Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 1

Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 1
ÍSLENSKUR GLÆPUR MÝRIN EFTIR ARNALD Í LEIKSTJÓRN BALTASARS KORMÁKS FRUMSÝND Á FÖSTUDAG >> 40 RAUÐHETTUR ENGAR REGLUR NEMA GAMANIÐ EITT DAGLEGT LÍF >> 22 Seoul. AFP. | Ráðamenn í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum lögðu í gær fast að stjórnvöldum í Norður-Kóreu að sprengja ekki fleiri kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni. Áður hafði kommúnistastjórnin í Pyongyang lýst því yfir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- tilraunar N-Kóreumanna jafngiltu „stríðs- yfirlýsingu“. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjafor- seta, gaf til kynna að stjórnvöld í Wash- ington byggjust við því að Norður-Kóreu- menn sprengdu aðra kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Franska stjórnin sagði að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum ef þeir sprengdu aðra kjarnorkusprengju. Kínversk stjórnvöld, helstu bandamenn Norður-Kóreumanna, sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um að þeir væru að undirbúa aðra kjarnorkutilraun en hvöttu stjórnina í Pyongyang til að forðast hvers konar aðgerðir sem gætu aukið spennuna. Búast við nýrri kjarn- orkutilraun Vara N-Kóreu við fleiri sprengingum ÁKVEÐIÐ hefur verið að hvalveið- ar í atvinnuskyni hefjist á nýjan leik og verður leyft að veiða níu lang- reyðar og 30 hrefnur á yfirstand- andi fiskveiðiári 2006–2007. Kemur þessi kvóti til viðbótar þeim 39 hrefnum sem veiddar verða á næsta ári vegna vísindaveiða Hafrann- sóknastofnunar. Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra tilkynnti þetta á Alþingi í gær og hélt Hvalur 9 á miðin vestur af landinu í gær- kveldi. Var hann væntanlegur þang- að um hádegisbil. við eigum að hefja hvalveiðar,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. „Í okkar augum er þetta bara enn ein atlagan að ferðaþjónustunni á Íslandi. Þarna er verið að fara á stað í eitthvað allt annað en vísindaveiðar á nokkrum hrefnum. Það er verið að fara í stórhveli sem hafa mjög sterka ímynd erlendis,“ sagði Ás- björn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtakanna. Sjávarútvegsráðherra sagði að í raun væri um lítið skref að ræða, enda væri það stefna íslenskra stjórnvalda að stíga varlega til jarð- ar í hvalveiðimálum. Þjóðréttarleg- ar heimildir væru til hvalveiða í at- vinnuskyni og Ísland gæti hafið þær veiðar líkt og ríki eins og Bandarík- in, Rússland, Japan og Noregur. „Ánægjulegt að menn hafi tekið af skarið. Einar K. Guðfinnsson er búinn að keyra þetta mál af fullum krafti eins og hans er von og vísa, enda hefur hann haft þá skoðun að Morgunblaðið/ÞÖK Tilbúnir í slaginn Unnið var að því í gærkvöldi að gera klárt fyrir hvalveiðarnar. Meðal annars var byssunni komið fyrir á sínum stað. Hvalur 9 væntanlegur á miðin um hádegisbilið Í HNOTSKURN » Hvalveiðar skiluðu um2% af útflutningsverði sjávarafurða síðustu árin sem þær voru stundaðar frá hvalstöðinni í Hvalfirði. » Að meðaltali 234 lang-reyðar, 68 sandreyðar og 82 búrhvalir voru veidd ár- lega hér á árunum 1948- 1982. Ákvörðunin um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni vekur sterk viðbrögð Morgunblaðið / ÞÖK  Hvalveiðar | 10–12 Peking. AP. | Kínverskur háskóli hefur tek- ið upp þá nýbreytni að skylda alla nema í lögfræði, viðskiptafræði og fleiri fögum til að læra golf. Haft er eftir rektor háskóla í borginni Xiamen í suðausturhluta Kína að hann vilji „bjóða yfirstéttarfólki upp á bestu mögulegu menntun“ og golf sé mik- ilvægur þáttur í því. Rektorinn segir golfkennslu nauðsyn- lega til að undirbúa nemana fyrir við- skiptalífið vegna þess að margir samn- ingar séu gerðir á golfvöllunum. Golfkennslan á að hefjast eftir tvo mánuði, að sögn kínversku fréttastof- unnar Xinhua, sem hefur eftir rektornum að nemar í hagfræði og tölvufræði verði einnig skyldaðir til að læra golf. Golf gert að skyldugrein inum, um 170 tonnum á mínútu, og fer í um 240 tonn á mínútu um helgina en gert er ráð fyrir að dæl- ingin standi yfir samtals í um þrjá mánuði. Fyrirtækið At-Afl verktakar sér um framkvæmdirnar og steypustöð BM Vallá um steypuþáttinn. „Þetta er gríðarlega flókið verkefni,“ segir Sigurþór Jóhannesson stöðvar- stjóri. | 20 UM helgina verður plata í grunni íbúðablokkar í Hafnarfirði steypt og fara um 1.300 rúmmetrar af steypu í plötuna. Fjórar steypu- stöðvar verða undirlagðar vegna verksins og 27 steypubílar sjá um að koma steypunni á réttan stað. Byggingin rís við norðurbakkann í Hafnarfirði gegnt veitingahúsinu A. Hansen. Undanfarna tvo mánuði hefur vatni verið dælt úr grunn- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flókið verkefni Um 1.300 rúmmetrar af steypu fara í plötuna. Tuttugu og sjö steypubíla þarf til BLÓÐSÚTHELLINGUNUM í Írak gæti lokið „innan nokkurra mánaða“ ef Bandaríkjamenn hæfu samstarf við Írana og Sýrlendinga um að koma á friði í landinu, að sögn Jalals Talabanis, forseta Íraks. Talabani sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að samstarf við Írana og Sýrlendinga myndi „marka upphafið að endalokum hryðju- verkastarfseminnar“. Hermt er að nefnd, sem nýtur stuðnings Bandaríkjaforseta, íhugi að leggja til að leitað verði eftir sam- starfi við Írana og Sýrlendinga. Vill aðstoð grannríkja ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 283. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.