Morgunblaðið - 14.10.2006, Page 31

Morgunblaðið - 14.10.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 31 allra n reynd- orbatsjov kák, ann- um- rnavopna egar verið ri víst að ar það þá ð halda dinn mis- daríkja- m öll að ar til kom Há- kaya. ir lok batsjov ir Reag- rinn í nhverju nið væru arka etta væri fyrstu öfða var Gorbatsjov farinn að gefa eftir, lýsti því m.a. að hann gæti sætt sig við tilraunir Bandaríkjamanna er tengdust stjörnustríðsáætluninni. Á sama tíma hafði þróunin í Wash- ington hins vegar verið í öfuga átt; þar fóru menn að draga í land með allt saman. Það hefði valdið Gor- batsjov vonbrigðum. „Gorbatsjov talaði aldrei illa um Reagan í ráðgjafahópi sínum eftir fundinn í Reykjavík,“ sagði Savr- anskaya í erindi sínu. „Hann hafði áttað sig á því að hann átti sálu- félaga í Reagan og að mögulegt væri að semja við þennan forseta [Bandaríkjanna], enda fylgdu samningar um afvopnun 1987 og árangur náðist í START-viðræðun- um þegar í kjölfarið.“ Töldu báðir að kjarnavopn væru „siðferðilega óréttmæt“ Thomas Blanton hefur rann- sakað bandarísk skjöl frá Höfða- fundinum. Hann sagði engan vafa leika á því að fundurinn í Höfða hefði verið „hádramatískur“, skjöl- in sýndu að hann hefði jafnvel verið enn merkilegri en menn hafa talið til þessa. Blanton sagði að fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykja- vík mætti skilja sem kvikmynda- handrit; en sem kunnugt er var Ro- nald Reagan leikari í Hollywood löngu áður en hann varð forseti Bandaríkjanna. Sagði Blanton að hér hefði verið komið handrit að epískri stórmynd, það hefði verið markmið beggja manna að fram- leiða slíka mynd. Þeim hefði hins vegar ekki tekist að ýta henni úr vör í Reykjavík og hefði orðið ljóst seinna meir að gott tækifæri hafði farið forgörðum. Blanton sagði að til væri fjöldi handskrifaðra bréfa sem Reagan skrifaði leiðtogum Sovétríkjanna eftir að hann tók við forsetaemb- ættinu, en þar þrábað hann um að boðað yrði til leiðtogafundar. Heimsfriðurinn væri í húfi. Brésnev, Andropov og Tsjer- nenko hefðu hins vegar allir verið of veikir, komnir á grafarbakkann, til að bregðast við umleitunum hans. Það hefði ekki verið fyrr en Gorbatsjov komst til valda 1985 sem loks var kominn fram á sjón- arsviðið maður sem gat svarað bréfum Reagans og hitt hann að máli og gert með honum „myndina sem Ronald Reagan alltaf vildi gera um samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu“. Blanton sagði að þrátt fyrir að Reagan hefði virst hernaðarsinn- aður þá hefði hann verið mótfallinn kjarnorkuvopnum. Hann hefði talið þau „siðferðilega óréttmæt“. Gorbatsjov hefði algerlega verið sömu skoðunar. Mikilvægi fund- arins í Reykjavík lægi í því að þess- ir menn hefðu áttað sig á því að þeir deildu þessari sýn. Þessir tveir aðalleikarar hinnar dramatísku „kvikmyndar“ sem gera átti í Reykjavík hefðu hins vegar verið ólíkir að ýmsu öðru leyti. Gorbatsjov hefði til að mynda mótast af reynslu Sovétmanna í síðari heimsstyrjöld, þegar „leift- urstríð“ þýskra nasista vofði alltaf yfir. Hann óttaðist því alltaf leift- ursókn andstæðingsins og trúði ranghugmyndum um stjörnustríðs- áætlunina, rétt