Morgunblaðið - 14.10.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 14.10.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 19. október í 1 eða 2 vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 19. október frá kr. 29.990 m.v. 2 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/stúdíó /íbúð í viku, 19. október. Aukavika kr. 12.000. Munið Mastercard ferðaávísunina SAMTÖK atvinnulífsins áætla að áhrif skattalækkana á verð matvæla séu um 11% og matvælaútgjöld með- alheimilis lækki um 70.000 kr. á ári, ef óljósar hugmyndir um tollalækk- anir eru undanskildar. Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs verði um sjö milljarðar króna á ári og að vísi- tala neysluverðs lækki um 1,9% vegna verðlækkunarinnar. „Þrátt fyrir að þessi álagning þessa skatts, sem nefnist vörugjald, sé margfalt víðtækari en í öðrum löndum virðist ekki hafa náðst sam- staða í ríkisstjórninni um afnám hans af öllum matvælum. Það eru vonbrigði að ekki skyldi vera sam- staða um að fella þessa brenglandi skattheimtu alfarið niður þar sem í því hefði falist kærkomin tiltekt í úr- eltu skattkerfi, óbeinn ávinningur fyrir neytendur í formi lækkunar á samkeppnisvörum og niðurfelling flókins skrifræðiskerfis…,“ segir m.a. á vef SA, þar sem fjallað er um skatta- og tollalækkunina. Tollvernd meginskýringin Fram kemur að með lækkun virð- isaukaskatts í 7% á matvæli sé Ís- land komið í hóp ríkja sem leggi lægstan skatt á matvæli og hvergi muni meira á almenna þrepinu og matarþrepinu og hér nema í Bret- landi þar sem enginn vsk. sé á mat- vælum. „Það kom skýrt fram í skýrslu for- manns matvælaverðlagsnefndarinn- ar sl. sumar að meginástæðan fyrir háu verðlagi á matvælum á Íslandi liggur í tollvernd innlendrar kjöt- og mjólkurafurða og brenglandi áhrif- um vörugjalda og mishárrar álagn- ingar VSK á matvæli. Aðrir þættir eins og launastig og lega landsins hafa vissulega áhrif en með afnámi tolla og vörugjalda mætti koma mat- arverði niður á sama stig og í Finn- landi og Svíþjóð, án þess að lækka núverandi lægra þrep VSK. Stjórn- völd hafa valið aðra og kostnaðar- samari leið sem felur það í sér að æskilegum breytingum í íslenskum landbúnaði, m.a. að færa hann undan forsjá ríkisins, er slegið á frest um óákveðinn tíma,“ segir ennfremur. Matvælaútgjöld lækka um 70 þúsund krónur Morgunblaðið/Ásdís Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað frá- vísunarkröfu íslenska ríkisins vegna máls á hend- ur þess. Í málinu er farið fram á að úrskurður skattstjórans í Reykjavík, vegna álagningar tekjuskatts og útsvars stefnanda, verði felldur úr gildi, og ef dæmt verður stefnanda í hag getur rík- ið ekki skattlagt þann hluta lífeyrisgreiðslna sem felur í sér vexti, verðbætur og aðra ávöxtun inn- borgaðs iðgjalds nema með 10% skatti, eins og gengur og gerist með fjármagnstekjur. Stefnandi, sem er ellilífeyrisþegi, heldur því fram að líta verði svo á að auk þess að fá með líf- eyrisgreiðslum endurgreiddar iðgjaldagreiðslur sínar til sjóðsins fáist einnig greiddir vextir, verð- bætur og önnur ávöxtun iðgjaldagreiðslnanna sem lífeyrissjóðurinn hefur haft með höndum. Þar sé því um að ræða fjármagnstekjur sem bera eigi 10% skatt en ekki 38,45% eins og nú er. Telur stefnandi að hér sé um að ræða fyrirkomulag á skattheimtu sem brjóti í bága við 65. og 72. grein stjórnarskrárinnar og 1. gr. viðauka nr. I við Mannréttindasáttmála Evrópur sbr. 14. gr. sátta- málans. Um sé að ræða ólögmæta mismunun á milli þeirra sem verði að greiða 38,45% tekjuskatt af ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna og hinna sem ekki þurfi að greiða nema 10% tekjuskatt af fjár- magnstekjum. Stefnandi kærði álagningu á tekjur sínar á árinu 2004 til skattstjórans í Reykjavík. Fór hann fram á að álagning tekjuskatts og útsvars yrði felld niður að því leyti, sem með henni var lagður 25,75% tekjuskattur og 12,70% útsvar á tekjur hans, sem rekja má til þess hluta greiðslna hans úr lífeyrissjóði sem var umfram innborgað iðgjald, að teknu tilliti til skerðingar á grundvelli sam- þykkta lífeyrissjóðsins vegna samtryggingar, og fól í sér fjármagnstekjur í formi vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtun innborgaðs iðgjalds í lífeyr- issjóðinn. Skattstjórinn hafnaði kröfum stefnand- ans og vísaði til laga um lífeyrisréttindi þar sem m.a. segir: „Tekjur þessar [koma] ekki til skatt- lagningar fyrr en við útborgun á lífeyri og teljast þær þá til tekna … og skattlegjast í almennu skatthlutfalli en ekki sem fjármagnstekjur“. Talið er að einstaklingar hafi að jafnaði 2/3 hluta lífeyris sem aukningu ofan á innborgað ið- gjald, sem sé þá ávöxtunarhlutfall. Miklar kjara- bætur myndu því felast í breytingum af þessu tagi. