Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 20
20 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING RITMENNT, tíunda hefti árs- rits Landsbókasafns Íslands, er komið út. Ritið nú er fjölbreytt að efni, en þar er helst að nefna grein um viðhorf Hannesar Hafstein til jafnréttismála eftir Auði Styrkársdóttur, einnig til- raun til að greina myndmálið í afmæliskveðjum Halldórs Lax- ness til tveggja pólitískra sam- herja eftir Gunnar Harðarson, og grein um Sneglu-Halla þátt, íslenska 13. aldar frásögn, þar sem fjallað er um ýmis hlutverk munnsins eftir Ármann Jakobsson. Margt fleira fróðlegt er að finna í Ritmennt 10, en þar er einnig efnisyfirlit tímaritsins frá upphafi. Tímarit Myndmál í afmælis- kveðjum Laxness Halldór Laxness Í DAG frá kl. 11–13 verður mál- þing í Listasafni Íslands, þar sem fjallað verður um stöðu og þróun íslenskrar myndlistar með hliðsjón af yfirstandandi sýningu, Málverkið eftir 1980. Í pallborði verða Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri, Gunnar J. Árnason listheimspekingur og myndlistarmennirnir Guð- rún Einarsdóttir og Helgi Þor- gils Friðjónsson. Á morgun kl. 14 fjalla málararnir Erla Þórarinsdóttir og Vignir Jóhannsson um sýn- inguna og tímabilið út frá persónulegri reynslu og sýn á söguna. Málþing og sýningarspjall Púlsinn tekinn á málverkinu Erla Þórarinsdóttir JÓHANN G. Jóhannsson, tón- listarmaður og málari, er í sviðsljósinu um þessar mundir, því hljómsveitin Sixties hefur gefið út plötu með lögum hans. Af því tilefni heldur hljóm- sveitin tónleika á Ránni í Keflavík kl. 23 í kvöld. Tólf lög eru á plötunni, og þar af eru þrjú ný. Eitt þeirra, Viltu mann eins og mig, komst í úr- slit Ljósalagakeppninnar fyrr í haust. Meðal eldri laganna eru Hvers vegna var- st́ekki kyrr, Við eigum samleið, Glaumbær og Víx- illinn. Jóhann G. er höfundur lagsins sígilda Don’t Try to Fool me, og var söngvari Óðmanna. Tónleikar Flytja lög Jóhanns G. Jóhannssonar Jóhann G. Jóhannsson FYRRVERANDI varaforseti og frambjóðandi til forseta Bandaríkj- anna, Al Gore, hlaut á dögunum hin virtu Quill-bókmenntaverðlaun fyrir bók sína An Inconvenient Truth. Hlaut hún verðlaun í þrem- ur flokkum; á sviðum sagn- fræði, samtíma- atburða og stjórnmála. Það var hins vegar Tyler Perry sem hlaut aðalverðlaun Quill að þessu sinni, fyrir bókina Don’t make a Black Women Take Off her Earr- ings. Al Gore hefur sagt að með bók sinni vilji hann vekja almenning til vitundar um loftslagsbreytingar og hinn hræðilega veruleika sem að heiminum steðjar vegna þeirra og láta þau krefja stjórnmálaleiðtoga sína um breytingar í þeim efnum. Hefur hún nú verið gerð að heim- ildarmynd sem hefur vakið mikla at- hygli hérlendis sem erlendis. Óskars-bókaverðlaun eða verðugur keppinautur? Quill-verðlaunin segja sumir að séu tilraun til að gefa bókaiðn- aðinum glæst yfirbragð og minna á Óskarsverðlaunin á margan hátt en aðrir telja þau verðugan keppinaut við hin eldri og formfastari Pulizer- verðlaun og National Book Awards í Bandaríkjunum. Yfirlýst markmið þeirra er að hefja bækur til vegs og virðingar og veita rithöfundum auk- ið rúm í sviðsljósinu. Það er almenningur sem kýs um úrslita verðlaunanna á Netinu, en tilnefningar eru í höndum 6.000 bók- sala og bókasafnsstarfsmanna í Bandaríkjunum. Al Gore hlýtur Quill- verðlaunin An Inconvenient Truth vekur enn athygli Al Gore JAZZKVARTETT Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar heldur tvenna tónleika á áttundu al- þjóðlegu listahátíðinni í Sjanghæ 20. og 21. október. Á efnisskránni eru verk eftir Jóel og Sigurð auk kínverskra alþýðulaga í útsetn- ingum hljómsveitarinnar. Auk saxófónleikaranna Jóels og Sigurðar skipa kvartettinn Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. Hljómsveitin mun ennfremur bregða sér í hljóðver í Sjanghæ og taka upp tónleikadagskrána til út- gáfu í Kína. Á heimasíðu hátíðarinnar, http://www.culture.sh.cn, segir að Sigurður og Jóel séu þekktir sem Tvíburarnir goðsagnakenndu (the Legendary Twins) í djassheim- inum í Evrópu. Eftir því sem næst verður komist er Jazzkvartett Jó- els Pálssonar og Sigurðar Flosa- sonar eina djassatriðið á listahá- tíðinni að undanskilinni hollensku stórsveitinni The Lighttown Big Band. Íslenskur djass fluttur í Kína Morgunblaðið/Eyþór Djass Jóel Pálsson spilar í Kína ásamt Sigurði Flosasyni. Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is EINKASÝNING á verkum Val- gerðar Hauksdóttur stendur yfir í öllum sýningarsölum Hafnarborgar fram til 30. október nk. