Morgunblaðið - 03.10.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
É
g held að það hafi
verið fyrir tveim vik-
um eða svo að til-
kynningin frá lög-
reglunni í Reykjavík
birtist á Lögregluvefnum þar sem
sagði að lögreglumönnum sýndist
að áróðurinn sem haldið hefði ver-
ið uppi dagana á undan hefði ekki
skilað sér til þeirra sem honum
var beint gegn.
Það fór ekki mikið fyrir þessari
tilkynningu. Nokkrir fjölmiðlar
höfðu þetta orðrétt upp úr Lög-
regluvefnum, en ég man ekki eftir
einu einasta viðtali við lögreglu-
mann um málið, svo dæmi sé tek-
ið. Aftur á móti minnir mig að við-
tal hafi verið haft í einhverjum
fjölmiðli við auglýsingasmið sem
sagði að ekki væri þess að vænta
að áróðurinn væri strax farinn að
skila árangri.
Síðan lögreglan sendi frá sér
þessa tilkynningu hafa ekki borist
fregnir af öðru en áframhaldandi
ófremdarástandi í umferðinni á
höfuðborgarsvæðinu. Fréttir um
ofsaakstur ungra ökumanna með
ylvolg bráðabirgðaökuskírteini
eru daglegt brauð. Ekki meira um
það að segja, að því er virðist.
Ég verð að viðurkenna að ég
hef litlar áhyggjur af þeim nátt-
úruspjöllum sem virkjunarfram-
kvæmdir valda á Íslandi, og enn
minni af vaxandi gróðurhúsaáhrif-
um. Það er að segja, áhyggjur
mínar af þessu tvennu eru hverf-
andi miðað við þær áhyggjur sem
ég hef af því að fólk haldi áfram að
deyja í umferðarslysum.
Ég vildi óska að allur krafturinn
og öll ástríðan sem sett er í mót-
mæli gegn virkjunarfram-
kvæmdum og losun gróðurhúsa-
áhrifa væri sett í að sporna gegn
dauðsföllum í umferðinni. Með
þessu er ég ekki að segja að það
sé út í hött að mótmæla nátt-
úruspjöllum og gróðurhúsaáhrif-
um. Ég er öllu heldur að segja að
það væri óskandi að fólkið sem
hefur fítonskraftinn og réttlæt-
iskenndina – sem er ekki síst ungt
fólk – myndi beina kröftum sínum
að umferðarmálum.
Þegar farið var um daginn af
stað með átak til bættrar umferð-
armenningar voru haldnir borg-
arafundir á sjö stöðum á landinu
þar sem meðal annars kom fram
fólk sem hafði misst ástvini í um-
ferðarslysum, og einnig miðluðu af
reynslu sinni sjúkraflutningamenn
sem komið hafa að alvarlegum
umferðarslysum. Það var dálítið
skrítið hversu lítið fór fyrir frá-
sögnum þessa fólks í fjölmiðlum
og almennri umræðu. Þær hurfu
mjög fljótt af sjónarsviðinu. Í
samanburði var ótrúlegt hvernig
fjölmiðlar og almenningsálitið fóru
á límingunum þegar Ómar Ragn-
arsson tilkynnti að hann væri orð-
inn náttúruverndarsinni og ætlaði
að vera á árabáti á Hálslóni.
Þessi áhersluslagsíða er reynd-
ar hvorki einsdæmi né séríslenskt
fyrirbæri. Fyrir ekki löngu síðan
var haldin mikil ráðstefna í Sydn-
ey í Ástralíu þar sem fjallað var
um offituvandann í hinum vest-
ræna heimi, sem vissulega er gríð-
arlegur. En það fór ekki mikið
fyrir almennri umræðu um það
sem fram kom á þessari ráðstefnu,
og varla að hún sæist á radar ís-
lenskra fjölmiðla. Samt er það nú
svo, að offita verður margfalt fleiri
að aldurtila en til dæmis fugla-
flensa.
Læknar hafa ennfremur bent á
að það sé misræmi í því hversu lít-
ið heimspressan fjalli um hjarta-
og æðasjúkdóma miðað við að
þetta séu þeir sjúkdómar sem
dragi flesta jarðarbúa til dauða.
