Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ EKKI er hlaupið að því að gera friðarsúluna, sem fyrirhugað er að reisa í Viðey, og segir Árni Páll Jóhannsson, hönnuður verksins, að hreina loftið geri verkið tæknilega erfitt. Árni Páll hefur átt nokkra fundi með Yoko Ono um gerð listaverksins. Hann segir mik- ilvægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu sem allir sætti sig við. Hreina loftið setji strik í reikninginn og hafa beri í huga að ljós verði að lenda á einhverju til að það sjáist. Samt séu til ýmsar aðferðir til að leysa vandamálið og hafi hann farið um víðan völl í þeim til- gangi, bæði hvað varðar efni og hönnun. „Við Yoko höfum velt þessu mikið fyrir okkur í eldhúskróknum hjá henni,“ segir hann. Ein af hugmyndunum er að láta ljósið lenda í örfínum vatnsúða. Árni Páll leggur áherslu á að verkið verði ekki orkufrekt og segir að Yoko leggi áherslu á að það verði fínlegt og nátt- úruvænt. Úði Í Íslandsskálanum á heimssýningunni í Hannover notaði Árni Páll vatnsúða. Gerð friðar- súlu erfið Hafnarfjörður | Verið er að und- irbúa mjög viðamikið steypuverk- efni við norðurbakkann í Hafn- arfirði, en á föstudag á að steypa þar grunn undir bílakjallara og fara um 1.300 rúmmetrar af steypu í plötuna. Steypustöð BM Vallá sér um verkið fyrir At-Afl verktaka og notar til þess fjórar steypustöðvar og 27 steypubíla en ljúka á vinnunni á átta tímum. Fyrirtækið At-Afl verktakar sér um framkvæmdirnar við bygginguna og segir Sigurþór Jó- hannesson, stöðvarstjóri, að svona stórar plötur séu ekki daglegt brauð. Þykkt plötunnar verði mik- il og áður þurfi að dæla gríðarlega miklu magni af vatni úr grunn- inum. „Það er dælt allan sólar- hringinn þessa dagana,“ segir hann og bætir við að steypt verði á háfjöru frá klukkan 10 á föstu- dagskvöld til sex morguninn eftir. „Þetta er gríðarlega flókið verk- efni,“ heldur Sigurþór áfram og vísar meðal annars til mikilla járnabindinga og jarðvegsskipta. „Sjórinn er afskaplega erfiður viðureignar.“ Þorsteinn Víglundsson, for- stjóri BM Vallár, segir að líkja megi þessu verkefni við brúar- dekk á stórum mislægum gatna- mótum. Í þau hafi farið 1.100 til 1.200 rúmmetrar af steypu en þá hafi verið unnið lengur eða í 10 til 12 tíma. BM Vallá notar fjórar steypustöðvar sínar á suðvest- urhorni landsins í verkið og 27 steypubíla, en þeir koma m.a. frá Reyðarfirði, Akureyri og Akra- nesi. „Það er gaman að takast á við svona verkefni,“ segir Þor- steinn Víglundsson. Viðamikið steypuverkefni Um 1.300 rúmmetrar af steypu, fjórar steypustöðvar og 27 steypubílar í verkið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vatnsmagn Um 170 tonnum af vatni, aðallega sjó, er dælt úr grunninum á mínútu. Vatnsmagnið verður aukið í 240 tonn á mínútu um helgina og kemur dælingin til með að standa í þrjá mánuði. Í HNOTSKURN » Um 1.300 rúmmetrar afsteypu fara í plötuna. Fjórar steypustöðvar og 27 steypubílar verða á fullu við verkið í átta tíma. » Steypubílar koma m.a.frá Reyðarfirði og Ak- ureyri vegna vinnunnar. » Þetta er eitt viðamestaog erfiðasta verk sem Al-Afl verktakar hafa séð um, að sögn stöðvarstjóra. Steypa Um 1.300 rúmmmetrar af steypu fara í plötuna í grunni bygg- ingarinnar en þarna við sjóinn verða byggðar tvær íbúðablokkir. SÚLAN EA 300 hóf í gær síðustu síldarvertíðina, a.m.k. undir stjórn núverandi eigenda, en skipið hefur verið selt Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað og verður afhent í vor. „Við erum að skríða framhjá Sval- barðseyrinni,“ sagði Bjarni Bjarnason, skip- stjóri, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærdag en þeir eiga skipið sam- an, hann og Sverrir Leósson og hafa rekið síðan 1988. Þar áður átti skipið Leó Sig- urðsson, faðir Sverris. Nótin var tekin um borð í Súluna í gær og síðan var lagt í hann. „Við megum veiða 2.000 tonn en vitum ekkert hvað vertíðin stendur lengi; rennum algerlega blint í sjóinn með það,“ sagði Bjarni. Svo vonast hann auðvitað til þess að eitthvað veiðist á loðnuvertíðinni áður en skipið verð- ur afhent nýjum eigendum. Bjarni hefur verið á Súlunni frá 1968 og skipstjóri síðan 1978. „Ætli ég sé ekki búinn að fara marga hringi í kringum hnöttinn á henni.