Morgunblaðið - 03.10.2006, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DEITMYNDIN
Í ÁR
FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG
„THE FAST AND THE FURIOUS“
HÁSKÓLABÍÓ 2. OKT.
HAGATORGI • S. 530 1919 • www.haskolabio.is
HARSH TIMES kl. 6 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
HARSH TIMES VIP kl. 8 - 10:30
NACHO LIBRE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára.
ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
THE WILD m/ensku tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
THE ALIBI kl. 10:30 B.i.16.ára.
STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára.
BÖRN kl. 4 - 8:30 B.i.12.ára.
BÖRN VIP kl. 6
MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
OVER THE HEDGE m/Ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
THE PROPOSITION kl. 8 B.i. 16.ára.
PIRATES OF CARIBBEAN 2 Tilboð 400.kr kl. 10 B.i. 12.ára.
/ ÁLFABAKKI
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
Takið þátt í
spennandi
ferðalagi
þar sem
villidýrin
fara á
kostum.
Ekki missa af
fyndnustu
Walt Disney
teiknimynd
haustins.
ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ
ANNAÐ TÆKIFÆRI
ÞARFTU AÐ TAKA
FYRSTA SPORIÐ.
GLÆNÝ TEGUND AF
FERÐAMÖNNUM
eeee
TOMMI/KVIKMYNDIR.IS
eeeee
H.J. MBL
ELDFIM OG TÖFF
HÖRKUMYND
MEÐ CHRISTIAN
BALE „AMERICAN
PSYCHO“, „BATMAN
BEGINS“ OG
EVA LONGORIA
„DESPERATE
HOUSEWIVES“
FRAMLEIDD AF TOM HANKS.
„the ant bully“
GLÆNÝ TEGUND AF
FERÐAMÖNNUMÓBYGGÐIRNAR„THE WILD“
Sýnd með íslensku tali !
ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SÁPA 17:45
VORT DAGLEGT BRAUÐ 18:00
ÓTAKMARKAÐ 18:00
MEÐ DAUÐANN Á HENDI 20:00
ÓTAKMARKAÐ 20:00 - 22:00
HREINN, RAKAÐUR 20:00
FJÓRAR MÍNÚTUR 20:00
FALLANDI 20:00
SUMARHÖLLIN 22:00
NORÐURKJÁLKINN 22:00
LEYNILÍF ORÐANNA 22:30
lagðir eru á samkeppn-
ina frá erlendum osta-
framleiðendum? Vík-
verji er sammála bæði
ráðherranum og osta-
framleiðendum um að
íslenzkir ostar eru góð-
ir, en þeir eru bara allt-
of dýrir til að hægt sé
að njóta þeirra með
góðri samvizku.
x x x
Meira af ráðherrumvorum. Í gær
hélt Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra
blaðamannafund til að
kynna fjárlaga-
frumvarpið. Eins og menn vita er
fjármálaráðuneytið staðsett í Arn-
arhváli í Reykjavík. Þessi árvissi
blaðamannafundur er alla jafna
haldinn í því húsnæði. Nú var hins
vegar boðað til blaðamannafund-
arins í Hótel Selfossi! Þar með var
a.m.k. klukkutími úr vinnudegi
þeirra fjölmiðlamanna, sem sinntu
fundinum – og auðvitað ráðuneyt-
ismanna líka – tekinn í fullkomlega
óþarfan akstur. Víkverji og starfs-
systkin hans mega þó prísa sig sæl
að fjármálaráðherrann telur sig ekki
þurfa að afla neinna atkvæða á t.d.
Þórshöfn eða í Grímsey.
Á vef iðnaðar- ogviðskiptaráðu-
neytisins rakst Vík-
verji á útdrátt úr ræðu
Jóns Sigurðssonar,
iðnaðarráðherra og
formanns Framsókn-
arflokksins, sem hann
hélt á Ostadögum
2006, en þá heldur
Osta- og smjörsalan til
að kynna vörur sínar.