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk unnin á tímabilinu 2003 – 2006 og á neðri hæð gefur að líta kynningu á hug- myndum og aðferðum sem liggja að- baki myndsköpun Valgerðar. Þegar gengið er inn á fyrstu hæð blasir við útskriftarverkefni Val- gerðar frá Bandaríkjunum árið 1983 sem er steinþrykk. Sýninguna kallar hún Vendi- punkta sem hún heimfærir á mynd- listarferil sinn sem spannar nærri aldarfjórðung. Vendipunktarnir eru níu talsins og við hvern þeirra hefur orðið breyting á myndlist Valgerðar, hvort sem er í tækni eða hug- myndum. Jón Proppé skrifar texta með sýningunni og er sýningin sjálf hluti af öðru ferli því Valgerður og Jón hyggjast gera prentgrip um sýninguna. Textarnir veita innsýn í vinnuferl- ið og tæknina á bak við listsköpun Valgerðar. Jarðhljóð eru stálæt- ingar þar sem hún tekst á við frum- elementin en jafnframt setur Val- gerður ákveðin verk upp á sýningunni sem veita innsýn í hvern- ig hún nýtir plöturnar upp aftur sem er hennar leið í myndsköpuninni. Þegar lengra er gengið inn í sal- inn á fyrstu hæð kemur áhorfandi að einum vendipunktinum en þá er Val- gerður farinn að þrykkja í lit. „Hugmyndir og aðferðir hafa allt- af verið mjög nátengdar hjá mér. Hjá mér hefur þetta verið glíma við að ná tökum á efni til þess að skila af mér einhverri hugmynd,“ segir Val- gerður. Kontrapunktur í bókverki Þarna er m.a. að finna tvö per- sónuleg verk sem kallast Lífsþræðir I og II. Valgerður var valin 2003 af félagsskapnum Íslenskri grafík til þess að gera grafíkverk í upplagi fyrir stuðningsaðila félagsins, Graf- íkvini. Hún sýnir afraksturinn á sýn- ingunni og aðferðina sem sýnir hve mörg skref þarf að taka áður en ákveðið er hvað skuli þrykkja í upp- lagi. Nokkur verkanna á sýningunni eru í eigu listasafna, þar á meðal tvö einþrykk, Heimsþræðir og Óraver- öld, sem eru í eigu Hafnarborgar. Equilibrium er bókverk sem byggist á 19 verkum sem Valgerður segir að sé í raun kontrapunktur. „Minn bakgrunnur er náttúrufræði og tónlist og hérna er ég í rauninni að vinna myndrænt eins og ég væri að semja tónverk. Í kontrapunkti er nóta á móti nótu en í þessu verki er form á móti formi og verið er að spila með formið fram og til baka.“ Verkið er unnið á mótaðan indversk- an pappír. Annar stór vendipunktur á ferli Valgerðar birtist í stórum skúlptúr- ískum myndverkum. „Plöturnar fékk ég hjá norskum pottasmið og pældi oft í því hvernig ég gæti notað þær. Niðurstaðan varð sú að þær yrðu að hafa sitt form og ég ákvað að láta mitt myndefni hafa form á móti plötunni. Þannig myndast spenna á milli forms plötunnar og myndefn- isins sjálfs.“ Stórir upphengdir renningar úr svokölluðum Japan-pappír eru hluti af verki sem kallast Gegnsæi. Mis- munandi form eru sitt hvorum meg- in á renningunum og birtan hleypir þeim í gegn. Valgerður segir að verkið sé þunnir skúlptúrar og hægt er að ganga inn í þá og bróðir Valgerðar, Þorsteinn Hauksson tónskáld, hefur sett saman hljóðaskúlptúr sem fylgir áhorfanda eftir þegar hann gengur á milli hinna þunnu skúlp- túra. Hljóðin höfða til forma á myndverkunum, eins og t.a.m. hljóð sem verður til þegar hnífur er brýndur. Á efri hæð Hafnarborgar er fram- hald af renningunum en tæknin orð- in önnur og þar notar hún m.a. ljós- myndir ásamt þrykki og collage á renningana. Þar er einnig að finna nýjustu verk Valgerðar sem unnin eru á árunum 2003 – 2006. Hún sæk- ir mikinn innblástur í sín verk í ferðalögum og þaðan kemur einmitt myndaröðin Fimm dagar sem eru 100x150 cm stafrænar, svarhvítar ljósmyndir af haffleti sem teknar voru um borð í skipi á leið úr karab- íska hafinu til Miðjarðarhafsins. Þær ganga síðan aftur inn í mynd- röðina Vendipunkta sem eru blönd- uð tækni á pappír í stærðinni 220x93 cm. Þetta eru einkar tilkomumikil verk þar sem Valgerður blandar saman ólíkri tækni og gælir um leið við svarthvíta formið sem henni er svo hugleikið. Einnig sýnir Valgerður ljós- myndir á kaffistofu Hafnarborgar, sem teknar eru víða um heim. Sýn- ingin stendur sem fyrr segir til 30. október. Myndlist | Grafíklist Valgerðar Hauksdóttur Vendipunktar Valgerðar Morgunblaðið/ÞÖK Grafík Verk Valgerðar í Hafnarborg spanna allan listferil hennar. Einkasýning Valgerður Hauksdóttir við eitt verka sinna. »Valgerður er fædd á Íslandi1955. »MFA við Háskólann í Illinois,BA í myndlist og tónlist við Háskólann í New Mexico. »Kenndi við Listaháskóla Ís-lands og var skorarstjóri í grafík við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Aðstoð- arskólastjóri MHÍ 1984–2003. »Gestakennari við listaaka-demíurnar í Helsinki, Stokk- hólmi, Peking, Caen, Barcelona, Boston, Colorado, Florida, New York, Utah og Texas. Í HNOTSKURN Aðferðir að baki listsköpuninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.