“ Hann segir Súluna barn síns tíma, skipið sé að komast á aldur enda bú- ið að skila sínu. „Skipið er orðið 40 ára og eðlilegt að það geti ekki hald- ið í við nýju skipin. En það hefur alltaf gengið vel, hér hafa aldrei orð- ið nein óhöpp eða slys – 7, 9, 13; og vonandi verður svo áfram.“ Bjarni byrjaði snemma á sjó, enda með sjómannsblóð í æðum; faðir hans, Bjarni Jóhannesson, var skip- stjóri árum saman og þess má geta að bróðir Bjarna, Árni, var einnig skipstjóri og er nú forseti Far- manna- og fiskimannasambandsins. „Ég fór beint í Stýrimannaskól- ann eftir gagnfræðapróf og hef síðan verið við þetta. Ég held ég hafi farið á fyrstu vertíðina 7 ára gamall; var þá í fóstri hjá pabba á gamla Snæ- fellinu.“ Bjarni segir mikið hafa breyst í gegnum árin. „Úthaldið var miklu grimmara áður fyrr; þegar veiðar voru óheftar var andskotast í öllu en eftir að kvótakerfið var sett á er allt orðið sérhæfðara. Hér áður veiddum við þorsk, rækju og nánast hvað sem er.“ Hann segir að vissulega hefði ver- ið heppilegra að sækja sjóinn jafnar; að hafa getað verið meira í landi áð- ur fyrr en raunin var, þegar börnin voru lítil. „Nú er tíminn rúmur en börnin löngu flogin úr hreiðrinu.“ En barnabörnin bíða; Bjarni segir að indælt verði að leika við þau þeg- ar hann kemur í land. Eða er hann ekki annars á leið í land, þegar Súlan fer austur? „Ég er ekkert viss um að ég sé hættur, enda kornungur og hress ennþá. Ég er að vísu fæddur á fyrri helmingi síðustu aldar en reyndar á síðasta ári þess helmings; árið 1949.“ Fór á fyrstu vertíðina sjö ára með föður sínum á Snæfellinu Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Gert klárt! Nótin var tekin um borð í Súluna í gær og síðdegis var svo haldið áleiðis á miðin – á síðustu vertíðina. Nótin var tekin um borð í Súluna og haldið af stað á síðustu vertíðina TVEIR ungir menn voru í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, annar í fimm mánuði og hinn í þrjá, fyrir fjárdrátt og hylmingu auk þess sem þeim var gert að greiða sakar- kostnað. Annar mannanna var dæmdur fyrir að hafa, á síðari helmingi ársins 2005, dregið sér vörur úr verslun þar sem hann starfaði, fyrir tæpar 140 þúsund kr. og hinn fyrir að hafa dregið sér vörur úr verslun sem hann starfaði í, frá árinu 2003 þar til síðla desember 2005, fyrir rúmar 670 þúsund kr. Báðir viðurkenndu brot sín og hafa þegar greitt fullar bætur fyrir tjónið sem þeir ollu. Sá sem dró sér vörur fyrir hærri upphæðina hlaut þriggja mánaða dóm, en hinn fimm. Með þeim brot- um sem sá var nú dæmdur fyrir rauf hann skilorð dóms sem hann hlaut í janúar 2005 fyrir líkamsárás. Stal vörum fyrir 670 þúsund kr. Ragnheiður Ólafsdóttir, jarðfræð- ingur og umhverfisstjóri Lands- virkjunar, heldur í dag fyrirlestur á Félagsvísindatorgi við HA. Hann hefst kl. 12 í stofu L101 á Sólborg. Ragnheiður ræðir um verkefnið „Sjálfbær þróun á Austurlandi“ sem er samstarfsverkefni Lands- virkjunar og Alcoa um sjálfbæra þróun á Austurlandi. Verkefnið er unnið með þátttöku samráðsaðila víðs vegar úr þjóðfélaginu, bæði þeirra sem hafa verið með og eru á móti framkvæmdunum. Sjálfbær þróun á Austurlandi ♦♦♦ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.