Morgunblaðið - 26.09.2006, Side 51

Morgunblaðið - 26.09.2006, Side 51
Sýnum hug okkar í verki! Jökulsárganga niður Laugaveginn í kvöld kl. 8 frá Hlemmi að Austurvelli Fundur á Austurvelli – þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir Ómar Ragnarsson hefur kynnt stórkostlegar hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku. Tökum áskorun Ómars! Við hvetjum alla til að sýna stuðning sinn í verki með því að safnast saman og ganga niður Laugaveginn! Kaupum stífluna! Sáttargjörðin felst í alþjóðlegri söfnun um að kaupa stífluna og útvega álveri á Reyðarfirði orku með öðrum leiðum. Með því fæst: • Þjóðarsátt til frambúðar • Jafnmiklar útflutningstekjur • Eitt þúsund störf • Þjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO – eitt af kennimerkjum Íslands í framtíðinni • Álver á Reyðarfirði • Einstök mannvirki • Engin hætta á uppblæstri eða stíflubresti Félag um verndun hálendis Austurlands Framtíðarlandið Fuglavernd HÆTTA!-hópurinn Íslandsvinir Landvernd Náttúruvaktin Náttúruverndarsamtök Íslands NSS Náttúruverndarsamtök Suðurlands NSV Náttúruverndarsamtök Vesturlands NAUST Náttúruverndarsamtök Austurlands Göngum lengra!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.