Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 45
Unsound, Innersleeve og Indigoeru hættar við að spila á
Airwaves. Í þeirra stað koma Pa-
noramix og Royal
Fortune. Enn er
verið að vinna í að
fá þriðju sveitina.
Yfir 300 ís-
lenskar hljóm-
sveitir sóttu um
að koma fram á Airwaves-hátíðinni í
sumar. Rúmlega 100 þeirra komust í
gegnum umsóknarferlið og munu
spreyta sig um helgina á Iceland
Airwaves 2006.
Tilraunaeldhúsið mun í fyrstasinn verða með eigið kvöld á
Airwaves-hátíðinni í ár. Til-
raunastjórinn Kira Kira og félagar
hafa hóað í skemmtilega dagskrá á
Iðnó á laugardagskvöldið þar sem
fram koma Siggi Ármann, Ólöf Arn-
alds, Evil Madness, Borko, Joseph
Marzolla frá Frakklandi og Kira
Kira sjálf. Kvöldið nær eflaust há-
punkti á miðnætti þegar Stórsveit
Nix Noltes stígur á svið.
Drum & bass og jungle verða alls-ráðandi á Breakbeat.is kvöldi á
Pravda á fimmtudagskvöld. Segja
má að auk Icelandair sé Breakbeat-
.is eina „apparatið“ sem tengst hefur
Iceland Airwaves-hátíðinni frá upp-
hafi, enda er stemningin á þessum
kvöldum einstök. Þau eru löngu búin
að festa sig í sessi bæði hjá erlend-
um og innlendum hátíðargestum en í
ár mun breski harðhausinn Amit,
sem m.a. hefur gefið út hjá Metal-
headz útgáfu Goldie, sjá um fjörið.
Blaðamenn breska verðlaunarits-ins Clash Magazine eru komnir
í hörkugír fyrir Airwaves, hlakka
mikið til Clash-kvölds hátíðarinnar
og segja að Hairdoctor sé með því
flottara sem þeir hafi heyrt. Þó ekki
flottari en Hairdoctor Airwaves-
bolurinn sem er búinn að slá í gegn í
Bretlandi og víðar.
Kira KiraRoyal Fortune
Airwaves-
molar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 45
dægradvöl
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5.
cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4 Bf5 8. e3
Rbd7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Be7 11.
O-O O-O 12. Rd2 He8 13. f3 c5 14. Bf2
a6 15. e4 cxd4 16. Rxd5 Rxd5 17. exd5
Rf6 18. Dxd4 Dxd5 19. Hfd1 Df5 20.
Rc4 Hac8 21. b3 Bc5 22. Dd3
Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir skömmu í Fügen í
Austurríki. Rússneski stórmeistarinn
Evgeny Najer (2.648) hafði svart gegn
Birni Þorfinnssyni (2.317) sem tefldi
fyrir Taflfélagið Helli. 22. … He1+! og
hvítur gafst upp þar sem hann tapar
drottningunni eftir 23. Hxe1 Dxd3.
Hellir lenti í 27.–32. sæti á mótinu af 56
keppnisliðum. Árangur liðsins var eins
við mátti búast en stórmeistarinn
Hannes Hlífar (2.551) stóð sig best liðs-
manna og samsvaraði frammistaða
hans 2.668 stigum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 hengingaról, 4
spakur, 7 afhendi, 8 með-
ulin, 9 dýrbít, 11 hluta, 13
reykir, 14 grunar, 15 ein-
lægni, 17 snjólaust, 20
fálm, 22 hnikar, 23 við-
urkennir, 24 flokk, 25 ná-
skyldar.
Lóðrétt | 1 uppgerð-
arveiki, 2 endurtekið, 3
fæðir, 4 grunnflötur, 5
asna, 6 stelur, 10 skora á,
12 nöldur, 13 gruna, 15
þoli, 16 ósætti, 18 kven-
dýrið, 19 hreinar, 20 klif-
ur, 21 skaði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kindarleg, 8 vinnu, 9 móður, 10 nes, 11 rjúka,
13 arinn, 15 svöng, 18 skúra, 21 ryk, 22 ruddi, 23 eilíf, 24
hrikalegt.
Lóðrétt: 2 innbú, 3 druna, 4 romsa, 5 eyðni, 6 sver, 7
hrun, 12 kyn, 14 rík, 15 sori, 16 öldur, 17 grikk, 18 skell,
19 útlæg, 20 alfa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Ríkissaksóknari hefur ákveðiðrannsókn á hlerunarmálinu.
Hvaða embætti hefur verið falin
rannsóknin?
2 Prestar virðast ætla að hafa nógað gera 7. júlí 2007. Hvað hefur
fólk í huga?
