Morgunblaðið - 03.10.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 268. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
DÝRAGARÐUR
RUHAL AHMED OG ASIF IQBAL VORU MEÐ
FYRSTU FÖNGUNUM Í GUANTANAMO >> 15
LÍÐANDI LIST
ALÞJÓÐLEG LISTA-
HÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
13.—28. OKTÓBER >> 17
FRAMLÖG ríkisins til samgangna
aukast verulega á næsta ári, m.a
hækka framlög til vegamála um 4,4
milljarða króna milli ára en sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi ársins
2007 sem fjármálaráðherra kynnti í
gær, er gert ráð fyrir að 18,7 millj-
örðum króna verði varið til vegamála.
Áætlað er að vegaframkvæmdir
verði um 55,5% af heildarfjárfestingu
ríkisins á árinu 2007. Í frumvarpinu
er því spáð að framlög til vegamála
stóraukist svo á næstu árum, verði
um 24 milljarðar árið 2008, 19,3 árið
2009 og 18,2 árið 2010.
„Framlög til samgöngumála verða
væntanlega þau hæstu sem við höf-
um séð og síðan eru áætlanir um enn
meiri aukningu á næstu árum,“ sagði
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
í gær. Samkvæmt upplýsingum frá
samgönguráðuneytinu er verið að
leggja lokahönd á endurskoðaða
samgönguáætlun, sem verður lögð
fyrir þingið innan skamms, en þar
verður nánar tiltekið hvert féð renn-
ur.
Staða ríkisfjármálanna gefur að
mati ráðherrans tilefni til aukinna
framkvæmda á vegum ríkisins strax
á næsta ári. Tekjuafgangur ríkis-
sjóðs er áætlaður 15,5 milljarðar
króna, sem er mun meira en lang-
tímaáætlanir ráðuneytisins höfðu
gert ráð fyrir. „Þetta gerir okkur
kleift að lækka skatta enn frekar en
þegar hefur verið ákveðið ef við kjós-
um,“ sagði Árni.
Aga þörf á kosningaári
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir eðlilegt að framkvæmdir
aukist þegar hægi á og tekist hafi að
ná tökum á verðbólgunni, en rétt sé
að hafa í huga að kosningaár fari í
hönd, og stjórnvöld verði að beita sig
aga, mikilvægt að engar U-beyjur
verði á fjárlögunum í þinginu.
„Frumvarpið er skynsamlega sett
upp og ekkert sem kemur á óvart.
Afgangurinn er heldur meiri en
menn höfðu reiknað með fyrirfram,
og ég held það væri mjög gott ef það
væri hægt að halda þessu aðhaldi, og
ná verðbólgunni niður á næsta ári,“
segir Vilhjálmur.
Hagvöxtur á næsta ári verður
1,0% og 2,6% á árinu 2008, ef þjóð-
hagsspá fjármálaráðuneytisins geng-
ur eftir. Samkvæmt spánni mun
minnkandi viðskiptahalli leiða vöxt
hagkerfisins á næsta ári en hann
muni fara úr 18,7% af vergri lands-
framleiðslu á þessu ári niður í 10,7%
árið 2007. Ráðuneytið spáir að verð-
bólga muni ganga hratt niður og
verði 4,5% á næsta ári og 2,5% á
árinu 2008.
Greining KB banka segir þetta
þýða að fjármálaráðuneytið spái
mjög mjúkri lendingu í íslensku efna-
hagslífi á næstu árum.
Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri efnahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins, segir að hlutur stjór-
iðju hafi ekki ráðið úrslitum um aukið
ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Nýj-
ungar á fjármálamarkaði hafi leitt til
aukins framboðs og eftirspurnar eftir
lánsfé, sem hafi snaraukið innlenda
eftirspurn.
Fjármunir | 10–11 og 13
Samgöngur á oddinn
Raðað í sæti Þingmenn fengu nýja sessunauta þegar þeir drógu um sæti á fyrsta þingfundi haustsins í gær.
Framlög til vegamála stóraukin á næstu árum samkvæmt fjárlagafrumvarpi
Morgunblaðið/ÞÖK
NÚ ÞEGAR ágreiningur um varnarliðið hefur verið til lykta leiddur er
afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá
meðal þjóðarinnar. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
við setningu Alþingis í gær. Þjóðarsátt er verðmæt auðlind, „og með
samstöðuna að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir“, sagði Ólafur.
