Morgunblaðið - 18.10.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 33
áhugamál eins og spilamennsku,
ferðalög bæði innanlands og utan.
Hvað varðar spilamennskuna, sem
oftast var bridge, gat pabbi rifjað upp
spil sem hann spilaði mörgum árum
áður, slíkt var minni hans og oft var
erfitt að hugsa hvernig komið var fyrir
honum hvað minnið varðar. Hann tók
þátt í mörgum mótum og átti mikið af
verðlaunagripum.
Við hjónin og börnin okkar áttum
margar góðar stundir með pabba og
Jóhönnu. Við ferðuðumst mikið með
þeim. Eftir að pabbi missti Jóhönnu
brast eitthvað hjá honum og átti hann
stundum frekar erfitt með að sætta sig
við að vera einn. Alltaf var hann um-
burðarlyndur og ljúfur við alla hvort
sem það voru vinnufélagar eða starfs-
fólkið á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar
sem hann dvaldi síðustu árin. Allir
voru á einu máli að hann hefði góða
nærveru og með létta lund. Það var
ekki hægt annað en að þykja vænt um
pabba.
Far þú í friði, kæri pabbi.
Guðjón H. Bernharðsson.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Guðmundur Ísak og
Emil Ísak Jónssynir.
Ég fékk þær slæmu fréttir á
fimmtudagsmorgni að hann afi minn
væri látinn.
Ég á margar góðar minningar um
afa minn. Hann var alltaf svo hress og
einstaklega skemmtilegur. Kvöldið áð-
ur en hann dó var ég einmitt að rifja
upp þegar ég hitti hann síðast.
Öll jólaboðin eru mér sérstaklega
minnisstæð sem voru alltaf haldin á
jóladag heima hjá afa og Jóhönnu.
Þar var alltaf boðið upp á hangikjöt
og meðlæti. Þar var alltaf spiluð fé-
lagsvist á nokkrum borðum.
Ég hlakkaði alltaf rosalega til að
fara í þetta jólaboð. Svo var alltaf spil-
að fram eftir nóttu.
Afi var mikill og góður spilamaður.
Eftir að Jóhanna dó og afi varð sjúk-
lingur, hafa synir hans skipst á að
halda jólaboðin og vonandi höldum við
þessari góðu hefð áfram.
Þessi jól verða skrítin án hans afa
því hann hélt alveg uppi fjörinu og það
var svo auðvelt að hlæja með honum.
Ég á margar fleiri góðar minningar
um hann. Ég fór oft til hans í Espi-
gerðið þar sem hann bjó með henni Jó-
hönnu sinni.
Við krakkarnir fengum oft að gista
hjá þeim og vorum við búin að eignast
vini í blokkinni og vorum mikið
frammi á gangi að leika okkur.
Svo tóku þau okkur alltaf með á
jólaskemmtanirnar uppi á Landspít-
ala þar sem Jóhanna vann.
Afi minn vann sem þingvörður og
mér fannst alltaf jafn gaman að fylgj-
ast með í sjónvarpinu ef afi mundi birt-
ast á skjánum sem gerðist nokkuð oft.
Að lokum kveð ég þig, elsku afi
minn.
Ég veit að þú ert á góðum stað með
henni Jóhönnu þinni.
Kveðja.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Við kveðjum bróður okkar með
blöndu af sorg og ákveðnum létti. Með
sorg, því að hann var okkur kær, ætíð
léttur í lund þótt margt blési á móti í
lífinu. Síðustu æviárin var heilsan
þrotin og engin framtíð nema dvöl á
heilsuhæli. Það var því ákveðinn léttir
að hann fékk hvíldina.
Benni kvæntist mjög ungur ágætri
konu, Guðrúnu Guðjónsdóttur, og
eignuðust þau þrjá mannvænlega
syni. Því miður entist hjónabandið
ekki. Þau skildu. Benni var aðeins 18
ára gamall, þegar hann kvæntist og
þurfti því að fá sérstaka undanþágu.
Síðari kona hans var Jóhanna Kjart-
ansdóttir röntgenhjúkrunarkona.
Hjónaband þeirra var farsælt. Jó-
hanna lést fyrir nokkrum árum.
Síðustu æviárin hefur heilsufarið
verið þungur baggi hjá Benna. Það or-
sakaði sífellda dvöl á spítala eða
heilsuhæli. Hann tók því með stakri
hugprýði.
Árni og Júlíus.
✝ Aðalsteinn Ei-ríksson fæddist
í Villinganesi í
Tungusveit í
Skagafirði 13. sept-
ember 1919. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Skagfirð-
inga á Sauðárkróki
2. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Eiríkur
Jón Guðnason, f.
25. maí 1875, d. 21.
febr. 1949, bóndi í
Villinganesi, og
kona hans, Petrea Einarsdóttir,
f. 24. okt. 1897, d. 27. mars 1946.
Alsystir Aðalsteins var Guðrún
Eiríka, f. 2. október 1915 (látin)
og hálfbræður hans (samfeðra)
Sigurður, f. 12. ágúst 1899 (lát-
inn), og Guð-
mundur Zophonías,
f. 21. nóv. 1903
(látinn).
Aðalsteinn vann
við búskapinn í
Villinganesi við
hlið foreldra sinna
og systur og tóku
þau systkinin við
búinu eftir lát for-
eldra sinna en Guð-
rún lést 2003.
Aðalsteinn bjó í
Villinganesi ásamt
frænda sínum Sig-
urjóni Valgarðssyni þar til hann
flutti á dvalarheimili aldraðra á
Sauðárkróki 2001.
Aðalsteinn var jarðsunginn
frá Goðdalakirkju þriðjudaginn
18. október.
