Morgunblaðið - 03.10.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 11
ALÞINGI
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ALÞINGI Íslendinga, 133. löggjaf-
arþing, var sett í gær að lokinni
guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Sól-
veig Pétursdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, var endurkjörin for-
seti Alþingis. Þingið verður óvenju
stutt að þessu sinni vegna komandi
þingkosninga. Því verður frestað
hinn 15. mars nk., um tveimur mán-
uðum fyrir kosningarnar 12. maí.
Sólveig sagði m.a. í ávarpi sínu, er
hún tók við embætti forseta Alþing-
is, að í ljósi þess að nú væri að hefj-
ast svokallað kosningaþing mætti
búast við því að hitnað gæti í kol-
unum. Hún vitnaði í orð eins forvera
síns, sem sagði að Alþingi væri eng-
inn sunnudagsskóli, en tók síðan
fram að alþingismenn ættu engu að
síður að gæta hófs í málflutningi og
sýna háttvísi og virða persónu og
æru annarra. „Það er ekki undan
miklu að kvarta hér í þessum sal en
ágætt að minnast þessa annað slag-
ið,“ sagði hún.
Sólveig vék einnig m.a. að störf-
um og starfsháttum Alþingis og
sagði að hún hefði átt marga fundi
með formönnum þingflokka á liðn-
um vetri, sem og í sumar, um þau
mál. Hún kvaðst bjartsýn á að
hljómgrunnur væri fyrir því í öllum
þingflokkum og hjá ríkisstjórn að ná
heildarsamkomulagi um umbætur á
þingstörfunum, m.a. þingskapalög-
um og þingvenjum. „Markmið okkar
er að Alþingi vandi vel verk sín, að
löggjöfin sé vönduð og að umræður
séu drengilegar og öllum til sóma.“
Þingsetningin hófst, eins og áður
sagði, með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni. Að henni lokinni gengu
forseti Íslands, biskup Íslands, ráð-
herrar, alþingismenn og gestir
fylktu liði til þinghússins.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður og starfsaldursforseti þings-
ins, tók því næst við fundarstjórn.
Þingmenn minntust Magnúsar H.
Magnússonar, fyrrverandi alþing-
ismanns og ráðherra, sem andaðist
hinn 22. ágúst sl. Jóhanna gerði
grein fyrir störfum Magnúsar og
bað að lokum þingmenn um að
minnast hans með því að rísa úr
sætum.
Jóhanna stjórnaði kjöri forseta
þingsins og var Sólveig Pétursdóttir
ein í kjöri. Í leynilegri kosningu
hlaut Sólveig 55 atkvæði. Sjö skil-
uðu auðu. Að því búnu tók Sólveig
við fundarstjórn. Eftir ræðu Sól-
vegar var þingfundi frestað í um
einn og hálfan tíma. Þegar fundi var
framhaldið voru kjörnir sex varafor-
setar þingsins, þau: Rannveig Guð-
mundsdóttir, Jón Kristjánsson,
Birgir Ármannsson, Jóhanna Sig-
urðardóttir, Þuríður Backman og
Sigríður Anna Þórðardóttir.
„Markmið okkar er að
Alþingi vandi vel verk sín“
Morgunblaðið/ÞÖK
Til starfa Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, við athöfnina í gær.
Búast má við því að
hitni í kolunum á
kosningavetri
Í HNOTSKURN
» Sólveig Pétursdóttir, for-seti þingsins, greindi frá
því að hún hefði ákveðið í sam-
ráði við forystu Krabbameins-
félagsins, að alþingishúsið yrði
lýst bleiku ljósi á næstunni. Það
yrði gert sem táknrænn stuðn-
ingur Alþingis við baráttuna
gegn brjóstakrabbameini. Al-
þingi myndi með því slást í hóp
margra þekktra stofnana víða
um heim.
ÞINGFLOKKAR stjórnarandstöð-
unnar kynntu og boðuðu á blaða-
mannafundi í gær sameiginleg þing-
mál í upphafi þingvetrar og kváðust
forystumenn flokkanna vilja með
þeim leggja áherslu á samstöðu sína
gegn núverandi ríkisstjórn. Þá kom
fram að stjórnarandstöðuflokkarnir
hyggjast standa sameiginlega að
kosningum í nefndir og ráð á vegum
þingsins, en slík samstaða hefur ekki
náðst meðal stjórnarandstöðunnar
það sem af er þessu kjörtímabili.