Umfjöllun um áðurnefnda fugla-
flensu, HABL og AIDS sé marg-
falt meiri, þótt áhrifin sem þessir
sjúkdómar – svo alvarlegir sem
þeir vissulega eru – séu ekki
nærri eins útbreidd og djúpstæð
og áhrifin sem hjarta- og æða-
sjúkdómar hafi. Í raun sé því mun
meiri þörf á aðgerðum gegn
hjarta- og æðasjúkdómum en til
dæmis fuglaflensu og AIDS.
Hvað veldur þessari bjögun á
athygli? Hvers vegna vekur
ófremdarástand í umferðarmálum
ekki nærri því jafn mikinn og við-
varandi áhuga og meint nátt-
úruspjöll af völdum virkj-
unarframkvæmda, jafnvel þótt hið
fyrrnefnda kosti beinlínis manns-
líf, en hið síðarnefnda ekki? Vissu-
lega má halda því fram að þarna
sé um að ræða ósambærilega
hluti, en ég held að viðbrögð al-
mennings og fjölmiðla við þeim
séu fyllilega sambærileg. Í báðum
tilvikum er um að ræða viðbrögð
við ástandi sem talið er óvið-
unandi.
Fleira kemur til. Umferðarslys
og hjartasjúkdómar eru hvort
tveggja menningarbundin óáran,
eða lífstílsbundin. Og hvort
tveggja hefur verið stór hluti af
lífi Vesturlandabúa um langa hríð.
Hið sama má núorðið segja um of-
fitu. Þannig að það er ekkert nýtt
við þetta, og sagt hefur verið að
„breyting á ríkjandi ástandi“ sé
það sem skilgreini hvað sé frétt og
hvað ekki. Umferðarslys og
hjartasjúkdómar falla þannig utan
hefðbundinnar skilgreiningar á
frétt, en sinnaskipti Ómars Ragn-
arssonar eru stórfrétt.
Einnig ræður þarna eflaust
miklu að hjartasjúkdómar og
„ástandið í umferðinni“ eru orðin
harla hversdagsleg óáran sem hef-
ur verið felld undir verksvið tiltek-
inna stofnana – sjúkrahúsa og lög-
reglu. Það er því komið á könnu
„fagaðila“ að takast á við þessa
hluti, þannig að okkur hinum
finnst við vera stikkfrí og geta
beint kröftum okkar að nýstár-
legri og göfugri vandamálum.
Enda finnst eflaust mörgum
eitthvað óviðeigandi við það að
lögreglan skuli opinberlega gagn-
rýna háttalag ökumanna í umferð-
inni. Slíkt telst kannski ekki „fag-
legt“ af lögreglunni. En ég verð að
segja eins og er, að ég vildi að lög-
reglan gerði meira af því að húð-
skamma opinberlega þá sem
keyra eins og fífl.
Bjöguð
athygli
»Hvers vegna vekur ófremdarástand í umferðarmálum ekki nærri því jafn mikinn
og viðvarandi áhuga og meint náttúruspjöll af
völdum virkjunarframkvæmda, jafnvel þótt hið
fyrrnefnda kosti beinlínis mannslíf, en hið
síðarnefnda ekki?
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
Í LJÓSI umræðna um ráðningu
nýs sviðsstjóra Velferðarsviðs vil ég
koma eftirfarandi á framfæri. Við
undirbúning ráðningar var skipaður
hópur til þess að meta
og fara yfir umsóknir.
Það mat sem lagt var til
grundvallar ráðningu
sviðsstjóra Velferð-
arsviðs var að starfið er
fyrst og fremst starf
stjórnanda. Það var
samhljóma álit mats-
hópsins að mæla með
því við borgarstjóra að
gera þá tillögu til borg-
arráðs að ráða nýráðinn
sviðsstjóra til að gegna
þessu starfi. Hún hefur
yfirgripsmikla þekk-
ingu á málaflokknum eftir langt starf
í stjórnunarstöðu hjá Félagsþjónust-
unni í Reykjavík og á Velferðarsviði
auk þess sem hún var staðgengill
sviðsstjóra um sex ára skeið.
Björk Vilhelmsdóttir fór rangt með
það í grein í Morgunblaðinu þann 27.
september síðastliðinn að nýr sviðs-
stjóri væri með MBA gráðu, hið rétta
er að hún er með M.Sc. gráðu í
stjórnun og stefnumótun. Jafnframt
gerði Björk lítið úr þeim matshópi
sem fór yfir umsóknir. Í hópnum sátu
ásamt mér afar hæfir embættismenn
borgarinnar. Björk lét í
áðurnefndri grein að því
liggja að það hefði verið
pólitík í ráðningunni.
