Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 35

Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 35 ✝ Kristinn Breið-fjörð (Dinni) fæddist í Flatey á Breiðafirði 4. jan- úar 1943. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 26. sept- ember síðastliðinn. Móðir Kristins var Kristín Bogadóttir frá Flatey, f. 29. desember 1916. Hún lést fimm dögum eftir fæðingu Krist- ins og foreldrar hennar, þau Bogi Guðmundsson, kaupmaður í Flat- ey, f. í Miðhúsum í Gufudalssveit á A-Barðaströnd 21. janúar 1877, d. 20. maí 1965, og Sigurborg Ólafs- dóttir frá Beykishúsi í Flatey á Breiðafirði, f. 7. september 1881, d. 24. september 1952, gengu Kristni í foreldrastað, ásamt Sig- ríði móðursystur hans, og önn- uðust þau hann á meðan heilsa þeirra leyfði. Árið 1980 flytja þau Kristinn og Sig- ríður alfarin úr Flatey og setjast að í Hátúni í Reykja- vík. Þegar hann flutti til Reykjavík- ur hóf hann störf í Lækjarási og starf- aði þar síðan. Átta árum síðar flutti Kristinn á nýstofn- að sambýli í Blesu- gróf 29 og átti hann þar gott heimili upp frá því. Kristinn var mjög félagslyndur og list- hneigður og tók þátt í mörgum myndlistarsýningum, þar á meðal List án landamæra. Útför Kristins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Dinni vinur okkar er dáinn. Hann kvaddi okkur á björtum haustdegi, sem var í samræmi við hans góðu og hlýju skapgerð. Sem við, sem vorum í daglegri umgengni við hann, nutum góðs af. Því umhyggjan og hans ljúfa lund, sem einkenndi hann svo mik- ið, er það sem hann skilur eftir sig í huga okkar. Hann var mikill listamaður og var einstaklega næmur fyrir sterk- um litum og var gaman að fylgjast með þróun hans í myndlistinni. Hann tók þátt í sýningum á vegum Listar án landamæra þar sem myndir hans vöktu athygli fyrir einlægni. En fyrst og fremst var Dinni góður félagi, mikill vinur og taldi aldrei eftir sér að gera öðrum greiða. Ég sá þig hverfa í sólarátt sólskinsdag. Sólin vermdi veginn þinn, þá var svo bjart um himininn, en svo kom sólarlag. Og húmið skyggði huga minn harmadag. Og hjartað finnur söknuð sinn, þótt sólin gylli himininn, er sefur sólarlag. (J.G.) Elsku Dinni okkar, við kveðjum þig í dag, þú komst til okkar glaður og ánægður um morguninn í nýju peysunni sem þú hafðir keypt í Portúgal. En um hádegið varstu farinn frá okkur og við hin sitjum eftir og söknum góðs vinar og fé- laga. Við sendum aðstandendum, sam- býlisfólki hans og samstarfsmönn- um okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Vinir og samstarfsfélagar í Húsinu og Lækjarási. Elsku Dinni. Við vinir þínir í Blesugróf sitjum hnípin og sorg- mædd og skiljum ekki ákvörðun al- mættisins. En kannski var það ekk- ert skrýtið að brottför þín var svo snögglega ákveðin, því þú sjálfur varst þannig gerður, að hlutirnir urðu að gerast strax, svo hægt væri að byrja á einhverju nýju. Hvert sem það verkefni er, sem nú bíður þín á nýjum stað, treyst- um við því að það færi þér gleði og hamingju. Við söknum þín sárt, en sam- gleðjumst þeim, sem nú fá að njóta hjálpsemi þinnar, glaðværðar, brossins og síðast en ekki síst faðmlagsins, sem þú varst svo óspar á, meðan við áttum þig að. Þú varst sannkallaður fagurkeri og hafðir unun af að skreyta um- hverfi þitt með hinum ólíklegustu hlutum, sem urðu svo að listaverki í höndum þér. Svo ekki sé minnst á litadýrðina, sem einkenndi öll þín verk. Myndirnar þínar, sem þú nú skilur eftir, bera því gott vitni, og eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þú hafðir einstaka lund. Aldrei var sagt styggðaryrði um nokkurn mann, brosið þitt og faðmlag var ósvikið. Þú varst vinur í raun, og öllum stundum barstu velferð ást- vina þinna hér á heimilinu fyrir brjósti. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kæri vinur. Við treystum því að Guð leiði þig á fund ástvina þinna, sem eflaust gleðjast yfir heimkomu þinni. Við þökkum af alhug allar stundirnar okkar saman. Knúsaðu Tobbu frá okkur þegar þú hittir hana. Þínir vinir heima í Blesugróf. Hvað sem hefur valdið því að þú komst ekki óskaddaður í þennan heim og áttir ekki sömu möguleika og jafnaldrar þínir til þroska, þá smitaðir þú umhverfi þitt með góð- vild og hrekkleysi. Hvers þú fórst á mis við í lífinu var þér hulið. Í því litla samfélagi sem við ólumst upp í á Flatey um miðja síðustu öld varst þú hluti af því samfélagi. Þú lékst þér með okkur krökkunum og dundaðir daginn langan, þá ung- lingur, alltaf brosmildur og í góðu skapi og varst félagi okkar. Þegar ég og jafnaldrar mínir stækkuðum og fórum á smáfiskaveiðar á ára- bátum út frá eynni, stóðst þú eftir í fjörunni dálítið sorgmæddur en komst svo brosandi þegar við lent- um og hjálpaðir okkur að setja bát- inn og bera aflann. Síðar fórum við burt úr eynni, í skóla eða eitthvert annað að finna frama, þú varðst eft- ir. Hlutverk þitt í lífinu var að bíða, nú er sú bið á enda. Kæri Dinni, hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Jóhann Arnfinnsson. Góðar minningar leita á hugann nú þegar ég kveð Kristin Breið- fjörð, ég kallaði hann reyndar alltaf Dinna og það gerðu flestir. Það hvarflaði ekki að mér að morgni 26. september þegar við Sirra forstöðu- maður í Blesugrófinni vorum að skipuleggja samverustundir okkar Dinna í vetur að hans tími væri ein- faldlega á enda og hann yrði ekki lengur á meðal okkar bara eftir örfáar klukkustundir. Þau eru orðin nokkur árin sem við Dinni höfum átt samleið og það er erfitt að eiga ekki eftir að banka oftar uppá í Blesugróf 29 og sjá Dinna opna dyrnar, brosandi út að eyrum og ljómandi af tilhlökkun, já hann Dinni átti einn frábæran eig- inleika, hann kunni svo sannarlega að gleðjast yfir litlu og njóta litlu hlutanna í tilverunni, þessara hluta sem svo mörgum sést yfir. Honum fannst gaman að fara í bíó og leik- hús og spjalla svo um verkið á eftir og hann hefur án efa notið sín vel í ferðinni til útlanda, sem þau voru nýkomin úr, en hann naut þess líka innilega að fara út að borða eða í kaffihús og þá ekki síst í Kaffivagn- inn á Granda ef veður var gott og horfa á bátana á meðan við drukk- um, en hann naut þess líka að fara í smá gönguferð, bíltúr eða bara að spjalla, ég á eftir að sakna þess að heyra hann segja „Við getum kannski rennt út á nes? (Seltjarn- arnes.)“ já það þurfti ekki mikið til þess að sjá andlitið hans ljóma af ánægju og ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég hef átt með honum og Gunnu, kærri vinkonu hans, á liðnum árum. Dinni bjó síðustu árin á sambýl- inu í Blesugróf 29 og þar leið hon- um mjög vel enda er starfsfólkið þar með hana Sirru sem forstöðu- mann alveg einstakt og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir sitt ómetanlega starf og hjartahlýju. Ég kveð Dinna nú með söknuði og sendi aðstandendum hans, öllum í Blesugróf 29 og Gunnu vinkonu hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Erna Grétarsdóttir. Kristinn Breiðfjörð Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, RAKELAR BJARGAR RAGNARSDÓTTUR, Depluhólum 8, Reykjavík. Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Birgir Þór Svavarsson, Ásdís Birta Birgisdóttir, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir. Þökkum samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar míns og bróður okkar, MAGNÚSAR Ó. KJARTANSSONAR. Kolbrún Björgólfsdóttir, Elsa Björg Magnúsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Eydís Hansdóttir, Guðbrandur Þórir Kjartansson, Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Móðir okkar, HANNA JÓNSDÓTTIR í Stekkjardal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 30. september. Hún verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laug- ardaginn 7. október kl. 13.00. Jarðsett verður á Svínavatni. Synir hinnar látnu. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR HELGU GUÐNADÓTTUR hússtjórnarkennara, Aratúni 38, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi Garðabæj- ar fyrir ómetanlega aðstoð. Jóhanna Guðný Benediktsdóttir, Rósa Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Jónatansson, Hildur Benediktsdóttir, Björn Þór Guðmundsson, Hrönn Benediktsdóttir, Hörður Bjarnason og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, barnabarns, sonar og bróður, BRYNGEIRS GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR rafeindavirkja, Blásölum 21, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa vinum, vandamönnum, samstarfsfólki og nágrönnum, einnig starfsfólki Landspítalans við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Kristín Hallgrímsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.