Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Magn-ússon pípulagn- ingameistari og lög- reglumaður fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1945. Hann lést af slysförum laug- ardaginn 16. sept- ember. Magnús er sonur hjónanna Magnúsar St. Magn- ússonar pípulagn- ingameistara, f. 1922, og Guðrúnar E. Guðmundsdóttur húsmóður, f. 1925. Systkini Magnúsar eru Margrét Magnúsdóttir þroskaþjálfi, f. 1951, Sigríður Magnúsdóttir svæða- nuddari, f. 1954, gift Einari Gylfa- syni verslunareiganda, f. 1954, og Guðmundur Magnússon trygg- ingafulltrúi, f. 1958, kvæntur Jó- hönnu Vigdísi Hjaltadóttur frétta- manni, f. 1962. Hinn 11.desember 1971 kvæntist Magnús Sigríði Harðardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra, f. 5. júní 1950. Foreldrar hennar voru Ólöf Magnúsdóttir húsmóðir, f. 1927, d. 1983, og Hörður Sigur- jónsson flugstjóri, f. 1921, d. 2003. Eftirlifandi sambýliskona Harðar er Bertha Johansen, f. 1934. Systk- borgarskóla, varð pípulagninga- maður frá Iðnskólanum í Hafnar- firði og lauk síðar meistaraprófi í sömu grein. Lauk námi frá Lög- regluskóla ríkisins 1982. Magnús starfaði við pípulagnir til ársins 1980 en gekk þá til liðs við lögregl- una í Hafnarfirði þar sem hann starfaði í 18 ár. Hóf síðan störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur, síðan Frumherja, þar sem hann starfaði til dánardags. Magnús var mikill íþrótta- áhugamaður og FH-ingur og æfði á yngri árum bæði handbolta og fótbolta. Hann stundaði skák af kappi og hefur kennt börnum sín- um og frændsystkinum að tefla. Badminton var þó sú íþrótt sem hann stundaði allt frá unglings- aldri og var hann félagsmaður í TBR þar sem hann æfði allt til síð- asta dags. Magnús var hestamaður af lífi og sál og félagi í Sörla í Hafnarfirði þar sem hann tók virk- an þátt í félagsstarfinu. Fyrir tæp- um þremur árum fluttust Magnús og Sigríður úr Hafnarfirði að Hall- anda í Hraungerðishreppi þar sem þau létu draum sinn rætast um að búa í sveit með hestana sína. Magnús var söngelskur mjög og fyrir fjórum árum lét hann annan draum rætast og hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. Magnús verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ini Sigríðar eru Magnús Harðarson ráðningarstjóri, f. 1946, kvæntur Sigur- dísi Haraldsdóttur verslunarmanni, f. 1948, Kristján Harð- arson flugstjóri, f. 1947, kvæntur Helgu Rós Jóhannesdóttur stuðningsfulltrúa, f. 1948, Elísabet Harð- ardóttir tónlistar- kennari, f. 1953, gift Einari Tómassyni vélstjóra, f. 1950, og Hörður Harðarson sjúkraflutn- ingamaður, f. 1955, kvæntur Maríu Davíðsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1957. Synir Magnúsar og Sigríð- ar eru: 1) Magnús Stephensen Magnússon flugmaður og hönn- uður, f. 1972 kvæntur Ingunni Jónsdóttur hönnuði, f. 1976, og eiga þau synina Jónatan Mikael, f. 2001, og Benjamín Magnús, f. 2006. 2) Sigurjón Magnússon verk- fræðinemi, f. 1979, í sambúð með Vigdísi Birnu Hólmgeirsdóttur hjúkrunarfræðinema, f. 1982, og Ólafur Björn Magnússon verk- fræðinemi, f. 1986. Magnús ólst upp í Hafnarfirði, lauk gagnfræðaprófi frá Flens- Elsku pabbi. Við munum orð þín um okkur. Við munum hve stoltur þú varst af okkur. Við munum líka hve stoltir við vor- um af þér pabbi. Við munum... Þegar þú keyrðir okkur í skólann í lögreglubílnum og settir stundum sír- enuna á... Þegar þú kenndir okkur að spila badminton og við lærðum að spila al- veg eins og þú, rétthenntir eður ei... Þegar þú varst kallaður