Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. MEÐ KYNTRÖLLINU CHANNING TATUM (“SHE’S THE MAN”) KRISTRÚN H. HAUKSD. FRÉTTABLAÐIÐ “STÓRVEL LEIKIN… STENST FYLLILEGA SAMANBURÐ VIÐ ÞAÐ BESTA FRÁ ÚTLÖNDUM” PÁLL B. BALDVINS. DV “BÖRN ER ÁHRIFAMKIÐ LISTAVERK SEM SKILUR ÁHORFANDANN EFTIR DJÚPT SNORTINN.” eeee HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR MBL “GÍSLI ÖRN GARÐARSSON FER Á KOSTUM… NÝJUM HÆÐUM ER NÁÐ HVAÐ KVIKMYNDALEIK OG SAMTÖL VARÐAR” eee ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2 E.T. kvikmyndir.is eee E.B.G. Topp5.is BLÓÐUGT MEISTARVERK EFTIR NICK CAVE MEÐ ÚRVALSLEIKU- RUM Í HVERJU HLUTVERKI eeee Roger Ebert "Sláandi og ógleymanleg!" DEITMYNDIN Í ÁR eeee VJV eee H.J. - MBL eeee blaðið BJÓLFSKVIÐA GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. SÍÐUSTU SÝNINGAR TILBOÐ: 400 KR. BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 TILBOÐ: 400 KR. B.i. 12 MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BÖRN kl. 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i.16 ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 LEYFÐ www.haskolabio.is • Miðasalan opnar kl. 17HAGATORGI • S. 530 1919 FRÁBÆR DANSMYND HLAÐIN GEGGJAÐRI TÓNLIST EN MYNDIN KOM HELDUR BETUR Á ÓVART Í USA FYRIR NOKKRU. / KEFLAVÍK STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ ... kl. 8 B.i. 7 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 / AKUREYRI NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 6 Leyfð UNITED 93 kl. 8 - 10 B.i.14 FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL ÓSKARSVERÐLAUNA! ar félagar þeirra eru upp til hópa úti eftir kl. 20. Er nema von að barnið spyrji hvers vegna það þurfi að vera inni þegar Nonni og Sigga hlaupa óáreitt um hverfið. Það væri óskandi að foreldrar virtu almennt settar reglur um úti- vistartíma. Það myndi einfalda málið til muna. Kennarar barna Vík- verja hafa alla tíð verið óþreytandi við að brýna fyrir foreldrum að gæta samræmis enda fara þeir ekki var- hluta af því þegar allt óréttlæti heimsins hellist yfir nemendurna. Allt kemur fyrir ekki. Lögreglan mætti að mati Víkverja vera duglegri að vekja athygli á þessu. Þannig var framlag Björns Bjartmarz, lögreglumanns í Breið- holti, í sjónvarpsfréttum á dögunum til mikillar fyrirmyndar en þar um slóðir er átak í gangi þessa dagana. Hann talaði enga tæpitungu. Inn- takið var á þá leið að foreldrar ættu að halda reglunum til streitu, hvað sem tautar og raular. Mikið höfðu börn Víkverja gott af því að horfa á Björn. Víkverji hefur aliðupp ófá börnin, a.m.k. reynt það. Og alltaf byrjar sama þrasið að hausti – ágreiningur um úti- vistartíma. Víkverji er löghlýðinn borgari og hefur alla tíð virt úti- vistarreglur lögreglu. Leyfir börnum sínum að vera úti til kl. 22 á sumrin og til kl. 20 á veturna. Þetta hefur mælst misjafnlega fyr- ir hjá börnunum enda virðist það af ein- hverjum ástæðum vera svo að öll önnur börn á Íslandi en börn Víkverja mega vera úti lengur en til kl. 20 á haustin, þeg- ar skólinn er byrjaður. A.m.k. hafa börn Víkverja, hvert á fætur öðru, haldið þessu kinnroðalaust fram. „O, það mega allir vera úti, nema ég.“ Enda þótt hart sé að Víkverja sótt í þessu máli hefur hann allar götur staðið fast á sínu. Af þeirri einföldu ástæðu að annars færi allt úr skorð- um. Engir þjóðfélagshópar eru lunknari við að ganga á lagið en börn. Það er gömul saga og ný. Víkverji getur eftir sem áður ekki neitað því að hann finnur á köflum til með börnum sínum, einkum þeg-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins : Gakk þú inn í bergið og fel þig í jörðu fyrir ógnum Drottins og ljóma hátignar hans. (Jes. 2,3-10.) Í dag er þriðjudagur 26. september, 269. dag- ur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Agaleysi í íslenskum skólum ÉG átti leið um gangstétt sem er í næsta nágrenni við ónefndan menntaskóla hér á landi. Mér krossbrá þegar ég sá allar tyggjóklessurnar sem voru fastar í gangstéttarhellunum. Ekki langt frá gekk ég fram á hóp nemenda sem voru að reykja rétt við skólahúsið. Ég hélt að hvergi mættu mennta- skólanemar reykja inni á skólalóð svo að mér varð á að spyrja einn strákinn hvort þau mættu reykja inni á skólalóðinni hjá sér? „Er þetta ekki frjálst land?