið sett upp í vefþjónustu sem Og Vodafone nota í Vodafone live-þjónustuleið sinni. Eina tungumálið sem ekki er aðgengi- legt í Vodafone live er kínverska en það er skrifað með táknum en ekki hefðbundnum bókstöfum og því flóknara í uppsetningu fyr- ir okkar farsímaþjónustu, eins og segir í frétt frá Og Vodafone. Setningahandbókin í Vodfone live er sett upp með sama móti og bókin sjálf. Hvert tungumál hefur 19 flokka og hefur hver þeirra 30 sjálfstæðar setningar sem auðvelt er að þýða yfir á annað tungumál. Flokkarnir 19 hafa hver sitt einkenni t.d. gisting, við- skipti, tónlist eða samskipti. Með þessari sam- hæfðu uppsetningu geta notendur auðveld- lega fundið sömu setningu á öðru tungumáli hvort sem bókin er notuð eða farsíminn. Viðskiptavinir Og Vodafone geta skoðað setningahandbókina í Vodafone live án end- urgjalds í einn dag, eftir það greiða þeir 99 kr. fyrir notkun í eina viku og hafa þá ótak- markaðan aðgang að öllum tungumálum. Í hverri áskrift eru 30 SMS innifalin af setn- ingum sem notendur hafa þýtt af íslensku yf- ir á annað mál. Það kostar ekkert aukalega að vera tengdur live-þjónustunni og margir nýlegir símar geta tengst live-kerfinu. Opna fyrir setn- ingahandbók Vodafone- setningahandbók. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STAÐFEST hefur verið að kind frá bænum Syðri-Völlum í Flóa var smituð af riðu en þetta er í fyrsta skipti sem riðusmit kemur upp í Flóanum. Til stendur að skera allt fé á umræddum bæ. Um útigangskind var að ræða sem gekk sjálfala í fyrravetur en kom í leitirnar, ásamt þremur lömbum þegar dregið var í dilka í Hrunarétt í haust. Kindin hafði því gengið um lengri eða skemmri tíma á Hrunamannaafrétti en stutt er síðan riða kom síðast upp í Hrunamannahreppi. Stóra-Laxá skilur að Hruna- mannaafrétt og afrétt Flóa- og Skeiðamanna en hún er fremur haldlítil hindrun því auðvelt er að vaða hana á löngum köflum. Það er þó ekkert einsdæmi að ekki sé fjárheld sauðfjárveikivarnarlína á milli afrétta mismunandi varn- arsvæða. Þorsteinn Ágústsson, bóndi á Syðri-Völlum, sagði í samtali við Morgunblaðið að riðusmitið skipti litlu sem engu máli fyrir hans bú- skap enda væru aðeins um 50–60 fjár á bænum. Bregðist við af festu Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum, sagði að lagt hefði verið til að fjárskipti yrðu á Syðri-Völlum. Það væri bót í máli að lítill samgangur hefði verið við fé af öðrum bæjum í heimalöndum og ekkert hefði heldur verið selt frá bænum um árabil. Aðgerðir yrðu því væntanlega einskorðaðar við Syðri-Velli, a.m.k. í bili. Sýni verða þó tekin úr heila alls slát- urfjár í Flóa og á Skeiðum. Sigurður sagði ómögulegt að segja til um hvar eða hvernig kind- in smitaðist af riðu. Kindin var gömul og það væri vel hugsanlegt að hún hefði gengið með veikina í nokkur ár. Einnig kæmi til greina að hún hefði smitast á Hruna- mannaafrétti eða smitið borist með hrútum sem voru keyptir til Syðri-Valla. Spurður hvort komið hefði til greina að koma í veg fyrir að fé yrði rekið á Hruna- mannaafrétt til að minnka líkur á að riðusmit bærist yfir á næstu af- rétti sagði Sigurður að það hefði ekki komið til álita. Þar að auki væri almennt talin lítil hætta á riðusmiti á afréttum, aðalhættan á smiti væri þegar fé væri í miklu návígi, í húsum eða innan þröngra beitarhólfa. Riða hefur aldrei áður greinst í fé í Flóa eða á Skeiðum og því hlýt- ur að setja nokkurn ugg að bænd- um vegna þessara frétta. Sigurður sagði mikilvægt að bregðast við af festu. Hætta yrði allri verslun með fé vestan Þjórsár og nauðsynlegt að bændur létu strax vita vaknaði grunur um smit. Páll Lýðsson, formaður