Ég fullyrði að svo var
ekki, það voru engar
flokkspólitískar for-
sendur hafðar að leið-
arljósi við ráðningu nýs
sviðsstjóra. Mér finnst
óviðeigandi og ósmekk-
legt gagnvart öllum um-
sækjendum að draga
pólitík inn í ráðninguna.
Pólitískar skoðanir um-
sækjenda hafa ekki
komið fram og þykir mér miður að
Björk Vilhelmsdóttir hafi dregið
þessa umræðu niður á það plan sem
hún gerði með greinaskrifum sínum.
Það er mikilvægt að nýta þekkingu
fagaðila þegar það á við, staða sviðs-
stjóra er fyrst og fremst stjórn-
unarstaða og því var sérstaklega litið
til stjórnunarhæfni og stjórn-
unarreynslu viðkomandi. Þrátt fyrir
að fyrrverandi sviðsstjóri hafi verið
félagsráðgjafi þá var hún fyrst og
fremst góður stjórnandi, en þess má
geta að forveri hennar í starfi var lög-
fræðingur. Staða sviðsstjóra velferð-
arsviðs er ekki og á ekki að vera
eyrnamerkt sérstakri fagstétt, það
eru margar fagstéttir sem vinna að
velferðarmálum fyrir Reykjavík. Við
þurfum að sameinast um það að veita
samhæfða og góða þjónustu til borg-
arbúa, nýr meirihluti ætlar að ein-
beita sér að því.
Staða sviðsstjóra Velferðar-
sviðs er stjórnunarstaða
Jórunn Frímannsdóttir
skrifar um ráðningu nýs
sviðsstjóra Velferðarsviðs
» Staða sviðsstjóra erfyrst og fremst
stjórnunarstaða og því
er sérstaklega litið til
stjórnunarhæfni og
stjórnunarreynslu.
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
og formaður Velferðarráðs.
NÚ ER á enda yfir hálfrar aldar
nærvera hers á Íslandi. Bandaríski
herinn á Keflavíkurflugvelli hefur
slíðrað hertygi sín og er á förum Ís-
lendingum til misjafnrar ánægju. Og
hvað skal gera við herfangið sem eft-
ir verður? Um það hafa menn skegg-
rætt frá vordögum þegar Banda-
ríkjamönnum þóknaðist að segja
okkur að þeir væru á förum.
Á Miðnesheiði stendur nú eftir
heil draugabyggð sem hýst gæri
þúsundir manna og heilan her stofn-
ana. Draugabyggð, sem eitt sinn var
aðgangur okkar Íslendinga að Am-
eríku, með öllum þeim gæðum sem
okkur dreymdi um í bernsku, okkur
sem nú erum á miðjum aldri.
Draumurinn er orðinn að eyðibyggð
með blóðrauðu sólarlagi.
Heyrst hefur að gera byggðina að
miðstöð öryggismála. Ekki skal það
lastað. Lítil dúfa með ólífuviðarblað í
goggi hvíslaði því hins vegar að mér
að best væri að breyta herstöðinni
miklu í ratsjárstöð friðarins. Hvern-
ig setjum við niður
deilur? Hvernig lægj-
um við öldur haturs
og óvildar? Hvernig
stuðlum við að sáttum
og friði í heimi sem
tærist af vígaferlum,
djöfulgangi og
heimsku? Hvað með
að stofna alþjóðlegt
friðarsetur, akademíu
friðarrannsókna, vígi
þeirra sem vilja
tryggja frið og far-
sæld jarðarbúa?
Íslendingar hafa
kjörið tækifæri til að láta gott af sér
leiða á tímum sem einkennast af óör-
yggi og ófriði. Það eitt að við erum
fyrrverandi nýlenda, fyrrum fátækt
þróunarland og afskaplega lítil þjóð
gerir okkur fýsilega sáttasemjara.
Svo eigum við efnin nóg. Og við er-
um vön að láta verkin tala.
Hvað með að þróa útrás til friðar
og mannúðar? Hvernig væri að geta
sér orðstír sem friðelskandi þjóð
sem er reiðubúin að
leggja fé, kalda skyn-
semi og heita velvild í
það að gera heiminn
öruggari?