Deilur kljúfi ekki þjóðina
New York. AP. | Ban Ki-Moon, utanrík-
isráðherra Suður-Kóreu, styrkti í gær stöðu
sína sem líklegasti eftirmaður Kofis Annans,
framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, þegar
hann fékk 14 „hvetjandi“
atkvæði og eitt hlutlaust
í óformlegri kosningu ör-
yggisráðs SÞ. Þetta var
fjórða umferð kosning-
anna og hefur Ban verið
efstur í þeim öllum. Að
þessu sinni var hann sá
eini af sex frambjóð-
endum sem fékk ekki
„letjandi“ atkvæði. Indverjinn Shashi
Tharoor, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna og yfirmaður almanna-
tengsla og upplýsingamála hjá samtök-
unum, var öruggur í öðru sæti en tilkynnti
eftir kosninguna að hann gæfi ekki lengur
kost á sér í embættið. „Það er ljóst að hann
verður næsti framkvæmdastjóri,“ sagði
hann og vísaði til Bans.
Öryggisráðið ákvað að kjósa áttunda
framkvæmdastjóra SÞ 9. október og þykir
það vísbending um að öruggt sé að Ban verði
kjörinn í embættið.
Ban á beinu
brautinni
Ban Ki-Moon
STÖÐUG framleiðsla fyrstu vélarsam-
stæðu Hellisheiðarvirkjunar hófst á sunnu-
dag og fara nú 45 MW af raforku frá virkj-
uninni inn á kerfi Landsnets hf. Stefnt er
að því að næsta vélasamstæða, jafnöflug
hinni fyrstu, verði komin í fulla notkun eftir
rúmlega þrjár vikur. Orkan er öll notuð í
álveri Norðuráls á Grundartanga.
Vélarnar tvær koma frá Mitsubishi og
kosta saman um þrjá milljarða kr., að sögn
Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra OR.
Undanfarnar sex vikur hefur verið unnið
að prófunum á fyrstu vélasamstæðunni og
hefur raforka frá henni farið inn á kerfi
Landsnets frá því í ágúst sl. Það var þó
ekki fyrr en á sunnudag sem framleiðslan
var orðin stöðug. Guðmundur sagði að
ástæðan fyrir töfunum væri aðallega sú að
Landsnet hefði ekki lokið við tengingar á
tilsettum tíma auk þess sem tafir hefðu
orðið á afhendingu hjá Mitsubishi og fleiri
birgjum. Framleiðsla hjá Norðuráli hefði
þó ekki tafist þar sem fyrirtækið gat í stað-
inn keypt raforku af Landsvirkjun.
Haustið 2007 er stefnt á að ræsa 35 MW
lágþrýstihverfil. Rafmagnið frá honum fer
á almennan markað á höfuðborgarsvæðinu.
| 4
Morgunblaðið/RAX
Framleiðsla
hafin á
Hellisheiði
Nickel Mines. AP. | Rúmlega þrítug-
ur maður skaut þrjár stúlkur til
bana og framdi síðan sjálfsmorð í
litlum skóla í eigu Amish-fólks í
bænum Nickel Mines í Pennsylv-
aníu í Bandaríkjunum í gær. Sjö
stúlkur voru fluttar alvarlega
særðar á spítala og var óttast um
líf sumra þeirra.
Um 25 til 30 nemendur á aldr-
inum sex til 13 ára voru í skól-
anum. Jeffrey B. Miller, yfirmaður
hjá lögreglunni, segir að mjólkur-
bílstjórinn Charles Carl Roberts
ófrískri konu og þremur öðrum
konum með smábörn. Að því loknu
hafi hann lokað sig inni með stúlk-
unum, stillt þeim upp við skólatöfl-
una og bundið fætur þeirra saman.
Síðan hafi hann skotið þær eins og
um aftöku hafi verið að ræða.
Áður en Roberts hóf skothríðina
hringdi hann í eiginkonu sína og
sagðist vera að hefna sín fyrir eitt-
hvað sem gerðist fyrir 20 árum.
Hann var ekki úr hópi Amish-
fólks.
Tveir nemendur og 15 eða 16
ára aðstoðarstúlka kennara létu
lífið í skólanum.
Amish-fólk er trúflokkur af hópi
mennóníta og mjög fastheldinn á
fornlega lifnaðarhætti. Um 180.000
tilheyra flokknum í Bandaríkjun-
um. Amish-fólk er með eigin skóla
og almennt ná þeir aðeins upp í 8.
bekk eða til um 13 ára aldurs.
lV, hafi komið inn í kennslustofuna
í gærmorgun að staðartíma og
fljótlega sleppt um 15 piltum,
Teknar af lífi í barnaskóla
Reuters
Sorg Amish-fólkið á svæðinu hópaðist saman eftir skotárásina í skól-
anum í Nickel Mines í Pennsylvaníu og sameinaðist í sorginni.
Skaut þrjá til
bana og síðan
sjálfan sig
♦♦♦
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur, Brján
Jónasson og Kristján Torfa Einarsson