Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 33 ✝ Guðrún Laxdalkaupkona fædd- ist í Reykjavík 1. mars árið 1914. For- eldrar hennar voru hjónin Elín Laxdal, söngkona og tón- skáld, f. 7. desember 1883, d. 13. nóv- ember 1918 og Jón Laxdal, kaupmaður og tónskáld, f. 13. október 1865, d. 7. júlí 1928. Elín var dóttir Matthíasar Jochumssonar skálds og prests og konu hans Guð- rúnar Runólfsdóttur. Jón var son- ur hjónanna Jóns Guðmundssonar hafnsögumanns og skipstjóra á Akureyri og Friðbjargar Guð- rúnar Grímsdóttur húsfreyju. Fóstursonur Jóns Laxdal og Elínar var Björn Laxdal og fósturdóttir Jóns og þriðju konu hans, Inger Lehmeier, er Birgitte Pálsson, fædd í Danmörku 27. febrúar 1926. Guðrún giftist árið 1934 Sigurði Arnalds, stórkaupmanni og útgef- anda, f. 15. mars 1909, d. júlí 1998. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Jón Laxdal Arnalds fyrrverandi ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu og borgardómari, f. 28. janúar 1935. Fyrri eiginkona hans var Sigríður Eyþórsdóttir leik- kona, f. 21. ágúst 1940. Börn þeirra eru a) Eyþór Arnalds, fram- fræðingur, f. 29. september 1972. Sonur þeirra er Úlfur Elíasson, f. 29. desember 2002. Þriðja barn Guðrúnar Laxdal er Elín Hanna Laxdal, læknir, f. 4. desember 1953, dóttir Stefáns Jónssonar fréttamanns, rithöf- undar og alþingismanns. Sonur El- ínar er Stefán Laxdal, f. 18. nóv- ember 1991. Hinn 29. febrúar 1944 giftist Guðrún Jens Figved, verslunar- stjóra KRON, f. 11. maí 1907, d. 23. júní 1945. Sambýlismaður Guð- rúnar um langt árabil var Christi- an Zimsen, f. 26. september 1910, d. 7. september 1991. Guðrún ólst upp í Reykjavík fram á unglingsár en flutti með Inger stjúpmóður sinni til Dan- merkur eftir andlát föður síns. Guðrún stundaði nám við ungl- ingaskóla í Frakklandi og Bret- landi. Framhaldsnám stundaði hún við Margretheskolen í Kaup- mannahöfn þar til hún flutti aftur til Íslands, 18 ára að aldri. Guðrún stofnaði heildverslun ásamt fyrri eiginmanni sínum, Sigurði Arn- alds, undir nafni hans og heild- verslunina Innkaup ásamt seinni eiginmanni sínum, Jens Figved. Árið 1945 setti Guðrún á stofn list- munaverslun í Reykjavík og rak hana með nokkrum hléum á Freyjugötu, Laugavegi og í Hafnarstræti fram til ársins 1977. Guðrún starfaði einnig sem leik- munavörður Þjóðleikhússins í nokkur ár. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. kvæmdastjóri, f. 24. nóvember 1964, áður kvæntur Móeiði Júní- usdóttur söngkonu og guðfræðinema, f. 4. maí 1972, og börn þeirra eru Ari Elías Arnalds, f. 20. janúar 2001, og Guðrún Sig- ríður Arnalds, f. 15. október 2003. Sam- býliskona Eyþórs er Dagmar Una Ólafs- dóttir, jógakennari, f. 1. júní 1981. b) Berg- ljót Arnalds, leikkona og rithöfundur, f. 15. október 1968. Sonur hennar og Stefáns Ingólfssonar er Matthías Arnalds Stefánsson, tónlistarnemi, f. 24. febrúar 1986. Síðari kona Jóns er Ellen Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, f. 18. október 1935. 