Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 25 Haustið er jafnan tími mikilla athafna á lands- byggðinni; það er smalað og farið í göngur og segja bændur féð þokkalega framgengið af fjalli. Oft hafa veðrabrigði orðið um það leyti sem bændur fara í göngur. Þetta haust hefur verið þokusamt og gert bændum erfitt fyrir um smölun en fyrsta smölun á Brekknaheiði var ekki fyrr en fyrsta október. Veður er þó mun skaplegra en í fyrra þegar bændur lentu í ill- viðri í byrjun október svo leitað var á vél- sleðum og fjárflutningar fóru fram í krapas- lyddu og hálku.    Sláturgerð er eitt af haustverkum hjá mörgum og í Fjallalambi á Kópaskeri segja menn slát- ursölu svipaða og verið hefur. Húsmæður hérna eru margar hverjar afkastamiklar í slát- urgerðinni og vandfundinn er betri skyndibiti en lifrapylsusneið og mjólkurglas.    Gæsaveiði hefur gengið vel hjá veiðimönnum hér um slóðir og villibráðarilm leggur frá eld- húsum fengsælla veiðimanna. Mest ber á grá- gæs en heiðagæsir eru lengra inni í landi, segja veiðimenn. Heiðagæsin er eftirsóknarverðari vegna bragðsins, sem er mýkra og fínna. Fálkinn hefur sést nokkuð á sveimi og ný- lega sáu veiðimenn hann hremma gæs og voru nokkuð hissa á atferli hans, því gæsin er ill- skeytt ef önnur dýr veitast að henni. Fálkinn reif sig inn í gæsahóp á flugi, renndi sér á eina fullfríska gæs, slæmdi í hana klónum svo hún féll og hefði orðið málsverður fálkans hefði keppinauturinn maðurinn ekki verið á jörðu niðri og tekið af honum bráðina, sem var með djúpan skurð á bringunni eftir hárbeittar klær fálkans. Veiðieðlið er ríkt í mörgum landsbyggðar- manninum og hver veit nema það eigi sinn þátt í því að sumir kjósa fremur að búa úti á landi en í stærri byggðakjörnum. Þar er jafnan stutt að fara í hvers kyns veiði, hvort sem er á láði eða legi og menn á heimaslóðum þekkja hverja þúfu og vita hvar helst er veiðivon. Þetta fólk er gjarnan nátengt sínu umhverfi, friðsæld og víðáttu svo borgarlífið, sem oft fylgir erill og umferðarys er ekki efst á óskalistanum.    Það eru að mörgu leyti forréttindi að geta leyft sér að búa úti á landi og vissulega fylgi því ýmsir dýrir kostnaðarliðir. Friðsældin og ná- lægð við óspillta náttúru er nokkuð sem íbúum hér finnst sjálfsagður hlutur. Þetta er ekki svona sjálfsagt hjá öllum og e.t.v. að hluta skýring á því að auðmenn landsins sækjast í auknum mæli eftir að kaupa jarðir á lands- byggðinni. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Erlendur Pálsson hélt upp áfertugsafmæli sitt á dögunum. Þar flutti Bjarni Stefán Konráðsson honum vísur, sem færðu orðið mömmustrákur í annað veldi: Þúsundfaldan þokka ber, þetta margir trega. Mesti kostur mannsins er mamman – eðlilega. Hjá honum allir finna frið og fráleitt því að skamm’ann. Elli er fínn og allt hans lið, en allra best er mamman. Elli reynist öllum best elur góða krakka. Það er vel að merkja mest mömmu hans að þakka. Elli er sjarmör, allt veit best elskaður af konum. Það sem heillar meyjar mest mamma’ans kenndi honum. Elli hefur hlýlegt glott, hefur það frá ömmu, en hugann bjarta og hjartað gott hefur’ann frá mömmu. Fegurð Ella er öllum þekkt í allri veröldinni. Það þykir alveg lygilegt hvað líkist mömmu sinni. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af mömmu- strák DRENGIR, sem æfa skíðagöngu, ná meiri árangri í íþróttinni ef þeir stunda lyftingar af krafti og lyfta þungum lóðum. Skíðagöngustúlkur styrkjast á hinn bóginn meira með því að lyfta léttari lóðum en end- urtaka æfingarnar oftar. Þetta er niðurstaða doktorsrann- sóknar við Vísinda- og tækniháskól- ann (NTNU) í Þrándheimi. Skýrt er frá rannsókninni á norska vefnum forskning.no. „Við prófuðum nítján stúlkur og átján drengi sem voru framarlega í skíðagöngu unglinga,“ hafði vef- urinn eftir rannsóknarmanninum Boye Welda. Hann skipti ungling- unum í tvo hópa. Sumir þeirra voru látnir lyfta svo þungum lóðum að þeir gátu gert hverja æfingu um það bil sex sinnum áður en þeir þreytt- ust. Hinn hópurinn fékk léttari lóð en gat endurtekið æfinguna um það bil þrjátíu sinnum. Styrkur unglinganna var mældur í æfingatækjum og á skíðabrautinni, fyrir og eftir lyftingatörnina, með fyrrgreindri niðurstöðu. Léttari lóð styrkja stúlk- urnar meira heilsa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.