Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
BORGARAR Í HÁSKA!
ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
VERA VERK FYRIR...
ÓÁKVEÐNA
MANNINN
ÉG HEF
ALDREI VERIÐ
SVONA
LEIÐUR
ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI
HJÁLPAÐ ÞÉR, KALLI, EN ÉG
HELD AÐ ÞAÐ SÉ OF ERFITT
ÁTTU VIÐ AÐ
PERSÓNULEIKI MINN
SÉ OF FLÓKINN FYRIR
ÞIG AÐ SKILJA?
NEI, ÉG SKIL EKKI
HVERNIG PERSÓNULEIKI
ÞINN GETUR VERIÐ
SVONA EINFALDUR
ÉG ER
AÐ VERÐA
MEIRA OG
MEIRA
EINS OG
TÍGRISDÝR
EKKI HREYFA
ÞIG Á MEÐAN ÉG
GERI RENDUR
HVERNIG
LÍT ÉG
ÚT?
ÞÚ LÍTUR
BETUR ÚT
EN...
ÞAÐ VANTAR
EITTHVAÐ TIL
ÞESS AÐ ÞÚ
SÉRT ALVÖRU
TÍGRISDÝR
VANTAR
AÐ FÍN-
PÚSSA
ÉG ÆTLA AÐ
NÁ Í PLAST-
VÍGTENNURNAR
SEM ÉG NOTAÐI
Á ÖSKUDAGINN
VIÐ RÉÐUMST Á FRANSKAN
KASTALA OG EIGANDINN LÉT OKKUR FÁ
ÞENNAN POKA FULLAN AF GERSEMUM ÁN
ÞESS AÐ VIÐ ÞYRFTUM SVO MIKIÐ SEM
AÐ LYFTA LITLAFINGRI
OG
HVAÐ ER
SVO Í
POKANUM
EKKI
HUGMYND! ÉG
ER EKKI BÚINN
AÐ OPNA HANN
GAMLAR FRANSKAR KARTÖFLUR!
GRÍMUR, MEIDDI
MAMMA ÞÍN ÞIG EINHVERN
TÍMANN ÞEGAR ÞÚ VARST
LÍTILL HVOLPUR?
JÁ,
EINU
SINNI
...
ÞEGAR HÚN VAR AÐ
BAKKA BÍLNUM ÚT ÚR
INNKEYRSLUNNI
ÉG HAFÐI SVO MIKLAR
ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ FÓLK
YRÐI ÓÁNÆGT MEÐ NÝJA
HÁRIÐ MITT, EN ÞAÐ HEFUR
ENGINN SAGT NEITT
KEMUR
ÞAÐ ÞÉR Á
ÓVART?
FÓLK HEFUR NÓG AF SÍNUM
EIGIN VANDAMÁLUM ÁN ÞESS AÐ
VERA HUGSANDI UM HVERNIG
HÁRIÐ Á NÆSTA MANNI LÍTUR ÚT
NEMA AÐ
ÞAÐ SÉ
JENNIFER
ANISTON
JÁ, HÚN
MÆTTI NÚ ALVEG
KLIPPA AÐEINS
AF ÞVÍ
ÉG VARÐ AÐ VERA VISS UM AÐ
ÉG VÆRI NÓGU STERKUR TIL ÞESS
AÐ GETA GERT ÚT AF VIÐ
KÓNGULÓARMANNINN
ÞANGAÐ TIL
MÁ ENGINN VITA
AÐ ÉG ER
ALVÖRU NAS-
HYRNINGURINN
ÞIÐ KJAFTIÐ
EKKERT, ER
ÞAÐ NOKKUÐ
STRÁKAR?
NEI...
BJÓST EKKI
VIÐ ÞVÍ
MEÐLIMIR Castellers de Vilafranca-hópsins mynda mennskan turn á
keppni sem haldin er hálfsárslega í borginni Tarragona á Norðaustur-
Spáni. Myndun mennskra turna er forn katalónsk hefð en það þarf á
bilinu hundrað til tvö hundruð manns til að búa til stóran turn á við
þennan.
