Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 43
UNGVERSKA skáldið George Ta- bori, sem missti föður sinn í gas- klefum nasista, notar brandarann, notar farsann til að nálgast það hræðilega. Verk hans oftast í mörgum lögum; skopið teygir sig víða: í íróníu, orðaleiki, klúrar skrýtlur og inn á svið sem al- mennt er ekki talið við hæfi að spauga með. Helfarir, krossfest- ing, útrýmingarbúðir, ekkert er honum heilagt því í kjarna hvers brandara felst djúp alvara og „sigrast verður á tabúum ef þau eiga ekki að eyðileggja mann sjálfan“. Hér leiðir Tabori okkur inn í hluta af mannkynssögunni. Ungur og eiginlega ófær um að lifa birt- ist Adolf Hitler, utan úr dreifbýl- inu, í leiguhjalli í Vín og hittir þar fyrir gyðinginn Schlomo Herzl, farandbóksala, sem er að glíma við að skrifa æviminningar sínar: „Mein Kampf“. Herzl tekur í góð- semi sinni að sér það hlutverk að láta þennan krakkaskratta standa í lappirnar, gengur honum í móð- urstað, gefur honum að borða, lán- ar honum frakka sinn, snyrtir prússneskt yfirskegg stráksins í hinn fræga bursta, hjálpar honum til að ná hylli sinnar eigin ástar, – og gefur Hitler loks það ráð þegar honum mistekst að ná inngöngu í Listakademíuna að fara út í póli- tík sem og hann gerir … Athvarfið þar sem Hitler og Herzl hittast hefur Snorri Freyr Hilmarsson byggt haganlega úr hráum viði. Sviðsgólfið rís upp á móti áhorfendum og gefur svig- rúm fyrir leik framan við aðal- leikrýmið; kojur leigjendanna sem byggðar eru upp sem opinn bak- veggur og hliðarveggur í athvarf- inu vísa jafnframt sterkt í útrým- ingarbúðir nasista. Búningar hans og gervi Sigríðar Rósu Bjarna- dóttur eru einnig mjög góð og undirstrika að við erum í leikhúsi og hér er verið að leika grófar staðalímyndir. Þessi áhersla á leikhúsið og að allt er í þykjustunni er ríkjandi í sviðsetningu Hafliða Arngríms- sonar. Hann hefur þurft að stytta leikritið mikið, sumpart sennilega vegna ókunnugleika okkar Íslend- inga á ýmsum þáttum þýskrar sögu og menningar. Því miður hef- ur hann hins vegar ekki ráðist gegn öllum þeim tabúum sem Ta- bori gengur á hólm við í þessu verki né náð í öll þau lög sem verkið samanstendur úr. En hann hefur lagt mikla alúð í vinnuna með leikurunum og er launað ríkulega með þeim firna góða ár- angri er Bergur Þór Ingólfsson nær í túlkuninni á Adolf Hitler. Bergur Þór sem vitnar á stórum köflum í Chaplin, nær að gera persónuna afspyrnu hlægilega en um leið hættulega; af miklum hraða afhjúpar hann í öllu lát- bragði, smæstu svipbrigðum, með flottri tæmingu og uppbyggingu á texta: óöruggan, samanherptan persónuleika af minnimátt- arkennd, vænissjúkan hafsjó af hatri og oflæti. Gegn þessum Hit- ler er Þór Tulinius teflt sem gyð- ingnum og góðmenninu Schlomo Herzl. Gervi Þórs er skemmtilegt og fas hans og bæklaðar hreyf- ingar. Hann ljómar af manngæsku og frásögn hans um örlög föðurins eitt það besta sem ég hef séð til hans á sviði. En hann er of hægur, gefur sér of mikinn tíma, lýsir upp of fáa drætti og einkum saknar maður „hins gyðinglega húmors“, íróníunnar – því eitt af lyk- ilatriðum þessa verks er hvernig Hitler breytir bröndurum gyðinga í ískaldan veruleika. Hvernig brandarinn verður hættulegur. Blindar brandarakallinn sjálfan. Þór er heldur ekki gert léttara fyrir með því að láta Mörtu Nor- dal leika gölnu Grétu, hér er hún ekki á réttum stað, og hún er ekki nógu ung og þar er eitt tabúið sem menn hafa ekki þorað að glíma við. Það er sem sé fleira í þessu verki en birtist í sýningunni. Merkilegt líka hve oft ferst fyrir að vinna út hvörf í atburðarásinni og áhrif þeirra á persónurnar, eins og til dæmis höfnun Listaaka- demíunnar á Hitler eða hvers vegna Gréta dregst allt í einu að Hitler og hættir að hafa áhuga á hinum ljóta Herzl. Verst þó að hér tapast að það er lífshættulegt fyr- ir gyðinga að hafa samúð með gyðingahöturum. Þáttur sem hefði verið mikilvægt að koma til skila í okkar vænissjúka heimi. En ég er búin að sjá þessa sýn- ingu tvisvar og hafði gaman af í bæði skiptin, því það besta við að fara í leikhús er að sjá góðan leik og það er mikið af honum í þess- um svartnættisfarsa. Og mikið hægt að hlæja þó hláturinn kafni stundum í hálsinum á manni. Hvernig Hitler komst til valda LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Eftir George Tabori í þýðingu Gísla Rún- ars Jónssonar. Leikstjóri: Hafliði Arn- grímsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Sigurvald Ívar Helgason. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Þór Tulinius, Guð- mundur Ólafsson, Marta Nordal, Hanna María Karlsdóttir og Björn Ingi Hilm- arsson. Nýja svið Borgarleikhúss, 23. sept- ember, 2002 kl. 20.00. Mein Kampf María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyndni „Það besta við að fara í leikhús er að sjá góðan leik og það er mikið af honum í þessum svartnættisfarsa. Og mikið hægt að hlæja þó hláturinn kafni stundum í hálsinum á manni.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 43 menning Jæja … nema hvað … auðvitaðskellti maður sér á tónleikahér í Berlín á dögunum enda hundruð tónleika í gangi dag hvern um alla borg. Svimandi fyrir sveita- drenginn og frummanninn frá Ís- landi. Já, maður getur bókstaflega látið kylfu ráða kasti og smellt sér óvænt inn á næsta stað og upplifað stórfenglega tónleika. Svo eru tón- leikar sem manni finnst að maður þurfi að sjá. En í þetta sinnið var um að ræða tónleika sem ég VARÐ að sjá. Var ekki Marta Sebestyen, engl- aröddin frá Ungverjalandi, að syngja í Menningarbrugghúsinu, sem stendur fimmtíu metra frá fögru heimili mínu.    Ég gleymi því aldrei er ég komstfyrst í kynni við þessa hæfi- leikaríku söngkonu. Ég var staddur á heimili vinafólks úti í bæ, en hús- bændur þar eru miklir áhugamenn um tónlist, einkanlega klassík og þjóðlagatónlist. Og eins og svo oft er dró umslag ákveðinnar plötu mig að sér. Á tíma spilastokka og nið- urhleðslu eru þessar upplifanir að tapast; eitthvað sem er staðreynd og ég læt vera að ég harmi það eitt- hvað sérstaklega. En þessi plata, eignuð Marta Sebestyen og Muzsy- kas og undir heitinu The Prisoner’s Song fangaði athygli mína rakleiðis. Umslagið er svo flott; fallegt en ang- urvært í senn, ekki ósvipað tónlist- inni á sjálfri plötunni. Það er eitt- hvað nýbylgjulegt við það, og gleðilegt frávik frá hinni fremur metnaðarlausu umslagastefnu sem of oft fylgir hinni svokölluðu heims- tónlist (já, ég veit. Auðvitað gengur ekki að kalla alla aðra tónlist en vestræna heimstónlist … en vá hvað þetta orð hefur fest). En auðvitað var það mögnuð rödd Sebestyen sem heillaði fyrst og fremst. Fremur há rödd og minnir dulítið á raddbeitingu indverskra söngkvenna. Hljómurinn er seið- andi, Sebestyen er lagið að teygja og toga á melódíunni þannig að röddin virðist koma úr einhverjum handanheimi. Fyrst og fremst er þó auðheyranlegt að Sebestyen er sannkallað náttúrubarn í söngnum    Sebestyen átti eftir að brjótast úrlitlum heimi ungverskrar þjóð- lagatónlistar, með vafasömum hætti. Rödd hennar má t.d. heyra í hinni ömurlegu mynd The English Patient og einnig söng hún með hinni enn ömurlegri sveit, Deep Forest. Manni fannst eins og Sebe- styen gerði sér ekki alveg grein fyr- ir hæfileikum sínum og væri með þessu að vanvirða þá. En að þessum blessuðu tón- leikum, sem ollu mér sumpart von- brigðum. Fyrir það fyrsta fór um ein klukkustund í ræður þriggja kerfiskalla um undursamlegheit Ungverjalands, og datt hvorki af þeim né draup. Hverjum datt þetta í hug, stemningin var steindauð í salnum áður en tónleikarnir byrj- uðu. Tónleikarnir voru þá allir nokk fjarlægir, það var rétt í endann sem gefið var í. Þetta er því afar sorglegur endir á annars ágætum pistli. En jæja, maður á þó alltaf plöturnar. Ungversk tregafegurð » Var ekki MartaSebestyen, engl- aröddin frá Ungverja- landi, að syngja í Menningarbrugghús- inu, sem stendur fimm- tíu metra frá fögru heimili mínu. Ungversk Söngkonan Marta Sebestyen ásamt hljómsveit sinni Muzikas. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Mjög góð 69,2 fm 3ja herbergja íbúð við Bólstaðarhlíð í Reykja- vík. Íbúðin er á 4. hæð og skipt- ist í forstofu, baðherbergi, eld- hús, tvö svefnherbergi og stofu. Sameiginlegt þvottahús og sér- geymsla í sameign. Um er að ræða góða íbúð í nágrenni við alla helstu þjónustu, s.s. leik- skóla, skóla, Kringluna og aðra þjónustu. V. 15,9 m. 7876 BÓLSTAÐARHLÍÐ 50 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL 18-19 Karla 868-1207 tekur á móti gestum í dag milli kl. 18-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.