Maggi smass í badmintoninu vegna þess hve sendingarnar frá þér voru oft rosa- legar... Þegar þú kenndir okkur að tefla og leyfðir okkur stundum að vinna... Þegar þú fórst í sjómann við okkur og hendur okkar týndist í höndum þínum... Þegar þú lést gamlan draum þinn rætast og fórst að læra að syngja og við fengum að sjá þig á tónleikum... Þegar þú fluttir í sveitina og hve ánægður þú varst þar, með útsýni til fimm jökla... Þegar þú faðmaðir okk- ur innilega við hvert tækifæri og við hurfum inn í faðminn þinn þó við vær- um ekki litlir sjálfir... Við munum eft- ir þér... Kærleikurinn breiðir yfir allt . Trúir öllu Vonar allt Umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 1.Kórintubréf 13 Þínir synir Magnús Steph, Sigurjón, Óli Björn. Elskulegur mágur minn og vinur, Magnús Magnússon, lést af slysför- um laugardaginn 16. september sl. Á einu augabragði er allt breytt. Eftir standa eiginkona, synir, foreldrar og ástvinir allir lamaðir af sorg. Reiðars- lag. Þessi laugardagur hafði verið yndislegur dagur í lífi Magnúsar og Sigríðar konu hans. Þau voru á hest- baki í góðra vina hópi, fóru í Reykja- réttir fyrri hluta dagsins þar sem Magnús lék á als oddi og tók virkan þátt í söngnum. Gladdist með bróður sínum og börnunum hans í réttunum, hitti vinnufélaga, naut lífsins. Sjaldan leið honum betur en syngjandi á hest- baki með konu sína sér við hlið. Magnús Magnússon fæddist í Hafnarfirði á Jónsmessu árið 1945. Hann var frumburður foreldra sinna, þeirra Guðrúnar E. Guðmundsdóttur og Magnúsar St. Magnússonar, sem lifa son sinn. Hann ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna, systkina, afa og ömmu og stórfjölskyldunnar allrar. Á sumrin dvaldi fjölskyldan iðulega á Stokkseyri hjá foreldrum Guðrúnar og þar kynntist Magnús Suðurland- inu. Það var því engin tilviljun þegar Sigga og Maggi tóku sig upp fyrir tveimur árum og keyptu jörðina Hall- anda í Árnessýslu. Allan sinn búskap höfðu þau búið í Hafnarfirði en með kaupum á Hallanda létu þau lang- þráðan draum rætast. „Fallegasti staður á Íslandi“ sagði Maggi alltaf og ljómaði eins og sól í heiði þegar hann horfði yfir sveitina. Ingólfsfjall á hægri hönd og Hekla, drottning ís- lenskra fjalla, á þá vinstri. Þarna ætl- uðu þau að eyða ævikvöldinu og horfa á barnabörnin vaxa úr grasi. Magnús fékk góðar gjafir í vöggu- gjöf og var margt til lista lagt. Hann hafði afburðafrásagnargáfu og mik- inn orðaforða. Hann átti gott með að skrifa og ættfræðin var honum hug- leikin. Söngröddin var mikil og fyrir nokkrum árum lét hann annan draum rætast, hann byrjaði í söngnámi til þess að læra að beisla mikla röddina. Röddin hans fyllti út í hvert horn og öll uppáhaldslögin hans, eins og Hamraborgin og Þú ert, verða því nú uppáhaldslögin okkar. Hestamennsk- an var honum í blóð borin og sjaldan naut hann sín betur en á hestbaki í fallegu íslensku landslagi. Fyrst og fremst var hann yndisleg manneskja, trúr og tryggur sínu fólki. Fjölskyld- an var honum eitt og allt og gleðin var mikil á þrjátíu ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna fyrir fimm árum þegar fyrsta barnabarnið fæddist. Og ekki var gleðin minni nú í sumar þegar annar sólargeisli bættist í hópinn. Systkinum sínum var hann einstakur stóri bróðir og systkinabörnum sínum besti frændi. Fyrir mér var hann ynd- islegur mágur, bróðir og besti vinur mannsins míns og frændi barnanna minna. Hann sinnti systkinabörnum sínum af einstakri ljúfmennsku og öll- um þótti þeim vænt um hann. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Hann hafði sterka og kraftmikla nærveru. Það vita allir sem báru gæfu til að kynnast honum. Maggi var heil- steyptur, glaður og skemmtilegur. Gestrisni og rausnarskapur þeirra hjóna voru þeirra aðalsmerki. Þau Sigga voru bundin órjúfanlegum böndum. Þau voru samhent í öllu og frá því þau kynntust hefur það sjald- an komið fyrir að þau væru fjarri hvort öðru. Fáir þekkja landið okkar betur en þau enda hafa þau ferðast um allt landið á hestum. Á Íslandi leið þeim alltaf best. Ótímabært og óþarft fráfall Magn- úsar sýnir og sannar að enginn ræður sínum næturstað. Við viljum trúa því að Maggi hafi verið kallaður til ann- arra verkefna. Hans var þörf annars staðar. Megi algóður guð styrkja og vernda Siggu, synina og fjölskyldur þeirra, foreldra og ástvini alla. Miss- irinn er mikill en mikið getum við ylj- að okkur við dýrmætar minningar. Megi góður guð blessa minningu Magnúsar Magnússonar. Takk fyrir allt sem þú varst og verður mér og mínum. Fyrir það verð ég alltaf þakk- lát. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Kæri Magnús, vinur og mágur, þín er sárt saknað. En minningarnar um þig eru ljúfar. Fyrir margt löngu hitt- umst við í fyrsta sinn við Iðnaðar- bankann í Lækjargötu. Þá voruð þið Sigga að koma af balli ung og glæsileg og þar sá ég strax að Sigga systir var ástfanginn upp fyrir haus, enda þú stórmyndarlegur og glæsilegur á velli, mér leist strax vel á gripinn. Þegar ég náði þér á tal þá slógum við strax á létta strengi, enda urðum við fljótt góðir vinir. Þegar hugsað er til baka þá kemur upp í hugann þegar þið Sigga byrjuðu í hestamennskunni, og fljótt kom í ljós sú mikla ánægja sem hestamennskan veitti þér, enda góður reiðmaður. Á þeim tíma fór ég norður og sá ég stóran og glæsilega gæðing sem stóð úti á túni og gekk undir nafninu Skjóni, sá þá strax að þetta var hesturinn fyrir þig, og þeg- ar þú sást hann varðst þú mjög hrif- inn af gæðinginum og náðuð þið strax vel saman, enda þjónaði Skjóni þér lengi. Oft gekk á ýmsu í sambandinu við hestamennskuna, eins og þegar við vorum 13 klst að sækja hestana aust- ur í Biskupstungur, í snjókomu og byl, þar sem bílstjórinn okkar festi bílinn 10 sinnum, og þurftum við að moka og draga bíllinn í þessu veðri, þó eftir þetta erfiði hefði ég ekki get- að hugsað mér betri mann til að vera með. Eða þegar bóndinn setti kálfana inn í stykkið hjá hestunum okkar og allir hestarnir urðu tagllausir um haustið, og bóndinn skellihló. Eftir mörg ár í Hafnarfirðinum, létuð þið Sigga drauminn rætast, þið keyptuð ykkur sveitabæinn Hallanda. Það var gaman að finna hvað þið voruð ham- ingjusöm í sveitinni. Ég vill þakka þér, Magnús minn, fyrir reiðtúrinn í ágúst, sem við fórum með þér og Siggu og allar ánægjustundir okkar í gegnum lífið sem aldrei gleymast. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þinn vinur Kristján Harðarson. Fyrstu kynni mín af Magnúsi voru þegar hann ,,kom í hlaðið á hvítri Cortinu“ að heimsækja Siggu systur og upp frá því var hann ávallt kallaður Maggi hennar Siggu til aðgreiningar frá undirrituðum. Maggi var glæsi- legur á velli, hár og grannur og mikið prúðmenni í alla staði. Það hefur oft verið rifjað upp til gamans fyrsta skiptið sem Maggi kom í sunnudags- mat á Digranesveginn. Magga var boðið til sætis og fyrr en varði voru borin fram tvö stór lambalæri með til- heyrandi meðlæti og honum boðið að gera svo vel. Hann skar sér örþunna sneið af