Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 29

Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 29 STÓRIÐJA og virkjanir tengdar henni hafa löngum verið umdeildar hér á landi. Vegna þess hve miklar breytingar verða á umhverfi af völd- um vatnsaflsvirkjana og mikil land- svæði fara undir vatn, hafa menn lit- ið til jarðhitans til þess að sjá stóriðju fyrir orku, umhverfisáhrif jarðhitavirkjana séu lítil og ekki var- anleg. Nú er talið að jarð- hitinn sé endurnýj- anleg auðlind sem þó sé ekki endilega sjálf- bær. Með hugtakinu sjálfbær nýting jarð- hita er í stuttu máli átt við að ekki sé tekið meira af auðlindinni en sem endurnýjuninni nemur á hverju jarð- hitasvæði og endist jarðhitinn á því svæði þá í nokkur hundruð ár. Sé tekið meira kem- ur að því að vinnslan borgar sig ekki lengur. Það skiptir því máli að finna þetta hámarksvinnslustig og fara ekki upp fyrir það, a.m.k. ekki til lengdar því að með því kunna fram- tíðarmöguleikar til nýtingar orkunn- ar úr því jarðhitasvæði að eyðileggj- ast. Orkuveita Reykjavíkur hefur virkjað á Hengilssvæðinu, fyrst á Nesjavöllum og var fyrsti áfanginn tekinn í notkun árið 1990. Sú virkjun var fyrst og fremst hugsuð fyrir hitaveitu, þ.e. til húshitunar en raf- magnsvinnslan var hugsuð sem við- bót til að nýta betur orkuna í iðrum jarðar. Uppsett afl á Nesjavöllum er nú 300 MW fyrir hitaveitu og 120 MW fyrir rafmagn. Á síðustu árum hefur aðaláherslan verið lögð á að nýta jarðhitann til rafmagnsfram- leiðslu. Reist hefur verið 120 MW rafmagnsvirkjun á Hellisheiði og hefur verið ákveðið að stækka hana þannig að hún framleiði 270 MW raf- magn og 400 MW fyrir hitaveitu. Þá er fyrirhugað að virkja 135 MW raf- magn á Ölkelduhálsi og 90 MW við Hverahlíð. Ef af öllum þessum fram- kvæmdum verður verður afl til raf- magnsframleiðslu rúmlega 600 MW og 700 MW til hitaveitu. Til sam- anburðar er Kárahnjúkavirkjun um 700 MW. Holur sem boraðar hafa verið í Henglinum gefa að meðaltali 60 MW til hitaveitu en 5 MW ef nota á þær til rafmagnsframleiðslu. Raf- magnið verður selt til stóriðju að mestu leyti. Hefur þegar verið samið um sölu u.þ.b. 300 MW til Norðuráls og skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu 200 MW til stækkunar í Straumsvík og hugsanlegrar verk- smiðju í Helguvík. Í matsskýrslu um stækkun Hellis- heiðarvirkjunar segir að rafmagns- framleiðsla muni minnka um allt að 20% á þrjátíu árum. Áhrifin séu hins vegar afturkræf, þann- ig að verði öll vinnsla á Nesjavöllum, Hellis- heiði og í Skarðsmýr- arfjalli stöðvuð eftir þrjátíu ár þá muni lækkun þrýstings ganga til baka á 50–60 árum. Það tekur þó mun lengri tíma að ná upphaflegu hitastigi eða 500 til 1.000 ár. Rétt er þó að geta þess að kólnunin er ekki mikil. Áætlanir um orkuvinnslu í Hengli gera ráð fyrir að hún verði hraðari en endurnýjun orkunnar. Því þarf að hægja á vinnslunni í framtíðinni eða að hvíla svæðin, það er að hætta að nota þau um tíma, kannski í nokkra áratugi. Það er því ekki hægt að kalla fyrirhugaðar virkjanir sjálf- bærar í þeim skilningi sem lýst var hér á undan. En er þá ekki bara hægt að færa sig um set þegar ekki er meiri orku að hafa þar sem verið er hverju sinni? Því er til að svara að öllum mannvirkjum fylgir rask. Augu manna hafa opnast enn frekar fyrir því að ósnortin eða að minnsta kosti lítt snortin náttúra er líka verð- mæt auðlind. Það er mikilvægt að halda jafnvægi í nýtingu auðlind- anna þannig að nýting einnar auð- lindar eyðileggi ekki aðra eða jafnvel sjálfa sig eins og getur gerst með of- nýtingu