Afrétt- arfélags Flóa og Skeiða, sagði að það væri alveg ljóst að Stóra-Laxá væri ekki forsvaranleg varnarlína en á hinn bóginn væri ómögulegt að girða á afréttarmörkunum, til þess væri kostnaðurinn allt of mik- ill. Beitt hefði verið öllum til- tækum ráðum til að draga úr lík- um á smiti og á síðustu árum hefði verið hafður sá háttur á að slátra strax öllu fé sem kæmi niður af öðrum afrétti, þ.e. ef fé úr Flóa kæmi í Hrunarétt væri það fellt o.s.frv. Allt fé á bænum Syðri-Völlum verður fellt vegna riðusmits Riða greinist í kind úr Flóanum í fyrsta skipti Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Riðuveiki Kindin riðusmitaða kom í Hrunarétt fyrr í mánuðinum og hafði hún gengið sjálfala í einn vetur. Með henni voru tvö veturgömul lömb og eitt sumargamalt. Á myndinni sést safn Hrunamanna renna af fjalli.                                                 Í HNOTSKURN » Einkenni riðuveiki ísauðfé eru kláði, vanþrif, taugaveiklun og óstyrkur gangur. » Dýralæknir segir brýnt aðtaka fyrir alla verslun með fé vestan Þjórsár, bændur hýsi ekki fé fyrir aðra og láti þegar í stað vita vakni grunsemdir um smit, ekki síst ef kindur klóra sér á haus, síðu eða drundi. » Árið 2003 greindist riða íÖlfusi, sama ár greindist riða í Hrunamannahreppi og ári síðar í Biskupstungum. BIRNA Lárus- dóttir, fjölmiðla- fræðingur á Ísa- firði og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. „Þar sem ekki liggur enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins tel ég ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en ég býð mig fram of- arlega á listann. Ég tel nauðsynlegt að fulltrúar nýrrar kynslóðar skipi sér í fram- varðasveit Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi og blandi sér í hóp þeirra reynslumiklu þingmanna flokksins sem fyrir eru og hafa leitt hagsmunabaráttu íbúa kjördæmis- ins á Alþingi. Með sveitarstjórnar- reynslu mína í farteskinu vil ég leggja þeirri baráttu lið, en mörg brýn verkefni bíða úrlausnar í kjör- dæminu,“ segir í fréttatilkynningu frá Birnu. Birna er uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Sund og síðar BA-prófi í fjölmiðlafræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjun- um. Hún er varaþingmaður í NV- kjördæmi eftir að hafa skipað 7. sæti á lista flokksins fyrir síðustu alþing- iskosningar. Birna var kjörin í bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar 1998, og leiddi þá lista sjálfstæðismanna en skipaði annað sætið í kosningunum 2002 og 2006. Hún hefur setið í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1999 og gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum innan flokksins sem og á sviði sveitarstjórnarmála. Birna fer fram í NV-kjördæmi Birna Lárusdóttir ♦♦♦ HESTAKONA sem slasaðist alvar- lega á hálsi er hún datt af hestbaki í nágrenni Hvolsvallar á sunnudag er enn á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Læknir á sjúkra- húsinu segir að konan sé tengd við öndunarvél og að ástand hennar sé stöðugt. Þá hefur skosk stúlka sem slas- aðist á höfði í reiðhjólaslysi í Reykjavík á sunnudag verið út- skrifuð af gjörgæsludeild að lokinni aðgerð. Stúlkan hjólaði á bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Á gjörgæslu eftir hestaslys BIFHJÓLAMAÐUR var tekinn á 170 km hraða við Hvolsvöll um helgina og má vænta ökuleyfis- sviptingar og 70 þúsund kr. sektar. Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðv- uðu manninn eftir tilkynningu um ofsaaksturinn og fóru á eftir hjól- inu. Tókst að stöðva það 10 km utan við bæinn. Tekinn á 170 km hraða um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.