Morgunblaðið - 14.10.2006, Page 56

Morgunblaðið - 14.10.2006, Page 56
56 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS ÞEGAR FRÉTTIR AF DAUÐA DÍÖNU PRINSESSU SKÓKU HEIMS- BYGGÐINA, DRÓ HENNAR HÁTIGN ELÍSABET II DROTTNING SIG TIL HLÉS INNAN VEGGJA BALMORE KASTALA. EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS eeee SV, MBL „LEIKURINN EINSTAKUR OG UMFJÖLLUNAREFNIÐ ÁHUGAVERT.“ eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM THE QUEEN ER ÞRISTUR eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. ZIDANE kl. 8 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8:30 LEYFÐ THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 10:30 Án texta B.i. 16.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 3:50 - 6 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:15 Tilboð 400kr. B.i. 12.ára. SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNUMÖNNUM SÖGUNNAR Munið afsláttinn / KRINGLAN BEERFEST kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 12.ára. THE THIEF LORD kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 4 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ OVER THE HEDGE m/Ísl. tali DIGITAL kl. 2 LEYFÐ eee E.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. kvikmy FRÁ HÖF SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG eee BBC eeee EMPIRE eee ROLLING STONE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS SparBíó 450 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 1:4 bændum neina úr- slitakosti. Hornfirðingurinn spurði svo Víkverja, hvort hann væri að koma af einhverju Framsóknarþingi. Vík- verji neitaði því en spurði af hverju hann væri sakaður um að vera Framsókn- armaður. Svarið var í úrhellisrigningu: Hér á Höfn í Hornafirði fer alltaf saman úrhell- isrigning og fundir Framsóknarmanna. Að öðru: Víkverji er þeirrar skoðunar, að fyrra mark Svíanna á Laugardals- velli sl. miðvikudag hafi verið óvenju glæsilegt og að áhorfendur á vell- inum hafi ekki sýnt sanna íþrótta- mennsku með því að fagna ekki þessu allt að því listræna marki eins og var við hæfi heldur taka því með hundshaus. A.m.k. átti það við um sessunaut Víkverja, sem atyrti þann hinn sama fyrir að láta þessa skoðun í ljósi. Skot Svíans var allt að því jafn stórfenglegt og vörn Tona, mark- manns KR-inga á Melavelli á árunum fyrir 1950, þegar hann varði víta- spyrnu frá erlendu liði á svo stórbrot- inn hátt að það ætti að skrá í söguna. Það er allt í blóma áHöfn í Hornafirði, ef marka má tal fólks, sem Víkverji hitti á förnum vegi þar fyrir skömmu. Síldin er nokkuð árviss búbót á þessum tíma, sem skapar vinnu og tekjur. Sjávarútvegurinn í góðu gengi eins og m.a. má sjá af því, að Horn- firðingar hafa keypt tvo stóra báta frá Húsavík. Hornfirðingar eru ánægðir með rekstur Skinneyjar-Þinganess og segja það óhemju öflugt fyrirtæki. Þeir eru ekki jafn ánægðir með stöðuna í sláturhúsinu. Bændur í ná- grenninu eru sumir hverjir tregir til að senda fé sitt í sláturhús en beita því þess í stað á græn túnin og jafn- vel í kálgarða til að auka þyngd. Á meðan bíður starfsfólkið allt að því með hendur í skauti. Þegar Víkverji spurði, hvort ekki væri hægt að setja bændum úr- slitakosti, annað hvort að koma með féð í sláturhúsið núna eða að engu yrði slátrað var svar mannsins á göt- unni, að það væri ekki svo einfalt. Nú væri skortur á kjöti, öllu kjöti og þess vegna gætu sláturhús ekki sett          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Orð dagsins : Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eft- ir þeim. (Esk. 20, 20.) velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Virkjanir FYRIR mörgum árum átti ég þess kost að skoða Hoover Dam- virkjunina í Colorado. Þessi risa- stóra virkjun var byggð á kreppu- árunum til að auka atvinnu og lífs- gæði. Stíflan er stolt manna og árlega kemur nær ein milljón manns til að líta hana augum. Þessu finnst mér að mætti að mörgu leyti líkja við Kára- hnjúkavirkjun, hún er til að auka lífsgæði fólks á Austurlandi, auk þess mun hún þegar fram líða stundir draga að mikinn ferða- mannastraum og menn vera stoltir af þessu þrekvirki í óbyggðum landsins. Finnst mér að menn ættu að vera stoltir yfir slíku þrekvirki í okkar fámenna landi. Allt þetta neikvæða umtal um virkjunina finnst mér miður og óskiljanlegt og vitna ég í grein- argóða lýsingu á þessum málum í grein Odds Benediktssonar í Morgunblaðinu 7. október sl. Með þökkum, 021023-4859. Friðarsúla í Viðey Í FRÉTTUM var verið að segja frá fyrirhugaðri friðarsúlu í Viðey. Einnig að borgaryfirvöld í Reykja- vík ætluðu að stofna friðarstofnun sem yrði miðstöð sáttastarfs í al- þjóðamálum og mun fyrrverandi forseti Slóvakíu vera í forystu í starfi hennar. Friðarstofnunin mun hafa það hlutverk að miðla málum í alþjóðlegum deilum, koma á samskiptum milli deiluaðila og hafa milligöngu í friðarverkefnum. Ætlunin mun vera að stofnunin beri og efli nafn Reykjavík- urborgar á alþjóðavettvangi og tengi hana við 20 ára afmæli Höfðafundarins 1986. Fyrir mörg- um öldum var uppi spámaður sem reiknaði út og sá fyrir að frá landi einu í norðri myndi einhvern tíma streyma mikill friðarboðskapur sem myndi breyta heiminum í frið- arátt. Þegar nánar var að gáð og reiknað út kom í ljós að landið var Ísland. Ætli þessi gamli spádómur sé nú að rætast? Friðarsinni. iPod í óskilum í Kópavogi IPOD fannst við bygginguna á gjánni í Kópavogi sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 554 4689. Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst í Elliðaárdal fyr- ir um 2 vikum. Upplýsingar í síma 659 5865. Reiðhjól í óskilum í Vesturbæ NÝLEGT kvenreiðhjól, Giant Aluxx, er í óskilum við söluskálann Glóðina hjá Sundlaug Vest- urbæjar. Eigandi getur haft sam- band í síma 552 6101. Sting sólgleraugu týndust SVÖRT Sting-sólgleraugu týndust í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 2 vikum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 659 8560. Fundarlaun. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 70 ára afmæli. Ídag, 14. októ- ber, er sjötugur Ólafur Bergþórsson Theodórs grunn- skólakennari. Ólaf- ur tekur á móti gest- um milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn á Laugavegi 164, 2. hæð. MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Í dag er laugardagur 14. október, 287. dagur ársins 2006 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sameiginleg verkefni treysta böndin við aðra. Skipulagning hrútsins gerir þetta mögulegt. Kannski lítur svo út að þú þurfir að leggja mest á þig, en þú átt líka eftir að bera mest úr býtum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hefur sett saman lista og dundar sér nú við það að merkja við það sem bú- ið er. Þetta er enn skemmtilegra en að slökkva elda sem aðrir hafa kveikt. Bandamaður kemur til skjalanna og hjálpar þér að ljúka öllu með stæl. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fílar gleyma engu og þeir geta ekki stokkið. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Hættu þessari langrækni og vittu hvort þú tekst ekki á loft. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn hefur komist að því að hann stýrir sjálfur sínum örlögum og í kjöl- farið átt erfitt með að sætta sig við sumt sem gerist. Í bili er allt í lagi að staldra bara við og hugsa „hvers vegna?“ eða „hvernig?“ og fylgjast með. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er í fremur taugatrekkjandi að- stæðum. Og uppfyllir reyndar allar hæfniskröfurnar. Gerðu hlustun og samúð að þínu helsta takmarki og þá losnarðu kannski við eitthvað af fiðrild- unum úr maganum. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Mars eru að fikra sig í átt að magnaðri sam- tengingu og erfiðleikar og misskilningur milli kvenna og karla verður yf- irbugaður á meðan. Kannski laðast mað- ur að því sem maður hafði óbeit á áður og eitthvað sem áður reyndi virkilega á þolrifin er hreinlega hjartfólgið í bili. Munurinn á orku karlsins og konunnar er undirstaða aðlöðunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.