jarðhitans. Munur á vatnsaflsvirkjunum og jarðhitavirkjunum er margvíslegur. Vatnsaflsvirkjanir eru yfirleitt þann- ig að ekki eru miklir möguleikar til að skipta framkvæmdinni þannig að hægt sé að nýta virkjunina smám saman eftir því hvernig fram- kvæmdum miðar. Öðru máli gegnir um jarðhitavirkjanir. Þar er virkjað smám saman, til dæmis er virkjað í 30–45 MW þrepum í Henglinum og hægt er að virkja í minni áföngum. Virkjun í þrepum fellur mjög vel að sjálfbærri nýtingu jarðhitans. Þá eru viðbrögð jarðhitasvæðisins könnuð fyrir hvert þrep og er þannig hægt að finna hámark sjálfbærrar vinnslu sem síðan er hægt að við- halda mjög lengi. Hlutdeild stóriðju á raforkumarkaði fer mjög vaxandi um þessar mundir og árið 2009 verð- ur hún komin upp í 80% af allri raf- orkunotkun á landinu, en fyrir tíu ár- um var hlutfallið tæpur helmingur. Þörf stóriðju vex í stökkum, þegar ný fyrirtæki taka til starfa eða eldri fyrirtæki stækka verksmiðjur sínar. Almenni markaðurinn vex hins veg- ar jafnt og þétt. Því er af mörgum ástæðum hyggilegt að mæta aukn- ingu almenna markaðarins með jarðhitavirkjunum en að láta fall- vötnin fullnægja orkuþörf stóriðj- unnar. Betri nýting fæst með því að hitaveita nýti afgangsvarma frá raf- magnsframleiðslunni að minnsta kosti þar sem jarðhitinn er svo ná- lægt þéttbýli að það borgi sig að nota hann þannig, og best er nýtingin ef dreifikerfi hitaveitunnar er tvöfalt. Notkun stóriðju er nokkuð stöðug allt árið en raforkunotkun almenna markaðarins er mun líkari notkun hitaveitunnar, en hvort tveggja er mest á veturna og minna á sumrin. Þá nást árleg hvíldartímabil í stað þess að stöðva þurfi framleiðsluna í áratugi vegna ofnýtingar. Ef við kunnum okkur hóf og leggjum áherslu á sjálfbæra nýtingu endist jarðhitinn um langa framtíð. Að öðr- um kosti þarf að fara í stöðugt dýrari virkjanir og spilla svæðum sem menn vilja varðveita ósnortin. Af framansögðu tel ég ljóst að það sé röng stefna að nýta jarðhitann í Hengli og á Reykjanesi til rafmagns- framleiðslu fyrir stóriðju, hann á fyrst og fremst að nýta til hitunar og fyrir almennan raforkumarkað. Nýting jarðhitans Guðrún Zoëga skrifar um orku- nýtingu » Því er af mörgumástæðum hyggilegt að mæta aukningu al- menna markaðarins með jarðhitavirkjunum en að láta fallvötnin full- nægja orkuþörf stóriðj- unnar. Guðrún Zoëga Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi varaformaður Stjórnar veitu- stofnana, forvera Orkuveitu Reykja- víkur. UNDANFARNA daga hef ég eins og aðrir landsmenn fylgst með njósnamálinu mikla, og er hjartanlega sammála um að auðvitað er nauðsynlegt að öll kurl komist til grafar í þessu máli, enda nauðsynlegt til að fullkomið traust náist meðal þjóðarinnar að um þessi mál. Eitt af fyrstu verk- um nýsetts þings var meðal annars að sam- þykkja lög sem gera rannsókn á málum er varða öryggismál þjóðarinar af þessu tagi auðveldari og þeim opinberu starfsmönnum og þeim er látið hafa að störfum og áður gátu ekki tjáð um mál af þessu tagi vegna trúnaðarskyldu er nú bæði gert það skylt og mögulegt. Kæri Jón, það var meðal annars fyrir atbeina minn sem kjósanda þinn á þessum árum að þú sast í embætti utanríkisráðherra 1993 þegar þú segir að sími þinn hafi verið hleraður á skrifstofu utan- ríkisráðherra Lýðveldisins Ís- lands. Þú fékkst mitt atkvæði vegna þess að ég taldi að þú værir sá maður sem ég treysti best til að vernda þau gildi sem lýðræðið er. Eitt af frumhlutverkum utanrík- isráðherra þjóðarinnar hlýtur ávallt að vera að vernda sjálfstæði og stolt þjóðarinnar, og bregðast