Morgunblaðið - 18.10.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 41
menning
Grand Rokk
19:30 Hot Pants
20:15 Múgsefjun
21:00 Retro Stefson
21:45 Sprengjuhöllin
22:30 Lokbrá
23:15 Weapons
00:00 Lada Sport
Pravda – Airwaves bar
20:00 Electroll – Dj set
23:00 Terrordisco – Dj set
Gaukurinn
19:30 Led by a Lion
20:15 Cynic Guru
21:00 The Telepathetics
21:45 Noise
22:30 We are Scientists (US)
23:30 Dikta
00:15 Númer Núll
Nasa
20:00 Spaceman
20:45 Kenya Nemor
21:30 DJ Platurn (US) – Dj set
22:00 Bent
22:45 Fræ
23:30 Original Melody
00:15 Forgotten Lores
Pravda – Airwaves club
21:00 Thugs on Parole
21:40 Raychem
22:20 Ultra Mega Technobandið
Stefán
23:00 Airloop
23:40 The Zuckakis Mondeyano
Project
00:20 The Handsome Public (US)
Dagskrá
miðvikudagsins
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SPRENGJUHÖLLIN hefur nú verið virk í ca eitt
ár. Ræturnar má þó rekja aftur til haustsins 2004,
að sögn Bergs Ebba Benediktssonar, gítarleikara
og söngvara.
Hljómsveitin leikur hressilegt popprokk, með
skírskotun til sjöunda áratugarins, nýbylgju tíunda
áratugarins og ærslagangi listarokkara. A.m.k.
segir svo á heimasíðu Iceland Airwaves og þar
kemur og fram að sveitin búi yfir „klassískri“ upp-
setningu, þ.e. hljómborði, trommum, bassa og
tveimur gíturum.
Syngja allir
„Það var fyrir réttu ári að það komst mynd á
sveitina,“ útskýrir Bergur. „Hitt hafði verið meira
svona gutl. Við vorum í mesta lagi að glamra á
kassagítara í partíum. Þannig að fyrsti mánuðurinn
fór í það að læra að spila saman sem hljómsveit. Við
syngjum allir, þrír okkar eru sérstaklega frekir á
það enda erum við athyglissjúkir með afbrigðum.
Mér finnst það flott, einhverra hluta vegna er ekki
gert mikið af þessu í dag en kannski er þetta að
breytast.
Bergur segir að síðasta ár hafi verið gjöfult, sam-
starfið gangi vel og hlutirnir þróist fram á við, hægt
og bítandi.
„Við erum kannski ekki best spilandi hljóm-
sveitin í dag, þ.e. tæknilega séð, en okkur gengur
afskaplega vel að semja.“
Af hverju?
Bergur segist ekki í vafa um að þeir félagar gætu
í dag skotið út plötu sem væri vel yfir meðallagi.
„Maður er orðinn svolítið kokhraustur, ég við-
urkenni það,“ segir hann.
„En svona er þetta bara. Það eina sem vefst fyrir
okkur er aðferðafræðin og ég býst við því að við
tökum ekki nema hluta upp í hljóðveri en ætli við
hefjumst ekki handa snemma á næsta ári.“ Bergur
segir að lokum að Airwaves sé merkilegt fyrirbæri.
„Þetta er ótrúleg hátíð. Það er stórundarlegt
þegar maður hugsar um þetta, að pönkið kom fjór-
um árum of seint til Íslands, og Rikshaw voru
tveimur árum of seinir með breiðskífuna sína. Í dag
koma „hipsterar“ í hundraðavís til Íslands til að sjá
það nýjasta. Þetta hefur algerlega snúist við. Hve-
nær gerðist þetta og af hverju?"
Tónlist | Sprengjuhöllin spilar á opnunarkvöldi Airwaves
Hipsterar í hundraðavís
Ljósmynd/Leó Stefánsson
Sprengjuhöllin Sveitin stefnir að útgáfu á fyrstu
plötu sinni á næsta ári.
