Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 33

Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 33 munu ylja okkur um ókomna fram- tíð. Þorbjörg og Pálína. Amma hafði skoðanir á öllu. Var annaðhvort með eða á móti. Hvort sem það var ungbarnasund eða Evr- ópusambandið. Hún var aldrei hlut- laus. Þegar ég var lítil og kom í heim- sókn til ömmu í Reykjavík sá ég blokkir í fyrsta sinn. Það var gaman að standa við gluggann í teppalaus- um stigagangi með frænku sinni á nýjum tréklossum sem við létum skella í beran steininn og horfðum yfir óbyggða móana. Seinna fórum við systkinin oft í útsýnishringi með Þristinum. Urðum bara að muna að fara úr hjá sjoppunni. Amma leið- beindi okkur með það hvernig mað- ur hagar sér í Reykjavík. „Hér fyrir sunnan eru allir í síðum þegar kalt er í veðri, það er ekkert annað en dreifbýlisháttur að klæða sig illa.“ Og „hér fer ekki nokkur maður út úr húsi með rúllur í hárinu“, sagði hún við mömmu. Amma hafði alla tíð fínt í kringum sig en hún mun hafa verið um fimm- tugt þegar hún lýsti því yfir við okk- ur krakkana, enda yfirlýsingaglöð kona, að nú væri hún að verða gömul og vildi fara að hafa fínt hjá sér. Hún var afar ánægð með barna- barnabörnin sín og vorkenndi okkur nútímafólkinu, sem miklum allt svo fyrir okkur, ekki að eignast nokkur. Hún þurfti sjálf að láta frá sér tvö börn. Það hefur ekki verið sársauka- laust fyrir hana. Að leiðarlokun sagði amma mér að dýrmætast af öllu væri að eiga alla þessa afkomendur sem hún var svo stolt af. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona litríka ömmu. Blessuð sé minning hennar. Rannveig Jónsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að þakka ömmu minni Þorbjörgu Bjarnadóttur samfylgdina og fyrir hennar þátt í að koma mér til manns. Amma mín var fróð um sögu lands og þjóðar og vel lesin í íslenskum bókmenntum, auk þess sem hún kunni ógrynnin öll af sögum og þul- um. Hún bar mikla virðingu fyrir menntun og menningu og hélt uppi stöðugum áróðri fyrir ágæti mennt- unar og mikilvægi þess að leggja rækt við hugann og andleg málefni. Í barnæsku nutum við þess systk- inin að heyra hana segja sögur af bola og búkollu, draugum og forynj- um. Seinna nutum við þess að ræða við hana um bókmenntir og fræðast um ættir okkar og uppruna, en amma var ákaflega frændrækin og stolt af sínu fólki, bæði áum sínum og afkomendum. Heimsóknir okkar til ömmu voru margar og skemmti- legar, stundum langar, stundum stuttar en alltaf var glatt á hjalla og margt að gera og skoða. Eins var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á ömmu og jafnaðist sú tilhlökkun á við komu jólanna, enda bar þessa stórviðburði oft upp á sama tíma. Sérstaklega langar mig að þakka ömmu tvær heimsóknir til hennar og eina heimsókn hennar til mín. Sú fyrsta. Ég kom til Reykjavíkur að heimsækja ömmu ásamt litlu systur minni og vorum við fjögurra og sex ára eða þar um bil. Þarna fékk ég mína fyrstu lexíu af mörgum um mannkosti og hvað væri eftir- sóknarvert í þeim efnum og hvað ekki. Reyndar misskildi ég í fyrstu hugtök eins og sjálfstæði, óhæði og hreinskilni og ruglaði þeim saman við óþægð og óhlýðni. Hvað um það að heiman fór lítil telpa sem grét í rútunni á leið í bæinn en heim kom veraldarvön ung stúlka með skoðan- ir á öllum hlutum og mikla virðingu fyrir eigin ágæti. Á menntaskólaárunum dvaldi ég hjá ömmu og Gunnari veturlangt en þá dvöldu á heimilinu auk mín Helga frænka mín og Sveinn maður hennar sem einnig voru í menntaskóla. Það var gott að búa hjá ömmu í góðu yf- irlæti og skemmtilegt að koma heim úr skólanum og ræða við ömmu um það sem ég var að læra