Morgunblaðið - 18.10.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.10.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Neskirkju í kvöld kl. 19.30. Aðaleinleikari verður hollenski slagverksleik- arinn Frank Aarnink en hann leikur einleik á marimbu í Concertino fyrir marimbu og blásara eftir Alfred Reed. Nýtt verk, Spaugelsi, eftir Báru Sigurjónsdóttur verður frumflutt á tónleikunum, en önnur verk á efnisskránni eru eftir Eric Swiggrs, Alan Parsons, Earth wind and Fire, og fleiri. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykja- víkur er Lárus Halldór Grímsson. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Tónleikar Spaugelsi á Lúðra- sveitartónleikum Bára Sigurjónsdóttir ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar syngur í Hafnarborg í kvöld. Dagskrána kallar kórinn Haustfagnað, og á efnisskránni verður bæði íslensk og erlend tónlist. Verk Jóns Ásgeirs- sonar verða í öndvegi meðal þeirra íslensku, en óperukórar eru að sjálfsögðu uppistaða er- lenda hlutans. Óperukórinn var stofnaður árið 2000 og eru söngfélagar nú vel á áttunda tuginn. Markmið kórsins hefur frá upphafi verið að sérhæfa sig í flutningi á vínar- og óperutónlist. Stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir en Peter Máte er píanóleikari kórsins. Óperutónleikar Jón Ásgeirsson og óperukórar Elín Ósk Óskarsdóttir FYRSTU tónleikar Bang Gang í Bandaríkjunum verða haldnir í kvöld í Getty-safninu í Los Angeles. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslensk hljómsveit heldur tónleika í þessari virtu listamiðstöð. Ís- lenska útgáfufélagið From Nowhere Records er nú að undirbúa fyrstu útgáfu sína í Bandaríkjunum og verður hljómsveitin Bang Gang fyrsta útgáfuverkefni félagins. Er stefnt að því að gefa út fyrstu plötu hljómsveitarinnar í byrjun næsta árs. Getty-safnið var stofnað árið 1974 af ol- íukónginum J. Paul Getty. Tónleikar Bang Gang spilar í Getty-listasafninu Barði Jóhannsson Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com UNDANFARNA daga hefir hljóm- sveitin Hellvar verið á stuttri og snarpri tónleikferð í austurhluta Berlínar, einkum þó í Prenzlauer Berg, þar sem fjórir af fimm tón- leikum hennar fóru fram. Segja má að í Berlín sé sveitin á heimavelli, þar sem hún var einmitt stofnuð þar haustið 2004 af Heiðu og Elvari er þau bjuggu þar um hríð. Þreytti sveitin og þar sína fyrstu tónleika. Allajafna er sveitin einnig skipuð bassaleikaranum Flosa Þorgeirs- syni, sem var þó fjarri góðu gamni nú. Þannig voru þessir tónleikar í tvennum skilningi afturhvarf til for- tíðar, þótt auðvitað sé markmiðið varla að upplifa nostalgíu hjá jafn ungri sveit og Hellvar er. Upphaflega átti sveitin einvörð- ungu að spila á einum tónleikum, sem voru hugsaðir sem eins konar kynningartónleikar fyrir sveitina. En meðlimum þótti það ótækt og notuðu sambönd sín í Berlín til að koma á fleiri tónleikum sem þau héldu í samvinnu við bandarísku hljómsveitina Zahnarzt. En Heiða og Elvar kynntust einmitt söngvara þeirrar sveitar á sínum tíma í Berlín. Undirritaður var viðstaddur tvenna af þessum tónleikum; 11. október, er sveitin spilaði á NBI í Kulturbrauerei Prenzlauer Berg, og 12. október á Schokoladen í Mitte. Á fyrrnefnda kveldinu, sem að sögn meðlima var mikilvægasta kveldið fyrir þau bransans vegna (kynning- artónleikarnir), spilaði sveitin ein. Óhætt er að segja að yfir kveldinu hafi ríkt samkynhneigð slagsíða, þar sem uppistaða viðstaddra var, líkt og Berlínarbúinn og Íslendingurinn Hrafnkell (Melli) komst að orði, tuttugu og eins árs „elektró“ homm- ar. Og þar sem Hellvar spilar einkar rafskotna tónlist átti það því vel við. Málið var bara hvernig þeim yrði tekið þar sem sagan segir að „elektró“ hommar séu allajafna afar kröfuharðir er kemur að raftónlist. Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir heppnuðust vel, þrátt fyrir vandræði með tölvuna, sem plagaði tónleikahaldið frá byrjun og leiddi af sér langar pásur milli laga. Það vandamál leysti Heiða þó með því að segja sögur og fá tónleika- gestina til að reka upp stuðóp. All- tént var þarna fjöldinn allur af fólki sem dillaði sér ótt og títt við hljóma sveitarinnar, þannig að óhætt er að segja að kynningarstarfið hafi geng- ið vel. Í það minnsta má telja líklegt að samkynhneigðir Berlínarbúar kaupi þær geislaskífur er sveitin kemur til með að senda frá sér í framtíðinni. Seinni hljómleikarnir voru af öðru sauðahúsi og fóru fram í einkar pönkaralegum húsakynnum, þar sem „gerðu það sjálfur“ andi svífur yfir vötnum, enda kannski ekki skrýtið þar sem Heiða og Elvar eru bæði meðlimir í pönksveitinni Dys. Fyrir vikið voru hljómleikarnir laus- ari í reipunum og meiri partíbragur yfir kveldinu hvað nánd sveitar við áhorfendur varðaði, enda endaði kveldið með því að Hellvar og Za- hnartz, sem einnig spilaði á þessu kveldi, fóru upp á svið og tóku sam- an spuna í lokin … Segja má að í hverri viku fari fram listviðburðir hér í borg þar sem Ís- lendingar koma við sögu, enda er borgin, eða allavega hluti hennar, að verða eins konar framlenging af listasenunni á Íslandi. Færist það og í vöxt að íslenskar hljómsveitir bregði sér hingað til að spila á nokkrum tónleikum eða svo. Það er enda ekki eins erfitt og halda mætti að skella upp tónleikum hér í borg, nóg er af stöðunum. Málið er nokk- urn veginn bara það að koma sér upp samböndum, sem ætti að vera hægur vandi á okkar net-orgíu tím- um og láta svo slag standa. Það gerði alltént Hellvar. Rafskotin Hellvar í Berlín Tónleikar Heiða og Elvar í hljómsveitinni Hellvar í banastuði í Berlín. TENGLAR .............................................. http://www.myspace.com/ hellvarmusic http://www.myspace.com/zahnarzt http://www.neueberlinerinitiative.de http://www.schokoladen-mitte.de SVEITASÖNGV- ARINN Johnny Cash hlaut við- urnefnið svart- klæddi mað- urinn, vegna þess að hann þvertók fyrir að skarta rín- arsteinum og öðru glysi í höll sveitasöngsins, Grand Ole Opry. Í nýrri ævisögu um Cash: Johnny Cash: The Biography, þykir höf- undurinn, Michael Streissguth draga upp sérstaklega raunsanna mynd af þessum ástsæla sveita- söngvara, sem lést fyrir fáeinum árum. Streissguth leggur sérstaka áherslu á þá togstreitu sem Cash átti í alla sína tíð, þar sem kristilegt uppeldi, erfiðar fjölskyldu- aðstæður, músík og mannlegur breyskleiki tókust á. Gagnrýnandi New York Times, Douglas Brinkley segir bók Streiss- guths taka fyrri ævisögum um Cash Svartklæddi maðurinn, frá 1975 og Cash, frá 1997 langt fram. Hann segir að í þeim sé krítað afar liðugt um ýmis atriði en Streiss- guth afhjúpi margar þeirra goð- sagna sem umlukt hafi Cash og líf hans. Brinkley segir ævisöguna þó ekki standast bókmenntalegan samanburð við sambærilegar ævi- sögur snilldarpennanna Peters Gu- ralnick um Elvis Presley og Elijas Wald um blúskónginn Robert John- son, en góðu heilli komist hún aldr- ei á plan poppskríbenta tónlistar- tímaritanna Rolling Stone og Spin. „Samt sem áður nálgast Streiss- guth viðfangsefni sitt stundum eins og vandfýsinn fræðimaður, fjötr- aður í minnismiðana sína. Þó er ótrúlegt hversu mikið hann hefur grafið upp af áður óbirtu efni, og það er frábært.