“, spurði hann þá all harkalelga. Og ekki tók betra við þegar ég beygði fyrir húshornið og við mér blasti hrúga af tómum sígarettu- pökkum og ýmislegt fleira. Geirmundur. Sjónvarpið endurskoði kvikmyndasýningar RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi kvik- myndina „Málaðir englar“ föstudag- inn 15. september kl. 21.55. Ég vil lýsa yfir megnustu and- styggð minni á að svona nokkuð sé sýnt á þessum tíma, þegar börn og unglingar eru ekki farin að sofa. Þetta er nokkuð sem alls ekki á er- indi í sjónvarp. Þessi mynd var einn viðbjóður og algjörlega ófært að sýna hana á þessum tíma þegar unglingarnir sitja með foreldrum og horfa á sjón- varpið. Ég bið þá sem þessu ráða hjá sjónvarpinu að endurskoða svona nokkuð áður en farið er í útsend- ingu. Helga Árnadóttir. Um sveppagróður ÉG las í Morgunblaðinu 20. sept.sl. grein um sveppasýkingu og birtust ljótar myndir af sýktum nöglum. Mig langar að vekja athygli á að til er afar ódýr lækning við sveppa- sýkingu af þessu tagi. Ég þekki mann sem var afar illa haldinn af þessum sjúkdómi og þoldi orðið enga skó og átti vont með gang. Nú ætla ég að lýsa því hvernig hann læknaði sig. Hann fékk sér ísbox 2ja lítra, pissaði í það á morgnana áður en hann fór á fætur, síðan stóð hann ofan í þvaginu með tærnar í 30 til 60 mínútur og þvoði sér vel á eftir. Þessa meðferð endurtók hann á hverjum morgni í tæpan mánuð. Eftir mánuð var sveppurinn alveg horfinn og hefur ekki komið aftur, síðan eru liðin 6 ár. Mig langaði að vekja athygli á þessu, ef einhver treystir sér í þessa lækningaaðferð, hún virðist vera pottþétt. Ég er ekki að grínast. S.G. Sáttaleið til friðar EINAR Karl Haraldsson segir á bls. 37 í Mogganum 16. september sl. að heimurinn yrði ekki öruggari án trúarbragða. Einar vitnar sínu máli til sönnunar að þekktir fræðimenn hafi viðhaft sáttamiðlanir í mörgum löndum. Í engu upptalina land er friður heldur þvert á móti. Nýlega hitti ég tvo múslima er- lendis og fékk staðfestingu á að „Iðr- un“ opinberun í Medínu, 9nda súra er bókstafleg. Þeirra trú er annað yndislegt líf. Þessar sekúndur mínar sem ég á skipta engu máli enda hjá- guðadýrkandi og því réttdræpur hvar og hvenær sem þeim þóknast. Semsagt að þeir fá stig fyrir hversu mörgum þeim tekst að snúa til réttrar trúar og fá margfölduð stig fyrir að fækka hinum van- trúuðu. Helgi Steingrímsson, Laugarnesvegi 88, Rvík. Hafið bláa ÉG fór að sjá Hafið Bláa með barna- barnið mitt og þvílíkt falleg sýning, leikurinn, söngurinn og búningar, allt bara fallegt. Ég vil þakka öllum fyrir þetta framlag, þetta er sýning sem sómir sér á heimsmælikvarða. Ekki veitir okkur af sem flestu fallegu framlagi í menningu í dag á tímum viðsjár- verðum. Ég var mjög hrærð eftirá, Selma greinilega barnshafandi, og skilar þvílíku framlagi. Ég þakka innilega öllum sem standa að þessari sýningu með von um fleiri. Hildur Hilmarsdóttir. Leikarinn viðkunnanlegi ChowYun-fat stendur í ströngu við undirbúning fyrir næsta hlutverk sitt. Chow fór í strembna megrun og hefur verið iðinn við að vera á hest- baki. Hlutverkið sem Chow leggur svona mikið á sig fyrir er í vænt- anlegri kvikmynd John Woo, sögu- legri og epískri mynd sem fengið hefur enska titilinn „The Battle of Red Cliff“. Lýsir myndin orrustu árið 208 sem hafði mikil áhrif á sögu Kína- veldis. Fólk folk@mbl.is Gúmmítöffarinn Kevin Feder-line, sem einnig hlýðir nöfn-unum K-Fed og hr. Britney Spears,sýndi nýverið á sér nýjar hliðar. Getur Kevin nú ekki aðeins stát- að af því að vera rappari og dansari og heimsfrægur fjölskyldufaðir heldur er hann einnig orðinn karl- fyrirsæta. Kevin hefur gengið til liðs við Five Star Vintage-fatamerkið og sat fyrir í myndatökum þar sem han skrýddist frístundalínu fata- merkisins. Að sögn aðstandenda Five Star Vintage hefur samstarfið gert mikla lukku og hafa næstum allar flíkurnar, sem rapp-dansarinn hef- ur auglýst, selst upp. Gamalbítillinn Paul McCartneygaf út sitt fjórða klassíska verk á dögunum. Kallast það „Ecce Cor Meum“ og verður frumflutt í Royal Albert Hall í nóvember. Í nýlegu viðtali segir fyrrum Bítillinn frá því að hann hafi ekki getað unnið í heilt ár eftir að kona hans, Linda, lést. McCartney var yfirbugaður af sorg og tafðist „Ecce Cor Meum“ vegna þessa en hann hóf að vinna að því ár- ið 1997. Linda lést árið 1998, eftir erfiða baráttu við brjóstakrabba- mein. „Ég varð að taka heilt ár í það að syrgja,“ segir McCartney, „Og sorgina er að finna í þessu verki. Ég og samstarfsmaður minn sátum stundum við píanóið og grétum. Þetta var afskaplega erfiður tími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.