Sprengjuhöllin spilar á Grand Rokk í kvöld klukk-
an 21.45.
www.icelandairwaves.is www.myspace.com/
sprengjuhollin
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ULTRA Mega Techno bandið Stefán
er skipað fimm grallaraspóum sem
kalla ekki allt ömmu sína hvað tón-
listarbransann varðar. Sveitin hafn-
aði í öðru sæti Músíktilrauna í ár og
fóru langt á gríðarlega öflugri og
skemmtilegri sviðsframkomu. Tón-
listin kæruleysislegt, partívænt
teknósull og látalæti meðlima á sviði
með ólíkindum. Á myspace síðu
sveitarinnar (myspace.com/umtbs)
má meira að segja lesa lýsingu með-
lima, þar sem þeir telja að í það heila
sé fólk engan veginn hrifið af sveit-
inni, þó að einhverjir hafi þó hrifist
með. Blaðamaður hringdi í Sigurð
Ásgeir Árnason, leiðtoga Stefáns, og
svör hans fóru hressilega á sveig við
það sem kalla mætti „hefðbundið“
hljómsveitarviðtal.
Band með hjarta
„Við spilum á Pravda klukkan
22.30,“ segir Sigurður og er auðheyr-
anlega mikið niðri fyrir. „Þetta er
svona mesta vitleysiskvöldið, mesta
stuðflippið. Ég hlakka til að sjá sveit-
ir eins og Thugs on Parole og The
Handsome Public. Það verður gam-
an að sjá þarna fulltrúa frá Kerrang
og Rolling Stone og hver veit hvað
gerist? Þessi bransi er fyrst og
fremst heppni, sjáðu t.d. We Are Sci-
entists!
Við erum fimmfalt betri en það
markaðsframleidda band. Við erum
ekta band. Við erum band með
hjarta. Við erum Stefán.“
Sigurður tekur sig þvínæst til og
útskýrir sögu sveitarinnar fyrir
blaðamanni.
„Þetta er nú svo merkilegt, að við
vitum varla hvenær bandið var stofn-
að. Áður en við vissum af vorum við
farnir að spila saman. En Stefán varð
annars til úti á Borgarspítala. Þar
vorum við allir fimm saman, komnir í
aðgerð vegna mjólkuróþols. Við vor-
um allir skornir upp af manni sem
heitir Stefán, og þaðan er nafn sveit-
arinnar komið. Þetta var hræðilegt.
Svo þegar við vöknuðum, fundum við
að við vorum ekki sömu mennirnir
lengur. Það var eitthvað breytt. Við
vissum að okkar hlutverk nú væri að
„transa“ heiminn og bjarga honum
frá tónlistarlegum viðbjóði.“
Snjóboltaáhrif
Sigurður segir að næst verði stefnt
á Eurovision og meðlimir séu þegar
farnir að pakka niður hlýjum fötum,
enda fer næsta keppni fram í Finn-
landi. „Við erum með þjóðina á okkar
bandi. Við erum Stefán. Annað hvort
er fólk vaskar, pjakkar, lallar eða
trallar. Eða Stefán.“
Blaðamaður spyr: „Þið eruð vænt-
anlega allir í menntaskóla. Og mjög
svo væntanlega í MR?“
„Við erum allir í menntaskóla já"
segir Sigurður og bregður ekki svip.
„En við erum allir í einhverjum
skítaskólum. Nema ég, sem er í
Kvennó. Við erum á fyrsta og öðru
ári en við erum yfirþroskaðir. Við er-
um þroskaðri en Busted.“
Sigurður segir þá að músík geri
menn glaða.
„Manstu þegar þú varst barn?,“
spyr hann blaðamann.
„Já.“
„Manstu þegar þú hnoðaðir snjó-
bolta og settir inn í frysti? Af hverju
gerðir þú það?“
„Líklega til að meiða einhvern...“
„Einmitt. Til að valda sem mestum
sársauka. Við erum búnir að hnoða
svona snjóbolta inni í okkur og við
ætlum að bomba honum framan í
fólk í kvöld; þokkalegur klumpur
sem fer í smettið á áhorfendum og
þessum fulltrúum frá Rolling Stone
og Kerrang.“
Ég þakka Sigurði að lokum kær-
lega fyrir hressandi og einkar frum-
legt spjall.
„Já, ég meina, fólk er alltaf í sama
farinu. Það er alltaf þetta: „Það er
gaman að koma til Íslands, við hlökk-
um til að spila“ og eitthvað svoleiðis
kjaftæði. Við erum frumlegir. Fólk
segir að við séum geðveikir en þetta
er ekkert egóflipp. Við meinum það
sem við segjum. Fólk er aldrei með
neitt efni. Við erum með efni, við er-
um með forsíður.“
Eitthvað að lokum Sigurður?
„Við erum guðir.“
Tónlist | Ultra Mega Technobandið Stefán leikur á Airwaves í kvöld
Kynntust á
Borgarspítalanum
Sjúklingar Félagarnir í U.M.T.S. eiga það sameiginlegt að berjast við
mjólkuróþol.