öðru lærinu og setti hæfilega mikið af meðlæti til hliðar á diskinn, enda mikið valmenni eins og áður sagði. Þá hófst þvílíkur atgangur þeg- ar heimilisfólkið hóf að skammta sér af kræsingunum, og þegar kjötfatið hafði farið hringinn og allir fengið sér vel á diskana var lítið annað eftir en beinin og einhverjar kjöttætlur á fat- inu. Það skal tekið fram að það voru sjö manns í heimili og þar af fjórir miklir matmenn. Mér er sérstaklega minnisstæður svipurinn á Magga, þar sem hann sat þarna alveg gapandi hissa og horfði til skiptis á kjötfatið og Siggu. Maggi var fljótur að venjast þessum nýstárlegu borðsiðum og lét sér ekki bregða eftir það. Hann var afskaplega þægilegur maður í umgengni, það var stutt í húmorinn hjá honum og gaman að spjalla við hann um hvað eina sem bar á góma. Maggi var mjög músíkalskur og hafði fallega söngrödd, hann stundaði söngnám undanfarin miss- eri. Mér er sérstaklega minnisstætt sextugsafmælið hans Magga í júní á síðasta ári, þar var mikið sungið og al- veg ógleymanlegt að heyra hann taka undir í laginu ,,Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“. Ég vil þakka Magga fyrir allar góðu stundirnar. ,,We’ll meet again“, eins og segir í þekktu dægurlagi. Blessuð sé minning hans. Magnús Már Harðarson. Kær vinur er kvaddur í dag og við hjónin þökkum hjartanlega fyrir góða samfylgd. Magnús og Sigríður komu inn líf okkar fyrir 12 árum þegar Ing- unn dóttir okkar kynnti okkur fyrir mannsefninu sínu, honum Magnúsi yngri. Strax frá upphafi þessara kynna varð þessi fjölskylda hluti af okkar fjölskyldu. Magnús var hægur maður, ljúfur og góður, vel lesinn og djúpt þenkj- andi og oft var setið löngum stundum og rætt um lífið og tilveruna. Magnús var frekar hlédrægur og það var ekki hans siður að trana sér fram eða láta á sér bera, en þegar mikið lá við þá steig hann óhræddur fram fyrir skjöldu. Það kom okkur hjónum skemmtilega á óvart og verður okkur ævinlega minnisstætt þegar Magnús kvaddi sér hljóðs í brúðkaupi barna okkar og hélt þvílíka snilldarræðu að enn er vitnað til hennar í fjölskyldu okkar þegar einhver þykir hafa gert vel á þessu sviði. Það var svo fyrir þremur árum að þau Magnús og Sigríður létu gamlan draum rætast og keyptu sér jörð og fluttu í sveitina. Þar gátu þau verið með hestana sína hjá sér árið um kring, en hestar voru Magnúsi afar hugleiknir og áttu raunar hug hans allan. Það var svo gaman að sjá hvernig hann ljómaði þegar hann sýndi okkur jörðina sína og sagði okk- ur frá áætlunum þeirra hjóna um það hvernig búskapnum yrði hagað í framtíðinni. Hann hlakkaði mikið til að eyða þar næstu áratugum með Siggu sinni. En skjótt skipast veður í lofti og á einu andartaki breytist allt. Enn eitt hræðilegt umferðarslysið og núna var það hann Maggi stóri. Eftir situr hnípin fjölskylda. Mest- ur er missir Siggu, Magga St., Ing- unnar, Sigurjóns, Vigdísar og Óla Björns. Og litlu afastrákarnir okkar missa af ljúfum afa. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðju til Rúríar og Dadú. Elsku Magnús, hvíldu í friði, guð blessi þig. Okkur langar að lokum að vitna til orða skáldsins Kahlils Gi- brans: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Svanhvít og Jón Bjarni. Kveðja frá starfsfólki Frumherja hf. Ekkert okkar grunaði, þegar fregnir bárust af því að hestamaður hefði orðið fyrir bíl á Suðurlandsvegi við Selfoss, að samstarfsmaður okkar til margra ára hefði þar látið lífið. Þegar við mættum í vinnu á mánu- degi eftir þessa örlagaríku