eins og Reagan, af öðrum ástæðum þó. Trúnaðartraust hefði ekki verið til staðar milli þeirra Reagans og Gorbatsjovs þegar þeir komu til fundar í Reykjavík og Gorbatsjov hefði ekki getað trúað Reagan er hann sagðist einfaldlega myndu deila stjörnustríðsáætluninni með Sovétmönnum. Reagan mætti andstöðu heima Blanton sagði það mat sitt að Reagan hefði reynt að standa við sitt hvað þetta varðar, ef til þess hefði komið. Hann hefði hins vegar mætt andstöðu heima fyrir, eins og hann raunar gerði um leið og frétt- ist að hann hefði verið reiðubúinn til að semja um það við Gorbatsjov að útrýma öllum kjarnavopnum. Áhrifamenn í Washington, en einn- ig Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hefðu talið út í hött að ætla sér að fara að eyða kjarnorkuvopnunum, sem voru undirstaða gagnkvæmrar fælingar. Þegar Reagan hefði síðan komið heim af fundinum í Reykjavík hefðu ýmis vandamál blasað við sem ollu því að ekki tókst almenni- lega að hagnýta það trúnaðartraust sem myndast hafði milli leiðtog- anna tveggja. Íran-Contra- hneykslið hefði komið upp, sem gerði Reagan erfitt fyrir og olli því að vinsældir hans hröpuðu; einnig hefði John Poindexter vikið úr ráð- gjafateymi forsetans, en hann hefði verið einn af fáum sem deildi áhuga Reagans á því að útrýma kjarna- vopnum. Ekkert hefði því komið út úr til- raunum Reagans og Gorbatsjov til að framleiða sameiginlega mikla stórmynd. Sagði Blanton að skjölin sönnuðu hins vegar að þeir hefðu verið afar nálægt því að ná saman. david@mbl.is m leiðtogafundinn í Höfða 1986 en þar voru kynntar niðurstöður rannsóknar á skjölum er tengjast fundinum ntaði upp á að í Reykjavík Morgunblaðið/RAX á tröppum Höfða. Skjöl sem nú hafa verið gerð tveir áttað sig á því að þeir voru sálufélagar. rpaði ráð- on og forseti. Í HNOTSKURN »Slóðin á heimasíðu Nation-al Security Archive vegna leiðtogafundarins í Höfða er: http://www.gwu.edu/ ~nsarchiv/NSAEBB/ NSAEBB203/index.htm »Á síðunni er m.a. að finnaafrit af bréfinu sem Míkha- íl Gorbatsjov skrifaði Ronald Reagan 15. september 1986 og stakk upp á því að þeir hittust á stuttum fundi, annað hvort í London eða Reykjavík. William Taubman hefurhlotið mikið lof fyrirbók sína Krústsjov:The Man and his Era, sem út kom 2003. Taubman, sem er prófessor við Amherst-háskóla í Massachusetts, hefur nú í smíðum ævisögu Míkhaíls Gorbatsjovs og var af því tilefni hingað kominn til að vera viðstaddur hátíðahöld til minningar þess að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundi Ronalds Reagans og Gorbatsjovs. Bókin um Nikita Krústsjov er mikið verk. Blaðamanni Morgun- blaðsins lék því fyrst forvitni á því að vita hvers vegna Taubman hefði ráðist í að skrifa ævisögu hans. „Í fyrsta lagi,“ segir Taubman, „tel ég að hann sé klassískt dæmi um það – en þau eru mörg í sögu Rússlands – að leiðtogar geta skipt sköpum, ekki aðeins vegna sann- færingar þeirra og stefnu heldur vegna þess hvers konar menn þeir voru. Og mér fannst alltaf að ef mér tækist að skilja Krústsjov sem per- sónu þá gæti ég skilið stefnu Sov- étríkjanna. Þetta gerði verkefnið sérlega spennandi fyrir mig. Í öðru lagi var hann einstaklega litríkur og þversagnakenndur mað- ur. Hann var hvatvís, orðljótur, fyndinn, óútreiknanlegur.