2) Ragnar Arn- alds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, f. 8. júlí 1938, kvæntur Hallveigu Thorlacius, brúðuleik- ara, f. 30. ágúst 1939. Börn þeirra eru a) Guðrún Arnalds, jógakenn- ari og hómópati, f. 28. júlí 1964. Sambýlismaður hennar er Logi Vígþórsson, danskennari, f. 13. júní 1965. Dóttir Guðrúnar og Steinþórs Ásgeirs Als, versl- unarmanns, f. 14. desember 1961, er Sara Steinþórsdóttir, f. 20. ágúst 1991. b) Helga Arnalds, brúðuleikari og myndlistarkona, f. 6. september 1967. Sambýlismaður hennar er Elías Bjarnason, verk- Guðrún Laxdal sem við kveðjum í dag lifði langa og viðburðaríka ævi, hélt reisn sinni fram á síðustu stund og fékk að lokum að fara í friði, í sínu eigin rúmi, falleg eins og ung stúlka. Hún var einkabarn foreldra sinna, Jóns Laxdal kaupmanns og tón- skálds og Elínar Matthíasdóttur söngkonu. Móðir hennar lést úr spænsku veikinni þegar hún var fjög- urra ára og þá hrundi veröldin sem fram að þessu hafði verið svo örugg. Tíu árum síðar lést Jón faðir hennar. Það voru þung spor fyrir 14 ára ung- ling að ganga á eftir kistu föður síns frá Dómkirkjunni upp í kirkjugarð. Búin að missa báða foreldra sína svona ung. Næstu árin gekk hún í skóla erlendis og þegar hún flutti aft- ur til Íslands var hún altalandi á ensku, þýsku, frönsku og dönsku, orðin heimsborgari, og bar það með sér alla tíð. Hún giftist Sigurði Arn- alds skömmu eftir heimkomuna og eignðist með honum tvo syni, Jón og Ragnar. Seinni maður Guðrúnar var Jens Figved sem hún missti eftir stutta sambúð. Áföllin í lífinu höfðu kennt henni að mæta því sem að höndum bar með æðruleysi og það gerði hún einnig nú. Hún ákvað að koma undir sig fótunum í verslunar- rekstri. Heimsstyrjöldinni var rétt ólokið og engar flugsamgöngur við landið, en hún lét það ekki aftra sér heldur steig upp í bandaríska her- flugvél og flaug til Bretlands og Evr- ópu í innkaupaleiðangur. Húnkom heim með togara á aðfangadag með kynstrin öll af listmunum og forn- gripum og í janúar opnaði hún versl- un við Freyjugötu. Vörurnar að utan ruku út á fyrstu dögum. Upp frá þessu stundaði hún verslun með minjagripi í áratugi. Hún vann alla tíð myrkranna á milli, en sótti sér orku í sundlaugarnar og var fastur gestur fyrst á morgnana í marga ára- tugi. Á dögum gömlu lauganna skaust hún yfir Sundlaugaveginn á sloppnum. Árið 1953 birtist lítill sól- argeisli í fjölskyldunni. Skömmu fyr- ir jólin fæddist dóttirin og litla syst- irin sem var skírð í höfuðið á Elínu ömmu sinni. Hennar faðir var Stefán Jónsson fréttamaður og alþingis- maður. Guðrún var ætíð í góðu og mátu- lega nánu sambandi við börnin sín. Hún kunni að feta þessa vandrötuðu braut ástúðar í bland við hæfilegt af- skiptaleysi. Vinir Jóns, Ragnars og Elínar voru alltaf velkomnir á Sund- laugaveginn og nýttu sér það óspart. Það sem laðaði okkur að henni var bæði hvað hún var skemmtileg og glaðvær og ekki síður hvað hún var frjálslynd og laus við að dæma ungt fólk. Guðrún elskaði að ferðast og á veturna þegar um hægðist í verslun- inni fór hún oft á flakk og þá gjarnan á fjarlægar slóðir. Hún kom endur- nærð úr þessum ferðalögum og ég man hvað hún var falleg þegar hún kom heim frá Afríku,sólbrún og út- hvíld. Og þá barði ástin enn einu sinni að dyrum. Gamall vinur hennar úr Landakotsskóla, Christian Zim- sen, kom um þetta leyti inn í líf henn- ar og þau fengu saman 17 ár þar til hann lést. Hún var sjálfri sér nóg fram á síðasta dag. Fylgdist vel með öllu. Þann 7. þessa mánaðar kom hennar kall. Hún fór með reisn, líkt og Auður djúpúðga forðum sem gekk til hvílu að kvöldi og fannst látin að morgni. Mynd af Jóni Laxdal hékk fyrir ofan rúmið hennar og við sett- umst hjá henni og fundum sterkt fyr- ir helgi dauðans. Hallveig Thorlacius. Guðrún Laxdal var dóttir hjónanna Elínar Matthíasdóttur og Jóns Laxdal Jónssonar. Hún fæddist 1. marz 1914 og lést hinn 7. septem- ber og hafði þá tvo vetur hins tíunda tigar. Guðrún var sundfélagi okkar í Laugardal áratugum saman. Hún varð þar vinkona Christians Zimsen apótekara í Laugarnesapóteki. Þau voru eitt prútt par í okkar augum og óaðskiljanleg í áravís þó þau héldu hvort sitt heimili. Við nutum gest- risni þeirra mörg sumur í bústað Christians á Elliðavatni. Þar var gaman að koma og njóta góðra veit- inga í þeim fagra ranni. Þau voru mikið ræktunarfólk og var það ávallt fræðandi að koma þarna og fá út- skýringar Christians á smáatriðum náttúrunnar, sem fara auðveldlega framhjá borgarbarninu. Þarna var stundum borið fram, að afloknu stórbakkelsi Guðrúnar, eitt fágætasta vín sem nokkur hefur smakkað. Foringi vor, Björgvin af Vaðnesverzlun, nefndi þetta „fívle- vín“ og mátti hver skilja sem hann vildi, því foringinn talaði stundum til lýðsins í líkingamáli eins og frelsar- inn. En vín þetta gerðu þau úr þús- undum fíflakróna sem spruttu þarna við Elliðavatnið. Þarna lifðum við sundfélagrnir góðar stundir í sús og dús við hlátrasköll og margskonar fíflarí. Í mínum huga var Guðrún Laxdal ávallt „Dame Guðrún“ þó hún væri oft bara kölluð Lilla Laxdal milli fé- laganna. Slíkt var hennar yfirbragð og öll framganga. Fágaðan virðu- leika lagði frá henni til náungans. Manni gat ekki annað en þótt vænt um þessa konu og viljað hennar veg ávallt beinan. Hún var stillileg og hlý í framgöngu. Hún bar sig líka tígu- lega á velli, fremur meðalhá í vexti, fríð sýnum og fönguleg. Hún hafði ágætan og yfirvegaðan húmor. Eitt sinn þurftu pottfélagar að taka til meðferðar fégirnd tannlækna fyrir veitta þjónustu. Beindust spjótin því auðveldlega að Sigga Þórðar tanna sem fékk það óþvegið. „Uss látiðið ekki svona, hann Sigurður er ekkert dýrari en hárgreiðslukonana mín,“ sagði þá Lilla. Siggi hafði hana Lillu líka ávallt síðan í hávegum. Sjálfsagt hefur hún Guðrún fengið sinn skammt af tárum og trega um dagana. En í daglegri umgengni var hún glöð og reif. Og viss erum við þess, að hún átti góðar stundir með Christiani Zimsen, slíkt ljúfmenni, fjölfræðingur og hugljúfi sem hann var. Hún var af listafólki komin. Sjálfur höfundur sálmsins góða um hið milda ljós sem lýsir mönnunum, séra Matt- hías Jochumsson, var afi hennar. Foreldrar hennar voru þekkt tónlist- arfólk, faðirinn tónskáld og móðirin söngkona. Hún hefur því líklega ver- ið í eðli sínu nokkur listamaður og víst mun flest hafa leikið í höndum hennar. Menntuð var hún betri skól- um útlandsins. Félagslynd var hún og liðtækt selskabsljón á yngri árum. Róttækur vinstrisinni var hún sögð vera þó hún flíkaði lítt. En um leið var hún