Ultra Mega Technobandið Stefán
leikur á Pravda í kvöld kl. 22.20
AIRWAVES tónlistarhátíðin hrekkur í gang í
kvöld og það með látum því segja má að mið-
vikudagurinn sé nú fullgildur Airwaves-dagur –
í kvöld koma fram 29 listamenn og hljómsveitir
á fimm stöðum; Grand Rokk, Pravda – Airwa-
ves bar, Gauknum, Nasa og Pravda – Airwaves
club. Obbinn af listamönnunum er íslenskur, en
þó erlendir listamenn inn á milli. Eftirfarandi
listamönnum / hljómsveitum ættu menn helst
ekki að missa af:
Bent – Nasa kl. 22:00
Rottweilerhundurinn Ágúst Bent Sigberts-
son, sem allir kalla einfaldlega Bent, notar tón-
leika sína í kvöld til að kynna væntanlega skífu,
Rottweilerhundur. Hann hefur löngu sannað sig
sem snjall textasmiður og fyrirtaks rappari með
XXX Rottweilerhundum og Bent & 7Berg en
kemur fram einn síns liðs á fyrstu alvöru sóló-
tónleikunum.
We are Scientists – Gauknum kl. 22:30
Undanfarna mánuði hefur gengið manna á
milli útgáfa bandarísku rokksveitarinnar We
are Scientists á lagi Sigur Rósar „Hoppípolla“
þar sem þeir félagar ganga svo langt að syngja
textann upp á íslensku án þess þó að kunna
málið. Upptakan sýnir mönnum tvennt – We
are Scientists kann að meta Sigur Rós og þeir
Keith Murray, Chris Cain og Michael Tapper
taka sjálfa sig ekki nema miðlungi alvarlega.
Plötur þeirra eru einmitt dæmi um slíkt, upp-
fullar með galgopahætti og fjöri, en þó ekkert
dellumakarí, heldur framúrstefnulegt rafmagn-
að nýpopp.
Dikta – Gauknum kl. 23:30
Í sumar og haust hefur Dikta lagt land undir
fót og meðal annars leikið á tónleikum vestan
hafs og austan. Í þeirri tónleikaför var sveitin
að kynna plötuna Hunting for Happiness sem
kom út fyrir tæpu ári og obbinn af tónleika-
dagskránni er af þeirri plötu ef að líkum lætur,
þó þeir Diktumenn hafi lofað að eitthvað myndi
heyrast af nýjum lögum í bland.
Forgotten Lores – Nasa kl. 0:15
Það er enn í minnum haft þegar Forgotten
Lores stálu senunni með mögnuðum tónleikum í
Nasa á Airwaves fyrir tveimur árum. Þeir voru
líka góðir á Gauknum í fyrra, en snúa nú aftur á
Nasa – betra svið, betri ljós og betri hljómur.
Ný plata er væntanleg á næstu vikum og líklegt
að hún verði kynnt rækilega í kvöld.
Ekki missa af þessu!
Í dag er fyrsti dagur Airwaves
tónlistarhátíðarinnar. Árni
Matthíasson mælir með nokkr-
um tónleikaatriðum.
Hiphop Forgotten Lores spilar á Nasa kl. 0:15.
ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam-
band við Hr. Örlyg sem stendur að
Iceland Airwaves hátíðinni voru að-
eins 400 miðar eftir hér á Íslandi en
uppselt er orðið á hátíðina erlendis.
Miði á Airwaves er í raun armband
sem veitir aðgang að öllum tón-
leikum hátíðarinnar. Miðaverð er
6.900 krónur, auk miðagjalds sölu-
aðila sem er 460 krónur.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að engin miðasala verður við
einstaka atburði hátíðarinnar – ef
frá er talin miðasala á viðburði í Iðnó
og Pravda. Þar njóta handhafar
Airwaves armbanda hins vegar for-
gangs og hætt verður að selja inn ef
sýnt þykir að slíkt þurfi til að
tryggja aðgengi þeirra sem eru með
armband. Miðaverð á Iðnó yfir
Airwaves helgina er 1.500 krónur
hvert kvöld, en 1.000 krónur á
Pravda.
Miðasala fer fram í verslunum
Skífunnar á Laugavegi, í Kringlunni
og Smáralind í Reykjavík og versl-
unum BT á Akureyri, Egilsstöðum
og Selfossi.
Ekki selt á ein-
staka viðburði
Hrein snilld - Ghostigital.
Airwaves | Aðeins 400
miðar eftir á hátíðina