“ Hvaða tengsl sérð þú milli Krúst- sjovs og Gorbatsjovs? Þeir eiga það sameiginlegt að hafa beitt sér fyrir breytingum en á hinn bóginn var Krústsjov á stundum mjög óheflað- ur á meðan Gorbatsjov hefur ávallt virkað mjög fágaður. „Gorbatsjov hefur sjálfur lýst sér sem barni tuttugasta flokksþings- ins, en það var þar sem Krústsjov flutti leyniræðu sína [um glæpi Stalíns]. Hann er óumdeilanlega einn þeirra sem komust til pólitísks þroska á sjötta og sjöunda áratugn- um, á árunum þegar áhrifa Krúst- sjovs gætti. Margir þeirra héldu fast í þær vonir og hugsjónir sem þeim fannst að Krústsjov hefði a.m.k. stundum haldið á lofti. Og þessir menn eyddu Brésnev-árun- um í að bíða eftir því að fá tækifæri til að láta að sér kveða.“ Vildi forðast örlög Krústsjovs Taubman heldur áfram: „Gorbat- sjov hefur sagt að þegar hann hrinti Perestrojku í framkvæmd hafi hann alltaf verið mjög meðvitaður um örlög Krústsjovs. Krústsjov gætti ekki að sér og mátti þola að félagar hans í stjórnmálaráði (Polit- buro) og miðstjórn Kommúnista- flokksins ýttu honum til hliðar [1964]. Það voru til menn, þar má nefna t.d. Alexander Yakovlev, sem vildu að Gorbatsjov gengi hraðar til verks. En Gorbatsjov varðist slík- um þrýstingi alltaf því að hann vildi forðast örlög Krústsjovs.“ Reynslan af því að skrifa ævisögu Krústsjovs hafði djúp áhrif á þankagang Taubmans. „Ég er orð- inn mikill fylgismaður kenninga um að persónuleiki tiltekinna leiðtoga skipti miklu máli,“ segir hann. „Það má ekki gera of mikið úr þessu og þessi þáttur á ekki alltaf við. Sumir leiðtogar eru síðan mik- ilvægari en aðrir og sumir hafa sér- stakari persónuleika en aðrir, þ.e. eiginleikar þeirra skila sér meira út í störf þeirra heldur en annarra.“ En hvernig skilgreinir Taubman Gorbatsjov. Skipti persóna hans sköpum varðandi þróunina í Sovét- ríkjunum? „Ég tel svarið sé augljóslega já,“ segir Taubman. „Til að komast að þeirri niðurstöðu verður maður að skoða hverjir aðrir voru í forystu- sveit Kommúnistaflokksins. Hefði einhver annar gert það sem hann gerði? Til að svara þessu verður maður að fara yfir það hvað hann raunverulega gerði er hann kom til valda sem hófsamur umbótasinni. Það var fleiri umbótasinna að finna, Ligatsjov og Ryskov, sem voru bandamenn hans í þessu. En sé far- ið yfir öll hans verk frá upphafi og til 1991, þar sem hann beitir sér fyr- ir lýðræðisþróun, en með því grefur hann undan flokknum og bindur enda á kalda stríðið, þá eru bara tveir eða þrír sem fylgja honum alla leið. Þetta voru Edúard Sévar- dnadse, Yakovlev og kannski Va- dim Medvedev. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn þeirra hefði komist í þá stöðu sem þeir komust í ef hans hefði ekki notið við. Af þessu leiðir, að mínu mati, að ef Gorbatsjovs hefði ekki notið við þá hefði sagan orðið allt önnur.“ En hvernig á að meta verk hans, mistókst honum ekki þegar öllu er á botninn hvolft ætlunarverk sitt? „Þetta er flókin spurning, það er snúið að meta verk hans. Ég held ekki að hann hafi ætlað að gera það sem hann síðan á endanum gerði. Hann lagði aldrei upp með að eyði- leggja kommúnismann eða Sovét- kerfið. Í þeim skilningi er hægt að segja að honum hafi mistekist, hann náði ekki markmiðum sínum. Á hinn bóginn held ég að er fram liðu stundir hafi hann sannfærst um að hann væri að gera hið rétta; að kommúnisminn væri rotinn að inn- an og að honum yrði að breyta, að kalda stríðið væri hættulegt og að binda yrði enda á það. Með þetta í huga tókst honum vel upp.“ Andrúmsloftið breyttist Um fund þeirra Reagans og Gor- batsjovs í Reykjavík segir Taubm- an að hann eigi eftir að spila stóra rullu í bók sinni. „Að sumu leyti kom ekkert út úr því sem þeir ræddu á þessum fundi, en viðræður þeirra voru merkilegar því hugmyndir þeirra í afvopnunar- málum voru byltingarkenndar. Á hinn bóginn reyndust þeir vera sammála um hvað skyldi gera, út- rýma kjarnorkuvopnum. Þeir gátu hins vegar ekki náð samkomulagi því að Gorbatsjov tengdi það stjörnustríðsáætlun Bandaríkj- anna. Seinna hvarf Gorbatsjov svo frá þessari tengingu. [...] Allur sá árangur sem síðar náðist í afvopn- unarmálunum var aðeins útfærsla á því sem þeir urðu sammála um hér. Annað sem ég myndi nefna er að það var hér í Reykjavík sem hug- sjónamaðurinn Gorbatsjov áttaði sig á því að þeir Reagan voru sálu- félagar. Lesi maður gögnin um samræður þeirra verður manni ljóst að tónn- inn í samskiptum þeirra breyttist hér í Reykjavík. Fyrri fundir þeirra höfðu verið erfiðari, Gorbatsjov var óþolinmóður í garð Reagans í Genf- ar og í upphafi fundarins hér. Hann greip til dæmis ítrekað fram í fyrir Reagan á fyrstu fundum þeirra hér í Reykjavík. En þegar á líður renn- ur upp fyrir Gorbatsjov að þrátt fyrir alla galla Reagans, og þeir voru margir, hafi hann ekki verið svo ólíkur honum sjálfum. Og þetta var stórt skref og stuðlaði að því að þeir gátu náð þeim árangri sem þeir náðu síðar, á fundunum í Wash- ington og Moskvu. Það þriðja sem ég myndi nefna tengist fundarstaðnum sjálfum, Höfða. Þetta er nokkuð sem ég fór að hugsa þegar ég heimsótti húsið [á fimmtudag]; en ég velti fyrir mér hvort það hafi ekki stuðlað að breyttu andrúmslofti milli þeirra. Ég segi þetta því að fundarstaður- inn var svo ólíkur fundarsölum í Versölum eða Kreml eða öðrum af þeim toga, þetta var meira eins og ef tveir strákar hefðu farið í útilegu í litlum kofa í skóginum. Ég velti því fyrir mér hvort húsið og andinn í því hafi ekki stuðlað að umbyltingu í samskiptum þeirra.“ Morgunblaðið/Kristinn Í vettvangsskoðun William Taubman virðir fyrir sér málverkin á veggjum Höfða. Við hlið hans er Jón Hákon Magnússon. Taubman hyggst lýsa andrúmsloftinu í Höfða í bók sem hann hefur í smíðum um Gorbatsjov. Gorbatsjov og Reagan voru sálufélagar Í HNOTSKURN »William Taubman hlautPulitzer-verðlaunin eft- irsóttu fyrir bók sína Krúst- sjov: the Man and his Era, en hún kom út 2003. Rannsókn- arvinnu vegna bókarinnar hafði Taubman hafið tuttugu árum fyrr. »Tvö ár eru liðin síðanTaubman hóf rannsókn- arvinnu vegna ævisögu Míkhaíls Gorbatsjovs en hann hefur heitið útgefanda sínum því að ljúka verkinu á sjö ár- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.