hverju sinni. Hún bjó yfir djúpum skilningi á fræðunum og var ávallt reiðubúin að miðla af þekkingu sinni. Það var gestkvæmt á heimilinu og oft glatt á hjalla enda amma með eindæmum gestrisin og þau hjón bæði. Að endingu langar mig að minnast á eftirminnilega heimsókn ömmu til mín, ég var þá nýflutt í nýtt hús og búin að eignast mitt fyrsta barn. Fyrsti gesturinn á nýja heimilinu var amma sem kom og dvaldi hjá okkur í vikutíma. Þessi heimsókn er mér einstaklega kær enda var amma ákaflega þægilegur og skemmtileg- ur gestur sem hafði mörg ráð í poka- horninu og margar ráðleggingar að gefa ungum og nýbökuðum foreldr- um. Elsku amma þakka þér fyrir allt. Þorbjörg Erla Ásgeirsdóttir. Þorbjörg Bjarnadóttir, langamma barnanna minna og traustur vinur minn á þriðja áratug, er fallin frá 86 ára gömul, hvíldinni fegin eftir lang- varandi baráttu við sjúkdóm. Þorbjörg heilsaði mér með hæfi- legu tómlæti á okkar fyrsta fundi enda var ég í hlutverki nýs leik- manns sem gerði hosur sínar græn- ar fyrir elsta barnabarni hennar, Helgu, sem bjó þá hjá henni á síð- asta ári í menntaskóla. „Áttu land?“ spurði hún mig nánast formálalaust í okkar fyrstu viðkynningu. Ég varð að viðurkenna fátækt mína á því sviði, eins og flestum öðrum, skóla- strákurinn. „Það er gott að eiga land“ og ég fór yfir ýmsa möguleika í huganum til að eignast land fljótt. Án árangurs. Landleysi mitt var þó fljótlega úr sögunni þegar við fórum að spjalla. Því spjallað gat Þorbjörg, um heima og geima. Hún hafði alltaf skoðun á hlutunum, um menn og málefni almennt. Ef eitthvað fór í taugarnar á henni þá var það skoð- ana- og afstöðuleysi viðmælenda. Menn áttu að hafa skoðun. Einhvern tímann var ég ekki tilbúinn að mynda mér skoðun á einhverju sem ég þekkti hvorki haus né sporð á. „Lestu þér þá til,“ var svarið, stutt og laggott. Eftir það hafði ég skoðun á flestu, lesinn sem ólesinn, enda ólíkt skemmtilegra. Helst á skjön við hennar, því það fannst okkur báðum skemmtilegast. Og drukkum kaffi, mikið kaffi. Þorbjörg talaði alltaf tæpitungu- laust. Talaði íslensku eins og það heitir á nútímamáli og flestum þykir kostur núorðið, t.d. í viðskiptum. Hún bar umhyggju fyrir okkur Helgu og okkar börnum, eins og öll- um afkomendum sínum, vildi vita hvað við værum að sýsla og hvað við sæjum fyrir okkur í nánustu fram- tíð. Hvaða stefnu land og þjóð væru að taka og leist ekki alltaf vel á. Hins vegar studdi hún okkur ætíð í okkar plönum og hvatti okkur til frekari mennta. Þorbjörg var mótuð af rammís- lenskri sveitamenningu, fyrst af æskuslóðum á Bakka í Bakkafirði, síðar af gagnmerku námi á hús- mæðraskólanum á Hallormsstað. Það nám, á þeim tíma, snerist eitt- hvað um húsverk en mest um menntun, í víðtækum og góðum skilningi þess orðs. Þar skipti höf- uðmáli sú bókmenning sem batt þjóðina saman á þeim tíma og er kjölfesta okkar þjóðar. Þessi menn- ingarviðhorf fylgdu henni alla tíð, áreynslulaus og sjálfsögð. Þau voru hennar rætur, hennar brunnur, sem hún jós úr þegar hún þurfti á að halda. Þorbjörg átti engan veginn áreynslulausa ævi. Lífsbaráttan var hörð á árunum upp úr 1940 á norð- austurhorni landsins, fjarri uppgrip- um suðvesturhornsins. Sveitirnar kringum Langanesið hafa ævinlega verið harðbýlar, hafís gat komið þegar minnst varði, sumarið gat sleppt úr ári. Gæftalitlir vetur gátu sett strik í reikning hinnar barn- mörgu fjölskyldu sem Þorbjörg og fyrri maður hennar, Axel heitinn Davíðsson, komu sér upp í byrjun fimmta áratugarins. Þorbjörg yfir- gaf þá æskustöðvarnar í byrjun sjö- unda áratugarins, fór suður, vann, aflaði sér sjúkraliðamenntunar, komin vel á miðjan aldur og bjó í Reykjavík til dauðadags. Hún átti ævinlega fallegt og gestrisið heimili og bjó lengst af sjálf með seinni manni sínum, Gunnari Hestnes. Það var ekki í kot vísað að koma til þeirra Þorbjargar og Gunnars. Þorbjörg sagði sjálf að hún væri þrjár kynslóðir í einni enda breyt- ingarnar sem hennar kynslóð upp- lifði meiri en nokkurt okkar hinna yngri getur gert sér í hugarlund. „Er nema von að maður sé svona andskoti brjálaður?