helgi varð okkur þetta ljóst; Magnús Magnús- son, prófunarmaður rennslismæla hjá Frumherja, hafði látist í hörmulegu slysi. Þetta var harmafregn fyrir okk- ur öll og mikið áfall, einkum fyrir nokkra af nánustu vinnufélögum Magnúsar sem höfðu hitt hann í rétt- um nokkrum klukkustundum fyrir andlát hans. Þegar Frumherji tók að sér mæla- umsýslu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur áttu nokkrir starfsmenn Orkuveit- unnar kost á því að fá vinnu hjá Frumherja við sambærileg störf. Magnús var einn þeirra manna sem þáði boðið og hafði hann starfað hjá fyrirtækinu við prófanir rennslis- mæla frá vormánuðum 2001. Magnús var dagfarsprúður maður, þægilegur í umgengni og oftast stutt í hláturinn hjá honum. Hann lagði metnað sinn í að vinna til hlítar þau verkefni sem honum voru falin og lagði áherslu á að allar þær prófanir sem hann stóð fyrir væru nákvæmar og óyggjandi. Magnús var fjölskyldu- maður og varð honum tíðrætt um börn sín og barnabörn sem voru hon- um greinilega hugleikin. Ekki fór fram hjá neinum einlægur áhugi Magnúsar á hestamennsku og á sínum yngri árum áður stundaði hann íþróttir af kappi. Hann ásamt konu sinni festi fyrir fáum árum kaup á jörðinni Hallanda í Árnessýslu þar sem þau samhliða hestamennskunni sinntu þjónustu við ferðamenn. Við kveðjum Magnús með söknuði, með honum er genginn góður drengur. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum er vottuð innileg samúð okkar og vonum við að æðri máttar- völd gefi þeim styrk til að takast á við þennan mikla missi. Samstarfsfólk í Frumherja hf. Yndislegur dagur er að kveldi kom- inn. Magnús Magnússon umkringdur helstu vinum og kunningjum þennan fallega góðviðrisdag í réttunum. Allt- af blíður og sparaði ekki innileg faðm- lögin. Allir nutu hans mjúku arma þétt um sig. Engin mannamunur gerður þar. Syngjandi með köllunum, alltaf kátur. Hreykinn af Siggu sinni á Sleipni. Montandi sig stoltur og glað- ur á Nasa, gæðingum sem engan grunaði þá að ætti nokkrum klukku- stundum síðar eftir að fylgja hús- bónda sínum leiðina á enda. En í einni svipan er allt svart í orðs- ins fyllstu merkingu. Í einu vetfangi er Maggi okkar farinn – dáinn. Við hjónin höfum nánast verið sam- tvinnuð þeim Siggu og Magga í hesta- mennskunni síðustu tólf ár. Við byggðum saman hesthús í Hafnar- firði, fluttum svo öll í sveitina. Aldrei var langt á milli okkar, nánast daglegt samband sem aldrei bar skugga á. Við vorum eins og ein stór fjölskylda. Börnin þeirra eins og okkar og okkar eins og þeirra. Óli, þeirra yngsti sonur, og Hörður Bjarni okkar. Frá barnsaldri voru þeir eins og bræður. Nánast óaðskilj- anlegir; þar sem annar sást birtist hinn von bráðar. Þeir fylgdust að, styrktu hvor annan. Og stóðu saman í gegnum þykkt og þunnt eftir að sveit- in heillaði foreldrana austur fyrir heiði. Við fórum í ótal hestaferðir saman. Í fyrstu með Sörlafélögum á hverju sumri. Síðar voru fjölmargar ferðir settar saman að austan með vinum og kunningjum eftir að við fluttum þang- að, nú síðast í Þórsmörk í lok ágúst. Magnús Magnússon Elsku hjartans afi, takk fyrir að sýna mér hestana, takk fyrir að kenna mér að slá grasið, takk fyrir að koma alltaf með mér í pottinn, takk fyrir að sýna mér Ingólfs- fjallið, takk fyrir að leyfa mér að leika í hjólhýsinu. Elsku hjartans afi, takk fyrir þetta og allt annað sem ég man ekki núna en rifjast upp fyrir mér þegar ég verð eldri. Þinn Jónatan Mikael. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.