Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún KristínMagnúsdóttir
fæddist á Ísafirði
3. júní 1946. Hún
andaðist á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi,
21. september síð-
astliðinn. For-
eldrar hennar eru
Magnús Gunn-
laugsson netagerð-
armeistari, f. 16.
september 1923 og
Ólöf Steinunn Ein-
arsdóttir húsmóðir
og afgreiðslumaður hjá Pósti og
síma, f. 30. júlí 1925. Sigrún var
elst fimm systkina. Hin eru
Gunnlaugur skrifstofumaður, f.
22. janúar 1949, kvæntur Valdísi
Sveinbjörnsdóttur, f. 1. febrúar
1948, Helgi Grétar málmiðn-
aðarmaður, f. 14. maí 1950,
kvæntur Nadezdu Klimenko, f. 5
maí 1973, Svanhvít kennari, f.
18. nóvember 1954 og Ægir
kennari, f. 15. febrúar 1958,
8. mars 1973. Barn þeirra er Nói
Jón, f. 10. mars 2002.
Sigrún giftist 17. september
1982 Páli Sigurðssyni vélstjóra.
Þau skildu 1988. Foreldrar Páls
voru Sigurður Jónsson, f. 1.
ágúst 1921, d. 12. júní 1965, og
Lilja Hjartardóttir, f. 4. júní
1919, d. 28. október 1993.
Sigrún ólst upp á Ísafirði til
10 ára aldurs, en þá fluttist hún
með foreldrum sínum og systk-
inum til Hafnarfjarðar. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Flens-
borgarskóla 1963. Að loknu
námi starfaði hún í nokkur ár
hjá Sjúkrasamlagi Kópavogs.
Þegar sjúkrasamlagið lagðist af,
fór Sigrún til ritarastarfa hjá
læknamiðstöðinni Domus Medica
og síðustu árin starfaði Sigrún
svo hjá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur.
Sigrún var mikil félagsvera og
hafði yndi af söng. Hún var til
margra ára félagi í málfunda-
félaginu Hörpu og söng m.a. í
Selkórnum, Kvennakór Reykja-
víkur og Gospelsystrum.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.
kvæntur Önnu
Bragadóttur, f. 27.
ágúst 1961.
Sigrún giftist 30.
nóvember 1968 Jóni
Eðvarðssyni múr-
arameistara, f. 25.
apríl 1946, d. 23.
desember 1982. Þau
skildu 1979. For-
eldrar Jóns voru
Guðbjörg Hjart-
ardóttir, f. 23. des-
ember 1917, d. 9.
október 1994 og Eð-
varð Blomquist
Helgason, f. 7. ágúst 1915, d. 24.
mars 1980. Börn Sigrúnar og
Jóns eru: 1) Harpa verkfræð-
ingur, f. 20. mars 1970. Giftist
1996 Kristni Johnsen eðlisfræð-
ingi, f. 20.janúar 1966 Þau
skildu 2004. Börn Hörpu og
Kristins eru Katrín, f. 2. júlí
1997 og Freyja, f. 11. september
1999. 2) Andrea viðskiptafræð-
ingur, f. 18. júní 1972, gift Mar-
inó Njálssyni kerfisfræðingi, f.
Elsku mamma. Þennan aðskilnað
bar að allt of fljótt og harmur okkar
er meiri en nokkur orð fá lýst. Við
viljum þakka þér það góða veganesti
sem þú gafst okkur út í lífið. Þú ólst
okkur upp af mikilli alúð og ást, þol-
inmæði og góðmennsku.
Á fullorðinsárum varstu okkar
besti vinur og studdir okkur í hverju
því sem við stóðum frammi fyrir í líf-
inu. Þú gafst okkur og börnum okk-
ar mikið af sjálfri þér og er það ríku-
legasta gjöf sem hægt er að gefa.
Elsku mamma, við vitum að þú bíður
okkar í eilífðinni með útbreiddan
faðm og gleði í hjarta.
Harpa og Andrea.
„Guð veri með ykkur öllum voru
síðustu orð þín, Sigrún mín, þegar
við dætur mínar og Eydís litla
kvöddum þig kvöldið fyrir andlátið.
Ekki grunaði mig þá að svo stutt
væri eftir. Allt gerðist þetta svo
hratt, því þrátt fyrir veikindi þín í
fyrra þá átti enginn von á þessum
ósköpum. Þú sem varst á svo góðum
batavegi í vor og varst svo dugleg að
ferðast í sumar, fyrst með kórnum
þínum til Ítalíu, svo orlofsdvöl á Eg-
ilsstöðum með vinkonum, skroppið á
Kárahnjúka svona í leiðinni, og svo
sólarlandaferð með Hörpu þinni og
prinsessunum tveimur, Katrínu og
Freyju.