Ýmsar spurningar
vakna reyndar um fram-
lag okkar til heimsfrið-
arins. Var rétt að ljá lið
vafasamri herför vest-
urheimskra hauka til
landa sem fóstruðu sið-
menninguna í bernsku
hennar? Er rétt að af-
henda ungum mönnum
sem gaman hafa af því
að munda byssur friðarvörslu? Eig-
um við ekki að byggja upp friðinn
frekar en að verja hann í herbún-
ingum? Norðmenn hafa lagt áherslu
á „peacebuilding“ frekar en „peace-
keeping“. Ef þeir geta það þá enn-
frekar Íslendingar. Við erum enn
minni ógn við heimsfriðinn en fjórar
milljónir Norðmanna með sinn her
Plógjárn úr sverðum …
Halldór Reynisson skrifar um
framtíð Keflavíkurflugvallar
Halldór Reynisson
ÞAÐ ER von fyrir fólk með
þunglyndi. Einu sinni hélt ég að
það væri engin von, að ég væri
dæmd til þess að lifa í
eilífu svartholi og að
ég væri ein um það.
Ein um að líða alltaf
illa og að langa ekki
að vera til, ein um að
vilja bara liggja uppi í
rúminu mínu og vor-
kenna mér þangað til
ég var bókstaflega
dregin í hjálparleit.
Fólk gerir sér ekki
grein fyrir því hvað
þunglyndi hefur mörg
andlit og þá andlit á
öllum aldri. Ég er að-
eins 18 ára gamall
menntaskólanemi og það er um ár
síðan ég greindist eftir að hafa liðið
illa í um 4 ár. Ég er mjög heppin
því í kringum mig er margt gott
fólk sem þykir vænt um mig. Það
var til dæmis pabbi vinkonu minnar
sem hringdi í mömmu mína og
sagði henni hvað væri í raun og
veru að gerast og vinkonur mínar
höfðu samband við foreldra mína
og töluðu við þá um hvað ég hafði
breyst. Það hefur meðal annars
hjálpað mér mikið hvað fjölskylda
mín og vinir hafa staðið þétt við
bakið á mér og stutt mig og fyrir
það er ég þeim ævinlega þakklát
því það er næstum því
ómögulegt að komast í
gegnum svona tímabil
einn og óstuddur. Ég
veit ekki hvar ég væri í
dag ef ég hefði ekki
notið hjálpar alls þessa
góða fólks í kringum
mig.
Ég var strax sett á
lyf sem hafa hjálpað
mikið, en með því að
taka lyfin hélt ég að ég
myndi ganga á skýjum
strax daginn eftir að
ég tók fyrstu töfluna
sem var mikill mis-
skilningur því samtalsmeðferð hjá
fagmanni er nauðsynleg. Með hjálp
samtalsmeðferðarinnar get ég loks-
ins horft í spegil og sagt til dæmis:
Ég er frábær, ég er falleg og ég er
góð manneskja með gott hjarta.
Þessi orð voru ekki til í mínum
orðaforða fyrr en ég hafði gengið til
sálfræðings næstum því í hverri
viku í um hálft ár. Ég var líka tilbú-
in að þiggja hjálp því ég gerði mér
grein fyrir að ég væri hætt að geta
tekist á við þetta ein. Fyrst var ég
þó svolítið á móti því að taka inn
lyfin, mér fannst eins og ég yrði
fyrir fordómum því ég væri á geð-
lyfjum en ákvað þó að fela það ekki
fyrir neinum því mitt þunglyndi
byggðist mikið á því hversu mikið
ég byrgði inni. Þegar ég sagði vin-
konu minni frá því að ég væri byrj-
uð á lyfjunum komst ég í framhaldi
að því að mamma hennar var á
sömu lyfjum og ég. Það að vita af
einhverjum svona nálægt manni í
svipaðri stöðu hjálpaði mér mjög
mikið því ég var að mörgu leyti
sannfærð um að það sæist utan á
mér að ég væri á þunglyndislyfjum
og yrði því fyrir fordómum.
Þegar ég fór að segja vinum og
kunningjum frá veikindum mínum
komst ég að því hvað það er í raun-
inni margt fólk sem þjáist af ofsa-
Það er von
Jónína Margrét Sigurðardóttir
skrifar um geðsjúkdóma
Jónína Margrét
Sigurðardóttir
»Minn bati hefðiörugglega orðið
meiri á skemmri tíma ef
ég hefði ekki verið
svona hrædd við þessa
fordóma …