Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 4

Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/ÞÖK HÁSKÓLINN í Reykjavík kynnti í gær námskeið sem nefnist Ólympíustærðfræði en skólinn býður öllum grunnskólanemendum í 5.–8. bekk á námskeiðið í vet- ur. Námskeiðin eru hluti af átaki sem nefnist Stærð- fræði er skemmtileg og sem kennslufræði- og lýð- heilsudeild HR stendur fyrir. Undirritað var samkomulag um styrki við verkefnið í dag. Frá vinstri á myndinni eru Margrét Jónsdóttir frá Eyri Invest, Pál- ína Pálmadóttir frá KB banka, Inga Dóra Sigfúsdóttir frá HR og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Skemmtileg stærðfræði í HR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NORÐURÁL fagnaði því í gær að lokið er við stækkun álversins á Grundartanga úr 90.000 tonna framleiðslugetu í 220.000 tonn. Framkvæmdir við stækkun álvers- ins hafa staðið yfir frá því í maí 2004 og í febrúar á þessu ári var orku hleypt á fyrstu nýju kerin. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að stækkunin hefði gengið mjög vel og áætlanir um kostnað og verklok hefðu að fullu staðist. 35 milljarða fjárfesting Með stækkuninni var kerum í ál- verinu fjölgað um 260. Fjárfesting vegna stækkunarinnar nemur alls um 35 milljörðum íslenska króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að stækkunin auki verðmæti útflutn- ings frá Íslandi um ríflega 17 milljarða þannig að heild- arverðmæti útflutnings frá ál- verinu verði um 30 milljarðar á ári, sé miðað við langtímaspár um orkuverð, að því er segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Á næsta ári er stefnt að því að auka framleiðslugetuna enn frekar þannig að í árslok verði hún 260.000 tonn. Þá er gert ráð fyrir að liðlega 400 manns vinni í ál- verinu en fastráðnir starfsmenn eru nú 355. Af þeim eru 95% Ís- lendingar og um 20% starfsmanna eru konur. Til að knýja álverið á Grund- artanga þarf 220 MW af rafmagni og kemur það annars vegar frá Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar frá Hitaveitu Suðurnesja. Ragnar benti á að öll orkan kæmi frá jarðvarmavirkjunum og sagðist hann ekki vita til þess að önnur ál- ver í heiminum byggðu framleiðslu sína eingöngu á framleiðslu frá jarðvarmavirkjunum. Norðurál keypti orku af Lands- virkjun frá því í febrúar til að flýta gangsetningu, en Landsvirkjun á umframorku yfir sumartímann og gerði þetta fyrirtækinu kleift að koma virkjuninni í gang fyrr en ella. Næsta skref er Helguvík Starfsleyfi álversins á Grund- artanga hljóðar upp á 300.000 tonna framleiðslugetu en Ragnar sagði aðspurður að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að stækka ál- verið þannig að starfsleyfið verði fullnýtt. „Yfirstandandi eru fram- kvæmdir við frekari stækkun úr 220.000 tonnum í 260.000 tonna af- kastagetu á Grundartunga. Áætlað er að þessi stækkun verði tekin í notkun síðara hluti næsta árs. Samhliða þessu er í gangi und- irbúningur vegna álvers í Helgu- vík,“ sagði hann og bætti við að nú væri unnið að skýrslu til að leggja fram við mat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík. Stækkun álversins var fagnað með athöfn í álverinu í gær. Meðal þeirra sem fluttu ávörp við það tækifæri voru þeir Logan W. Kru- ger, forstjóri Century Alumininum, Craig Davies, stjórnarformaður fyrirtækisins, Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra og Gísli S. Ein- arsson, bæjarstjóri á Akranesi. Lokið við stækkun álversins á Grundartanga í 220.000 tonn Morgunblaðið/Brynjar Gauti. Áfangi Helstu forvígismenn Norðuráls og Century Aluminium klipptu ásamt Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og Gísla Einarssyni, bæjarstjóri á Akranesi, á borða þegar stækkun álversins á Grundartanga var fagnað í gær. runarp@mbl.is Í HNOTSKURN » Álver Norðuráls á Grund-artanga hóf starfsemi árið 1998 og var framleiðslugetan 60.000 tonn á ári. » Í apríl 2004 keypti CenturyAluminum Norðurál af Co- lombia Ventures. » Í maí 2004 var skóflustungatekin að stækkun í 180.000 tonn en síðar var ákveðið að stækka upp í 220.000 tonn. FLUGFÉLAGIÐ Ernir mun taka við flugi á fjóra staði á landsbyggð- inni um áramót, og eru samningar við Vegagerðina á lokastigi. Um er að ræða flugleiðir frá Reykjavík til Sauðárkróks, Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs. Hörður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Ernis, seg- ir að félagið hafi tekið þátt í útboði nú í sumar, og eftir að útboðin hafi verið yfirfarin hafi tilboð Ernis verið metið hagstæðast. Ernir hefur tæp- lega 40 ára reynslu af flugrekstri, og segir Hörður að farþegar eigi eftir að sjá mikla breytingu þegar Ernir tekur við flugleiðunum fjórum af Landsflugi. „Við stefnum að því að gera þetta eins vel og hægt er. Við erum lands- byggðarfólk að upplagi hér flestir […] og vitum alveg hvað það er að búa á landsbyggðinni og treysta á samgöngur. Við héldum uppi sam- göngum á Vestfjörðum í 27 ár, og það var áður en farið var að moka vegi reglulega,“ segir Hörður. „Við vitum að samgöngur brenna á fólki á landsbyggðinni og við ætlum að reka þessa þjónustu í samræmi við okkar þekkingu á þessu sviði.