Mennskur turn
Það endurspeglast ekki ístjórnmálum landsins aðhelmingur landsmanna erukonur. Það virðist sem á
Alþingi sé einhvers konar 30% múr á
hlutfalli kvenna og var jafnvel svo að
kvenþingmönnum fækkaði í síðustu
alþingiskosningum frá því sem áður
var,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð-
jónsdóttir, ráðskona atvinnu- og
stjórnmálahóps Feministafélags Ís-
lands, en hópurinn stendur fyrir
stjórnmálaskóla fyrir konur 6. og 7.
október næstkomandi.
„Með þessu framtaki vonumst við
til að virkja áhuga fleiri kvenna á
stjórnmálum og hvetja konur til að
bjóða sig fram í auknum mæli í próf-
kjörum stjórnmálaflokkanna sem
fram fara núna í október og nóv-
ember, enda verður konum ekki
fjölgað á Alþingi ef þær bjóða sig
ekki fram,“ segir Steinunn. „Stjórn-
málaskólinn er þverpólitískur og op-
inn öllum konum, á hvaða aldri sem
er, og enginn bakgrunnur í stjórn-
málastarfi nauðsynlegur. Konur sem
þegar eru byrjaðar að stíga sín
fyrstu skref í heimi stjórnmálanna
hafa ugglaust líka gott af að koma og
kynnast nýjum sjónarmiðum.“
Þetta er í fyrsta skipti sem Stjórn-
málaskóli af þessu tagi er haldinn á
vegum Feministafélagsins og verður
kennslan með fjölbreyttu sniði:
„Fjallað verður um mikilvægi
kvenna í stjórnmálum og mikilvægi
pólitísks tengslanets kvenna. Við
munum halda smiðjur þar sem feng-
ist verður við raunveruleg hitamál,
um þau fjallað og unnin ályktun um
þau með sama hætti og gert yrði
innan stjórnmálaflokks,“ útskýrir
Steinunn. „Pallborðsumræður munu
fara fram með þátttöku kvenfulltrúa
úr öllum stjórnmálaflokkum, sem
ræða munu um möguleika ein-
staklingsins til að hafa áhrif innan
flokksins. Haldin verða fræðandi er-
indi um forystuhlutverkið, og um
tjáningu og framkomu, og fjallað um
samþættingu kynjasjónarmiða í
ákvörðunum stjórnvalda.“
Stjórnmálaskólinn verður til húsa
í sal BHM í Borgartúni 6 og er þátt-
taka ókeypis. Nánari upplýsingar
má finna á heimasíðunni www.fem-
inistinn.is þar sem einnig má skrá
þáttöku.
Hvert stefnir Feministafélagið?
Fjölbreytt starfsemi er fram-
undan hjá Feministafélaginu í vetur.
Í dag, þriðjudag, verður haldinn
mánaðarlegur fundur félagsins: „Við
hittumst fyrsta þriðjudag hvers
mánaðar og ræðum í þaula þau efni
sem eru mest aðkallandi hverju
sinni. Í þetta skipti verður fjallað um
framtíðarstefnumótun félagsins, en
Feministafélagið er ungt, stofnað
fyrir tæplega 4 árum, og starfsemin
verið ákaflega fjölbreytt á þeim
tíma,“ segir Steinunn. „Við efnum til
pallborðsumræðna með þátttöku
kvenréttindaforkólfa af ýmsum svið-
um og reynum að varpa ljósi á hver
eiga að verða brýnustu viðfangsefni
félagsins næsta áratuginn eða svo.“
Í lok október verður svo haldin
hátíðleg Feministavikan: „Þá standa
allir hópar Feministafélagsins fyrir
atburðum, hver með sínu sniði, en
innan félagsins starfa margir og fjöl-
breyttir hópar sem sinna ólíkum
málum.“
Jafnréttismál | Feministafélagið heldur
stjórnmálanámskeið 6. og 7. október
Stjórnmálaskóli
fyrir konur
Steinunn
Gyðu- og Guð-
jónsdóttir fædd-
ist í Kaupmanna-
höfn 1982. Hún
lauk stúdents-
prófi frá MH
2001 og lauk BA-
prófi í mann-
fræði við Há-
skóla Íslands 2006. Steinunn leggur
nú stund á meistaranám í hagnýtri
menningarmiðlun. Hún var kjörin
ráðskona atvinnu- og stjórn-
málahóps Feministafélagsins í vor,
og var þar áður ráðskona ungliða-
hóps. Sambýlismaður Steinunnar
er Sveinn Guðmundsson, meist-
aranemi í mannfræði.