Morgunblaðið - 18.10.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 18.10.2006, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustanátt 5-13 m/s. Víða léttskýjað en skúrir eða él aust- antil. Norðaustan 8-13 með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 6°C 0°C Í DAG hefst Airwaves-tónlistarhátíðin í átt- unda skipti hér á landi. Í kvöld koma fram 29 listamenn og hljómsveitir á fimm stöðum í höfuðborginni. Meirihluti listamannanna er íslenskur en þó slæðast nokkrir erlendir inn á milli á opnunardeginum. Í Morgunblaðinu í dag er allt um Airwaves: Dagskrá dagsins, hverju skal ekki missa af, viðtal við Ultra Mega Technobandið Stefán sem spilar á Pravda í kvöld og stuðsveitina Sprengjuhöllina sem mun stíga á svið á Grand Rokk auk fréttamola um hátíðargesti. Mikill áhugi er á hátíðinni bæði hérlendis sem erlendis, en uppselt er orðið á hátíðina erlendis og aðeins 400 miðar eftir hérlendis þegar blaðið fór í prentun. | 41, 45, 48 Airwaves-tónlistar- hátíðin hefst í dag Ljósmynd/Leó Stefánsson Stuðband Sprengjuhöllin er ein þeirra hljómsveita sem spila á Airwaves í kvöld. MESTUR verðmunur var á blóðþrýstingslyf- inu Amlo þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í ellefu lyfja- verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu. Amlo 5 mg töflur, 100 stk., voru dýrastar á 3.325 krónur í Lyfjum og heilsu og ódýrastar í Skipholtsapóteki á 2.144 krónur sem er 1.181 krónu verðmunur. Apótekin eru bæði rekin af sama aðilanum en undir sitt hvoru nafninu. Verðmunur á frumlyfi og sam- heitalyfi með sömu verkun reyndist enn meiri eða allt að 66%. Þá reyndist allt að 47% verð- munur á svefnlyfinu Stilnoct, 10 mg töflum, 20 stk. Það kostaði 693 krónur þar sem það var ódýrast í Lyfjaveri en 1.019 krónur þar sem það var dýrast í Árbæjarapóteki. Lyfjaver og Skipholtsapótek voru oftast með lægsta verðið í könnun ASÍ en Lyf og heilsa við Egilsgötu reyndist oftast með hæsta verðið. Verðkannanir á lyfseð- ilsskyldum lyfjum eru unnar í samráði við Landlæknisembættið. Lagðir eru fram lyf- seðlar í apótekum en ekki er gefið upp að um verðkönnun sé að ræða fyrr en lyfin hafa ver- ið skrifuð út og verð prentað á pokamiða. | 23 Könnun sýnir allt að 55% verðmun á lyf- seðilsskyldum lyfjum Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMMTÁN ára stúlka vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar ókunnugir karlmenn hófu að hringja í hana nú nýverið, með alls kyns óhugnanleg tilboð. Bekkjarfélagi stúlkunnar hafði þá sett persónuupplýs- ingar og símanúmer hennar á íslenskan einkamálavef. Pilturinn bjó til einkamálaauglýsingu fyr- ir hönd stúlkunnar, án hennar vitundar, á skólatíma og svaraði morguninn eftir þeim skilaboðum sem borist höfðu – 11–13 skila- boð. Gaf hann þá m.a. upp símanúmer stúlkunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á einni klukkustund bárust stúlk- unni símtöl frá ellefu karlmönnum og um hádegisbil voru 58 svör komin við auglýs- ingunni. Í millitíðinni komst upp um málið og var vefstjóra einkamálavefjarins gert að fjar- lægja auglýsinguna. Í kjölfarið funduðu skólastjórnendur með öllum aðilum málsins en óvíst er enn hvort foreldrar stúlkunnar munu kæra athæfið. Ein tegund eineltis Sífellt færist í vöxt að nemendur í grunn- skóla hrelli skólasystkin sín með hjálp nets- ins, og virðist sem yngri nemendur séu fljótir að tileinka sér slíka siði. Skólastjóri sem