Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Þórð-arson fæddist í
Reykjavík 23. jan-
úar 1961. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 23.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Aðalheiður
Kristjánsdóttir, f.
28.1. 1940, gift Vig-
fúsi Árnasyni, f.
16.3. 1944, og Þórð-
ur Rafn Guð-
jónsson, f. 14.4.
1937, kvæntur Jón-
ínu Guðbjörgu Björnsdóttur, f.
21.5. 1929, börn hennar Sigrún,
f. 11.7. 1953, og Haukur, f. 5.1.
1958, d. 20.6. 1983.
Systkini Kristjáns eru Guðjón,
f. 1.2. 1962, kona hans Jensína
Helga Finnbjarnardóttir, f. 17.2.
1967, Ingvar, f. 9.3. 1964, og El-
ísa Vigfúsdóttir, f.
8.11. 1970, gift Guð-
mundi G. Þorleifs-
syni, f. 26.11. 1969.
Kristján ólst upp
í Kópavogi til 13
ára aldurs, þá flutti
hann til Hafn-
arfjarðar og bjó þar
til æviloka. Kristján
lauk sveinsprófi í
trésmíði 1981 og
vann við það í
nokkur ár. Eftir
það réð hann sig til
Slökkviliðs Hafn-
arfjarðar og seinna sameinaðs
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
og starfaði þar í tæp tuttugu ár,
til dánardags.
Útför Kristjáns verður gerð
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
í dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa, meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka,
lofsöng, Drottinn, flytja þér,
meðan ævin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta, þjáða styðja,
þerra tár og græða sár,
gleðja og fórna öll mín ár.
(Margrét Jónsdóttir.)
Þessar ljóðlínur koma í hug okkar
mæðgnanna er við kveðjum ástvin
okkar Kristján, stjúpson og stjúp-
bróður.
Kallið kom skyndilega og trúum
við því að hann hafi verið kallaður til
starfa þar sem þörf var á traustum
og duglegum manni.
Við kynntumst Stjána og bræðr-
um hans Guðjóni og Ingvari þegar
hann var 8 ára og þeir aðeins yngri.
Þeir voru yndislegir strákar. Á
margan hátt ólíkir en elskulegir og í
dag fullorðnir menn og vel gerðir
hver á sinn hátt.
Hugurinn reikar til baka og við
sjáum fyrir okkur 3 fallega drengi,
minningarnar eru margar og
skemmtilegar, fyrst voru þeir 3
bræðurnir svo eignuðust þeir litla
systur hana Elísu sem þeir voru svo
stoltir af.
Seinna eru það ungir menn á
skellinöðrum og núna fullorðnir
menn að kíkja í kaffi í hesthúsið og
spjalla um lífið og tilveruna.
Kristján var dökkhærður og
myndarlegur maður.
Hann var mög rólegur og yfirveg-
aður. Gaman að ræða við hann því
hann var glettinn og hafði sínar
skoðanir og fannst nú ekki gáfulegt
að flana að hlutunum.
Vitum við að það sem hann tók sér
fyrir hendur var allt vel yfirvegað og
úthugsað.
Kristján lærði húsasmíði hjá föður
sínum eins og pabbi hans hafði gert
hjá Guðjóni afa hans.
Rúmlega tvítugur hóf hann störf
hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar.
Það er ekki ofsögum sagt að vinn-
an hafi verið stór hluti af lífi hans því
hann lagði líf sítt og sál í starfið.
Hann talaði oft um það hvað fé-
lagsskapurinn í vinnunni væri orðinn
góður og teljum við að það veiti ekki
af að samstaðan sé góð því við vitum
að störf þessara manna eru krefjandi
og taka iðulega á þeirri hlið mann-
lífsins sem þarf sterk bein til. Við
höfum líka fengið að vita að þeir sem
fóru með Stjána í sjúkrabílnum og í
erfið útköll voru í öruggum höndum.
Því það var sama á hverju gekk
Stjáni fór eftir settum reglum og
haggaðist aldrei.
Hann hafði gaman af að fara í veiði
og naut sín að rúlla upp í sveit með
stöngina sína og renna fyrir fisk. Svo
voru flugur hnýttar í frítímanum á
veturna sem allar voru skrautlegar
og hétu vissum nöfnum.
Kristján hafði afar gaman af að
ferðast innanlands sem utan og var
búinn að panta sér ferð til Kúbu í
vetur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við vottum öllum ættingjum og
vinum okkar dýpstu samúð.
Veri Kristján Þórðarson kært
kvaddur, Guði á hendur falinn.