“ Þessu til árétt- ingar vitnar Brinkley beint í orð höfundarins: „Það hefði mátt búast við því að kröfur frægðarinnar, þokumóða eiturlyfjafíknar, eða skortur á grunnmenntun hefðu sljóvgað bitið í penna Cash, en stað- reyndin er sú að hann notaði tíma sinn á hótelherbergjum, í flug- vélum, heima og víðar, til að skrifa löng bréf sem sýna hann sem djúpt hugsandi mann; bréf um trú, ástina á lífinu, reiðina innra með honum, og hugmyndir að verkefnum í tón- listinni.“ Da Capo Press gefur út. Goðsagnirn- ar um Cash afhjúpaðar Ævisaga svartklædda sveitasöngvarans Johnny Cash LANDSSAMTÖK hátíða og menn- ingarviðburða, LHM, hafa verið stofnuð en tilgangur samtakanna er að vera málsvari félagsmanna gagn- vart opinberum aðilum sem öðrum og gæta hagsmuna þeirra. Samtökin eiga að vera sameiginleg rödd allra sem standa að eða skipuleggja há- tíða- og menningarviðburði á Ís- landi. Skipulagning og tímasetningar viðburða mikilvæg Júlíus Júlíusson, einn af forsvars- mönnum samtakanna, segir að stofnaðilar séu um 60 talsins. „Þarna eru innanborðs helstu hátíð- ir, stórar sem smáar. Við erum kom- in með á skrá yfir 200 hátíðir og menningarviðburði og þar eru íþróttaviðburðir ekki meðtaldir,“ segir Júlíus. Hann segir að tilgangurinn með samtökunum sé ekki síst sá að skipuleggja tímasetningar hátíða og menningarviðburða þannig að þeir rekist ekki hver á annan og að gefa stjórnendum þeirra tækifæri til þess að bera saman bækur sínar. LHM stendur fyrir haustfundi í Reykjavík sem kallast Haustlaukur og vorfundi á landsbyggðinni sem kallast Vorbræðingur. Með fund- unum er markmiðið að skapa sam- bönd og persónuleg tengsl milli fé- lagsmanna og gefa þeim tækifæri til að miðla af reynslu sinni og skiptast á upplýsingum. Júlíus segir að LHM sé ætlað að stuðla að samþættingu og betri nýt- ingu fjármagns, efla fagmennsku í viðburðastjórnun og það verði meðal annars gert með námskeiðahaldi. LHM stefnir jafnframt að því að til verði gagnagrunnur sem nýst geti félagsmönnum og utanaðkomandi aðilum þar sem við á. Ennfremur eiga samtökin að standa fyrir upp- lýsingagjöf fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. „Við erum núna að fara af stað með það að kynna samtökin fyrir öllum þeim sem geta gengið í þau. Þeir sem þar eiga heima eru skipu- leggjendur og stjórnendur hátíða og viðburða. Við héldum aðalfund um síðustu helgi þar sem farið var yfir árið og síðan stendur til að opna heimasíðu þar sem fram kemur meðal annars viðburðalisti. Það hef- ur mikið verið spurt um hann og nauðsynlegt að hafa hann á einum stað. Samvinna og samskipti er meginmálið með samtökunum sem og miðlun þekkingar og upplýs- inga.“ Hann segir það afar mikilvægt í starfi samtakanna að miðla upplýs- ingum um viðburði í þeim tilgangi að draga úr hættu á því að margir skipuleggi viðburði á sama tíma. „Það kom til dæmis fram á fund- inum hjá okkur að sumir af smærri skipuleggjendunum höfðu áhyggjur af aðsókn á sína viðburði en þegar málið var skoðað nánar kom í ljós að nokkrir viðburðir voru á sama tíma. Við vonum að við náum að vinna betur saman og dreifa viðburðunum betur öllum til hagsbóta.“ Menning | Landssamtök hátíða og menningarviðburða formlega stofnuð Yfir 200 viðburðir komnir á skrá hjá LHM nú þegar Morgunblaðið/Jim Smart Viðburðir Landsamtök hátíða og menningarviðburða ætla að beita sér fyr- ir miðlun þekkingar og upplýsinga á sviði viðburðastjórnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.