Í innblásinni ræðu af
þessu tilefni minntist
ráðherrann „þess að
þetta [ostagerðin] er
unnið landsmönnum til
hollustu og gagns og
um leið til munaðar og
yndisauka í lífinu. Rómverskt skáld
kvað að sá nær mestum árangri sem
blandar saman gagnsemi og hollustu
og yndi og sætleika. Þetta á líka við
um íslenska osta.“
Að loknum þessum lestri hugsaði
Víkverji með sér: Ætli rómverska
skáldið hafi ekki nefnt neitt um að sá
næði góðum árangri, sem gæti
tryggt hagstætt verð? Ætli lang-
þjáðum íslenzkum neytendum þyki
yndið og sætleikinn aldrei neitt
pínulítið beizkt þegar þeir átta sig á
því hvað íslenzkir ostaframleiðendur
okra hrikalega á þeim? Ætli þeim
þyki „gagnsemi“ í ofurtollunum, sem
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins : Guð sé oss náðugur og blessi oss,
hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor.
(Sálm. 67, 2.)
Í dag er þriðjudagur
3. október, 276. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Starfsfólk Landspítala
EIGINMAÐUR minn þurfti, vegna
smávægilegra veikinda, að leggjast
inn á Bráðamóttöku Landspítala
fyrir stuttu. Ég var þar með honum.
Ég er fyrrverandi starfsmaður í
heilbrigðisstétt og legg af og til mitt
framlag til þeirra mála. En ég var al-
veg gáttuð á öllu því mikla álagi sem
er á starfsfólki Bráðamóttöku við
mjög þröngar og erfiðar vinnuað-
stæður og einnig á þeim aðstæðum
sem sjúklingar þurfa að dvelja við,
stundum lengur en skemur. Tel ég
jafnvel að öryggi þess sé ógnað. Ég
dáist að vinnuframlagi þessa fólks,
þolinmæði og hlýju, sumir voru bún-
ir að vera í vinnu tvöfaldan dag en
héldu samt ró sinni, reynandi að
sinna öllu sem best í allri mannekl-
unni.
Er ekki kominn tími til að bæta
aðstæður og kjör þessa góða fólks
sem hefur ennþá hugsjónir Florence
Nightingale?
Ég vil þakka þeim öllum, og ekki
má gleyma læknunum, fyrir þeirra
framlag og snilld
Kærar þakkir.
Hildur Hilmarsdóttir.
Námssektir
MAÐUR á það til að velta því fyrir
sér hvort vissum deildum borg-
arinnar hafi verið falið það verkefni
að fækka námsmönnum.
Í þessari viku mætti ég í stærð-
fræðitíma og þar sem lítið er um
bílastæði á háskólasvæðinu lagði ég
upp við Háskólabíó. Ég ásamt öðr-
um sem sátu í tímum þann daginn
lögðum upp við gula línu en þar sem
við vorum ekki fyrir umferðinni álit-
um við að það myndi ekki valda
vandræðum. Þegar ég kem úr
stærðfræði bíður mín stöðumæla-
sekt upp á 2500 kr.
Þar sem ég er námsmaður leigi ég
stúdentaíbúð. Ég tek námslán og er
nýhætt að vinna með skóla því verk-
fræði er erfitt fag sem vert er að
stunda. Þar sem ég hef ekki lag á að
ljóstillífa á sumrin nýti ég tímann í
að vinna og koma allar þær tekjur
sem ég vinn mér inn til 12% skerð-
ingar á námslánunum mínum.
Námslán fyrir skerðingu og að því
gefnu að ég nái öllum fögum eru
87.400 kr. sem borgast eftir á og
þarf ég því að taka lán hjá bank-
anum með háum vöxtum sem skerð-
ir upphæðina enn frekar.