Hafi hann hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Jónína Guðbjörg
og Sigrún Óla.
Elsku besti bróðir okkar, stóri
bróðir, verður til grafar borinn í dag.
Dauðinn er sjaldnast aufúsugest-
ur og síst þegar hann kemur fyrir-
varalaust og hrífur burtu mann eins
og Kristján bróður okkar Þórðarson
í blóma lífsins. Það er okkur sem eft-
ir lifum harmur að sjá á eftir bróður
okkar, en um leið óþægileg áminning
hvernig tímans hraða ör líður áfram
og fyrr en varir eru allar fyrirætlanir
um seinan, það sem áður var frestað
um seinan. Við áttum eftir að hitta
Kristján bróður svo oft, heyra svo
margt og segja svo margt. En þótt
við vitum öll að eitt sinn skal hver
deyja átti ekkert okkar von á því að
skarð yrði höggvið í systkinahópinn
svo snemma og svo brátt.
Kristján var ekki allra en þeim
mun meiri tryggð hélt hann við þá
sem honum voru kærir. Hann var af-
ar traustur á alla lund, varkár og
sjálfum sér nógur, jafnvel sérvitur á
stundum. Friðsemd var honum í blóð
borin sem og yfirvegun og íhygli.
Hann var nákvæmur maður og
passasamur, flanaði ekki að neinu og
æðrulaus í mótlæti.
Þessir mannkostir komu í góðar
þarfir í starfi hans sem slökkviliðs-
maður og sjúkraflutningamaður; þar
koma einatt upp aðstæður sem öllum
eru erfiðar og flestum þungbærar ef
ekki óbærilegar. Slík atvik mörkuðu
manninn en hann hélt sínu striki og
vann starf sitt af alúð og öryggi.
Hégóma hafði hann enga þörf fyr-
ir og nægjusemi hans var við brugð-
ið. Það segir sína sögu um Kristján
að hann varð með fyrstu mönnum til
þess að hreppa aðalvinninginn í
Lottói sem þá naut nýjabrumsins í
miklum vinsældum. Stjáni var þó
ekki að kippa sér upp við það og
fannst það ekki meiri tíðindum sæta
en svo hann sagði engum frá þessu
happi sínu í þrjá mánuði og lá ekki
einu sinni á að sækja vinninginn.
En hann bar gott skynbragð á hin
æðri verðmæti. Kristján hafði unun
af útivist, fór gjarnan út í náttúruna
til gönguferða eða veiða og eins hafði
hann gaman af ferðalögum á
ókunnar slóðir erlendis. Hann var
einmitt farinn að hlakka til næstu
ferðar, sem hann hafði skipulagt til
Kúbu innan skamms, en áður en af
því gat orðið var hann kallaður í aðra
ferð og lengri.
En það erum ekki aðeins við
systkinin sem söknum Stjána sárt.
Hann var mikil barnagæla og börnin
okkar elskuðu hann afar heitt, það
var mjög auðvelt að hringja í Stjána
frænda og fá hann til að koma og
leika. Ekki spillti heldur fyrir að í
þeirra augum var vitaskuld ekki
hægt að komast ofar í metorðastig-
ann en að vera slökkviliðsmaður og
öll vildu þau feta í þau fótspor
frænda síns, ekki síst þegar hann
bauð þeim í heimsókn til sín á
slökkvistöðina og sýndi þeim öll sín
tól, tæki og aðrar gersemar, leyfði
þeim að máta hjálminn og skoða
stóru slöngurnar. Þau áttu engan
betri frænda.
Og þannig munu þau muna hann
frænda sinn og við sjálfsagt að ein-
hverju leyti líka. Það er sárt að sjá á
eftir bróður sínum á besta aldri og
ekki síst vegna þess að hann hefur
sjaldan verið betur á sig kominn.
Þannig mun hann þá líka lifa í minn-
ingunni með okkur. Að eilífu.
Guðjón, Ingvar og Elísa.
Kveðja frá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins
Kristján Þórðarson, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður og félagi
okkar hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins, er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Áföll af þessu tagi gera
ekki alltaf boð á undan sér og það á
sannarlega við um fráfall Kristjáns.
Daginn áður undi hann sér vel og sló
á létta strengi í skemmtiferð með fé-
lögum sínum á vaktinni. Þegar ferða-
langarnir kvöddust að lokinni vel
heppnaðri samveru datt engum í hug
að þeir væru að kveðja Kristján
hinsta sinni í þessu lífi.