Morgunblaðið ræddi við sagðist þekkja dæmi um einelti af þessu tagi alveg niður í fjórða bekk. Hann segir mörg börn ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem leynast á netinu og oft vanti kærleika og virðingu fyrir öðru fólki. Jafnframt telur hann mikilvægt að lyfta umræðunni um þessi mál hærra og fá foreldra til að taka virkari þátt, ná sambandi við börnin og finna út hvað þau séu að gera á netinu. Með ódýrum myndavélasímum og bloggvefjum virðist auðvelt að níða ein- staklinga, og oft erfitt að hafa hendur í hári þeirra sem leggja slíkt í vana. Ábyrgð foreldra er mikil og á vefsvæði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir foreldra um örugga net- og farsímanotk- un barna og unglinga. Fékk ellefu símtöl á klukkustund Fimmtán ára piltur setti upplýsingar um jafnaldra stúlku á einkamálavef Morgunblaðið/ÞÖK ÓLAFUR Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, segist ekki kannast við þá lýsingu fyrr- verandi starfsmanns Símans að setið hafi verið við tengivirki Sím- ans og símtöl hleruð, eins og Landssímamaðurinn mun hafa greint Jóni Baldvini Hannibals- syni frá fyrir skemmstu. Ólafur á að baki áratugalangan starfsferil hjá Pósti og síma og hann var póst- og símamálastjóri frá 1986 til 1996. Hann segir að tengdar hafi verið línur fyrir lög- regluna vegna hlerana, en aldrei nema eftir dómsúrskurði og aldrei nema út af fíkniefnum. Þessar lög- legu hleranir hafi hann vitað um en segist ekki geta hent reiður á hvað menn hafi gert ólöglega. Að sögn Ólafs kom fyrir að símalínum sló saman og þá heyrðu sumir símnotendur símtöl sem þeim voru ekki ætluð. „Það upp- lifðu flestir fyrir 20–30 árum að það sló saman línum í gömlu sjálf- virku stöðvunum,“ segir hann. Bogi Nilsson ríkissaksóknari, sem hefur nú fyrirskipað rann- sókn á meintum hlerunum í utan- ríkisráðuneytinu, segir að al- menningur muni fá upplýsingar um niðurstöðu rannsóknarinnar að henni lokinni. Hann segir það alvarlegt sakarefni hafi símar ráðuneytisins verið hleraðir, jafn- vel þótt sök geti verið fyrnd í mál- inu. Hugsanlegt er að við rann- sókn málsins komist upp um brot gegn landsstjórninni, landráð, en Bogi staðfestir að slík brot fyrnast ekki. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra að þingmenn hefðu, líkt og margir fjölmiðlamenn, ruglað saman þeim málum er vörðuðu kalda stríðið og þeim sem ríkis- saksóknari hefði tekið ákvörðun um að rannsaka. Sagðist hann telja að búið væri að koma báðum þessum málum í eðlilegan farveg. Kannast ekki við að símtöl hafi verið hleruð Í HNOTSKURN »Fyrrverandi póst -ogsímamálastjóri kannast ekki við ólöglegar hleranir á 40 ára starfsferli sínum hjá Símanum. Hinsvegar voru löglegar hleranir í fíkni- efnamálum stundaðar að fengnum dómsúrskurði. »Bogi Nilsson rík-issaksóknari tilkynnti í fyrradag að hann hefði ákveðið að efna til rann- sóknar á ætluðum hlerunum í utanríkisráðuneytinu.  Rannsókn/26–27 VETUR er genginn í garð austur við Hálslón Kárahnjúkavirkjunar, en tuttugu dagar eru liðnir síðan byrjað var að safna vatni í lónið. Er bjartsson og Dagbjartur Garðar Einarsson voru á ferð við Kringilsárrana þegar Morg- unblaðið bar að garði í gær. | 6 fylling Hálslóns nú hálfnuð. Viðar Hjálmtýs- son, Þröstur Valdimarsson, Birgir Örn Ragn- arsson, Ólafur Már Sævarsson, Einar Dag- Morgunblðaið/RAX Vetrarlegt um að litast við Hálslón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.