„Markmið okkar er að knýja fram
gerbreytta stjórnarstefnu og til þess
þarf að skipta um ríkisstjórn í land-
inu,“ sagði Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður Vinstrihreyf-
ingarinnar-græns framboðs. „Ef rík-
isstjórnin missir meirihlutann þá
hljótum við að líta á það sem áskorun
til okkar um að mynda næstu rík-
isstjórn.“
Þau mál sem stjórnarandstaðan
hyggst m.a. leggja fram sameigin-
lega í byrjun þingsins eru: tillaga til
þingsályktunar um nýja framtíðar-
skipan lífeyrismála, tillaga til þings-
ályktunar um stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum, frumvarp til laga um
að felld verði niður heimild iðnaðar-
ráðherra til að leyfa gerð Norðlinga-
ölduveitu og frumvarp til laga sem
hefði það m.a. að markmiði að vinna
gegn launaleynd og kynbundnum
launamun.
Fram kom m.a. á fundinum í gær
að tillagan um lífeyrismál hefði það
að markmiði að bæta kjör aldraðra
og öryrkja. Í tillögunni er m.a. lagt
til að tekjutrygging aldraðra verði
85 þúsund krónur og öryrkja 86 þús-
und frá 1. janúar 2007. Frá sama
tíma hækki frítekjumark vegna at-
vinnutekna í 75 þúsund krónur á
mánuði og skerðing tekjutryggingar
vegna þeirra lækki úr 45% í 35%.
Á landsþingi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, um síðustu helgi, réðu
atkvæði fulltrúa Vinstri grænna því
að sjálfstæðismaðurinn Halldór
Halldórsson var kjörinn formaður
sambandsins. Forystumenn stjórn-
arandstöðuflokkanna sögðu að þetta
myndi ekki hafa áhrif á samstarfið á
landsvísu. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingarinnar,
sagði m.a. ljóst að sveitarfélögin
væru ekki sami vettvangurinn og Al-
þingi. „ Þetta [samstarf] einskorðast
hér við Alþingi.“
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, tók í sama
streng. „Þetta eru algjörlega aðskil-
in mál og kosningin á þingi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga var
ekki á nokkurn hátt á vegum flokk-
anna.“
Stjórnarandstæðingar
boða samstöðu á þingi
Morgunblaðið/Eyþór
Samstaða Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkannna á blaðamannafundi í
gær þar sem þeir gerðu grein fyrir samstarfi því sem áformað er á Alþingi.
ÓLAFUR Ragn-
ar Grímsson, for-
seti Íslands,
sagði í ræðu
sinni við setn-
ingu Alþingis í
gær, að nú þegar
ágreiningur um
veru Bandaríkja-
hers hefði verið
til lykta leiddur
með brottför
varnarliðsins
væri afar brýnt að deilurnar um
nýtingu náttúru Íslands sköpuðu
ekki nýja gjá meðal þjóðarinnar.
„Við sjáum ýmis merki þess að af-
staðan til náttúrunnar kunni að
verða viðlíka hitamál og herinn var
fyrrum. Þúsundir mótmæla á göt-
um Reykjavíkur á sama tíma og
íbúar Austurlands fagna nýjum
áföngum í byggðaþróun. Náttúra
Íslands er okkur öllum kær, sam-
ofin sjálfstæðisvitund Íslendinga,
uppspretta þjóðarauðs og framfara
á flestum sviðum.“ Hann sagði að
þjóðarsátt í erfiðum málum væri
verðmæt auðlind „og með samstöð-
una að leiðarljósi eru okkur allir
vegir færir“.
Fyrr í ræðu sinni gerði hann deil-
urnar um veru hersins að umtals-
efni. „Það er erfitt fyrir þá sem nú
vaxa úr grasi að skilja til hlítar hve
hatrömm þessi glíma var, deilurnar
um veru hersins, varnarliðið á Mið-
nesheiði og kannski getur ekkert
okkar skilið til fulls hve afgerandi
þáttaskil hafa nú orðið. Herinn er
farinn. Gærdagurinn sá fyrsti í
meira en hálfa öld án hermanna í
okkar landi. Nú hefjast nýir tímar –
nýtt skeið í þjóðarsögunni. Lær-
dómarnir eru býsna margir en mik-
ilvægastur kannski sá að forðast
ber í lengstu lög að Íslendingar
verði á ný fórnarlömb svo djúp-
stæðs klofnings.“
Síðar í ræðu sinni sagði hann að
nú þyrfti að ná þjóðarsátt um
grundvöllinn í utanríkisstefnu Ís-
lendinga. „Aldrei fyrr frá lýðveld-
isstofnun hefur aðstaða skapast til
að ná svo víðtækri sátt í þessum
efnum.“ Lítil þjóð þyrfti á því að
halda að einhugur ríkti um stöðu
hennar í veröldinni.
Ný gjá
skapist ekki
Forseti Íslands
gengur til Alþingis
í gær.
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862