En auðvitað varð samferðafólki
þínu ljóst að ekki var allt með felldu,
enda kom það í ljós að veikindin
höfðu komið aftur og nú var engin
miskunn. Við sem fylgdumst með
þér dáðumst af æðruleysi þínu og
hugrekki. Þú vissir hvert stefndi,
samt barstu þig alltaf svo vel og tal-
aðir til okkar af innileik og hlýju og
veittir okkur hinum styrk í þessum
erfiðu veikindum þínum.
Já, Sigrún mín, alltaf var gott að
eiga þig að því glaðværðin og hjarta-
hlýjan einkenndi þig alla tíð. Það var
oft líflegt á unglingsárunum þegar
við fjölskyldan sátum við eldhús-
borðið og þú, elsta systir, sagðir
okkur sögur um sitthvað sem þú
upplifðir. Það var alltaf svo gaman
hjá þér.
Svo kynntist þú Jóni, glaðværum
og hressum pilti, sem var hvers
manns hugljúfi. Við urðum fljótt
miklir mátar og áður en varði var ég
kominn inn á gafl hjá fjölskyldu hans
og vinum enda litli bróðir Sigrúnar
hans Jóns. Þið stofnuðu svo heimili á
Bergstaðastrætinu. Þangað var gott
að koma. Oft leit ég við hjá ykkur,
fékk gott að borða hjá systur og tók
nokkrar bröndóttar við Nonna. Svo
eignuðust þið Hörpu og þá var
þröngt í litlu íbúðinni. Þið fluttust þá
í Huldulandið, þar leið ykkur vel og
ég hélt áfram að sækja ykkur heim.
Svo eignuðust þið Andreu og ég kom
með grænu skjaldbökuna. Manstu,
sú gerði nú aldeilis lukku hjá stelp-
unum. Já, þetta voru skemmtilegir
tímar.
En allt er breytingum háð. Við
Valdís rugluðum saman reytum og
brestir komu í samband ykkar Jóns
sem leiddi til skilnaðar. Samveru-
stundum okkar fækkaði í kjölfarið.
En við hittumst nú alltaf af og til og
áttum stundum löng og góð símtöl,
þar sem við töluðum um allt milli
himins og jarðar. Svo kynntist þú
Páli, miklum hagleiksmanni, og
hófst búskap með honum. En ein-
hvern veginn æxlaðist það að leiðir
ykkar skildu.
Svo fórst þú að syngja. Á þessum
árum byrjaðir þú að syngja í kórum
og hafðir mikið yndi af og varst þátt-
takandi í kórastarfi af lífi og sál. Í
góðum fjölskyldusamkvæmum sett-
ir þú saman sönghóp þriggja kyn-
slóða og kallaðir hann Brúum bilið.
Já, Sigrún mín, ég er viss um að
söngurinn og þátttaka þín í Mál-
fundafélaginu Hörpu veitti þér
mikla lífsfyllingu og styrk.
Því ekki var lífið alltaf auðvelt hjá
þér. Oft ein með tvö börn. En útsjón-
arsemi, nægjusemi og hjartahlýja
fleytti þér yfir marga erfiðleikana.
Alltaf varst þú öðrum vinur í raun,
það höfum við Valdís reynt. Á erf-
iðum stundum breyttist allt til hins
betra eftir símtal eða heimsókn frá
þér.
Já, Sigrún mín, nú er komin
kveðjustund og við söknum þín svo
mikið. Hvíl þú í friði og megi góður
guð blessa minningu þína.
Elsku mamma mín og pabbi,
Harpa, Katrín og Freyja. Andrea,
Marinó og Nói Jón, þið hafið misst
svo mikið. Við hjónin vottum ykkur,
og aðstandendum öllum okkar
dýpstu samúð. Guð veri með ykkur
öllum.
Gunnlaugur Magnússon.
Frá því ég man eftir mér hefur
Sigrún systir mín skipað stóran sess
í mínu lífi. Hún var fædd 3. júní 1946
á Ísafirði. Daginn sem Fell brann.