við af fullri hörku þegar í stað, þegar sá er því hlutverki gegnir telur því ógnað. Þú segir að þig hafi grunað að sími þinn hafi verið hleraður, og þú hafir fengið tæknimennt- aðan vin þinn til að kíkja á málið! Þegar komið hafi í ljós að svo var, hvað gerðir þú. Ekki neitt! Datt þér aldrei í hug að nefna þetta við forsætisráðherra, sem þú gast ekki vænt um þetta á þessum tíma, eftir því sem þú seg- ir sjálfur. Hvað með dóms- málaráðherra, eða aðrar þær stofnanir ríkisins sem um slík mál eiga að sjá? Mátti ekki reikna með að þeirra símar væru einnig hler- aðir? Það hefði verið gott að að- vara þá. Nei þú segir núna 13 árum síðar í sjónvarpsviðtali í Kastljósinu þann 13. sept. að það hafi komið þér að gagni að vita að þessi til- tekni sími væri hleraður þá gætir þú umgengist hann á annan hátt , og telur álitamál hvort eitthvað hefði gerst, hefðirðu látið vita af þessu! Til hvers hefði það leitt? Ég segi nú bara eins og krakk- arnir: „Er ekki allt í lagi heima hjá þér“. Þú varst utanrík- isráðherra þjóðarinnar og bar að gæta hagsmuna hennar fyrst og fremst. Hvort það kom þér að ein- hverju persónulegu gagni að vita hvort síminn var hleraður eða ekki, skiptir hreint engu máli. Þér bar að láta vita af þessu þannig að eftir væri tekið í þeirri stöðu sem þú gegndir. Það má alveg ljóst vera að hefð- ir þú á þessum tíma, meðan þú fórst með valdið tekið málið upp og af þeim krafti sem þú gerir í dag, þá er öruggt að öll umræða um þessi mál væri talsvert á öðr- um nótum. Það hlýtur að vera hugsjón hvers stjórnmálamanns er gefur sig til starfa fyrir þjóð sína að vinna henni til gagns, og stuðla að heilbrigðara þjóðfélagi. Kæri Jón Hannes Friðriksson skrifar um símahleranir »Datt þér aldrei í hugað nefna þetta við forsætisráðherra …? Hannes Friðriksson Höfundur er innanhússarkitekt og áhugamaður um stjórnmál. EF SATT er, var það sann- kallað þjóðþrifaverk að hlera sím- töl Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, enda ómögulegt að snjöll símtöl þessa merka stjórnmálaleiðtoga og sagnameistara geymist aðeins í munnlegri geymd heppinna við- mælenda hinum megin á línunni. Nú þarf bara að finna upptök- urnar, rita þær upp og gefa út. Gætu þær kallast Þjóðsögur Jóns Hannibalssonar eða Á tali með Jóni Baldvin. Nú berast fréttir af því að sími undirmanns ráðherrans, Árna Páls Árnasonar, þá lögfræðings á varnarmálaskrifstofu, hafi einnig verið hleraður. Rísa af þessu margar spurningar: Til hvers í ósköpunum? Hver hleraði símann hjá Árna? Var síminn hjá þeim sem hleraði símann hjá Árna hler- aður? Skyldi Jón hafa vitað af þessu? Þess er krafist að sýslumað- urinn á Akranesi dragi til ábyrgð- ar þá sem að stóðu, fyrir sóun á almannafé. Sveinn Andri Sveinsson Hlerað til einskis Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EIGUM við að halda íslensku krón- unni? Hvernig komum við vöxtunum aftur niður? Spurningarnar eru margar, en það eru líka margir að reyna að svara. Landsbankamenn voru nokkuð brattir að koma með 7 ára spá. Hún er mjög líklega röng, en úttekt bankans á stöðu og stefnu er um margt athyglisverð. Hugleið- ingum greiningardeilda undanfarið um trúverðugleika Seðlabankans mætti mæta með spurningu um trú- verðugleika greiningardeildanna. Líkar viðskiptabönkunum bara vel við hátt vaxtastig? Ég held ekki núna eftir innkomu erlendra fjárfesta fyrir um ári síðan. Þá fjárfestu þeir mikið í svokölluðum krónubréfum og virtust treysta því að Seðlabankinn héldi krónunni uppi með reglubundnum vaxtahækkunum. Íslensku viðskipta- bankarnir voru líklega