Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 21
hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 21
Kyrrseta er fylgifiskur nútímalifnaðar-hátta og má segja að mörg okkarsitji heilu og hálfu dagana; ívinnunni, skólanum og líka í fríinu,
börn jafnt sem fullorðnir, og er tölvan ein helsta
ástæðan fyrir þaulsetu manna.
Lýðheilsustöð kynnti teygjuæfingaforrit í
tölvur, Teygjuhlé fyrir börn og unglinga, í
Digranesskóla í Kópavogi í síðustu viku en
forritið minnir fólk á að taka sér hvíld frá tölvu-
skjánum og gera æfingar með reglulegu milli-
bili. Öllum stendur til boða að sækja það frítt á
heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Gígja Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri hreyf-
ingar hjá Lýðheilsustöð og hún segir forritið
ætlað börnum og unglingum en það nýtist í raun
öllum aldurshópum. „Forritið minnir mann á að
taka reglulega hlé frá tölvuvinnunni og gefur
manni hugmyndir að æfingum til að teygja á.
Þannig minnka líkurnar á álagsmeiðslum í stoð-
kerfi vegna einhæfrar kyrrsetuvinnu, eins og í
hálsi, herðum, baki og úlnliðum. Börn læra með
þessu þá hegðun að það er nauðsynlegt að
standa reglulega upp og teygja úr sér í slíkri
vinnu. Eins lærir fólk æfingarnar og getur gert
þær við aðra kyrrsetuvinnu, t.d. að lesa. Því er
þetta tilvalið fyrir háskólanemendur sem sitja
mikið yfir bókum.“
Gríðarleg forvörn
Að sögn Gígju er forritið bandarískt að upp-
runa og er Ísland fyrsta landið sem fær það á
öðru tungumáli en ensku. Lýðheilsustöð sá um
þýðinguna og naut stuðnings Iðjuþjálfafélags
Íslands en einn höfunda þess, Karen Jacobs,
prófessor við Bostonháskóla, hefur kennt við
iðjuþjálfadeild Háskólans á Akureyri og bauð
stöðinni forritið. „Öllum sem hafa prófað það líst
ofsalega vel á og í burðarliðnum er að kynna það
í öllum skólum og víðar.“ Og menn fagna greini-
lega þessari nýjung: „Yfir 200 manns sóttu for-
ritið daginn sem það var sett inn á Netið og er
það metfjöldi samkvæmt upplýsingum frá
bandarískum útgefendum forritsins – við Ís-
lendingar erum auðvitað svo tölvuvæddir.“
Mestu skiptir að mati Gígju að börnin tileinki
sér vissa vinnutilhögun. „Við viljum höfða til
foreldra að sækja forritið og setja það líka í
heimatölvur og fartölvur. Því miður verja
krakkar drjúgum tíma í tölvunni heima og við
viljum náttúrlega draga úr því en með forritinu
fá þau allavega áminninguna um að teygja úr
sér. Auðvitað eru miklar líkur á að stór hluti
barna komi til með að stunda kyrrsetuvinnu í
framtíðinni og það felst gríðarleg forvörn í að
þau læri að taka sér hlé og læri æfingarnar upp
á framtíðina; að eðlilegt sé að staldra reglulega
við og teygja úr sér.“
Í lok viðtals beinir Gígja svo spjótum sínum
að blaðamanninum – tölvuþrælnum – sem tekur
teygjuæfingum fagnandi.
Morgunblaðið/Ásdís
Teygjuhlé Krakkar í 4. bekk í Digranesskóla kynntust í síðustu viku teygjuhléinu. Þeim leist
mjög vel á þessa nýjung og nú á að kynna forritið í öðrum skólum og víðar.
Morgunblaðið/Ásdís
Kyrrseta Miklar líkur eru á að börn stundi kyrrsetuvinnu í framtíðinni, segir Gígja Gunn-
arsdóttir hjá Lýðheilsustöð, sem telur forvörn felast í að börn læri að taka sér hlé frá tölvunni.
Kominn tími til að teygja
Á vef Lýðheilsustöðvar stendur
nú til boða ókeypis teygjuæf-
ingaforrit fyrir alla þá sem eru
þaulsætnir við tölvuna, þ.á m.
Þuríði M. Björnsdóttur.
„Eins lærir fólk æfingarnar og
getur gert þær við aðra kyrrsetu-
vinnu, t.d. að lesa. Því er þetta
tilvalið fyrir háskólanemendur
sem sitja mikið yfir bókum.“
TENGLAR
...................................................................
www.lydheilsustod.is
thuridur@mbl.is
ÞEGAR próf standa fyrir dyrum
getur verið gott að leggja sig í
stutta stund eftir langan lestur,
þar sem stuttur svefn hefur já-
kvæð áhrif á minnið, að því að
breska dagblaðið Daily Telegraph
hefur eftir vísindamönnum við
City University í New York.
Rannsókn vísindamannanna,
sem birt var nú í vikunni í tímarit-
inu New Scientist, sýndi að sá
hópur þátttakenda í tilrauninni
sem lagði sig að meðaltali í 47 mín-
útur eftir að hafa verið að læra
átti auðveldara með að muna stað-
reyndirnar sem í lærdóminum
höfðu falist en sá hluti hópsins
sem gerði það ekki. Fyrri rann-
sóknir hafa sýnt fram á að góður
nætursvefn hefur góð áhrif á
minnið.
„Niðurstöður rannsókna okkar
eru fyrsta sönnun þess að stuttur
síðdegislúr getur virkað vel á
minnisstöðvarnar,“ hefur Daily
Telegraph eftir dr. Matthew Tuc-
ker einum vísindamannanna við
City University.
Rannsóknin fólst í því að 29
námsmenn voru látnir fá orð sem
þeir áttu að leggja á minnið og
þeir beðnir um að æfa sig með því
að teikna með fingrinum á spegil
upp orðin sem þeir áttu að muna.
Helmingur nemendanna fékk síðan
leyfi til að leggja sig eftir minn-
isæfinguna á meðan hinum hluta
hópsins var haldið vakandi. Sex
tímum síðar voru þeir prófaðir.
Þeir nemendur sem fengu tæki-
færi til að lúra náðu að meðaltali
15% betri árangri en hinir.
Vísindamennirnir viðurkenna þó
að ekki sé enn vitað hvort áhrif
svefnsins á minnið séu langvarandi
eða ekki.
Morgunblaðið/Kristinn
Síðdegislúr Stuttur svefn hefur góð áhrif á minnið.
Svefninn góður
fyrir minnið
rannsókn
���������������������� ��� ����� ���� ������ ��� ��� �� ����� �������
�������� ����� � �������������� ���������� ��� ����� � ������ ��������
��������� �� ������������
������ �� �������������
����� ������� ����� �������������� ������� �������� �� ����������������
������������ ���� ����� � ��������� ���������� ��� ��� �
�������� ���� �������
������� ��� �� ����� ��� ������������ �� ��� ��� ������� ���
������ ����������� ��� ������� � ���������� ��������
��������� �� ��� ���������� �� ��� ����� ������������
����� ����� ������������
�������������
��� ������� ��� �
����
������������
��� ������