Alltaf rifjað upp á afmælisdegi henn-
ar. Samband okkar hefur verið mjög
náið alla tíð. Hún tók mig, litlu syst-
ur sína, oft með sér þegar hún hitti
vinkonur sínar. Ég man eftir henni
sem ungri konu standandi við speg-
ilinn að mála sig fyrir ball í
Glaumbæ og ég mændi upp á hana
þar sem hún stóð í blágræna kjóln-
um og blágrænu skónum og óskaði
þess að þegar ég yrði stór, yrði ég
falleg eins og hún. Brúna hárið og
brúnu augun. Eftir að hún flutti að
heiman var ég oft hjá henni. Passaði
dæturnar Hörpu og Andreu, leitaði
ráða og við hlógum saman. Á fullorð-
insárum urðum við bestu vinkonur
og sálufélagar.
Alveg sami húmorinn. Oft í hlát-
urskasti og sögðum hvor annarri
sögur. Hlustuðum á góða tónlist. Við
töluðum um allt og pældum í öllu.
Lágum í símanum tímunum saman
öll þessi ár sem ég bjó á landsbyggð-
inni. Allt var skoðað út frá heim-
spekilegum pælingum um lífið og til-
veruna og leitina eilífu að
hamingjunni. Hún stóð alltaf með
mér, hvað sem ég tók mér fyrir
hendur og hversu fáránlega sem
hlutirnir virkuðu við fyrstu sín. Allt-
af góð við mig. Við dáðum kosti hvor
annarrar og gerðum svo bara grín
að göllunum.
Sigrún bjó í Reykjavík, lengst af á
„Meistó“ 9, en ég var á eilífu flakki
um landið. Alltaf að flytja og Sigrún
að heimsækja mig hvert á land sem
var. Þegar ég fluttist í Aðaldalinn
kom hún með rútu að heimsækja
mig. Það var sumarið 1998 og hún
var í fyrsta sinn að fara landleiðina
frá Reykjavík norður í land. Hafði
einu sinni áður farið norður með far-
þegaskipinu Esjunni 1968. Kominn
tími til. Við nutum lífsins þegar hún
kom í heimsókn. Ég sé okkur fyrir
mér, liggja við Skógafoss og horfa
upp í himininn og kunna þá dyggð að
gera ekki neitt, bara vera og horfa.
Horfa saman á jöklana á Hornafirði
og miðnætursólina fyrir norðan.
Spjalla saman bjartar sumarnætur.
Jónsmessan var uppáhaldstíminn.
Vinátta og væntumþykja. Stundum
óbærilegur léttleiki tilverunnar.
Fara í bíó. Kaffihús í Reykjavík og
alltaf að pæla. Við töluðum oft um
það að við ætluðum að taka þátt í til-
verunni fram á síðasta dag og það
gerðum við. Við grétum og hlógum á
Borgarspítalanum. Sérrístaup og
pæling á Borgó og síðan á Líknó.
Þar til síðasta kvöldið þá gat hún
ekkert þegið eða pælt og allt var bú-
ið. Næsta morgun var okkur sagt að
stundin væri að renna upp. Óbæri-
legt tómarúm er nú í hjarta mínu.
Systrahólfið er tómt.
Elsku Harpa og Andrea missir
ykkar er mikill. Sigrún var ykkur
lengst af bæði móðir og faðir þar
sem þið ungar að árum, sáuð á eftir
föður ykkar. En Sigrún gaf ykkur,
fyrst og fremst, það sem allir leita
að, mikla ást og umhyggju. Elsku
mamma og pabbi það er sárt að sjá á
eftir barni sínu. Varnarleysið er al-
gjört og sorgin heltekur okkur öll. Í
veikindum Sigrúnar höfum við fund-
ið hvað fjölskylduböndin eru sterk
og dýrmæt.
Takk elsku systir mín fyrir kær-
leikann, húmorinn og að vera alltaf
til staðar.
Svanhvít.
Það var dýrmætt litlum hnokka að
eiga góða systur. Systur sem hnoð-
aðist með hnokkann, létti honum
skrefin, lék sér við hann, fór með
hann í bíó, passaði hann. Gerði líf
hans fjölskrúðugra og litríkara.
Systur sem fór til útlanda, kom heim
hlaðin góssi sem gladdi saklausa og
einlæga barnshjartað. Þannig systir
var Sigrún.
Löngu seinna var gott að eiga
góða systur sem sat með litla bróður
á fallegum steini í yndislegu veðri.
Þau horfðu á börnin leika sér í gras-
inu. Þeim fannst það fögur sjón og
dýrmætar stundir.
Svo kom lokahrinan. Hnokkinn
sat á rúmstokknum. Nú var komið
að honum að gefa. Hann hélt í hönd-
ina, fann góðu straumana. Reyndi að
létta stóru systur skrefin, eins og
hún forðum. Síðustu skrefin eru
gengin, þau voru hljóðlát og tignar-
leg.