Ég borga 40 þúsund fyrir stúd-
entaíbúð við Lindargötuna á mánuði
(sem er mjög lágt miðað við íbúða-
verð í dag), Ég fæ 43.500 ofan á láns-
upphæðina til bókakaupa yfir allt ár-
ið en bækur fyrir þessa önn kostuðu
36 þúsund og ofan á það var auka-
efni fyrir hátt í sömu upphæð. Þar
sem samgöngur innan borgarinnar
eru ónothæfar þarf ég að reka bíl
sem kostar mig í það minnsta 15
þúsund til viðbótar á mánuði. Það lít-
ur því út fyrir að ég hafi innan við
1000 kr til að lifa af á dag. 2500 krón-
ur jafngilda því mat í 2,5 daga fyrir
mig.
Að þessum sökum velti ég því fyr-
ir mér hvers vegna stöðumælavörg-
um sé hleypt inn á háskólasvæðið og
leyft að sekta námsmenn fyrir það
að mæta í tíma?
Hildur Sif.
Morgunblaðið/ÞÖK
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 22. júní
sl. í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sig-
urjónssyni þau Sofie Isuls og Björn
Ágúst Júlíusson.
Svipmyndir – Fríður.
Brúðkaup | Gefin voru saman 3. júní
sl. af sr. Pálma Matthíassyni að heimili
sínu þau Karina Orellana og Pétur Ás-
geirsson. Heimili þeirra er að Hvera-
fold 56, Reykjavík.
Svipmyndir - Fríður.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-1100 eða sent á
netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er
hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
um kannabisefna auk þess sem
hann hafði nokkuð af slíkum efnum
í fórum sínum.
George Michael hóf sitt fyrsta
tónleikaferðalag í fimmtán ár í
Barcelona á Spáni þann 23. sept-
ember síðastliðinn.
Fregnir herma að Eva Longoriaog Tony Parker séu hætt sam-
an. Fyrir fáeinum dögum staðfesti
talsmaður Evu að skötuhjúin ættu
„í verulegum erfiðleikum í sam-
bandinu“. Haft er eftir heimilda-
manni að þau hafi skilið í bróðerni,
og ástæðan hafi verið að þau hafi
hvort um sig haft mikið að gera og
átt heima hvort í sinni borginni.
Fólk folk@mbl.is
Eva, sem er 31 árs, leikur eitt að-
alhlutverkið í Aðþrengdum eig-
inkonum og Tony, sem er 24, spilar
með körfuboltaliði San Antonio. Þau
hittust fyrst í nóvember 2004 en
hafa verið saman síðan í ágúst í
fyrra.
Söngkonan unga frá Georgíu, Ka-tie Melua, hefur undanfarið
undirgengist ítarlegar rannsóknir á
heilsu sinni hjá ýmsum læknum.
Ástæðan er þó ekki að hana hrjái
nokkuð heldur stefnir söngkonan á
að halda tónleika á 100 metra dýpi.
Hafa hún og hljómsveit hennar af
þeim sökum farið í ýmsar rann-
sóknir til að fá staðfestingu lærðra
manna á að allt sé í lagi fyrir til-
raunina.
Tónleikarnir fara fram í vikunni á
olíuborpalli í Norðursjó og verða
sýndir beint í norska ríkissjónvarp-
inu NRK.
Fari tónleikarnir fram eins og
áformað er kemst Melua í Heims-
metabók Guinness, en aldrei hafa
tónleikar verið haldnir á eins miklu
dýpi.
Söngvarinn George Michael fékkviðvörun frá lögreglunni í
Cricklewood í norðurhluta Lundúna
og var sleppt úr haldi gegn greiðslu
tryggingar á mánudag eftir að hann
var handtekinn undir áhrifum eitur-
lyfja um helgina. Lögregla var köll-
uð að umferðarljósum í Cricklewood
vegna bifreiðar sem stöðvuð hafði
verið á ljósunum og truflaði umferð,
ökumaðurinn reyndist vera söngv-
arinn þekkti, í óökuhæfu ástandi og
var hann í kjölfarið látinn sofa úr
sér.
Reyndist hann vera undir áhrif-