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í nóv- ember. Jónas Þór Guðmundsson hdl. flutti málið fyrir stefnanda en Einar K. Hallvarðsson hrl. fyrir ríkið. Dómstólar munu fjalla um skattlagningu lífeyris Í HNOTSKURN »Stefnandi höfðaði fyrst mál í október2002 og gerði þá kröfu um að álagningu tekjuskatts og útsvars vegna tekjuársins 2001 yrði felld úr gildi. »Málinu var vísað frá dómi í héraðsdómiReykjavíkur og Hæstiréttur staðfesti ákvörðunina í febrúar 2004. »Krafan hefur nú verið skilgreind frekarog héraðsdómur ákveðið að taka málið fyrir. Aðalmeðferð fer fram um miðjan nóv- ember og dómur gæti fallið fyrir áramót. ÞAÐ var enginn æsingur í þessum grágæsum sem syntu rólegar um í veðurblíðunni á dögunum. Þær gætu þurft að leita skjóls nú um helgina því spáð er stormi, í það minnsta sunnan til á landinu og rign- ingu víða. Sjálfsagt láta þær þó veðrið ekki mikið á sig fá enda ýmsu vanar. Morgunblaðið/Ómar Á sundi í veðurblíðunni RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst á morgun, sunnudag, og stendur til 30. nóvember. Áframhaldandi sölu- bann er á rjúpu og rjúpnaafurðum og sömuleiðis stend- ur enn óhögguð sú ákvörðun um- hverfisráðherra að friða svæði á Reykjanesskaga. Ennfremur hefur ráðherra ákveðið að halda áfram hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamlegar og ábyrgar veiðar. Ekki eru heimilaðar rjúpnaveiðar á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum. Umhverfisstofnun hvetur veiði- menn til að sýna áfram hófsemi og veiða ekki meira en hver þarf fyrir sig og sína. Til þess að markmið veiðistjórnunar náist á komandi rjúpnaveiðitímabili þurfa allir veiði- menn að axla sameiginlega ábyrgð og veiða hóflega. Samkvæmt veiði- tölum síðasta árs eru enn veiðimenn sem veiða langt umfram þau tilmæli. Rjúpnaveiði- tímabilið að hefjast Rjúpan fær frið þrjá daga í viku. LANDSFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs verður haldinn 23. – 25. febrúar á næsta ári á Grand Hóteli í Reykjavík. Vegna komandi alþingiskosninga var ákveðið að flýta landsfundi, sem er alla jafna haldinn að hausti til. Landsfundurinn mun að sjálf- sögðu bera sterk merki þessa og verða þar mótaðar og kynntar mál- efnaáherslur fyrir komandi kosning- ar, segir í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum. Landsfundur VG haldinn í febrúar HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt egypskan karlmann á fertugs- aldri til greiðslu 120 þúsund króna fyrir brot á lögum um útlendinga og brot á lögum um atvinnuréttindi út- lendinga, lögum um verslunaratvinnu og lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæj- ar. Í málinu voru einnig gerðar upp- tækar 19.400 krónur. Manninum var gefið að sök að hafa dvalið á Íslandi í atvinnuskyni frá 18. september sl. til 30. september, en 29. og 30. þess mánaðar stundaði hann farandsölu á Ísafirði án atvinnuleyfis og án leyfis lögreglustjóra. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. Kristín Völundardóttir, settur sýslumaður, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Sekt fyrir farandsölu án leyfis ♦♦♦ LÖGREGLAN í Kópavogi leysti upp skemmtanahald í heimahúsi í bæn- um upp úr miðnætti aðfaranótt föstudags vegna gruns um fíkniefna- misferli. Við húsleit fannst nokkuð af hassi og lítilræði af amfetamíni, talið til einkaneyslu, að sögn lögreglu. Átta manns á aldrinum 16–27 ára voru færðir á lögreglustöð til skýrslutöku, þar af voru tvær stúlkur undir lög- aldri. Hringt var í foreldra þeirra og þeir fengnir til að sækja börn sín. Öðrum var sleppt að lokinni skýrslu- töku og telst málið upplýst. Fíkniefni í heimahúsi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.