Morgunblaðið - 14.10.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 14.10.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 17 Endurnýjaðu svefnherbergið Ármúla 10 • Sími: 5689950RO YA L 20% afsláttur 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚMGÖFLUM, NÁTTBORÐUM, RÚMTEPPUM OG SÆNGURFATNAÐI ÞESSA VIKU. AFHENDING FYRIR JÓL. FYRRVERANDI yfirforstjóri sænska tryggingafélagsins Skandia, Ola Ramstedt, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir misferli, en var sýknaður af ákærum um mútugreiðslur. Hann var fundinn sekur um að hafa látið fyrirtækið greiða ríflega 17 millj- ónir sænskra króna til að gera upp níu íbúðir í eigu annarra fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og ætt- ingja þeirra. Aftur á móti var hann sýknaður af ákæru um að hafa mút- að verktökum. Tveggja ára fangelsi AP Ekki einn Ramstedt er ekki eini yfirmaður Skandia sem hefur þurft að segja af sér vegna spillingar. Björn Björnsson (t.v.) tók árið 2003 við stjórn- arformennsku í félaginu eftir að Bengt Braun sagði af sér vegna málsins. ERLENDIR aðilar fjárfestu í Pól- landi á fyrri helmingi þessa árs fyrir um 18,7 milljarða slota, sem svarar til um 411 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum frá pólska seðla- bankanum. Í frétt á fréttavef pólska blaðsins Gazeta Wyborcza segir að stjórnvöld geri ráð fyrir að heildarfjárfestingar erlendra aðila á árinu öllu muni verða um 31 milljarður slota, eða um 680 milljarðar króna. Um 80% af fjárfestingunum eru frá ríkjum ESB og tæp 10% frá Bandaríkjunum en afgangurinn frá öðrum ríkjum. Mikil breidd í fjárfestingum Haft er eftir Józep Sobota í stjórn seðlabanka Póllands að bylgja er- lendra fjárfestinga gangi nú yfir landið. Segir hann að mikil breidd sé í fjárfestingunum og að um sé að ræða fjölmargar meðalstórar fjárfesting- ar. „Það er mun betra en fáar mjög stjórar fjárfestingar,“ segir stjórn- armaðurinn. Bylgja erlendra fjár- festinga í Póllandi FASTEIGNAFÉLAGIÐ Property Group í Danmörku hefur fjárfest í vindmylluverkefnum sem síðan eru seld fagfjárfest- um og öðrum fjárfestum. Pro- perty Group er í meirihlutaeigu Straums-Burðar- áss sem á 50,1% hlut. Property Pro- up stofnaði fyrir skemmstu dótt- urfélag, Wind Group, sem nú hefur fjárfest fyrir tæpa 4,5 milljarða ís- lenskra króna í tveimur „vindmyllu- görðum“ í Þýskalandi með 19 vind- myllum en búist er við að fleiri myllur muni bætast við fyrir ára- mót. Í samtali við Børsen segir Jesper Damborg, forstjóri Property Group, að mikil eftirspurn sé eftir fjárfest- ingum í tengslum við vindmyllu- verkefni, margir vilja dreifa fjár- festingum sínum sem mest og vindmyllur í Þýskalandi séu ákjós- anlegar vegna þess að þær skapi mjög stöðugt fjármagnsstreymi sem reikna megi út mörg ár fram í tímann. „Eina óvissan felst í grófum dráttum í því hvort spár um hversu vindasamt verði á tilteknum stöðum ganga eftir. [...] Vindorkan er mik- ilvæg orkulind og ekkert tískufyr- irbrigði sem hverfur síðan allt í einu,“ segir Damborg. Veðjað á vindinn KORTAVELTA í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minnkun frá ágústmánuði. Sam- dráttinn má einkum rekja til minnk- andi veltu í debetkortum en heildar- velta debetkorta nam 33,1 milljarði í september og dregst saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta nam 23,1 milljarði kr. í september sem er um 7% hækkun frá ágústmánuði. Veru- lega hefur dregið úr vexti kortaveltu á undanförnum mánuðum en í septem- ber var samdráttur í kortaveltu um 4% að raunvirði miðað við sama tíma í fyrra. Spáð minni vexti einkaneyslu Í Hálffimmfréttum KB banka kem- ur fram að ef tekin er saman heild- arkortavelta á þriðja ársfjórðungi dregst hún saman um 2,3% að raun- virði miðað við sama fjórðung í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi jókst einka- neyslan um 4,9% að raunvirði frá sama fjórðungi í fyrra en tölur um kortaveltu benda til þess að enn frek- ar muni hægja á vexti einkaneyslunn- ar á þriðja ársfjórðungi. Í hagspá greiningardeildar er gert ráð fyrir að einkaneyslan muni vaxa að raunvirði um 4,7% á þessu ári en dragast saman árið 2007. Minnkandi kortavelta ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.