3 Sena hefur keypt Consert ehf.Hver átti Consert?
4 Sænski menningarmálaráðherr-ann Cecilia Stegö Chilo þurfti að
segja af sér, m.a. fyrir að skulda af-
notagjöld ríkisfjölmiðilsins. Hvað
skuldaði hún mörg ár?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Steingerðar leifar risastórra skriðdýra
frá tímum risaeðlanna fundust nýlega.
Hvar fundust þær? Á Svalbarða. 2. Ís-
lenskur tennisspilari leikur sem atvinnu-
maður í íþrótt sinni. Hvað heitir hann? Arn-
ar Sigurðsson. 3. Mikið hneykslismál
skekur Ísrael. Forseti landsins, Moshe
Katsav, er borinn þungum sökum. Hverjar
eru þær? Nauðganir og kynferðislegt of-
beldi gagnvart konum. 4. Grazyna Maria
Okuniewska gefur kost á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins. Hvar er hún upp-
runnin? Póllandi.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
Evrópubikarinn.
Norður
♠G8
♥10973
♦93
♣ÁD653
Vestur Austur
♠ÁD1054 ♠K96
♥G8 ♥D4
♦84 ♦KG1052
♣K872 ♣G94
Suður
♠732
♥ÁK652
♦ÁD76
♣10
Suður spilar fjögur hjörtu. Þjóðverj-
ar unnu Evrópubikarinn með sigri á
Hollendingum í úrslitaleik, en fulltrúar
Íslands í sveit Eyktar enduðu í 5. sæti.
Spil dagsins er frá viðureign Þjóðverja
og Ítala í undanúrslitum. Fjögur hjörtu
virðist léttunnið spil, en Alfredo Ver-
sace ruglaðist rækilega í ríminu. Mich-
ael Gromöller í vestur hafði sagt spaða
og austur tekið undir litinn. Gromöller
valdi undarlegt útspil – spaðadrottn-
ingu! Drottningin átti slaginn og Gro-
möller spilaði aftur spaða á kóng aust-
urs í öðrum slag, sem skipti svo yfir í
tígulgosa. Versace taldi víst að austur
hefði byrjað með ÁK í spaða og ætti
varla meiri styrk. Hann fór því upp með
tígulás, tók ÁK í hjarta og dúkkaði tíg-
ul. Vörnin svaraði með spaða og nú varð
Versace að taka laufás til að komast
heim, en þegar tígulkóngurinn féll ekki
þriðji vantaði einn slag.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
„FATLAÐA sýningargripi,“ segir
Berglind Nanna Guðmundsdóttir
(Mbl. 15.10.06) að ég hafi kallað
hana og aðra fatlaða er fram
koma í sýningu Einleikshússins,
Þjóðarsálinni. Þetta er ekki sann-
leikur. Umfjöllun mín um sýn-
inguna var í formi sex spurninga
um leikhús og beindist til ábyrgð-
armanna sýningarinnar, aðeins í
einni spurningu kemur orðið fatl-
aður fyrir og hún er svohljóðandi:
„Víst þykir mannslífið lítilsvirði
á Íslandi en nær ímyndunarafl ís-
lensks leikhússfólks ekki lengra
eða treystir það ekki ímyndunar-
afli áhorfandans meira en svo að
það þurfi að gera fatlað fólk að
sýningaratriði, áhættuatriði, inn-
an um spúandi vatnsslöngur og
hlaupandi hesta – til þess að
leggja áherslu á það?“
Orðið sýningaratriði merkir
ekki í íslensku máli sýning-
argripur og rétt að upplýsa að
Þjóðarsálin er byggð upp af fjölda
laustengdra sjálfstæðra sýning-
aratriða líkt og sirkus. Spurning
mín snýst um þær aðferðir sem
notaðar eru í sýningunni. En til-
finningin að baki var vissulega að
mér féll ekki að sitja í leikhúsi,
þessum griðastað ímyndunarafls-
ins, og þurfa að óttast raunveru-
lega um varnarlausar manneskjur
í hjólastólum og á hjólaborðum á
sviðinu.
Orðin „aumingi“ og „vanviti“ er
ekki fremur en „fatlaðir sýning-
argripir “ að finna í umsögn
minni, né annað það sem Berglind
Anna fullyrðir að ég hafi sagt og
hugsað.
Ég tel að affarasælast sé í bar-
áttunni gegn fordómum líkt og í
umræðu um íslenskt leikhús að
reyna að halda sig við sannleik-
ann.
María Kristjánsdóttir,
leiklistargagnrýnandi.
Sannleikurinn
er sagna bestur