Kristján réðst ungur til starfa hjá
Slökkviliði Hafnarfjarðar og starfaði
æ síðan sem slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður. Hann starfaði hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá
stofnun þess. Kristján var ekki í hópi
þeirra sem höfðu sig mest í frammi í
hópi félaganna í liðinu enda var það
ekki hans stíll. Hann var hins vegar
góður félagi, verkfús og stundvís og
skilaði sínu samviskusamlega.
Við störf í slökkviliði skapast sterk
tengsl milli manna. Slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn venjast því í
starfi sínu að umgangast fólk við erf-
iðar og stundum átakanlegar að-
stæður. Við verðum ævinlega að
vera því viðbúnir að komast í snert-
ingu við dauðann. Því venjast menn
þó í raun aldrei og enn síður því að
koma að félaga sínum látnum um
aldur fram. Við tökum á því að okkar
hætti og styðjum og styrkjum hver
annan við slíkar aðstæður.
Mestur er þó að sjálfsögðu missir
þeirra sem nánastir voru Kristjáni.
Um leið og við kveðjum góðan félaga
hinsta sinni sendum við, félagar hans
allir hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins, fjölskyldu Kristjáns og
vinum hans innilegar samúðarkveðj-
ur.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri.
Haustið er búið að vera hlýtt og
sólríkt en skyndilega fölna laufin á
trjánum þegar sú fregn berst að
vaktafélaga á besta aldri hafi verið
kippt burt af leiksviði lífsins. Krist-
ján Þórðarson varð bráðkvaddur á
heimili sínu laugardaginn 23. sept-
ember.
Kristján kom inn á B-vaktina við
sameiningu slökkviliða á höfuðborg-
arsvæðinu árið 2000. Þá hafði hann
starfað hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar
frá árinu 1987. Kristján var Hafn-
firðingur í húð og hár og á slökkvi-
stöðinni í Hafnarfirði kunni hann
best við sig og sóttist hann sérstak-
lega eftir því að vera þar skráður,
enda þekkti hann bæinn og margt af
því fólki sem þar býr. Kristján sagði
stundum: „Í Hafnarfirði hef ég allt,
ég hef ekkert að sækja í borgina.“
Þegar félagarnir komu inn á Hafn-
arfjarðarstöðina þá spurði hann
stundum í glettni: „Hvað er að frétta
úr borginni.“ Kristján var á margan
hátt kynlegur kvistur, lærður húsa-
smiður eins og svo margir aðrir
slökkviliðsmenn. Kristján hafði góða
kímnigáfu og var glettinn, oft kom
hann með skemmtileg tilsvör þegar
þungt var í mönnum. Til að mynda
skellti Kristján oft fram frasanum
„ran ran ran svona er Ísland í dag“
og gat með því létt lund félaga sinna.
Kristján var með félögum sínum í
vaktarferð hinn 22. september þar
sem farið var m.a. í Gokart. Kristján
var þar í feiknaformi, búinn að vera
duglegur í ræktinni, fullur eftir-
væntingar að koma inn á vaktir í
Hafnarfirði eftir gott sumarfrí.
Kristján hafði einnig fest kaup á ferð
til Kúbu í haust sem hann talaði mik-
ið um og af mikilli eftirvæntingu.
Þegar Kristján kvaddi félaga sína
þetta kvöld óraði menn ekki fyrir að
verið væri að kveðja hann í hinsta
sinn. Góður drengur mun lifa í minn-
ingum okkar um ókomna tíð.
B-vakt Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðis vottar fjölskyldu Kristjáns
innilegustu samúð.
Slökkviliðsmenn B-vakt.
Mig setti hljóðan þegar ég fékk
þær fréttir að hann Stjáni Þórðar
væri látinn, fréttin kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Ég hafði
hitt hann á föstudeginum, þar sem
hann var að leggja upp í ferð með
vinnufélögum sínum af B-vaktinni og
framundan var skemmtilegt kvöld.
Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði
í síðasta skiptið sem við hittumst.
Hugurinn hvarflar til baka, allt til
ársins 1993 þegar Stjáni kom á B-
vaktina hjá Slökkviliði Hafnarfjarð-
ar við Flatahraun. Á löngum næt-
urvöktum var lífið og tilveran, fjöl-
skyldur okkar og vinir til umræðu.
Stjáni var vinur vina sinna og spurði
oftar en ekki um líðan fólksins í
kringum mig. Við ræddum líka um
gengi Haukanna og var Stjáni ein-
lægur stuðningsmaður félagsins og
stundum fórum við saman á völlinn
til að hvetja okkar menn til dáða.
