Morgunblaðið - 03.10.2006, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM DAGINN hlustaði ég á fá-
vita á Austurvelli segja sögu um
konu í hvítum kjól sem yrði að
eignast svartan míkrófón ætlaði
hún sér að halda kjólnum. Það var
geðfatlaður maður sem sagði sög-
una en fyrir hundrað árum hefði
hann verið kallaður fáviti. Ég var
svo mikill fáviti að halda að sagan
væri um mig og ég ætti að biðja
manninn við hliðina á mér að gift-
ast mér. Næsta sem gerist er að
ég í fávitaskap mínum uppgötva á
fundinum á Austurvelli að konan
er íslenska þjóðin. Hún verði að
eignast sinn svarta míkrófón ætli
hún sér að halda landinu. Fund-
urinn fer fyrir ofan garð og neðan,
ég get ekki hætt að hugsa um
hvort ég eigi að láta vita af þessari
nýju hugmynd sem virkaði betur
en sú gamla. En þorði ekki að
spyrja manninn við hliðina á mér
sem var Ómar Ragnarsson hvort
ég mætti segja söguna.
Næsta sem gerist er að iðn-
arráðherra hlær að Ómari Ragn-
arssyni einsog hverjum öðrum fá-
vita. Fyrir að fá nýja hugmynd í
staðinn fyrir þá gömlu. Sé Ómar
fáviti tókst þeim fávita að draga
15 þúsund manns með sér á Aust-
urvöll sem eru þá allir fávitar. Á
bak við þá standa tugir þúsunda
af öðrum fávitum. Það er gott að
vita að í þessu landi þar sem allir
eru fávitar skuli vera einn sem er
ekki fáviti: Iðnaðarráðherra. Þá
getum við bent á hann. Ef við höf-
um vit á því.
Fyrir hundrað árum hefði
sögumaðurinn á Austurvelli verið
kallaður fáviti, hundrað árum
seinna er hægt að kalla mig fávita
fyrir að hafa ekki gripið míkrófón-
inn á Austurvelli þetta kvöld, það
er bara spurning hvað ráðherra
verði kallaður eftir önnur hundr-
að ár. Því það er rosalega gott
þegar allir eru orðnir fávitar og
ekki hægt að benda á neinn sem
er ekki fáviti.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Fávitinn Elísabet
Höfundur er rithöfundur.
Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu-
mati fyrir Kárahnjúkavirkjun
er ekki ábótavant.
Oddur Benediktsson:
Áhættumati fyrir Kárahnjúka-
virkjun er ábótavant
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú, vísindi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞAÐ er ekki á hverjum degi
sem á annan tug þúsunda manna
gengur niður Laugaveginn til að
styðja þjóðarsátt sem felur meðal
annars í sér gangsetningu nýs ál-
vers á Austurlandi. Við sem höf-
um verið fylgjandi þeirri fram-
kvæmd fögnum þessum
viðbótarstuðningi en reynum um
leið að átta okkur á viðsnúningi
kröftugra andstæðinga álvera
sem voru áberandi í göngunni. Að
vísu er gert ráð fyrir að gangsetn-
ing nýja álversins tefjist um nokk-
ur ár því að engin er orkan. Þann
tíma á að nota til að byggja ný
jarðhitaorkuver á Norðurlandi og
reisa gríðarleg rafmagnslínuvirki
eftir endilöngum Mývatns- og
Möðrudalsöræfum og þaðan niður
Jökuldal, yfir Fljótsdalshérað og
til Reyðarfjarðar. Af því eru sögð
lítil spjöll miðað við Kára-
hnjúkastífluna og talið vel við un-
andi að sjá þessi miklu mannvirki
bera við himin kílómetra eftir
kílómetra stynjandi undir orku-
leiðslum sem færa björg í bú.
Þetta er hinn nýi valkostur sem
göngufólk studdi af djörfung enda
einsýnt að útlendir auðmenn
munu, þegar allt er komið í kring,
vera búnir að skrifa nöfn sín á
stífluna vondu og greiða fyrir
skrif sín hundruð milljarða króna
sem þarf að afla til að standa skil
á kostnaði við byggingu hennar
og virkjunarinnar sem hulin er í
fjallinu auk gríðarlegra tafasekta
til Alcoa.