“ Kaupa nýja vél Ernir mun fljúga 7–9 sinnum í viku til Hafnar í Hornafirði og 5–7 sinnum í viku til Sauðárkróks með nýrri flugvél sem Hörður segist reikna með að verði keypt til verk- efnisins. Hann segir að líklega verði vél af gerðinni Jetstream fyrir val- inu, en hún er með jafnþrýstibúnaði og tekur 19 farþega. Flogið verður 6–8 sinnum í viku til Bíldudals og farnar tvær ferðir á Gjögur í viku. Í þessi flug verður not- uð önnur vél þar sem flugbrautirnar eru styttri, og segist Hörður reikna með að notuð verði Dornier-vél, eða vél sambærilegrar gerðar, sem taki 15–19 farþega. Ernir semur um fjórar flugleiðir UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ lét Ratsjárstofnun vita af heræfingu Rússa í norðurhöfum hinn 27. sept- ember sl., tveimur dögum áður en tvær rússneskar sprengjuflugvélar, sem tóku þátt í æfingunni, flugu um 150 mílur norðaustan við landið, að sögn Jörundar Valtýssonar, ráðgjafa utanríkisráðherra. Hann segir eðli- legt að Flugmálastjórn hafi ekki ver- ið látin vita enda hafi þá ekkert legið fyrir um að vélarnar myndu fara inn á íslenska flugumferðarstjórnar- svæðið. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að Flugmálastjórn hefði ekki fengið upplýsingar um æfingaflugið fyrr en breski flugherinn lét vita af því að vélarnar hefðu lagt af stað í átt að landinu. Jörundur segir að her- æfing Rússa í norðurhöfum hafi ekki verið tilkynningarskyld og þeir því engar reglur brotið með flugi sprengjuflugvélanna. Rússnesku vélunum hafi ekki borið skylda til að tilkynna um komu sína inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Þegar rússnesku vélarnar hafi tekið stefnu að Íslandi hafi þær fyrst sést í ratsjá danska hersins í Færeyjum og nokkru síðar á ratsjá Ratsjárstofn- unar sem hafi þegar í stað látið Flug- málastjórn vita af flugvélunum. Kerfið hafi því virkað. Lofthelgi Íslands nær 12 mílur út fyrir strandlengju landsins og þurfa flugvélar leyfi til að fara þar um. Loftvarnarsvæðið hefur verið skil- greint þannig að það nái 97 til tæp- lega 200 mílur út fyrir strendur landsins. Jörundur segir að rúss- nesku vélarnar hafi því farið inn á loftvarnarsvæði landsins en ekki inn í lofthelgina. Engar regl- ur brotnar með fluginu LÆKNAFÉLAG Íslands og Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, hafa gert með sér samn- ing um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og var hann undirritaður á föstudag. Samningurinn tekur á samskiptum þessara að- ila í víðum skilningi og er ætlað að auka gegnsæi og traust, að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, for- manns Frumtaka. Samningurinn styðst við yfirlýsingu evrópska læknafélagsins og Samtaka lyfjaiðnaðarins í Evr- ópu sem samþykkt var í fyrra, en samkomulag þessara aðila var þýtt á íslensku og er fylgiskjal með samningnum sem undirritaður var í Kópa- vogi. Í evrópsku yfirlýsingunni er meðal annars kveð- ið á um að upplýsingar um vörur sem lyfjafyr- irtæki gefa læknum séu tæmandi og réttar, þau veiti læknum sem þess óska aðgang að vísinda- legum gögnum sem hafi klínískt gildi fyrir vörur þeirra, að lyfjafyrirtæki bjóði læknum ekki órétt- lætanlega risnu og að læknar fari að sama skapi ekki fram á slíka risnu eða biðji um gjafir eða ávinning frá lyfjaiðnaðinum. Þá er læknum skylt að tilkynna um aukaverkanir lyfja. Fyrst og fremst táknrænn samningur Jakob Falur segir að samningurinn sé fyrst og fremst táknrænn og staðfesti þær óskráðu reglur sem hafi verið í heiðri hafðar um áratugaskeið. „Það er nokkuð langt síðan að það var fastmælum bundið milli þessara félaga að viðhafa þetta sam- komulag en það er fyrst núna sem er formlega gengið frá því,“ segir Jakob og bætir við að hér sé ekki um nýjar hugmyndir að ræða, heldur sé verið að festa frekar í sessi þann skilning sem ríkt hefur milli þessara stétta um langt skeið. „Þetta er í raun brýning til félagsmanna beggja aðila um að halda í heiðri þau gildi sem liggja til grundvallar í samkomulaginu. Það skiptir miklu að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu gegnsæ og jafnframt er mikilvægt að gagnkvæmt traust og virðing ríki milli samningsaðilanna,“ segir Jakob. Frumtök og félag lækna semja HJÁLMUR, félag í eigu Baugs Gro- up, er stærsti hluthafinn í nýju tíma- riti sem Reynir Traustason ritstýrir. Tímaritið, sem nefnist Ísafold, er einnig í eigu Reynis og Jóns Trausta Reynissonar. Þetta upplýsti Reynir í viðtali í Kastljósi í kvöld. Að sögn Reynis er hlutur Hjálms um 70–75% í Ísafold en þeir feðgar Reynir og Jón Trausti eiga 25–30% hlut. Baugur aðaleigandi Ísafoldar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.