Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 40
|þriðjudagur|3. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Húmorinn er allsráðandi í
Brottnáminu úr kvennabúrinu
og uppfærslan vel heppnuð, að
mati Jónasar Sen. » 43
ópera
Söngkonan Katie Melua freistar
þess að setja heimsmet þegar
hún heldur tónleika á 100
metra dýpi í Norðursjó. » 48
tónlist
Ashton Kutcher fer með hlut-
verk í tveimur vinsælustu
myndunum í bíóhúsum Banda-
ríkjanna um helgina. » 42
bíómyndir
Þröstur Helgason skoðar hvaða
skáldsögur eru væntanlegar
með haustinu og hvað sé þar
spennandi á ferð. » 43
bækur
Samspil náttúru og menningar
virðist vera viðfangsefnið í mál-
verkum Magnúsar Helgasonar í
Galleríi Fold. » 45
myndlist
HLJÓMPLATAN Dirty paper cup
með söng- og tónlistarkonunni Haf-
dísi Huld kom út í gær í Bretlandi.
Platan hefur fengið prýðisdóma í
bresku pressunni að undanförnu og
fyrir helgi birtist svo fjögurra
stjörnu dómur í hinu virta dagblaði
The Guardian.
Hér á Íslandi er Hafdís ef til vill
betur kunn sem fyrrum söngkona
Gus Gus en eftir að hún sagði skilið
við fjöllistahópinn fluttist hún til
Englands þar sem hún lagði stund
á frekara tónlistarnám auk þess
sem hún söng um hríð með hljóm-
sveitinni FC Kahuna.
Platan mikil þroskasaga
Hafdís segir að vinnan að Dirty
paper cup hafi byrjað fyrir fimm
árum þegar hún fluttist til London.
„Ég neyddist til að vinna plötuna
með fram því að starfa með FC
Kahuna og stunda nám í upptöku-
og tónsmíðum.“
Þú hefur ekki verið hrædd um að
platan hljómaði úr takti við annað?
„Nei, alls ekki. Ég var ákveðin í
því að vinna plötuna virkilega vel
og hafa ekki áhyggjur af því hvort
hún kæmi út einu eða fimm árum
eftir Gus Gus. Ég hef líka á þessum
tíma öðlast mikla reynslu í gegnum
tónlistarnámið, samið með öðrum
sem þroskar mann mjög mikið
þannig að ég held að platan hefði
ekki getað orðið eins góð hefði ég
dembt mér í að gera hana undir-
eins.“
Lag um „bestu“ vinkonuna
Fyrsta smáskífan af plötunni
kom út fyrir nokkru í Bretlandi og
kallast „Tomoko“. Í því leika þær
vinkonurnar Hafdís Huld og Álfrún
Örnólfsdóttir leikkona.
„Lagið er um vinkonu mína sem
er æðislega meiriháttar og ég held
að allar stelpur eigi svipaða vin-
konu, sem er aðeins mjórri og að-
eins betri í skóla, hárið á henni
glansar aðeins meira en á þér. Hún
er aldrei jafn blönk og þú og allt
virðist einhvern veginn ganga upp
hjá henni. Vinkona mín, sem lagið
fjallar um, veit alveg af þessu og
finnst þetta jafn sniðugt og mér og
„by the way“ þá er þetta ekki Álf-
rún – bara svo það sé á hreinu,“
segir Hafdís Huld og hlær.“
Ekki leiðum að líkjast
Aðspurð hvort henni sé líkt við
Emilíönu eða Björk í breskum fjöl-
miðlum segir Hafdís Huld að það
sé óumflýjanlegt.
„En það er svo sem ekki leiðum
að líkjast og þar sem ég tala ensku
með sterkum íslenskum hreim, er
dökkhærð og fremur lágvaxin þá
liggur þetta mjög beint við.“
Á fimmtudaginn leggur Hafdís
Huld upp í tónleikaferðalag um
Stóra-Bretland með bresku rokk-
abillísveitinni Vincent Vincent and
the Villains en þar á eftir fer hún
til Frakklands þar sem platan kem-
ur út 10. nóvember. Einnig er fyr-
irhuguð ferð til Danmerkur og
Spánar en tónleikaferð um Ísland
verður líklega ekki fyrr en um jól-
in.