farnir að draga úr slíku framferði. Þeim var að verða ljóst að krónan var orðin allt of sterk og þeir voru farnir að sanka að sér gjaldeyri um síðustu áramót. Þeir reyndust auðvitað þekkja landann betur en útlendingarnir. Samt var þessi fyrsti vottur að erlendri sam- keppni óþægileg tilfinning. Núna gæti þetta verið að stefna í eitthvað meira en óþægilega tilfinningu. Ég mæli með því að Seðlabankinn lækki stýrivextina fyrir áramótin um a.m.k. 2% og 5% til viðbótar fljótlega eftir áramótin og svo um 0,5% mán- aðarlega fram á næsta sumar. Allir reikna með viðsnúningi og hann þarf að vera snöggur til að hafa áhrif. Tímabundin gengislækkun mun fylgja, en það þarf að slá á puttana á neytendum og minna þá á að enn sé ekki tímabært að henda sér aftur út í jeppakaup. Hvað með verðbólguna? Sá háttur fjölmiðla að segja frá mánaðarlegum mælingum verðlagsvísitölu með því að birta töluna um hækkun síðustu tólf mánuðina virðist rugla almenning frekar en upplýsa. Menn skilja þetta sem væntanlega verðbólgu, sem væri þá um 8%. Það er auðvitað fjarri lagi. Væntinguna er betra að mæla með verðbólguhraðanum og margfalda þá hlutfallshækkun síðasta mánaðar með 12 (mætti kalla verðbólgu á árs- grundvelli). Auðvitað geta verið skekkjur í þessu líka, en mun minni. Þannig er verðbólgan, þegar þetta er skrifað 1. 10., að komast undir 4% en er ekki í 8%. Með þessu áframhaldi og með okkar seðlabanka álíka hæg- fara og þann ameríska, þá verður verðbólgan komin undir 1% eftir ár og stöðnun komin í atvinnulífið. Svo ég víki aftur að fyrstu spurn- ingunni, þá held ég að margir séu að komast að þeirri niðurstöðu, að spurningin snúist í raun um trú okkar á getu okkar og skilning til að takast á við efnahagsmálin. Núna snýst þetta ekki bara um getu stjórnmála- manna eins og áður, heldur eru það margir sem hafa áhrif. Erlendir fjár- festar líka. HALLDÓR I. ELÍASSON, Bakkavör 3, Seltjarnarnesi. Peningamálin Frá Halldóri I. Elíassyni: FAGNA ber öll- um umræðum sem beina sjónum okkar foreldra skarpar að högum og líðan barna – og um leið líðan og veru okkar fullorðinna. Allir foreldrar gera axarsköft, öllum verður eitt- hvað á í messunni. En það er and- rúmslofið og blærinn sem skiptir svo miklu í uppeldi barna. Í hraða, æðib- unugangi og eftirsókn eftir vindi sem stundum einkennir nútímasamfélag gleymist oft hvað náin samvera full- orðinna og barna er mikilvæg fyrir þroska þeirra og líðan. Og brátt skellur á blessað jólabókaflóðið. Auk- um samverustundirnar strax. Rannsóknir sýna ótvírætt að lest- ur á hverjum degi og sögustund full- orðinna með börnum:  tengir fullorðna og börn saman með jákvæðum hætti og hjálp- ar börnum til að hlusta og taka eftir því sem sagt er.  hjálpar börnum til að setja sig í spor annarra, samsama sig að- stæðum og örvar þau til að tjá eigin hugsanir og tilfinningar í samskiptum við fullorðna.  eykur víðsýni barna, breytir heimsmynd þeirra og sýnir þeim fjölbreytileika lífsins, ólík- ar skoðanir og trú fólks.  auðveldar nám barna þegar þau byrja í skóla og eykur þekkingu með lestri ólíkra sagna og bóka.  venur börn á virka hlustun, efl- ir málþroska þeirra, örvar ímyndunaraflið og styrkir sam- band þeirra við fullorðna.  veitir börnum hlýju og nánd, hefur róandi áhrif.  gefur þeim frið til að hugsa og velta vöngum og örvar þannig sköpunargáfu þeirra og lífs- orku. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON, rithöfundur og félagsráðgjafi. Samvera og sögustund með börnum Frá Þóri S. Guðbergssyni: Þórir S Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.