Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 19
ERLENT
Sjálfvirk hnakka-
púðastilling,
aðeins í Stressless
– Þú getur lesið eða
horft á sjónvarp í
hallandi stöðu.
Ótrúleg þægindi.
Sérstakur mjóbaks-
stuðningur samtengdur
hnakkapúða-
stillingu. Þú nýtur full-
komins stuðnings hvort
sem þú situr í hallandi
eða uppréttri stöðu.
Ármúla 44
108 Reykjavík
Sími 553 2035
www.lifoglist.is
THE INNOVATORS OF COMFORT ™
Réttu sætin
fyrir heimabíóið
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ÍSLENSK og norsk stjórnvöld
þurfa að auka samvinnu sína vegna
varna og eftirlits með Norður-Atl-
antshafi nú þegar varnarliðið er end-
anlega farið frá Íslandi. Margt
brennur á í þeim efnum, t.d. aukin
umferð olíuskipa á hafsvæðinu norð-
ur af Íslandi, segir Thorbjørn Jagl-
and, forseti norska Stórþingsins.
Jagland, sem er fyrrverandi for-
maður norska Verkamannaflokks-
ins, er staddur hér á landi um þessar
mundir í opinberri heimsókn ásamt
eiginkonu sinni í boði forseta Alþing-
is. Hann var forsætisráðherra á ár-
unum 1996 – 1997, og utanríkisráð-
herra 2000 – 2001, og situr nú í
varnarmál – nefnd norska þingsins.
„Við stöndum frammi fyrir ann-
arri stöðu eftir að herinn fór, en það
eru einnig breytingar á Norður-Atl-
antshafinu sem ekki tengjast því.
Þar er skipaumferð að aukast, eink-
um til og frá Barentshafi þar sem
eru miklar olíu- og gaslindir. Leið
skipana sem flytja þessi hráefni ligg-
ur frá Barentshafi til Bandaríkjanna
eða Evrópu,“ segir Jagland.
„Það er í það minnsta ljóst að um-
ferð slíkra skipa er að aukast, og nú
þegar Bandaríkjamenn eru farnir
kallar það á aukna samvinnu milli til
dæmis Íslands og Noregs, vegna
mögulegra björgunaraðgerða og að-
gerða til að takast á við mengun frá
slysi. Þegar hefur verið ráðist í upp-
lýsingaöflun og stjórnvöld hér á
landi og í Noregi eru að kanna með
hvaða hætti það getur orðið.“
Hvað varðar aðra samvinnu þjóð-
anna segir Jagland sjá fyrir sér að
hún haldi áfram að vera mikil á milli
stjórnvalda, en aukist mjög milli fyr-
irtækja í einkaeigu. íslenskt við-
skiptalíf sé til að mynda í mikilli út-
rás um þessar mundir. „Íslenskir
aðilar hafa þegar keypt tvo norska
banka, svo ég sé fram á aukna sam-
vinnu á því sviði, og það ætti að verða
báðum aðilum til hagsbóta.“
Verða alltaf hnökrar
Ísland og Noregur hafa undanfar-
ið deilt um veiðar úr norsk-íslenska
síldarstofninum, og segir Jagland að
þó það sé miður þá sé það eðlilegt.
„Það verða alltaf einhverjir hnökrar
þegar tvö lönd sem leggja mikla
áherslu á fiskveiðar deila stofnum.
En staðurinn til að leysa slík mál er
alltaf við samningaborðið, hingað til
höfum við náð að semja um þessi
mál, og ég reikna með að það takist
líka í framtíðinni. Við verðum bara
að gera okkur grein fyrir mismun-
andi sjónarmiðum í þessu máli.“
Íslensk og norsk stjórnvöld eiga
einnig sameiginlega hagsmuni sem
snúa að Evrópusambandinu (ESB),
þar sem bæði löndin standa utan við
sambandið. Löndin tvö eru í EFTA
og þurfa því að beita kröftum sínum
á samræmdan hátt til að hafa áhrif
inn í sambandið, segir Jagland.
