Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 26.09.2006, Síða 24
daglegt líf 24 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég byrjaði að koma í Góða hirðinnþegar hann var í Hátúni,“ segirGuðmundur Sigurðsson þegar hanner fenginn til að segja frá tilurð þess að hann er fastagestur í Góða hirðinum. „Ég kíkti þar inn alltaf öðru hvoru. Hef mikið haft gaman af þessu. Þegar þetta fluttist hingað upp í Fellsmúla fór ég að koma hingað svona þrisv- ar til fjórum sinnum í viku.“ „Það er það sama hjá mér,“ segir Guð- mundur Þórðarson, „ég fór þetta líka þarna niðurfrá.“ Þær eru þó nokkrar sögurnar sem segja má af fólki sem hittist reglulega í Góða hirðinum, margir koma alltaf í hádeginu og eftir að hafa skannað hillurnar er sest niður með kaffibolla og spjallað um daginn og veginn og þannig hef- ur myndast nýr kunningsskapur og vinátta. „Það má eiginlega segja að maður komi hingað meira fyrir félagsskapinn en annað,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, „hér hittir maður gamla kunningja og vinnufélaga. Í sumar hitti ég t.d. Í Góða hirðinn í hádeginu Morgunblaðið/Eyþór Félagar Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Þórðarson og Hrefna Kjartansdóttir hittast gjarnan í hádeginu til skrafs og ráðagerða, kaupa stundum eitthvað en oft fá þau sér bara kaffisopa. Af biðröðinni að dæma er eitt- hvað afskaplega spennandi að fara að gerast. Sú er líka raunin því innan fárra mínútna verður verslunin opnuð. Sigrún Ásmundar fór í Góða hirðinn í Fellsmúla og spjallaði við fasta- gestina og nafnana Guðmund Sigurðsson og Guðmund Þórðar- son og Hrefnu Kjartansdóttur. Ágóðinn gefinn til líknarmála » 1999 var 600 þúsund kr. styrk-ur veittur Þjónustusetrinu Tryggvagötu 26. » 2000 var 500 þúsund kr. styrk-ur veittur Daufblindrafélagi Íslands. » 2001 var 500 þúsund kr. styrk-ur veittur félagasamtökum Ein- stakra barna. » 2002 var 900 þúsund kr. styrk-ur veittur Tourette-samtök- unum og CP-félaginu (celebral palsy). » 2003 var þriggja milljóna kr.styrkur veittur Fjölsmiðjunni, Ásgarði – handverkstæði og For- eldrahúsi. » 2004 var þriggja milljóna kr.styrkur veittur Rauða kross- inum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Mæðra- styrksnefnd. » 2005 var fimm milljóna kr.styrkur veittur MS-, MND- og MG-félögunum og Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar. MS-, MND- og MG-félögin hlutu 1 milljón hvert og Framtíðarsjóður Hjálparstarfs kirkjunnar hlaut 2 milljónir. vinnufélaga hérna sem ég hafði ekki séð í fjöru- tíu ár, við vorum að keyra saman hjá Garðari Gíslasyni þegar hann var með heildverslun á Hverfisgötunni,“ bætir hann við glettnislega. „Jú, jú, svo eru menn að fá sér einhverja hluti hérna, eitthvað svona smásniðugt.“ „Já, menn eru að safna einhverju og svona,“ segir Guðmundur Þórðarson. „Ég er svolítið að safna gömlu dóti, hef gaman af því. Eitthvað sem mann vantar og þó, kannski vantar ekkert endilega,“ segir hann kíminn, „kaupir það samt. Ég er svolítið í glysinu, koparnum. Nafni segir að ég ætli að bræða þetta, allt gullið mitt,“ heldur hann áfram og hlær. Nú bætist Hrefna, eiginkona Guðmundar Þórðarsonar, í hópinn. „Ég kem oft,“ segir hún. „Já, já. Við komum jafnvel ekkert alltaf sam- an,“ bætir hún við. „Ég hef svolítið keypt út- saum. Hef gaman af því.“ Safnarar leggja gjarnan leið sína í Góða hirð- inn í von um að finna eitthvert dýrmæti. Sumir safna kattarstyttum, aðrir bókum og enn aðrir liggja yfir vínyl-plötunum sem eru þar í bunk- um. „Hér eru menn jafnvel að finna hluti sem vantar inn í,“ segir Guðmundur Sigurðsson. „Þar má nefna bollastell og hnífapör og annað, því hér má finna hluti sem hafa glatast eða skemmst. Þá er hægt að fylla upp í skörðin og það er kannski það sem er aðalmálið. Hér eru hlutir á ágætisverði og auðvitað eru góðir hlutir innan um. Ef fólki finnst hlutirnir dýrir er oft farið fram á lækkun á verði og þá er brugðist við því. Það er slíkt prýðisfólk sem starfar hérna og hér er boðið upp á eiginlega besta kaffi sem maður fær!