“ átti hún til að skella á mig á kjarnyrtri norðlensku í góðu tómi. Og glotti svo. Miður gefnir menn og óheiðarlegir voru „rakkarapakk og ruslaralýður“. Aðrir voru „óskaplega vandaðir“ menn. Það var lítið gefið fyrir með- altölin hjá Þorbjörgu. Ítalskt skap- lyndi mátti sín lítils í samanburðin- um, hún sigraði í þeim samanburði með hestlengdum. Hún reykti eins og strompur alla sína tíð og fékk sér af og til í tána. Stundum báðar. Og reykti meira. Henni hefði þótt miður hefði ég sleppt því að minnast á það. „Menn eiga að segja hvernig hlut- irnir eru, ekki eins og þeim finnst að þeir ættu að vera,“ var viðkvæði hennar. Þorbjörg hafði skoðanir á flestu og flestir höfðu skoðanir á Þor- björgu. Henni gat sinnast við flest fólk ef svo bar undir. Mér sinnaðist við hana. Henni sinnaðist við mig. Yfirleitt gátum við ekki verið óvinir lengi, enda frekar tilgangslaust. Hvar sem hún var og hvað sem hún gerði þá var tilveran í kringum hana litrík. Með öllum regnbogans lit- brigðum. Upp úr stendur margbrot- inn persónuleiki en fyrst og fremst ættmóðir sem leit með stolti og um- hyggju yfir ungahópinn að loknu dagsverki. Megi minning Þorbjarg- ar Bjarnadóttur lifa lengi og setja lit á tilveru okkar hinna. Sveinn Aðalsteinsson. Ástkær eiginmaður minn, EYJÓLFUR JÓSEP JÓNSSON frá Sámsstöðum, lést af slysförum laugardaginn 30. september. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJÖRGVINSSON rafverktaki, Tjaldhólum 60, Selfossi, áður til heimilis í Hólastekk 8, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 30. september. Anna Tyrfingsdóttir, Anna Jarþrúður Ingólfsdóttir, Thorbjörn Engblom, Þóranna Ingólfsdóttir, Jón Finnur Ólafsson, Kristín Brynja Ingólfsdóttir, Ásgerður Ingólfsdóttir, J. Pálmi Hinriksson, Björgvin Njáll Ingólfsson, Sóley Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANHVÍT SVAVA SIGURÐARDÓTTIR, Hvassaleiti 108, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir, Ómar Kristjánsson, Stefán M. Ómarsson, Birna Gísladóttir, Georg H. Ómarsson, Ómar Þór Ómarsson, Klara Elíasdóttir, Svava María Ómarsdóttir, Ómar Björn Stefánsson, Stefán Gísli Stefánsson. Bróðir okkar, HANNES JÓSAFATSSON, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga sunnudaginn 24. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkini hins látna. AGNAR MAGNÚSSON verkfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 30. september. Ulla Magnússon, Kristín Magnússon. Lokað Stjórnsýsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður lokuð frá kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 3. október, vegna jarðarfarar. Ástkær dóttir okkar og systir, KRISTÍN EIÐSDÓTTIR, Seljabraut 18, Reykjavík, lést á Childrens hospital í Boston miðvikudaginn 27. september. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 6. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Eiður Sveinsson, Rut Gunnþórsdóttir, Sveinn Rafn Eiðsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Sandra Eiðsdóttir, Hilmar Þór Valsson og börn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA RUNÓLFSDÓTTIR, Laugavegi 100, Reykjavík, er dáin. Guðrún Guðmundsdóttir, Úlfar Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.