Oftar en ekki voru veiðiferðir, ferða-
lög bæði innan- og utanlands til um-
ræðu og var Stjáni oft að huga að
ferðalögum, næsta ferð hans hafði
þegar verið skipulögð, en örlögin
breyttu áfangastaðnum.
Heiðu, Fúsa, Guðjóni, Ingvari, El-
ísu og öðrum aðstandendum vottum
við samúð okkar.
Þorsteinn Hálfdanarson
og fjölskylda.
Kristján Þórðarson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Vigfús Jósep
Guðbjörnsson
✝ Vigfús JósepGuðbjörnsson,
smiður og bóndi á
Syðra-Álandi í Þist-
ilfirði, fæddist á
Syðra-Álandi 30.
júní 1931. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Nausti á Þórshöfn
23. september síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Sval-
barðskirkju í
Þistilfirði 30. sept-
ember.
leiðinni. Hann var svo
mikill sögumaður að
þegar hann var kom-
inn á flug í sögustund
fannst manni eins og
maður hefði verið við-
staddur þar sem sag-
an átti sér stað. Oftar
en ekki var maður
orðinn hálfveikur af
hlátri við eldhúsborð-
ið, Viggi kominn í
svaka stuð, Óli skelli-
hlæjandi líka og þá
kom Mæja brosandi
að borðinu og sagði:
„Láttu ekki svona Vigfús, þú drepur
strákana.“
Gestrisinn var hann með ólíkind-
um, alltaf þegar maður kom í Áland
hætti Viggi að vinna og sagði: „Jæja
eigum við ekki að koma inn og fá
okkur kaffi?“ Þessa setningu held ég
að allir hafi heyrt sem hafa komið í
Áland. Viggi unni sveitinni sinni og
var heimakær, fór ekki oft til
Reykjavíkur. Þangað þurfti hann þó
að fara þegar hann fékk æxli í höf-
uðið fyrir nokkrum árum og gekkst
undir uppskurð þess vegna. Ég
heimsótti hann á spítalann og það
sem þar gerðist lýsir Vigga vel.
Bráðlagleg hjúkka var að setja nál í
æð þegar mig bar að. Viggi sat á
rúminu með hvítt sárabindi vafið ut-
an um höfuðið. Viggi kastar á mig
kveðju og segir strax: „Það vantar
ekkert nema bleikan demant framan
á þennan höfuðbúnað, þá er maður
eins og indverskur þorpshöfðingi,“
og glotti eins og honum var einum
lagið. Hjúkkan skellti upp úr og ég
líka og þarna tel ég að honum sé rétt
lýst. Nýkominn af skurðarborðinu
og strax farinn að gera að gamni
sínu. Annað atvik gerðist á spítalan-
um, ég var að koma í heimsókn að
kvöldlagi og kem að Vigga þar sem
hann stóð við gluggann og var að
horfa út á Kringlumýrarbrautina.
Viggi heilsar mér og segir: „Hvernig
er það Ölver, vinnur aldrei neinn hér
í Reykjavík? Það er alveg sama
hvort ég er hér við gluggann klukk-
an fimm að nóttu eða fimm að degi,
gatan er alltaf full af bílum sem
keyra hver í sína áttina.“ Einu sinni
var Viggi spurður að því hvernig
veiðin gengi í Hölkná. Þar höfðu ver-
ið einhverjir útlendingar við veiðar
og eitthvað höfðu þeir líka fengið sér
í annan fótinn. Viggi svaraði: „Hvað
heldurðu að menn sem liggja blind-
fullir sunnan undir kofavegg, nag-
andi reykt silungsroð, geti veitt.“
Svona setningar eru óteljandi. Þá
er óupptalið upp það sem Viggi af-
rekaði um sína daga en hann var
mjög virkur í félagsmálum, fjár-
ræktarmálum og öllu því sem sveit-
inni hans tengdist. Afburðaskytta og
völundarsmiður. Umfram allt dreng-
ur góður og hjálpsamur.
Það er afar sérstakt að kveðja
mann sem maður á eingöngu góðar
minningar um.
Elsku Óli og fjölskylda, ég og mín
fjölskylda vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Ölver Arnarsson.
„Viggi blessaður er dáinn,“ sagði
pabbi þegar hann hringdi í mig síð-
astliðinn laugardag. Hann hafði and-
ast kvöldið áður á Nausti, dvalar-
heimili aldraðra á Þórshöfn.
Viggi var einn allra skemmtileg-
asti maður sem ég hef kynnst á lífs-
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar