Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 33 95 0 09 /2 00 6 AVION GROUP var rekið með 83 milljóna dala tapi fyrir skatta, jafngildi um 5,8 millj- arða króna miðað við gengi dalsins nú, á tíma- bilinu frá 1. nóvember 2005 til 31. júlí 2006. Tapið eftir skatta nam um 4,8 milljörðum en hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBIDTA) nam 34 milljónum dala. Hagn- aður á þriðja ársfjórð- ungi fjárhagsársins nam um 196 milljónum króna en sú niðurstaða var engu að síður undir væntingum stjórnenda Avion Group. „Ég vil leggja áherslu á að sam- anburðartölur frá fyrra ári sýna Av- ion Group áður en kaupin á Excel Airways Group voru fullkláruð og áð- ur en mikilvægar yfirtökur á félögum á borð við Eimskip, Travel City Direct og Star Airlines áttu sér stað,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnar- formaður Avion Group, í tilkynningu til Kauphallarinnar. Heildartekjur félagsins fyrstu níu mánuði fjárhagsársins námu um 1,4 milljörð- um dala, jafngildi rúmra 98 milljarða króna en heildarkostn- aðurinn nam um 1.424 milljónir dala. Eigið fé Avion jókst úr 451 milljón dala um ára- mótin í 523 milljónir dala í lok tímabils og eiginfjárhlutfallið var 24,6%. Fram kemur í til- kynningu Avion að gert sé ráð fyrir minni fram- legð en að hafi verið stefnt og að fjórði árs- fjórðungur verði erfiður, aðallega vegna markaðsaðstæðna í Bretlandi. Afkoma Avion Group var umtals- vert undir væntingum greiningar- deilda bankanna. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að endurskipulagning í flugrekstri fé- lagsins hafi verið kostnaðarsamari en gert hafi verið ráð fyrir í áætlunum. Þá hafi endurskipulagning flotans leitt til samdráttar á tekjum og að- gerðin muni því hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Afkoma Avion undir væntingum Magnús Þorsteinsson EFTIR NÁNAST stöðugan sam- drátt frá því í mars á þessu ári hækkuðu eignir íslenskra heimila að verðmæti í ágústmánuði ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningar- deildar Kaupþings banka. Í hálffimmfréttum kemur fram að vísitalan hafi hækkað um 4,3% í mánuðinum og að tólf mánaða vöxt- ur vísitölunnar hafi við það farið úr 2,3% í 5,6% að raunvirði. Eignaverðsvísitalan lýsir verðþró- un húsnæðis, skuldabréfa og hluta- bréfa og er henni ætlað að endur- spegla eignasafn íslenskra heimila. Hlutabréfin hækkuðu áberandi mest „Allir liðir vísitölunnar hækkuðu í ágúst en áberandi mest hækkun varð á verði hlutabréfa sem hækk- uðu um rúm 14% ef miðað er við úr- valsvísitölu Kauphallar Íslands. Miðað við ráðgjöf helstu greining- araðila var innstæða fyrir hluta- bréfaverðshækkunum ágústmánað- ar og er jafnframt almennt gert ráð fyrir ágætisafkomu á skuldabréfa- markaði á næstu misserum, segir í hálffimmfréttum. Aftur á móti er ítrekað að um þessar mundir sé þróun vísitölu íbúðaverðs sveiflukennd milli mán- aða, eins og m.a. hafi komið fram í nýbirtum tölum, og því kæmi það ekki á óvart ef mánaðarlegar hækk- anir og lækkanir gengju áfram á víxl. Verðmæti eigna heim- ilanna eykst                     "# $ "%%& '( ) *+!  !*) &6   - 1 &$6 1 & - - 1 & - - 1 / - 1 7 8 1 + - 1 $  8  1 3 0 8  1 + %8  #$ % 1 *$ 1 *- 6 1 -  1 9( & $ 6 9 -$' ! ': ". .8  1 ; 1 ,(-./  <=   1 $  - 1 >  % 1 ?6$ % 6 - 1 @A1 1 BC ' " /" 1 D $ /" 1 0 /  / 1 !$. $ !"