Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Andri Snær Magnason rithöfundur
og Illugi Gunnarsson hagfræðingur fjalla um þetta viðkvæma mál á opnum
morgunfundi Samtaka iðnaðarins fimmtudaginn 5. október á Hótel Nordica.
Sjá nánar dagskrá á www.si.is
Hver er stefna stjórnvalda? Er hægt að sætta sjónarmið um nýtingu og verndun?
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Sunnan og suð-
austan 3 – 8m/
sek. 8 – 13 vestan
til. Léttskýjað
NA- og Austanlands, annars
skýjað, súld eða rigning. » 8
Heitast Kaldast
10°C 5°C
KAUPHÖLL Íslands hefur ákveð-
ið að áminna Atorku Group hf. op-
inberlega og beita félaginu févíti
að fjárhæð 2,5 milljónir króna fyr-
ir brot við reglur Kauphallarinnar.
Í tilkynningu frá Kauphöllinni
segir að málavextir snúist um
fréttatilkynningu sem Atorka
sendi Kauphöllinni vegna birting-
ar á sex mánaða uppgjöri félags-
ins hinn 30. ágúst sl. Fyrirsögn til-
kynningarinnar var: „Hagnaður
Atorku Group eftir skatta á fyrri
helmingi ársins var tæplega 4,9
milljarðar króna“. Við lestur upp-
gjörsins hafi hins vegar komið í
ljós að hagnaður samstæðu
Atorku var 187 milljónir króna.
Þær lykiltölur sem komu fram í
fréttatilkynningunni hafi aðeins
verið lykiltölur móðurfélagsins en
engar lykiltölur voru um samstæð-
una.
Villandi tilkynning
Atorka Group er samstæða og
segir í tilkynningu Kauphallarinn-
ar að samkvæmt samningi við
Kauphöllina eigi félagið að birta
uppgjör samstæðunnar. Þá segir
að framsetning félagsins að láta
upplýsingar um uppgjör móður-
félagsins í fyrirsögn og gera það
að meginefni tilkynningarinnar sé
til þess fallin að villa um fyrir fjár-
festum.
Atorka hefur falið lögmönnum
sínum að höfða dómsmál til ógild-
ingar ákvörðun Kauphallarinnar
og lýsir Kauphöllina ábyrga fyrir
því tjóni sem málið kunni að valda,
að því er segir í tilkynningu frá
Atorku Group hf.
Atorka
áminnt
og sektuð
Höfða dómsmál til
ógildingar á ákvörð-
un Kauphallarinnar
ENGINN karlmaður sinnir starfi
ljósmóður á fæðingardeildum
sjúkrahúsanna hér á landi og er Ís-
land eftirbátur hinna Norð-
urlandaþjóðanna í þessum efnum
því þar eru starfandi ljósfeður. Í
Svíþjóð eru þeir fimmtíu talsins
enda er lögð mikil áhersla á að
fjölga körlum í kvennastörfum þar í
landi. Íslenskir ljósfeður hurfu af
sjónarsviðinu árið 1933 og af ein-
hverjum ástæðum hafa karlmenn
ekki sótt í þetta nám.
Erla Dóris Halldórsdóttir veltir
fyrir sér hvort þetta hafi eitthvað
með karlmennskuna að gera en hún
rannsakar sögu ljósfeðra á Íslandi í
doktorsverkefni sínu í sagnfræði
sem hún vinnur að um þessar
mundir. | 22
Engir ljós-
feður frá 1933
Morgunblaðið/Kristinn
STYRKIR úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guð-
mundsdóttur, fyrir leikárið 2005–2006, voru af-
hentir við hátíðlega athöfn í Iðnó í gærkvöldi.
Það voru þeir Baltasar Kormákur, Gretar Reyn-
isson og Gunnar Eyjólfsson sem hlutu styrkinn
þetta skiptið.
Í tilefni af því að í ár eru 130 ár liðin frá fæð-
ingu frú Stefaníu lét stjórn sjóðsins gera minja-
genring, Gretar Reynisson, Edda Arnljótsdóttir,
sem tók á móti minjagripnum fyrir hönd Ingvars
Sigurðssonar, Gísla Arnar Garðarssonar og
Nínu Daggar Filippusdóttur, þá koma Baltasar
Kormákur, Gunnar Eyjólfsson, Steindór Sig-
urðsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Skúlason
og Þorsteinn Gunnarsson, sem jafnframt hann-
aði minjagripinn. | 16
grip handa öllu því leiklistarfólki sem hlotnast
hefur heiðurinn frá því að styrkurinn var fyrst
veittur árið 1970. Á myndinni sem tekin var við
afhendinguna eru f.v. Sigurður Sigurjónsson,
Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, Edda Heiðrún Backman, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Sunna Borg, Stefán Baldursson,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Valdimar Örn Fly-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veitt úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur
segir að yfir landið í heild sé flokk-
un lambanna svipuð og í fyrra og
jafnvel aðeins betri hvað varðar
holdfyllingu. Telur hann að þegar
upp verði staðið muni munurinn á
meðalfallþunga ekki verða langt
frá því sem var í fyrra og að fram-
haldið ráðist af tíðarfari og haust-
beit.
ALDREI hefur verið jafnlítið um
að Íslendingar vinni í sláturhúsum
og nú, að sögn Hermanns Árna-
sonar, stöðvarstjóra Sláturfélags
Suðurlands á Selfossi.
Sláturhús landsins eru nú að
stórum hluta mönnuð erlendu
vinnuafli þar sem erfiðlega gengur
að fá Íslendinga í vinnu. Sigurður
Jóhannesson, formaður stjórnar
Landssamtaka sláturleyfishafa og
framkvæmdastjóri SAH Afurða
ehf. á Blönduósi, segir að mikil
fólksfækkun á landsbyggðinni
valdi því m.a. að íslenskt starfsfólk
sé ekki á lausu til að vinna í slát-
urtíðinni. Flestir erlendu starfs-
mennirnir komi sérstaklega til að
vinna í sláturtíðinni og eru Svíar
og Pólverjar áberandi á Blönduósi.
Sauðfjárslátrun stendur nú sem
hæst og eru horfur á að hún verði
álíka mikil og í fyrra þegar slátrað
var um 508 þúsund dilkum. Stefán
Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjöt-
mats hjá Landbúnaðarstofnun,
Erfitt að fá Íslend-
inga í sláturhúsin
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Í HNOTSKURN
» Lömbin, sem var slátrað íupphafi sláturtíðar í ár,
voru ívið léttari en í fyrra um
norðan- og norðaustanvert
landið en svipuð og í fyrra á
öðrum landsvæðum.
»Í fyrra var slátrað rúm-lega 508 þúsund dilkum og
stefnir í að slátrun verði svip-
uð í ár.
Sláturhúsin | 12
Sláturtíð stendur nú sem hæst og hold-
fylling lamba í ár er betri en í fyrra
LÖGREGLUNNI á Selfossi var í
gærmorgun tilkynnt um innbrot í
Hvítasunnukirkjuna á Selfossi. Það-
an var m.a. stolið myndvarpa, tölvu-
skjá, myndbandstökuvél og ein-
hverju lausafé. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni hefur
innbrotið átt sér stað á tímabilinu frá
kl. 13 á sunnudag til kl. 8 í gærmorg-
un.
Lögreglan biður þá sem hafa orðið
varir við óeðlilegar mannaferðir við
Hvítasunnukirkjuna við Austurveg á
Selfossi á þessum tíma að hafa sam-
band.
Brotist inn
í kirkju
á Selfossi
♦♦♦