Ægir Magnússon.
Heyrðu, litla frænka ljúfa
Líttu á!
Hvað leynist hér?
Líttu á og gáðu vel
Lítil gjöf til þín frá mér
Sjá þetta bros
Er stóreyg lítur góssið á
Þvílík hamingja
Sem öðlast má
Við það eitt
Að smeygja gömlum ballskóm á tá
Dagur verður kvöld
Og dansinn dunar
Litla frænkan Öskubuska
Örmagna svo um munar!
Leggur augun aftur
Á sófaskýi
Og svefninn tekur völd.
Stóra frænka
Góða frænka
Hvað er að sjá?
Er dagur þinn að kvöldi kominn?
Ertu horfin okkur frá?
Ég loka augunum
Til að sjá
Þig, svo lifandi í huga mér
Blíða brosið
Augun björtu
Elsku frænka,
Þú snertir okkar hjörtu.
Una Guðlaug Sveinsdóttir
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Mig langar að minnast elskulegr-
ar frænku minnar, hennar Sigrúnar
Magg. eins og við kölluðum hana
jafnan. Hún var dóttir systur minn-
ar, Ólafar Einarsdóttur, og Magn-
úsar Gunnlaugssonar, netagerðar-
meistara.
Hún var fædd á Ísafirði 3. júní
1946, nóttina sem Fell brann. Það
var ógleymanleg nótt. Fjölskyldan
flutti til Hafnarfjarðar 1956 þegar
hún var tíu ára. Hún var elst fimm
systkina.
Það rifjast margt upp þegar hugs-
að er til áranna fyrir vestan. Sigrún
var góð og skýr stelpa sem gaman
var að passa og stundum fékk ég
hana lánaða. Þá var oft mikill snjór í
bænum og þá var gaman að lifa og
leika sér á skíðasleða. Þessar minn-
ingar eru mér svo nærtækar enn í
dag og alltaf gleðigjafi þegar þær
koma upp í hugann og lagði grunn-
inn að ævilangri vináttu. Hún er bú-
in að eiga við erfið veikindi að stríða
um nokkurn tíma. Ég heimsótti
hana á Landspítalann í Fossvogi og
þá hélt hún í höndina á mér og sagði:
Það er ekkert hægt að gera fyrir
mig og svo hvíslaði hún: Það er alltaf
sterk taug á milli okkar. Þetta var
mjög erfið stund.
Þegar ég bjó í Kópavogi þá vann
hún þar og kom til mín á matartím-
um og þá var nú spjallað um hitt og
þetta. Mér hefur alltaf fundist ég
eiga svolítið í henni, eins og hún
sagði: Það er einhver sterk taug á
milli okkar. Elsku Sigrún mín við
hittumst alltof sjaldan seinni árin, ég
vildi að það hefði verið oftar. Oftast
er gert ráð fyrir að nægur tími sé
fyrir hendi, en fyrr en varir er hann
á enda runninn. Alltaf fylgdist ég
samt með þér í gegnum mömmu
þína.
Hvíldu nú í friði, kæra frænka
mín.
Dætrum hennar, foreldrum,
systkinum og fjölskyldum þeirra
votta ég og fjölskylda mín innilega
samúð.
Ellen Einarsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem)
Elsku Sigrún frænka.
Mikið er ég nú fegin að hafa komið
á líknardeildina til þín kvöldið áður
en þú fórst frá okkur. Þú varst svo
jákvæð og glöð þrátt fyrir veikindin
þín og það var alltaf svo gott að vera
nálægt þér því þú varst svo góð-
hjörtuð.
Þín er sárt saknað og fjölskyldu-
boðin verða ekki söm án þín.
Elsku Harpa, Katrín, Freyja,
Andrea, Marino og Nói Jón ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Elfa og Jenni.
Elsku Sigrún frænka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég trúi því varla að þú sért farin
frá okkur. En ég hugga mig við það
að þú ert komin á betri stað og laus
við veikindin. Orðin hraust og frísk,
syngjandi og brosandi.
Þegar ég kom að heimsækja þig á
líknardeildina með Elfu systur og
pabba bjóst ég alls ekki við að það
yrði síðasta kvöldið þitt. Mér finnst
svo gott að við gátum kvatt þig áður
en þú fórst og sagt þér hversu vænt
okkur þykir um þig. Það var svo fal-
legt þegar litla Eydís Arna var að
strjúka á þér vangann og halda í
höndina á þér.
Ég kveð þig með miklum söknuði
en þakka jafnframt fyrir það að eiga
Sigrún Magnúsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar