Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 15 E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 3 4 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 2.590.000 kr. Saab 9-3 Linear 1.8 i, beinskiptur Saab Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Framleiðendur hinna virtu Saab bifreiða eiga að baki áratugalanga sögu sem flugvélaframleiðendur. Saab 9-3 hefur fengið fjölda verðlauna fyrir frábæra aksturseiginleika og öryggi. Sannkölluð evrópsk gæði, skemmtileg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður er það sem gerir Saab 9-3 að afburða bíl. Nú bjóðum við þér eina af þotunum í Saab bílaflotanum, 9-3 Linear, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu, finndu muninn! LOKIÐ er vel heppnuðu fjögurra daga námskeiði í gæða- og öryggis- málum í fiskhöfnum fyrir 35 hafn- arstjóra á Srí Lanka. Hafrann- sóknastofnun Srí Lanka (NARA) og fiskimálaráðuneyti landsins stóðu að námskeiðinu en Þróunarsam- vinnustofnun Íslands og Sjáv- arútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna veittu tæknilega og fjárhagslega að- stoð við framkvæmdina. Námskeiðið verður endurtekið í nóvember. Gæðarýrnun vandamál Að sögn Árna Helgasonar, um- dæmisstjóra Þróunarsam- vinnustofnunar á Srí Lanka, er gæðarýrnun vandamál í fiskiðnaði í landinu en talið er að 30–40% af afla spillist frá því fiskur er veiddur þar til hann er kominn á borð neytenda. „Verðmætatap og minnkað næring- argildi er mikið af þessum sökum,“ segir Árni, „og því er eitt af þróun- armarkmiðunum fyrir fiskigeirann að stuðla að umbótum á þessu sviði.“ Þróunarsamvinna Íslands og Srí Lanka felur meðal annars í sér áherslu á umbætur í gæðamálum fiskafurða. Stuðningur við nám- skeiðahaldið er liður í þeirri við- leitni, að sögn Árna. „Ákvörðun um námskeiðið var tekin síðastliðið vor og tveir sérfræðingar í gæðamálum frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins á Íslandi komu til Srí Lanka í maí og unnu með heimamönnum og starfsmönnum Þróunarsam- vinnustofnunar að efnisöflun og skipulagi. Sérfræðingar frá sjáv- arútvegsráðuneyti og NARA voru síðan á Íslandi í júní þar sem lögð var lokahönd á skipulag og frágang efnis,“ segir Árni. Sextán fyrirlestrar Námskeiðið samanstendur af sex- tán fyrirlestrum um ýmsa þætti gæðamála fiskafurða og skipulag góðrar meðferðar á fiski á hafn- arsvæðum. Efnið hefur verið gefið út í vönduðum litprentuðum möpp- um á ensku, sinhala og tamíl, en það eru tungumálin sem töluð eru í land- inu. Einnig var útbúinn geisladiskur með öllu efninu en á honum voru einnig myndbrot um gæðamál sem tekin voru upp á Srí Lanka og Ís- landi. Tólf veggspjöld voru enn- fremur gerð á sinhala og tamíl og verða þau hengd upp á hafn- arsvæðum og löndunarstöðvum til að kynna og minna á góða meðferð á fiski. Að sögn Árna er námskeiðið í nóv- ember þegar fullbókað. Hann nefndi einnig að stjórnendur fiskvinnslu- stöðva hefðu sýnt áhuga á því að fá námskeið fyrir starfsmenn sína. Kenna góða meðferð á fiski Morgunblaðið/Ómar LIÐLEGA 2 þúsund tonnum af undirmálsþorski var landað á síð- asta fiskveiðiári, liðlega þúsund tonnum af ýsu og 350 tonnum af gullkarfa. Möguleikar veiðarfæra til að velja fisk eftir stærð koma greini- lega fram í tölum Fiskistofu um það hvernig heimildir til að draga undir- málsafla í þorski, ýsu og karfa frá aflamarki við löndun skiptast eftir veiðarfærum og útgerðarflokkum á nýliðnu fiskveiðiári. Þannig veiddist hverfandi magn af undirmálsafla í net á fiskveiði- árinu, til dæmis aðeins 0,03% til 0,05% af þorski. Veiðar með krókum virðast hins vegar ekki gefa veru- lega möguleika til að velja fiska eftir stærð, ef miðað er við það undirmál sem fékkst á línu. „Það vekur líka athygli að smærri línubátarnir eru með talsvert hærra hlutfall undir- máls en stærri skipin sem bendir til að þeir hafi á réttu að standa sem halda því fram að meiri sóknar- möguleikar stærri skipanna gefi þeim jafnframt kost á að velja stærri (og verðmætari) fisk,“ segir á vef Fiskistofu. Samkvæmt tölum Fiskistofu komu 2.040 tonn af undirmálsþorski á land, sem er um 1% af lönduðum þorskafla að meðaltali. Mesti undir- málsaflinn kom af krókaaflamarks- bátum, 880 tonn af þorski sem er 2,58% af lönduðum afla í þeim út- gerðarflokki. Mesta und- irmálið hjá krókabátum VESTNORRÆNA ráðið segir að- ildarlönd sín eiga rétt á því að nýta náttúruauðlindir sínar með hag- kvæmum hætti líkt og önnur lönd nýti sínar auðlindir í dýraríkinu og fagnar sjálfbærum hvalveiðum Ís- lendinga. Var ályktun þessa efnis samþykkt á stjórnarfundi í Kaup- mannahöfn í gær. Ráðið segir ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni að nýju byggja á vísinda- legum rannsóknum á stofnstærðum og að ekki séu veiddir hvalir í út- rýmingarhættu. Ráðið segir nýt- ingu náttúruauðlinda verða að byggja á vísindalegum niðurstöð- um. Samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra verða hvalveiðar tak- markaðar við 9 langreyðar og 30 hrefnur, til viðbótar þeim 39 hrefn- um sem teknar verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Haf- rannsóknastofnunarinnar, en þá verður því verki lokið sem hófst ár- ið 2003, að safna 200 dýra úrtaki. Vakin er athygli á niðurstöðum mats vísindamanna á stærð um- ræddra hvalastofna og að leyfðar veiðar nemi aðeins um 0,04 til 0,2% af umræddum stofnum á svæðinu. Vestnorræna ráðið styður hvalveiðar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.