Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 22

Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 22
|þriðjudagur|26. 9. 2006| mbl.is FYRIRSÆTURNAR sem sýndu fatnað hönnuðarins Anke Loh á for- sýningu tískusýningar í Chicago í Illinois í síðustu viku voru klæddar óvenjulegum fötum. Þegar þær gengu um og sýndu klæðnaði sendi efnið í fötunum frá sér ljós út í sal- inn. Lýstu út í salinn daglegtlíf Áhugamenn koma margir um langan veg í Skagafjörðinn til að vera með þegar rekið er til réttar. » 25 landið Í Melaskóla eru kenndar skylmingar og strákarnir eru ekkert mjög ánægðir þegar stelpurnar vinna þá. » 23 tómstundir Hrós er miklu áhrifaríkara en skammir og refsingar og það er rauði þráðurinn í bókinni Börn eru klár. » 25 Það er oftast biðröð fyrir utan Góða hirðinn þegar opnað er á hádegi og þar er fólk að leita að öllu milli himins og jarðar. » 24 daglegt Þetta var áður hárgreiðslu-stofa sem við erum aðbreyta í Sunnlenskt bóka-kaffi af því það lá svo vel við að láta drauminn rætast, fyrst þetta rými losnaði hér undir sama þaki og Sunnlenska fréttablaðið er til húsa,“ segir Bjarni Harðarson sem er eigandi fyrrnefnds fréttablaðs og segir hæg heimatökin því innangengt er milli blaðsins og væntanlegrar bókabúðar. „Okkur langaði til að bæta úr því að það er engin bókabúð á Selfossi með persónulegri þjónustu. Við leggjum áherslu á að sá sem vinnur á Sunnlenska bókakaffinu sé bóka- manneskja, hvort sem það erum við hjónin eða einhver annar sem þjónar viðskiptavininum,“ segir Elín og bætir við að á Sunnlenska bóka- kaffinu verði stólar og borð svo fólk geti tyllt sér niður og þar verður einnig tölva svo gestir geti skroppið á netið. „Við ætlum að bjóða bæði upp á eðalkaffi með flóaðri mjólk og hvers- dagslegan uppáhelling, sem fólk get- ur gætt sér á þegar það sest niður og gluggar í bækur, hvort sem það ætl- ar sér að kaupa þær eður ei.“ Með kaffinu verður boðið upp á bakkelsi sem Guðni, bakari og nágranni Bjarna og Elínar, ætlar að sjá um að baka, svo sem kleinur og hjóna- bandssælur. Fornbækur í forláta skáp Bókaúrvalið á Sunnlenska bóka- kaffinu mun verða fjölbreytt en Bjarni og Elín segjast láta bóka- forlögunum eftir að velja hvaða bæk- ur frá þeim verði seldar þar. „En við ætlum líka að vera með notaðar bæk- ur, bæði ódýrar kiljur sem seldar verða á smápening, en einnig betri bækur því Eiríkur Guðjónsson Flóa- maður ætlar að sjá um að fylla fyrir okkur einn skáp sem mun vera lok- aður og læstur en þar inni verður lostæti í formi fornbóka sem kosta meira en smápeninga. Og Eiríkur fyllir jafnharðan á eftir því sem selst úr skápnum. Auðvitað fær fólk að skoða og handleika þessar bækur ef það óskar eftir því, en þær verða ekki til handargagns uppi í hillum eins og allar hinar bækur búðarinnar. Svo er alveg möguleiki að það verði hér ein hilla af geisladiskum.“ Bjarni er líka bókaútgefandi og þekkir því af eigin reynslu þá stað- reynd að bækur seljast aðallega fyrir jólin. „Þar af leiðandi má vel vera að þetta verði fyrst og fremst kaffihús hina tíu mánuði ársins en bókabúð þá tvo mánuði sem bóksala er í blóma. Þetta verður allt að koma í ljós. Við ætlum að opna laugardaginn sjöunda október og þá verður mikil hátíð. Þetta verður menningarmiðstöð og við lofum rífandi stemningu fram að jólum, höfundar koma og lesa upp úr verkum sínum og annað slíkt. Svo höfum við hlerað að forvitnilegir hóp- ar fólks ætli að gera Sunnlenska bókakaffið að bækistöð sinni og er það vel.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Golli Notalegt Elín og Bjarni kunna vel við sig innan um bækur með kaffi í hönd. Gott saman: Bók í hönd og kaffi í munni Hjónin Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir eru elsk að bókum og kaffi enda hafa þau lengið alið með sér draum um að opna Bókakaffi. Kristín Heiða Kristinsdóttir kom við á Selfossi þar sem draumurinn er um það bil að rætast. „ÁÐUR í Leiðarljósi,“ hljómar dæmigerð kynn- ing á útvarpsþáttunum „Guiding Light“ sem miðlað er um netið en margir hér á landi kann- ast við þættina sem hafa verið sýndir hér á landi undanfarin ár. „Dinah játaði fyrir Harley að þau Alan-Michael hefðu reynt að koma Harley á kné í Spaulding. Lizzie var staðráðin í að halda því leyndu hver væri raunverulegur faðir barnsins hennar. Reva leyndi því fyrir Josh að hún er í efnameðferð. Jonathan lenti aftur í vandræðum þegar Ashley reyndist vera dóttir saksóknarans sem ákvað að sækja Ashley til saka.“ Dreift á netinu Janet Morrison, 25 ára bandarísk kona, hefur fengið það starf að annast kynninguna, taka upp hvern Leiðarljóss-þátt sem sýndur er í sjónvarpinu, sleppa auglýsingum og löngum þögnum og senda sápuóperuna svo út í hljóð- skrám á netinu með svonefndri podcast-tækni. Það er Ellen Wheeler, framleiðandi Leið- arljóss, sem átti hugmyndina að því að nýta þessa tækni og dreifa þáttunum á netinu. Hún fékk hugmyndina þegar heimavinnandi eig- inmaður hennar tók eftir því að hann gat fylgst með því sem gerðist í sjónvarpsþáttunum á meðan hann vann húsverkin – ef hann stillti hljóðið í sjónvarpinu nógu hátt. Elsta sápuóperan Samkvæmt heimsmetabók Guinness er Leið- arljós sú sápuópera sem lengst hefur verið út- varpað. Hún hófst í útvarpi árið 1937 og hefur verið sýnd í sjónvarpi frá árinu 1952. Fimmtán þúsundasti sjónvarpsþátturinn var sýndur fyrir nokkrum vikum. Vinsældir sjónvarpsþáttanna hafa þó minnk- að í Bandaríkjunum á síðustu árum. Nær fimm milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þættina á hverjum degi veturinn 1994–95 og áhorfend- urnir eru orðnir helmingi færri nú, meðal ann- ars vegna aukinnar samkeppni frá kapalsjón- varpsstöðvum. Fá sápu í eyrun Reuters Eyrnasápa Ekki þarf nú lengur að sitja fyrir framan sjónvarpið til að vita hvað gerist í Leið- arljósi, þáttinn má nú hlýða á á netinu. uppeldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.