Prýðilegur árangur Hafdís Huld fékk fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda The Guardian.
Hafdís Huld
gefur út plötu
í Bretlandi
BILL Holman er einn af helstu
stórsveitarútsetjurum og stjórn-
endum djassins á síðari hluta 20.
aldarinnar og á NASA sannaði
hann að hann hefur engu gleymt.
Hann útsetti fyrir stórsveitir Stan
Kentons, Gerry Mulligans, Woody
Hermans, Buddy Richs og Count
Basie, svo þær helstu séu nefndar,
og sumt af því fengum við að
heyra á þessum tónleikunum í
upphafi Jazzhátíðar Reykjavíkur.
Sveitin hóf leikinn með hinu sí-
vinsæla lagi Jerome Kern, „Old
Man River“, og var dálítið sál-
arbragð af útsetningu Holmans. Í
næsta lagi, „Any Duéll Do“ eftir
hann sjálfan var brassið ótrúlega
voldugt og spilaði sveitin þetta
með elegans og Kiddi Svavars
minnti á Leo Parker í barýtonsóló
sínum. Svo var þeyst í hálfrar ald-
ar gamla útsetningu Holman á
„After Yoúve Gonne“ og end-
urgerð á „Stompin At The Savoy“.
Spilamennska sveitarinnar var
frábær, en aðeins fataðist henni
flugið í snilldarútsetningu Holm-
ans á Monkklassíkinni „Ruby My
Dear“ þar sem ballaðan var
skreytt boppfrösum. „Midnight
Run“, „Ready Mix“ og „Norwegi-
an Wood“ skrifaði Holman fyrir
Buddy Rich og samdi tvö þau
fyrstnefndu sjálfur, en það þriðja
er að sjálfsögðu Bítlaklassíkin.
Ekki fannst mér sú útsetning vel-
heppnuð en sóló Eyþórs var frum-
legur. Sigurður Flosason var ein-
leikari í „Stella By Starlight“, sem
Holman skrifaði fyrir Stan Kenton,
og var sóló hans frábær. Stefán S
blés altósólóinn í „Lover Man“ og
var nær Parkerskólanum með að-
kenningu af Sanborn en Siggi, sem
var með hinn svala altótón einsog
Bud Shank, sem blés Stellu með
Kenton. „You Go To My Head“
svíngaði feitt og „Just Friends“ lag-
línan var skreytt stórskemmtilegum
saxafónfraseringum.
Þetta voru einir bestu tónleikar
Stórsveitar Reykjavíkur sem ég hef
heyrt og Holman sannaði svo sann-
arlega snilli sína sem útsetjari
þarna. Ekki spillti fyrir hve magn-
aðir einleikarar eru í sveitinni og
fyrir utan þá sem þegar eru nefndir
má geta Kjartans Hákonarssonar,
Snorra Sigurðarsonar, Samúels
Jóns, Jóels Pálssonar og Ólafs Jóns-
sonar sem blésu áttu marga góða
sólóa og hrynsveitin hélt sveiflunni
gangandi af miklum krafti.
Stórsveitartöfrar Bill Holmans
Snilld „Þetta voru einir bestu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur sem ég
hef heyrt og Holman sannaði svo sannarlega snilli sína sem útsetjari.“
Tónlist
NASA
Stórsveit Reykjavíkur: Einar St. Jónsson,
Kjartan Hákonarsson, Snorri Sigurðarson
og Ívar Guðmundsson trompeta, Oddur
Björnsson, Edward Frederiksen og Sam-
úel J. Samúelsson básúnur, David Bo-
broff bassabásúnu, Sigurður Flosason,
Stefán S. Stefánsson, Jóel Pálsson, Ólaf-
ur Jónsson og Kristinn Svavarsson saxó-
fóna, Eyþór Gunnarsson rafpíanó, Eðvarð
Lárusson gítar Gunnar Hrafnsson bassi
og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórn-
andi og útsetjari Bill Holman. 27. sept-
ember 2006.
Jazzhátíð Reykjavíkur
Vernharður Linnet