Morgunblaðið - 18.10.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 18.10.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 17 Washington. AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti skrifaði í gær und- ir umdeild lög sem heimila starfsemi leynifangelsa og harðar yfirheyrslu- aðferðir og sérstakan herdómstól yf- ir meintum hryðjuverkamönnum. „Það er sjaldgæfur atburður að forsetinn geti undirritað lög sem hann veit að muni bjarga bandarísk- um mannslífum. Ég hef notið þeirra forréttinda,“ sagði Bush við athöfn í Hvíta húsinu. Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu lögin í síðasta mánuði, en þau urðu tilefni til mikilla umræðna um aðferðir Bush-stjórnarinnar í hryðjuverkastríðinu svokallaða. Lögin voru samin í kjölfar úr- skurðar Hæstaréttar landsins í júní- mánuði um að Bush hefði farið út yf- ir valdsvið sitt og brotið ákvæði Genfar-sáttmálans þegar hann heimilaði sérstakan herdómstól fyrir meinta hryðjuverkamenn. Umrædd lög verða framvegis höfð til viðmiðunar við yfirheyrslur en þau banna „grimmilega og óvenju- lega“ meðferð á föngum án þess að útskýra það nánar. Jafnframt eru þau talin munu greiða leiðina fyrir því, að réttað verði í málum nokkur hundruð fanga í Guantanamo-fanga- búðunum á Kúbu. Gagnrýnir lögin harðlega Anthony Romero, framkvæmda- stjóri Bandarísku borgararéttinda- samtakanna (ACLU), var harðorður í garð Bandaríkjaforseta í gær og sagði „nýju lögin eitthvert versta skref í mannréttindamálum í sögu Bandaríkjanna“. Samþykkir ný lög um fanga Bush heimilar starfsemi leynifangelsa TVEIR meintir hryðjuverkamenn eru nú á flótta undan breskum stjórnvöldum eftir að hafa sloppið undan eftirlitsmönnum þeirra. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir stjórn Tonys Blairs forsætisráð- herra sem hafði áður sagt mennina svo hættulega að þeir yrðu að sæta ströngu eftirliti. Til að gera illt verra viðurkenna yfirvöld að þau hafi ekki hugmynd um hvar mennirnir eru niður komnir, að því er breska dag- blaðið Guardian skýrði frá í gær. Þar kemur einnig fram, að annar maðurinn, Íraki sem var grunaður um að tengjast hryðjuverkastarf- semi, hafi fyrir tveimur mánuðum sloppið undan eftirlitsmönnum sem sinna gagn-hryðjuverkastarfsemi. Hafði stjórnin áður lýst honum svo, að hann væri svo hættulegur að rétt- lætanlegt væri að skerða frelsi hans án ákæru eða réttarhalda. Hinn maðurinn, Breti sem er grunaður um að vera meðlimur hóps sem tengist al- Qaeda hryðju- verkanetinu, flúði fyrir tveimur vik- um út um glugga geðhjúkrunar- deildar, þar sem öryggisgæsla var talin örugg. Málið þykir óheppilegt fyrir John Reid innanríkisráðherra sem lofaði í maí, þegar hann tók við emb- ætti af Charles Clarke, að koma á nauðsynlegum umbótum á ráðuneyt- inu, eftir að fjölda erlendra brota- manna hafði verið sleppt úr fangelsi í embættistíð forvera hans án þess að þeim hefði verið vísað úr landi. Lögðu til eftirlit kennara Til að bæta gráu ofan á svart fyrir stjórn Blairs kemur málið upp nokkrum dögum eftir að Guardian birti frétt um skýrslu sem hafði verið lekið til blaðsins, þar sem var m.a. fjallað um þá tillögu stjórnvalda, að hvetja háskólakennara til að fylgjast með íslömskum nemendum og þeim sem „litu út fyrir að vera frá Asíu“. Var markmiðið að auka eftirlit með hugsanlegum hryðjuverkamönnum. Sluppu úr greipum breskra stjórnvalda Mistök við eftirlit afhjúpa göt í gagnhryðjuverkaneti Blairs John Reid Í HNOTSKURN »Blair hefur lagt áherslu áeftirlit með meintum hryðjuverkamönnum. »Reid boðaði umbætur áinnanríkisráðuneytinu þegar hann tók við því í maí. »Eftirlitið átti að auka ör-yggi breskra ríkisborgara. »Stjórnarandstaðan telurmálið vera til skammar. IÐKENDUR Shaolin-sjálfsvarnarlistarinnar sýna færni sína við setningu heimsmeistarakeppni í listinni nálægt Shaolin-musterinu í Kína í gær. Um 15.000 kung fu-iðkendur tóku þátt í setningarathöfninni. Shaolin-keppni í Kína AP HUBBLE-sjónaukinn náði fyrir skömmu einstæðum myndum af árekstri tveggja vetrarbrauta. Myndirnar, sem voru fyrst birtar í gær, sýna úr fjarska þegar millj- arðar stjarna rekast hver á aðra. Vetrarbrautirnar tvær sem um ræðir tóku að nálgast hvor aðra fyrir 500 milljónum ára. AP Hægfara hamfarir í himingeimnum N‡ju umbú›irnar eru einstaklega flægilegar. fiær fl‡ta fyrir matseldinni og henta vel í fjölbreytta rétti – en innihaldi› er a› sjálfsög›u sami frískandi og hitaeiningasnau›i s‡r›i rjóminn. Ger›u fla› gott me› s‡r›um rjóma – frá MS. Nú fæst 10% s‡r›i rjóminn frá MS í handhægum sprautuflöskum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.