Nýlegar kröfur ESB um að EFTA
löndin borgi háar upphæðir til sam-
bandsins við inngöngu nýrra aðild-
arríkja eru allt of háar að mati Jagl-
and, en hann segir ljóst að hvorki
Ísland né Noregur geti skotið sér
undan því að greiða meira til sam-
bandsins vegna stækkunarinnar.
Hann bendir á að eftir síðustu
stækkun, þar sem mun fleiri lönd
gengu í ESB, hafi Noregur greitt um
2 milljarða norskra króna á ári.
91 milljarður til ESB
„Við síðustu stækkun greiddum
við Norðmenn mikið, samtals hefur
verið ákveðið að Noregur greiði 9
milljarða norskra króna [um 91
milljarð ISK]. Við gerum okkur
grein fyrir því að við þurfum að
greiða eitthvað líka vegna næstu
stækkunar, en ekki jafn mikið og far-
ið hefur verið fram á,“ segir Jagland.
Jafnaðarmannaflokkar á Norður-
löndunum hafa farið halloka undan-
farið í Svíþjóð, og eru í stjórnarand-
stöðu í Danmörku og á Íslandi.
Jagland segir þetta eðlilegt, á Norð-
urlöndunum sé reynslan sú að það
séu öldur og dalir í fylgi flokka sem
aðhyllist jafnaðarstefnu. Það sé eðli-
legt í lýðræðisþjóðfélögum.
„Kjarninn í norrænum lýðræðis-
hugmyndum er að það sé blanda af
opinberum rekstri og rekstri á opn-
um markaði. Þegar einkavæðing og
skattalækkanir hafa verið á dagskrá
í einhvern tíma fær fólk nóg af því og
snýr sér aftur að jafnaðarstefnu.
Þannig gengur þetta fyrir sig, og það
er styrkur Norðurlandana, þessi
blanda af jafnaðarstefnu og mark-
aðshagkerfi,“ segir Jagland.
Sjóflutningar kalla á samvinnu
Ný staða komin upp eftir að varnarliðið fór frá Íslandi segir Thorbjørn Jagland
Morgunblaðið/Kristinn
Jafnaðarstefna „Þegar einkavæðing og skattalækkanir hafa verið á dag-
skrá í einhvern tíma fær fólk nóg af því,“ segir Thorbjørn Jagland.
ÁSTANDIÐ inn-
an sænsku stjórn-
arinnar versnar
enn og ásökunum
um eitt og annað
misjafnt hjá nýju
ráðherrunum
fjölgar dag frá
degi. Segja sum-
ir, að Fredrik
Reinfeldt for-
sætisráðherra hafi ekki neina stjórn
á atburðarásinni.
Komið hefur fram, að Andreas
Carlgren umhverfisráðherra er sak-
aður um að hafa gefið ranglega upp
til skatts og þrír aðrir, Cecilia Stegö
Chilo menningarráðherra, Maria
Borelius viðskiptaráðherra og Tobi-
as Billtröm, sem fer með málefni
flóttamanna, eru sakaðir um hafa
ekki greitt afnotagjald af ríkisfjöl-
miðlum í langan tíma og Billström
aldrei. Ætlaði sænska ríkisútvapið
að kæra þau þrjú fyrir vanræksluna.
Það nýjasta er, að svo virðist sem
félag í skattaparadísinni Jersey sé
skráð fyrir sumarbústað Borelius-
hjónanna og hefur það vakið upp
spurningar um skattamál þeirra al-
mennt. Hefur flokkur hennar,
Hægriflokkurinn, hafið sjálfstæða
rannsókn á málinu og á henni að
ljúka í næstu viku. Þá er það nýtt um
Chilo, að Claes Borgström, umboðs-
maður jafnréttismála, segir, að hún
hafi reynt að komast hjá því að skýra
frá stöðu þeirra máli í Fritt Närings-
liv, sem hún veitti áður forstöðu.
Jafnaðarmenn hóta að kæra Rein-
feldt fyrir stjórnarskrárnefnd þings-
ins vísi hann ekki Chilo og Billström
úr stjórn.
Reinfeldt
í vanda
Fredrik Reinfeldt