sjálfstætt fólk eins og Bjart- ur í Sumarhúsum, sem bjargar sér og sínum. Lengi starfandi í viðskipa- lífi höfuðborgarinnar við listmuna- sölu. Hún var heilsuhraust að sjá og hélt börnum sínum gott heimili. Þau komust öll í efri lög mannfélagsins og lifa móður sína. Naut hún skjóls af þeim síðustu árin þegar sundferðir hennar strjáluðust vegna aldursins. Var það nokkuð fleira fyrir yður? Svo hefur Lilla sjálfsagt spurt kúnnana í verzlun sinni í gamla daga eins og þá tíðkaðist. Það er svo með þennan gamla sundfélagahóp okkar, að það þynnast raðirnar sem árin líða. Það koma helst öngvir nýir í þennan flokk, því þeir sem eftir eru vita allt og taka ekki tilsögn lengur. Smám saman verður því saga hans öll. En auðvitað bætast nýir hópar af fólki í skörðin eins og Tómas lýsir fyrir okkur. Og eilífðina munar auðvitað ekki hætishót um okkar flokk í astró- bíóradíófóní hinna himnesku sund- lauga, – eins foringinn okkar hann Björgvin hefði hugsanlega orðað það einhverntímann. Og svo „hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stutt- ir sokkar“? Við hinir gömlu samsynd- arar í Laugardal kveðjum Lillu Lax- dal og sendum hennar fólki okkar bestu kveðjur. Hennar milda ljós lýsti okkur til bóta. e.u. sundfélaganna í Laugardal Halldór Jónsson. Ég kom fyrst á heimili Guðrúnar Laxdal að Sundlaugavegi 26 fyrir 57 árum, þá ellefu ára gamall. Milli mín og yngri sonar hennar, Ragnars Arn- alds, hafði tekizt vinátta. Á tímabili næsta áratuginn og rúmlega það var ég nánast daglegur gestur á heimili hennar. Fyrir mig var þetta heimili svolítið framandi. Móðir þeirra bræðra Jóns og Ragnars var útivinnandi, sem ekki var algengt í þá daga. Þeir voru því mikið einir heima á daginn eftir að skóla var lokið með félögum sín- um. Það gerðist margt á Sundlauga- vegi 26 á þessum árum. Ragnar var að búa til eilífðarvél en ég vissi ekki hvað eilífðarvél var. Það er vél, sem gengur um alla eilífð sagði Ragnar og benti stoltur á nokkrar kókflöskur og gúmmíslöngur, sem lágu á milli þeirra á eldhúsborðinu. Smátt og smátt varð Sundlauga- vegur 26 eins konar miðstöð póli- tískra og menningarlegra umræðna, þar sem skoðanir voru mjög skiptar. Sumir þeirra, sem mest hafa komið við sögu íslenzkra stjórnmála síðustu áratugi fengu þar sína fyrstu þjálfun í stjórnmálaátökum. Auk Ragnars sjálfs, Halldór Blöndal og Jón Bald- vin Hannibalsson. Aðrir sem síðar hafa komið við sögu íslenzks menn- ingarlífs önduðu að sér því menning- arlega andrúmslofti, sem ríkti á heimili afkomenda Jóns Laxdals tón- skálds, Ara Arnalds, Matthíasar Jochumssonar og Einars H. Kvaran. Þar á ég við fólk eins og Atla Heimi Sveinsson, tónskáld, Magnús heitinn Jónsson kvikmyndaleikstjóra og Brynju Benediktsdóttur leikstjóra. Húsmóðirin á heimilinu tók öllu sem sjálfsögðum hlut. Þar ríkti ein- stakt frjálsræði og frjálslyndi. Guð- rún Laxdal talaði alltaf við okkur sem jafningja hvert sem umræðuefn- ið var og á hvaða aldri sem við vorum. Ég hef stundum hugsað um það í starfi mínu síðar á ævinni að á heimili hennar hafi ég lært að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og að vera ekki hræddur við skoðanir annarra, enda var ég yfirleitt