“ segir Guðmundur Sig- urðsson. „Það má líka bæta því við í lokin að menn kaupa ekkert köttinn í sekknum hér. Þó að hlutir reynist ónýtir eða illa farnir er samt verið að styrkja gott málefni.“ sia@mbl.is EINA litla sögu hafði Hrefna að segja af því hvað finna má í Góða hirðinum. „Ég er ekki mikið í bókunum,“ segir Hrefna. „En ég tók eina bók úr hillunni og það var skrifað inn í hana. Hún var þá gjöf frá afa mínum og ömmu til bóndans á Villingavatni, sem var næsti bær við þar sem þau bjuggu í Grafn- ingi. Þá var þetta bók sem afi minn og amma höfðu gefið Geir á Villingavatni!“ „Um leið og hún opnaði þessa bók, rak hún augun í þetta,“ segir Guðmundur Þórðarson, eiginmaður Hrefnu, og ekki laust við að undrunartónn sé í röddinni. „Þetta var alveg magnað.“ „Ég keypti sko þessa bók,“ segir Hrefna. Bók frá afa og ömmu segir Anna. „Hingað kemur allur þjóðfélagsstiginn, enda er Góði hirð- irinn fyrir alla. Þetta er líka svo fín leið í endurnýtingu á hlutum. Í fyrra fóru hér í gegn 800 tonn af nytja- hlutum og það er ekkert smáræði sem annars yrði urðað. Við erum þannig mjög umhverfisvæn stofn- un,“ segir Anna með áherslu. „Við fáum oft hluti í umbúðunum og jafn- vel heilu lagerana. Það er alveg hægt að innrétta íbúð með því ein- göngu að versla hér. Ungir krakkar sem eru að byrja að búa koma mjög mikið og skólakrakkar utan af landi, sem eru að fá sér dót í leiguíbúðir, skólar og félagsmiðstöðvar hafa keypt af okkur sófa og slíkt og svo mætti lengi telja.“ Við þetta bætir hún að bókasafn- arar komi gjarnan og aðrir safnarar sem detta niður á fína hluti, t.d. frá Guðmundi í Miðdal. „Við fengum skissu frá Kjarval um daginn og lét- um meta hana. Ef við fáum góð mál- Þeir hlutir sem eru í verslun-inni koma frá fólki sem ereinhverra hluta vegna að losa sig við nytjahluti,“ segir Anna Jakobsdóttir, verslunarstjóri Góða hirðisins. „Fólk fer með hlutina í endurvinnslustöðvar Sorpu, þar eru stórir gámar merktir okkur. Síðan koma þessir gámar til okkar og við losum hér tvo til þrjá tuttugu feta gáma á dag.“ Allur varningur sem berst fer fram í verslunina og á hverjum degi er bætt við nýjum munum. „Við flokkum aðeins úr en það er yfirleitt ekki mikið, yfirleitt eru þetta mjög góðar vörur sem fólk er að gefa.“ Allur ágóði sem verður til eftir að rekstrarárið er gert upp rennur til góðgerðarmála. „Fólk gefur hluti hingað í góðum hug. Allt sem er af- gangs fer til líknarmála. Góði hirð- irinn rekur sig alfarið sjálfur, við er- um ekki á neinum styrkjum, en erum undir verndarvæng Sorpu,“ verk látum við meta hluti á því verði sem við getum selt það,“ segir hún með áherslu. „Við getum aldrei selt á því sama og verið er að gera í gall- eríunum. Við seljum þó allt slíkt sjálf, lækkum þá frekar verðið og gefum fólki kost á að eignast þessa hluti fyrir lítinn pening.“ Hún nefnir að lokum félagsskap- inn sem fólk sækir gjarnan í með heimsókn í Góða hirðinn. „Hérna kemur fólk, gjarnan í hádeginu, sit- ur og drekkur kaffi, les bækur, hérna myndast tengsl, við erum eig- inlega bara eins og lítil félagsmið- stöð. Svo er starfsfólkið algjörlega frábært og stendur sig rosalega vel, á sérstakt hrós skilið.“ Ellefu manns starfa í Góða hirðinum og jafnvel stendur til að fjölga þeim. „Við reyn- um að halda rekstrarkostnaði í al- gjöru lágmarki því okkar metnaður er auðvitað að sem mest sé til skipt- anna eftir að gert hefur verið upp,“ segir Anna að lokum. Morgunblaðið/Eyþór Verslunarstjórinn Anna Jakobsdóttir er afar ánægð með starfið sem unnið er í Góða hirðinum og segir að það sé afar gott fyrir umhverfið. Eins og lítil félagsmiðstöð Ýmislegt Hægt er að kaupa allt frá tusku- dýrum upp í sófasett í Góða hirðinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.