Morgunblaðið - 18.10.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 43
menning
Ekki hefði mig órað fyrir þvíöll þau ár sem HeimsljósHalldórs Laxness varUppáhaldsbókin mín með
stórum staf að aðrar bækur gætu
öðlast sess við hliðina á henni. Svo
fór þó með tímanum að Sjálfstætt
fólk varð skæður keppinautur, og að
lokum Brekkukotsannáll. Fyrsta
skáldsagan sem hann sendi frá sér
eftir Nóbelsverðlaunin 1955.
Töfrar Brekkukotsannáls, þess-
arar yfirlætislausu bókar, eru svo
margslungnir að ungur og saklaus
lesandi nemur þá líklega mjög ómeð-
vitað. Forréttindi eru það þó að
kynnast bókinni fyrst í því sæla
ástandi. Og áhrifin þeim mun öflugri
þegar lengra kominn lesandinn tek-
ur bókina aftur til handargagns –
hún er þá lesin í birtunni af fyrri
kynnum, og í ljósi skýrari meðvit-
undar um hvað það er sem gerir
Brekkukotsannál svo fullkomna
bæði fyrir höfuð og hjarta.
Sú náð var líka yfir mér sem
lengra komnum lesanda Brekku-
kotsannáls að hafa þá kynnst ritgerð
Sigfúsar Daðasonar, Athugasemdir
um Brekkukotsannál, sem aðgengi-
leg er í Greinasafni hans frá árinu
2000, upphaflega birt 1958. Þessi rit-
gerð, eftir eitt höfuðskáld íslenskrar
ljóðlistar á tuttugustu öld, um annað
íslenskt höfuðskáld, er afrek í
skarpri bókmenntalegri athugun og
innsæi.
Hér eru töfrar verksins magnaðir
upp með því að beina ljósgeislum að
kjarna þess, og laða fram innri
ljóma, með þeim hætti sem er ein-
ungis á færi snjallasta ljósameistara.
Fyrir alla þá sem hafa gaman af bók-
um hlýtur ritgerð Sigfúsar að vera
unaðslestur, jafnvel þótt þeir hefðu
aldrei heyrt talað um Brekkukots-
annál. Fyrir þá sem eru innlifaðir
ferðalangar í höfundarverki Hall-
dórs Laxness verður ritgerð Sigfús-
ar ómissandi leiðarlýsing um það
töfraland, og gluggað í hana seint og
snemma, ekki endilega í samhengi
við yfirstandandi ferð.
Athugasemdir Sigfúsar Daðason-
ar um stíl Brekkukotsannáls hljóta
nú að hafa öðlast klassískan sess í ís-
lenskum bókmenntafræðum, svo
sem þessi málsgrein: „Einhverjum
kynni að virðast að þessi stíll sem ég
hef leyft mér hér að kalla lágan stíl,
sé um flest ómerkari og auðveldari
en hinn „hái stíll“. Það væri þó mjög
óvarlega ályktað.
Mér er að vísu ljós sá geysilegi agi
sem stílsköpun slík sem í Íslands-
klukkunni og Gerplu hefur krafist,
en mér er til efs að stíll Brekkukots-
annáls sé öllu vandaminni. Vandinn
felst í því að gera þann stíl svo úr
garði að hann sé „lágur“ án þess að
vera lágkúra (samkvæmt stílfræði
Þórbergs Þórðarsonar). Og raunar
held ég að sá vandi sé meiri á ís-
lensku en flestum skyldum málum.
Fáum íslenskum höfundum hefur
tekist að skrifa þennan stíl; og
kannski fáir reynt.“
Þá tekst Sigfúsi meistaralega að
skilgreina form Brekkukotsannáls –
sem hefur greinilega verið fundið
upp svo úr verði nákvæmlega þessi
bók. Sigfús vitnar í orð Garðars
Hólm um söng sinn: „Hjarðljóð
sungið af hetjutenór“. En skilgrein-
ingu bókarinnar telur Sigfús vera
þessi orð viðsnúin: Hetjukviða færð í
búning hjarðljóðs. Og hann undir-
strikar að nýjung listaverksins felist
í þessu.
„Hjarðljóð og hetjukviða sam-
tvinnuð. Harmsagan í ljósi tærrar
bernsku; hamingja bernskunnar í
skugga örlaganornarinnar. Og nú
sjáum við að stílblöndunin á rætur
sínar í sjálfu eðli verksins. Skoðun
Sigfúsar Daðasonar á efni Brekku-
kotsannáls er umhugsunarefni.
Samkvæmt henni hlyti Brekku-
kotsannáll að eiga sérstakt erindi til
Íslendinga á tímum Kárahnjúka-
virkjunar og umræðunnar um fram-
kvæmdina, ekki síst eins og hún fer
fram í sölum alþingis. Sigfús lítur svo
á að Brekkukotsannáll sé framar öllu
öðru bókin um mátt borgarastétt-
arinnar (tákn hennar er Gúðmúnsen
kaupmaður) til að slá ryki í augu al-
þýðu og nota sér góðlyndi hennar og
trúgirni. Þetta efni hafi þegar verið
tekið til meðferðar í Atómstöðinni,
og ekki sé jafnvel fjarri sanni að
segja að Brekkukotsannáll sé að
þessu leyti útlegging á einni máls-
grein í Atómstöðinni er svo hljóðar:
„Auðvitað skipuðu þeir okkur í
lögreglunni að hafa til táragasið og
annað sælgæti handa fólkinu, sagði
hann. En fólkið gerði ekki neitt.