Hinu er þó ekki að leyna að
nokkurt hik sækir á sumt útivist-
arfólk sem hefur notið þess að
fara um öræfi og fjöll þessa fagra
lands. Gæti verið að með þessum
tillögum að þjóðarsátt yrðu færð-
ar enn meiri fórnir í íslenskri
náttúru en annars hefði verið?
Þeirri spurningu verður að svara
áður en lengra er haldið. Sumir
mundu segja að eðlilegra væri að
horfa fram á veginn en að velta
sér upp úr því sem þegar er
ákveðið og frágengið. Nær sé að
ná þjóðarsátt um náttúru-
auðlindir Íslands sem samræmir
sjónarmið um nýtingu og vernd til
langrar framtíðar. Það er vissu-
lega mikilvægt umræðuefni.
Ingólfur Sverrisson
Nýr valkostur
Höfundur er áhugamaður
um útivist og atvinnumál.
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Skeggjastaðir - Sveitasæla
Fallegt 123 fm einbýlishús með 20 hekturum af úrvals beitarlandi
í Vestur - Landeyjum í 120 km fjarlægð frá Reykjavík (1 1/2 tíma
akstur). Eignin skiptist m.a. í forstofu, þvottahús, snyrtingu,
eldhús, búr, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Stór lóð í
kringum húsið. Eignin er laus til afhendingar samkvæmt
samkomulagi. Skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina. Húsið er
staðsett á jörðinni Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum sem er
c.a. 17 km frá Hvolsvelli. Hentugt tækifæri fyrir aðila sem vilja
flytja í sveit eða fyrir þá sem vantar sumarbústað og vilja
sameina hestamennsku og frítíma fjölskyldunnar. Húseignin er
heilsárshús. Friðsæld í sveitasælunni. Eignin fullnægir skilyrðum
um lán frá Íbúðalánasjóði. V. 26,5 m. 6136
Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Sérlega fallegt raðhús á tveimur hæðum m.
innbyggðum bílskúr og 4 svefnherbergjum,
aAlls 191,7 fm. Parket og flísar á gólfum,
vel skipulagt. Falleg timburverönd út frá
stofu. Vönduð og vel með farin eign.
VERÐ 47,8 millj.
Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson,
sölufulltrúi Akkurat, s. 822 7300.
NÝTT!
SUÐURÁS – 110 RVK Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum
2, 110 Reykjavík
Bréf til blaðsins | mbl.is
Í SUMAR var tekið í notkun nýtt
hringtorg á Arnarneshæð, sem væri
ekki í frásögur færandi ef ekki kæmi
til alger viðsnúningur á umferð-
arlögum þegar
ekið er út af
hringtorgi þessu.
Þegar undirrit-
aður tók bílprófið
var reglan sú að
þegar tveggja ak-
reina gata þreng-
ist niður í eina ak-
rein þá á sá
réttinn sem var á
hægri akrein, ekki
rekur mig minni til þess að nein
breyting haf orðið á þeirri reglu.
Á þremur af fimm fráreinum Arn-
arneshæðarhringtorgsins bregður
hins vegar svo við að vinstri akreinin
á réttinn ef mið er tekið af merk-
ingum og hönnun götunnar.
Vera kann að þeir sem hönnuðu
mannvirkið telji eðlilegt að hafa þenn-
an háttinn á, og eins kann það að vera
að þeir sem störfuðu við framkvæmd-
ina hafi ekki séð neitt óeðlilegt við
gjörninginn, en viðsnúningur á um-
ferðarlögum af þessu tagi er mér lítt
að skapi. Mér finnst nefnilega að þeir
sem hanna og láta vinna umferð-
armannvirki eigi að lágmarki að
kunna umferðarreglur, ella láta það
öðrum eftir sem hafa þekkingu og
kunnáttu á umferðarlögum. Nógu
slæm er umferðarmenningin samt
þótt ekki sé verið að hanna umferð-
arlagabrot í ofanálag.
Mesta furðu mína vekur samt að
engin breyting hefur verið gerð á
þessu klúðri, því fulltrúar lögregl-
unnar hljóta að hafa farið um hring-
torgið á þeim mánuðum sem liðnir
eru frá því að það var tekið í notkun.
MAGNÚS JÓNSSON
verktaki, Garðabæ.
Nýjar um-
ferðarreglur
í Garðabæ
Frá Magnúsi Jónssyni:
Magnús Jónsson