$ %   $ 2 / ?E<F !,"   "" + +  + )+ + + + ) + + )+ + + + + + + + +  + C . C  "" : : : : : : : : : : : : : : : : : : :  G :HI G HI : G :HI : G  HI : G : HI : : G :HI G HI G HI : G :HI G :HI : : : : : : : G HI > $% " %   B $8-" , $- % J 3 !$   :                     : : : :                       :                        :   :  D " , 0  &B> K & 1  $  /$%  "  :     : : :  :  VOGUNARSJÓÐURINN Amar- anth Advisor tapaði um 421 milljarði króna á fjárfestingum á gasmarkaði, en verð á gasi hefur lækkað mikið undanfarna mánuði. Tapið nemur um 65% af heildarupphæðinni sem sjóðurinn hafði til umráða og segir tímaritið Economist að sjóðurinn kunni að hætta starfsemi vegna hrunsins. Þetta er næstmesta tap vogunar- sjóðs frá því sjóðurinn Long-Term Capital Management varð gjald- þrota árið 1998. Amaranth hafði fjárfest grimmt í gasi á árinu og staðið að baki 10% allra framvirkra viðskipta á gas- markaðinum, að sögn Economist. Í frásögn þess kemur fram að fjárfest- ingarnar hafi ekki verið nægilega varðar og því hafi sjóðurinn staðið berskjaldaður gagnvart miklum lækkunum á markaðinum. Það sem af er ári hefur verð á gasi lækkað um tvo þriðju og er Aramanth ekki fyrsti sjóðurinn sem tapar stórt vegna lækkunar á gasi. Í sumar varð til að mynda minni sjóður, MotherRock, gjaldþrota vegna gasfjárfestinga sinna. Á síðasta ári hagnaðist Am- aranth mjög mikið þegar verð á gasi hækkaði í kjölfar fellibylsins Katr- ínar og áætlar blaðið Trader Monthly tekjur yfirmanns orkuvið- skipta sjóðsins á bilinu 75–100 millj- ónir dollara í fyrra. Áhættusamt Verð á gasi getur sveiflast mikið en á þessu ári hefur verð á gasi lækkað um tvo þriðju eftir mikla hækkun á síðasta ári. Slíkir markaðir freista oft áhættusækinna fjárfesta sem geta hagnast mikið á verðsveiflum. Vogunarsjóður tapar 421 milljarði í framvirkum gasviðskiptum SÆNSKA lággjaldaflugfélagið FlyMe, þar sem Fons, eignarhalds- félag þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti hluthafi, hefur hætt við yf- irtöku á breska leiguflugfélaginu Astraeus. Þá mun félagið heldur ekki nýta kauprétt í Lithuanian Airlines en áð- ur hafði verið samið um kauprétt FlyMe að 33% í Lithuanian Airlines og rétt þess til að eignast allt félagið seinna. Um síðustu mánaðamót var greint frá því að FlyMe hefði keypt 51% hlut í Astraeus sem flýgur með um átta hundruð þúsund farþega á ári. Ætlaði FlyMe að greiða um 790 milljónir íslenskra króna fyrir hlut- inn. Leigir vélar af Astraeus Í tilkynningu FlyMe kemur fram að gerður hafi verið samningur um þurrleigu á tveimur Boeing 737-300 vélum frá Astraeus. Í henni kemur einnig fram að FlyMe „muni halda áfram samvinnu sinni við Lithuanian Airlines en félagið hafi ákveðið að kaupa ekki hluti í Lithuanian Air- lines eins og áður hefði verið skýrt frá“. Í samtali við Morgunblaðið sagði Finn Thaulo, forstjóri FlyMe Eur- ope AB, að eftir að áreiðanleika- könnun á Lithuanian Airlines lá fyrir hafi stjórn félagsins ákveðið að kaupa ekki hlutafé í félaginu og FlyMe myndi því hvorki eiga eign- arhluti í Astraeus né Lithuanian Airlines en myndi hins vegar eiga í samvinnu við bæði félögin. FlyMe hættir við yfirtöku @%L !M9 ( ( ,+ ,+ H H B!< 7&N ( ) (  -+ ,+ H H E&E O*N ! -1 ( ( ,+ -+ H H O*N 31/ @    ( ,+ + H H ?E<N 7-P Q-  ( ( -+ ,+ H H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.