á öndverðum meiði við flesta þá sem komu í heim- sókn að Sundlaugavegi 26. Það vega- nesti hefur reynzt mér vel í ákvarð- anatöku um birtingu á efni í Morgunblaðinu, sem ég hef verið gersamlega ósammála. Umræðurnar á heimili Guðrúnar Laxdal stækkuðu sjóndeildarhring okkar. Annað veganesti fékk ég hjá Guð- rúnu Laxdal. Að bera virðingu fyrir Jóni Leifs og verkum hans. Á þeim árum var Jón Leifs mjög til umræðu manna á meðal og þá ekki síður tón- verk hans. Yfirleitt var talað illa um Jón Leifs en ekki á Sundlaugavegi 26. Með umtali sínu um þetta merka tónskáld tókst Guðrúnu Laxdal að innræta okkur félögum Ragnars djúpa virðingu fyrir þessum manni og því, sem hann var að gera, sem gekk þvert á almenningsálit þeirra tíma. Tónlistaruppeldi okkar á þessum árum fengum við jöfnum höndum hjá Ingólfi Guðbrandssyni í Laugarnes- skólanum og hjá Guðrúnu Laxdal en þar var hlustað mikið á klassíska músík. Pólitískar umræður hörðnuðu mjög á Sundlaugavegi 26 á þessum árum enda Ísland nýgengið í Atlants- hafsbandalagið og tveimur árum seinna kom varnarliðið til landsins. Það hafði þó engin áhrif á vináttu okkar sem þar komum saman. Allt fór þetta fram undir vernd- arvæng húsmóðurinnar sem tók full- an þátt í umræðum okkar ef það hentaði henni. Svo urðum við stór og hvert okkar um sig fór í sína átt en vináttan sem varð til á æskudögum hélzt og heldur enn. Snemma árs 1992 kom Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður á Morg- unblaðinu, til mín með hugmynd um að leita eftir samtali við Guðrúnu Laxdal í blaðið. Mér leist vel á þá hugmynd sem varð til þess að ég hringdi í Lillu Laxdal og spurði hvort ég mætti koma í heimsókn. Hún tók því vel. Ég kom aftur að Sundlauga- vegi 26. Þar var allt lítið breytt frá æskudögum okkar Ragnars. Ég sat hjá henni lengi dags og spurði hana um líf hennar sem ég hafði ekki haft vit á að gera áratugum áður. Þessa dagstund gerði ég mér grein fyrir að þessi kona hafði átt sér ævintýralegt líf. Sá nánast ótrúlegi lífsferill var rakinn í samtali við hana hér í Morg- unblaðinu hinn 15. marz 1992. Og ég skildi betur það umhverfi og andrúm sem ég hafði gengið inn í haustdaga árið 1949 og hafði meiri áhrif á mig en ég gerði mér nokkra grein fyrir á þeim tíma en æ betur á seinni árum. Sl. vetur bauð eitt barnabarna hennar, Eyþór Arnalds, mér að koma í heimsókn til ömmu sinnar. Þar átt- um við skemmtilegt samtal eins og jafnan áður og áhugi Guðrúnar Lax- dal á pólitískum afskiptum sonarson- ar síns augljós. Fyrir nokkrum vikum vorum við nokkrir gamlir vinir Ragnars og Hallveigar Thorlacius, eiginkonu hans í kvöldverðarboði hjá þeim. Í húsi þeirra bjuggu mæður beggja háaldraðar. Við Atli Heimir gengum saman á fund Guðrúnar. Þótt hún væri komin hátt á tíræðisaldur sýndi hún þess engin merki. Mig óraði ekki fyrir að hún ætti svo stutt eftir. Guðrún Laxdal er með merkari konum sem ég hef kynnzt um dag- ana. Ég verð forsjóninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa leitt mig í hennar hús. Styrmir Gunnarsson. Guðrún Laxdal Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR                  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.