Þeim fækkar þeim Íslendingum,
sem fæddir voru á fyrri hluta síðustu
aldar, þeim sem ólust upp við strit og
basl þess tíma sem þá var. Engin
kynslóð hefur lifað aðra eins breyt-
ingatíma og haft frá jafnmörgu og
merkilegu að segja og þessir fulltrú-
ar liðinnar tíðar. Samfélagið verður
fátækara með hverjum og einum
sem yfirgefur okkur. Einn þeirra var
Aðalsteinn Eiríksson frá Villinga-
nesi eða Alli í Nesi eins og hann var
gjarnan kallaður. Alli var á deildinni
minni eins og ég kallaði deild 6 á
dvalarheimilinu á Sauðárkróki þetta
sumar sem ég vann þar, Alli var
fljótur að kynna sér þessa nýju
starfsstúlku og spurði mikið um fólk-
ið á Skaganum en auðvitað vissi Alli
allt um mig og mína ætt og fannst
það mjög gott að ég væri komin á
Skagann aftur. Í þessu spjalli okkar
fann ég fljótt að Alli hafði reynt og
séð ýmislegt, hann fylgdist vel með
því sem var að gerast í kringum hann
og hafði auk þess mjög gaman af að
spjalla um heima og geima.
Ég sá Alla síðast í maí í vor þegar
við Lionskonur heimsóttum dvalar-
heimilið og áttum góða stund með
heimilisfólkinu, þar sem var sungið,
spilað og meira að segja dansað, en
þá fékk ég tækifæri til að spjalla að-
eins við Alla sem þá var kominn í
hjólastól, en lét það ekki aftra sér frá
því að mæta á staðinn og taka þátt í
skemmtuninni eins og kraftar leyfðu
og ég er viss um að hann hefði jafn-
vel fengið sér snúning ef hann hefði
bara treyst fótunum.
Dauðinn kemur manni ætíð á
óvart jafnvel þótt aldurinn færist yf-
ir og leiða megi að því líkum að stutt
sé til þess að lífi ljúki. Vegferð Alla
er lokið og mikið er ég fegin að hann
fékk að fara með þeim hætti sem
hann vildi, hægt og hljóðlega og ég
er viss um að hinum megin hefur
honum verið vel fagnað af vinum og
ættingjum sem farið höfðu á undan
og mikið hefur nú þurft að spjalla.
Mig langar að kveðja þig, Alli minn,
með þessu fallega ljóði sem ég veit
ekki hver orti en passar þér alveg
ágætlega.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld,
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér,
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng,
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Vertu sæll, góði vinur, og þakka
þér þessa stuttu en afar ánægjulegu
samfylgd.
Sigrún M. Gunnarsdóttir.
Aðalsteinn Eiríksson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
CECILÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Fellaskjóli,
Grundarfirði,
sem lést á St. Franciskusspítalanum Stykkishólmi
sunnudaginn 15. október, verður jarðsungin frá
Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 21. október
kl. 14.00.
Kristín Jeremíasdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Svandís Jeremíasdóttir, Ágúst Sigurðsson,
Áslaugur Jeremíasson, Unnur Magnúsdóttir,
Kjartan Jeremíasson,
Laufey Jeremíasdóttir, Stefán Björgvinsson,
Þórdís Jeremíasdóttir, Gunnlaugur Þorláksson,
Hulda Jeremíasdóttir, Ásgeir Valdimarsson,
Ásta Jeremíasdóttir, Þorlákur Þorleifsson,
Sæunn Jeremíasdóttir, Magnús Höskuldsson,
Dagný Jeremíasdóttir, Sigurður Þorkelsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
HÖRÐUR SVEINSSON,
lést mánudaginn 16. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Kristinsdóttir og fjölskylda.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
LT. COL. FREDERICK M. DIENER,
lést í Albuquerque, New Mexico, Bandaríkjunum, föstudaginn 13. október.
Rannveig Sveinsdóttir Diener,
Kristina Clendenin, Bruce Clendenin,
Steven Train,
Crystal Clendenin.
Útför konu minnar,
VALGERÐAR ÓSKARSDÓTTUR,
Prestastíg 4,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 10. október, verður gerð frá
Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudag,
19. október, og hefst athöfnin kl. 13.00.
Þeim sem kynnu að vilja minnast hennar er bent
á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut.
Gissur Ó. Erlingsson.
Fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
Stigahlíð 75,
(áður Stórholti 35),
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
20. október kl. 13.00.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Ögmundur Kristinsson,
Þorkell Kristinsson,
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
JARÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannborg 3,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum mánudag-
inn 16. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Einar Árnason,
Helga Einarsdóttir, Karl M. Kristjánsson,
Arna Einarsdóttir, Konráð Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðarþakkir fyrir hlýju og vinsemd við andlát og
útför
VALDIMARS JÓNSSONAR
skipstjóra,
Vesturgötu 15a,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönnun
og hlýju á liðnu árum.
Guð blessi ykkur öll.
Árnína Jónsdóttir,
Jón Kristinn Valdimarsson, María Loftsdóttir,
Margrét Lilja Valdimarsdóttir, Karl Hermannsson,
Þórður Gunnar Valdimarsson,
Erna Valdís Valdimarsdóttir
og afabörnin.
Okkar ástkæri
EYJÓLFUR VALGEIRSSON
áður bóndi á Krossnesi í Árneshreppi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
20. október kl. 13.00.
Hildur Eyjólfsdóttir,
Úlfar Eyjólfsson, Oddný S. Þórðardóttir,
Petrína S. Eyjólfsdóttir,
Fríða Eyjólfsdóttir, Árni E. Bjarkason,
Valgeir A. Eyjólfsson, Kolbrún Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.