Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 17
MENNING
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
SEQUENCES er heitið á alþjóðlegri
listahátíð sem haldin verður í
Reykjavík dagana 13.–28. október.
Þar verður sjónum beint að því sem
aðstandendur kalla „tímatengda
list“, en með því er átt við t.d. videó-
og hljóðlist. Framtakið er runnið
undan rifjum Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar (CIA.IS), Ný-
listasafnsins, Kling og Bang galleríis
og Bananananas.
„Markmiðið er að skapa vettvang
fyrir það sem er svo sérstakt hér á
landi; annars vegar þessi mikli sam-
gangur á milli listgreina, s.s. sjón-
lista, tónlistar og gjörningalistar, og
hins vegar þessi óbeislaði sköp-
unarkraftur. Þetta eru einkenni sem
komu svo greinilega upp á yfirborðið
í Klink og Bank sem var og hét. Þetta
eru lykilþættirnir í þróttmiklu lista-
lífinu á Íslandi,“ útskýrir Christian
Schoen, forstöðumaður Kynning-
armiðstöðvarinnar.
Christian, sem sjálfur er frá
Þýskalandi, segir hérlenda sam-
suðuna vera mjög sérstaka og jafn-
framt mikið aðdráttarafl fyrir er-
lenda listamenn.
„Það er mín skoðun að þegar blás-
ið er til nýrrar listahátíðar sé mik-
ilvægt að geta boðið upp á eitthvað
óvenjulegt, eitthvað ferskt. Ég
myndi segja að það sé nákvæmlega
það sem við erum að gera með því að
beina ljósinu að einkennum íslensks
listalífs.“
Grasrótin mikilvæg
Hátíðin fer fram víða um miðborg
Reykjavíkur. Hún mun ráðast inn í
hefðbundin sýningarrými en líka í
ýmis opin rými borgarinnar. Röð
vídeó- og gjörningaviðburða mynda
svo ramma utan um hátíðina en sú
dagskrá fer fram í Tjarnarbíói.
Auk þess að sinna tímatengdri list
segir Christian að þátttakendur Se-
quences eigi það allir sameiginlegt að
búa yfir óbeisluðum sköpunarþrótti
og viljanum til framkvæmda. Með
það í huga að hátíðin hefur vægast
sagt úr litlu fjármagni að moða má
enda telja næsta ótrúlegt að 140
listamenn taka þátt í henni. Þegar lit-
ið er yfir listann vekur einnig athygli
að fjöldi þeirra kemur frá útlöndum.
Hugmyndina að hátíðinni segir
Christian hafa kviknað fyrir um ári. Í
kjölfarið hófst undirbúningsvinnan,
að leita eftir fjármagni og samstarfi
við listastofnanir.
„Sequences-hátíðin á upptök sín í
grasrótinni en við erum stolt af að fá
til liðs við okkur helstu listastofnanir
í Reykjavík. Í Nýlistasafninu verður
nokkurs konar miðstöð hátíðarinnar
sem er mjög viðeigandi þar sem það
er í svo nánum tengslum við það sem
hátíðin gengur út á.“
Verði árlegur viðburður
„Það eru auðvitað nokkrir kost-
unaraðilar sem koma að hátíðinni,“
útskýrir Christian þegar hann er
spurður út í það hvernig svona stór
hátíð er rekin. „Baugur hefur lagt til
eina milljón króna. Með því framlagi
er okkur unnt að borga verkefn-
isstjóra, Nínu Magnúsdóttur, og von-
andi allan hönnunar- og prent-
kostnað. Icelandair styrkir okkur svo
með farmiðum. Þá eru sumir af lista-
mönnunum styrktir af þeim löndum
sem þeir koma frá. Hver og einn sýn-
ingarstaður ber síðan uppi þá sýn-
ingu sem þar er haldin.
Við erum þegar farin að vinna í því
að fjármagna næstu hátíð,“ heldur
Christian áfram og játar því að hann
sjái fyrir sér að hátíðin verði árlegur
viðburður í listalífi höfuðborg-
arinnar. „Viðbrögðin frá listafólkinu
hafa verið með þeim hætti að ég efast
ekki um að það sé raunhæft. Áhugi
að utan gefur einnig fyrirheit um vel-
heppnaða hátíð sem vert verður að
fylgja eftir. Svona hátíð hefur mikið
að segja fyrir kynningu á menningu
þjóðarinnar og gerir heilmikið fyrir
ímynd sjónlista.
Ein ástæða til þess að við kusum
að halda hátíðina á þessum tíma er að
við vildum mynda tengsl við Airwa-
ves-hátíðina. Hvorki við né þeir sem
standa að Airwaves lítum svo á að há-
tíðirnar ögri hvor annarri að neinu
leyti. Það er frekar um það að ræða
að þær styðji hvor aðra og reyndar
koma einhverjir atburðir til með að
tengjast á milli hátíðanna.“
Vettvangur fyrir
þróttmikið lista-
lífið á Íslandi
Tímatengdar listir á Sequences –
Alþjóðlegri listahátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/ÞÖK
Tímatengd list Þema Sequences-listahátíðarinnar er „list sem líður í
tíma“. Christian Shoen og Nína Magnúsdóttir.
Alþjóðlegur viðburður Um 140 listamenn taka þátt í hátíðinni, margir
hverjir erlendir. Meðal þeirra er Dirk Leroux frá Belgíu. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Hummer H3
+ 5 milljónir í skottinu
ef þú átt tvöfaldan miða!
Kauptu miða í Happdrætti DAS.
Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr.
á mánuði eða 230 kr. fyrir hvern útdrátt.
Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
65 skattfrjálsar
milljónir í október
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
34
39
5
1
0/
20
06
Kíktu á neti›
www.das.is
Hringdu núna
561 7757
NÝTT &BETRA
NÝR OG BETRI JÚMBÓ Í NÆSTU VERSLUN
Kársnesbraut 112 | 220 Kópavogi | Sími 554 6999 | Fax 554 6239 | jumbo@jumbo.is | www.jumbo.is