Fólkið er börn. Því er kent að glæpa-
mennirnir búi við Skólavörðustíg en
ekki Austurvöll. Það linast kanski í
þeirri trú stund og stund, en þegar
stjórnmálamenn eru búnir að sverja
nógu oft og húrra nógu lengi, þá fer
það að trúa aftur. Fólk hefur ekki
ímyndunarafl til að skilja stjórn-
málamenn. Fólk er of saklaust.“
Undir lok ritgerðar sinnar telur
Sigfús að svo geti farið að mörgum
muni sjást yfir hve stóra gjöf Halldór
Kiljan Laxness hafi gefið okkur með
þessari bók. Þau orð eru rituð 1958.
Og það er spurning hvort Brekku-
kotsannáll sé farinn að njóta þeirrar
hylli sem hann ætti skilið, næstum
hálfri öld eftir að bókin kom út. En
eins og Sigfús segir:
„… og margar mjög miklar bækur
eru þannig gerðar að öldum saman
hætta menn ekki að brjóta heilann
um hvert sé hið raunverulega gildi
þeirra. Ætli það séu ekki hin frjóustu
rit?“
steinunn@mac.com
Brekkukotsannáll – Sigfús um Halldór
» „Ekki hefði mig óraðfyrir því öll þau ár
sem Heimsljós Halldórs
Laxness var Uppáhalds-
bókin mín með stórum
staf að aðrar bækur
gætu öðlast sess við
hliðina á henni.“
Áhugaverð Sigfús Daðason skrifaði ritgerð um Brekkukotsannál.
BÓKMENNTIR
Steinunn Sigurðardóttir
Morgunblaðið/ Einar Falur
Uppáhaldsbók Halldór Laxness ritaði marga góða bókina um ævina.
Ég get ekki sungið, dansað,teiknað né spilað á hljóð-færi, ef undan er skilið
blokkflautunám í barnaskóla. Ég
er ekki það sem kallast listræn
og ef ég yrði beðin um að túlka
málverk á vegg brygðist mér lík-
lega bogalistin í augum þeirra
listrænu. Ég skil ekki list og tel
mig ekki þurfa þess til að njóta
hennar og ég tel mig heldur ekki
þurfa að fara inn á listasöfn eða
tónleikasali til að upplifa hana.
Ég er nefnilega á þeirri skoðun
að hvergi sé eins mikil list, feg-
urð og sköpun og í lífinu sjálfu.
Þótt ég hafi mjög gaman af þvíað fara á tónleika eða á lista-
söfn þá fer ég oftar í göngutúra,
því ekkert er eins stórkostlegt og
náttúran sjálf og þá er ég ekki að
tala um að það þurfi að ferðast
upp á hálendi til að upplifa hana
heldur er nóg að rölta út á Æg-
isíðu, þar sér maður ólíka mynd á
hverjum degi.
Að ganga um götur Reykjavík-
ur býður líka upp á undraverðar
upplifanir, sama gamla gatan
getur breyst með smá víðsýni.
Með því að horfa upp, í staðinn
fyrir beint áfram eða niður á fæt-
urna, getur gefið allt aðra mynd
af götunni og oft óvænta sýn. Ég
man enn þá þegar ég uppgötvaði
Laugaveginn fyrir ofan sjónlínu,
það var allt annar Laugavegur,
venjulegt hús verður kannski
gullfallegt ef horft er uppeftir
því.
Mannlífið er líka list, að sitja á
kaffihúsi og fylgjast með fólki er
áhugaverðara en mörg kvik-
myndin, hver manneskja er sín
eigin listasmíð.
Við erum allt-
af að skapa list í
daglegu lífi og
getum upplifað
hana alls staðar.
Hver húsgluggi
er t.d. rammi ut-
an um listaverk,
við sköpum
hvern glugga
með vali á gard-
ínum og blóma-
pottum og hver
gluggi getur ver-
ið upplifun fyrir
þann sem geng-
ur hjá. Það er
líka löngu kunn
staðreynd að
fögur fjallasýn
er mikið meira
virði en málverk
uppi á vegg. Fal-
lega lagað lauf-
blað sem maður
rekst á á förnum
vegi gleður
hjartað oft meira en uppstilltur
tilbúningur. En til að upplifa um-
hverfið af opnum hug þarf fólk
að vera óhrætt við að undrast og
gleðjast yfir því sem það sér, og
svo er líka stundum gott að leyfa
sér bara að upplifa í staðinn fyrir
að reyna strax að skilja.
Að mínu mati þarf maður ekkiað fara inn á söfn og sali til
að upplifa list, þótt það sé alltaf
gaman, heldur nægir að fara í
gegnum daginn með víðsýni og
sjá listina í lífinu sjálfu.
ingveldur@mbl.is
Listin í lífinu sjálfu
» „Ég er nefnilega áþeirri skoðun að
hvergi sé eins mikil list,
fegurð og sköpun og í
lífinu sjálfu.“
Fegurð Litadýrð náttúrunnar á Þingvöllum að hausti.
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST -
STAÐGREIÐSLA
EINBÝLISHÚS SSVOGI ÓSKAST
- STAÐGREIÐSLA -