Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 47 ✝ Lars GunnarOlofsson fædd- ist í Varberg í Sví- þjóð 12. júní 1948. Hann lést á heimili sínu í Gautaborg 22. október sl. For- eldrar hans eru Eva, f. 23.12. 1921, og Olof Larsson, f. 3.8. 1921. Systkini hans eru Agneta, Richard og Maria. Lars kvæntist 24. júlí 1971 Ingibjörgu Pálsdóttur, f. 25.2. 1951, leikskólakennara frá Hafn- arfirði. Ingibjörg er dóttir Páls Sæmundssonar, stórkaupmanns, f. 15.9. 1912, d. 4.10. 1983, og Ey- gerðar Björnsdóttur, f. 28.7. 1918. Börn þeirra eru: 1) Katarina, f. 12.6. 1972, hennar maður er Mattias Andersson og eiga þau soninn Eric, f. 15.4. 2003. 2) Mickael, f. 20.4. 1979, og á hann dótturina Emblu Sögu, f. 4.5. 2003. Móðir hennar er Alexandra Dolk. Lars var mennt- aður tæknifræð- ingur í landmæl- ingum. Hann vann hjá nokkrum sænskum bygging- arfyrirtækjum svo sem Skanska. Síðustu árin vann hann við eigið fyrirtæki sem aðstoðaði fatlaða einstaklinga. Útför Lars verður gerð frá Dómkirkjunni í Gautaborg í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lars Gunnar, mágur minn og vin- ur, kvaddi þennan heim sunnudag- inn 22. nóvember sl. Öll vissum við að hverju stefndi, en það er sárt að kveðja kæran vin og samferða- mann, en erfiðast þeim sem næst standa. Lars kvæntist systur minni, Ingi- björgu, og var brúðkaupsferðin far- in með okkur Guðjóni í Landmanna- laugar. Allt frá þessari fyrstu kynningu af landinu hafði Lars strax mikinn áhuga á Íslandi og öllu því sem íslenskt er. Alltaf gerði hann sér far um að skilja og tala ís- lensku. Ég og fjölskylda mín kynntumst Lars vel þegar hann og Ingibjörg opnuðu heimili sitt fyrir okkur vet- urlangt, þegar Guðjón var við fram- haldsnám í Háskólanum í Gauta- borg haustið 1979. Brynhildur dóttir okkar og Katarína fylgdust þá að í skóla. Þetta var skemmti- legur tími fyrir okkur öll. Lars var mikill félagshyggjumað- ur og trúnaðarmaður á sínum vinnustað og fylgdist vel með rétt- indamálum launamanna. Þau hjón- in, Lars og Ingibjörg, létu sér einn- ig annt um velferð annarra í samfélaginu og voru stuðningsfjöl- skylda drengs með Down’s heil- kenni í nokkur ár. Fyrir nokkrum árum stofnaði Lars ásamt börnum sínum þjón- ustufyrirtækið „Lars Service“. Til- gangur félagsins var að þjóna fötl- uðum einstaklingum á heimilum þeirra. Starfsemi þess var nokkuð sérstök á íslenskan mælikvarða, en fyrirtækið gegndi þjónustu, sem oftast er í höndum ríkis eða sveitar- félaga. Þarna er Lars vel lýst, hann hafði innsýn í umhverfi þeirra sem minna mega sín og hann stofnaði fyrirtæki til þess að hjálpa þeim. Lars var opinn fyrir nýjungum og tileinkaði sér nýja tækni. Hann sótti sér kunnáttu og upplýsingar alls staðar og safnaði saman bæklingum og blöðum. Þetta var fyrir tíma tölv- unnar, en það hindraði hann ekki í að ná í upplýsingar um ótrúlegustu hluti. Lars var ætíð mikill græju- karl og það átti vel við hann að aka í rafknúnum hjólastól um Gautaborg þegar kraftar hans fóru þverrandi, með Ingibjörgu á hlaupum til þess að fylgja honum eftir. Fyrir nokkrum árum síðan fest- um við systkinin ásamt móður okk- ar kaup á sumarhúsi í Þingvalla- sveit, þangað komu Ingibjörg og Lars á hverju sumri með fjölskyldu og vinum. Lars fann sér alltaf ein- hver verkefni og naut þess að vera í íslenskri náttúru og bjóða til sín gestum. Honum var það mikilvægt að komast í sumarbústaðinn við Þingvallavatn sl. sumar þótt veik- indin hafi náð undirtökum. Hann náði að kveðja landið sem honum þótti alltaf gott að heimsækja. Lars var mikill fjölskyldumaður og börnin og barnabörnin, Eric og Embla Saga, áttu hug hans allan fram að því síðasta og er þeirra missir mikill. Við Guðjón þökkum samfylgdina og þá sérstaklega fyrir ógleyman- legar stundir í Gautaborg nú í sum- ar. Elsku Ingibjörg, Katarina, Matthias, Eric, Mickael og Embla Saga, ykkar missir er mestur, en við eigum öll minningar um góðan dreng, mikinn mannvin, glaðan og góðan afa. Ég bið góðan Guð að vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum, en minningin um stóran, góðan Lars mun lifa. Margrét Pálsdóttir. Í dag kveðjum við Lars Gunnar Olofsson, mág okkar og svila. Hann lést á heimili sínu í Gautaborg þann 22. október sl. eftir erfið veikindi undanfarna mánuði. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt vin- áttu og elsku þessa manns öll árin sem hann hefur verið í fjölskyldu okkar. Þau Ingibjörg kynntust ung í Svíþjóð og hafa síðan gengið veg- inn saman; alltaf jákvæð, alltaf hress, alltaf ástfangin, alltaf bestu vinir, alltaf bestu foreldrar og síðast en ekki síst bestu afi og amma sem hugsast getur. Það eru forréttindi að fá að um- gangast fólk eins og þau. Það hefur alltaf verið okkur fjölskyldunni sér- stakt tilhlökkunarefni að heim- sækja þau til Svíþjóðar eða fá þau í heimsókn til Íslands. Það er alltaf líf og fjör, litið á börnin sem jafn- ingja og allt gert til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Þetta kunna börnin okkar að meta og hafa Lars og Ingibjörg alltaf átt sérstakan stað í hjörtum þeirra. Lars elskaði Ísland og við nutum góðs af því að fá þau oft í heimsókn. Sumarbústaður fjölskyldunnar á Þingvöllum var hans Paradís og þar leið honum best í faðmi fjölskyld- unnar. Það er þyngra en tárum taki að fá ekki að njóta nærveru hans lengur og að hann skuli vera hrifinn burt frá Ingibjörgu, börnunum, litlu barnabörnunum, foreldrum, systk- inum, fjölskyldu og vinum svo alltof fljótt. En minningarnar eru allar góðar og þær verða ekki frá okkur teknar. Það er dýrmæt perla í okkar minningasjóði að hafa fengið Lars og Ingibjörgu í heimsókn til okkar til Kaupmannahafnar, helgina áður en hann lést, og eiga með þeim ynd- islega daga. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Með trega kveðjum við og börnin okkar einn af okkar allra bestu vin- um og biðjum guð að gefa elsku Ingibjörgu okkar, Katarinu, Mikael og fjölskyldunni allri styrk til að takast á við lífið án hans. Takk fyrir allt. Páll og Sigrún. Lars Gunnar Olofsson ✝ Karl Guðmunds-son fæddist á Ísafirði 10. septem- ber 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ási 21. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Karls- son, f. 22. nóv. 1908, d. 25. des. 1983, og Anna María Bald- vinsdóttir, f. 22. jan. 1909, d. 17. okt. 1993. Bróðir Karls er Ragnar Baldvin, f. 5. ágúst 1936. Systkini Karls samfeðra eru: Elín, f. 12. sept. 1945, Geir og Gylfi, f. 15.mars 1948, og Magnús, f. 25. mars 1947. Karl kvæntist árið 1951 Guð- rúnu Sigurðardóttur, f. 4. ágúst 1928. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guðrún Karlsdóttir, f. 28. mars 1952, maki Jón Snædal, Guðmundur Karlsson, f. 1. júlí 1957, maki Lynn Karlsson, Sig- urður Karlsson, f. 31. okt. 1959, maki Gunnhildur Gísladóttir. Karl kvæntist árið 1961 Sigríði Jóhannesdóttur, f. 8. júní 1939, d. 18. sept. 2005. Þau skildu. Börn þeirra eru: Jóhannes Karlsson, f. 25. feb. 1961, Anna María Karlsdóttir, f. 2. maí 1962, maki Friðrik Þór Frið- riksson. Karl átti tólf barnabörn. Karl kvæntist árið 1973 Jónu Sigurjóns- dóttur, f. 19. feb. 1933. Þau skildu. Börn Jónu eru: Anna Björnsdóttir, f. 4. júlí 1954, maki Halldór Guðmunds- son, Björn Brynj- ólfur Björnsson, f. 2. ágúst 1956, maki Hrefna Har- aldsdóttir, Sverrir Björnsson, f. 13. mars 1958, maki Áslaug Harð- ardóttir, Helga Hilmarsdóttir, f. 3. feb. 1964 , maki Hörður Valtýs- son. Karl tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 13. maí 1954. Karl starfaði við kennslu og sem skipstjórn- armaður á íslenskum og útlend- um farskipum og hjá Landhelg- isgæslunni. Seinustu árin bjó Karl í Hveragerði á Dvalarheimilinu Ási. Útför Karls fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13. Tengdafaðir minn, Karl Guð- mundsson, Kalli, var fæddur á Ísa- firði, sonur hjónanna Önnu Maríu Baldvinsdóttur, húsfreyju og síðar verslunarkonu og Guðmundar Karlssonar kaupmanns. Þau skildu er Kalli var sex ára og fluttust þá mæðginin ásamt yngri bróður hans, Ragnari, til Reykjavíkur. Þeir bræð- ur ólust þar upp á heimili móður sinnar, ömmu og þriggja móður- systra og einnig ólst þar upp frænka þeirra, Ragnheiður. Kalli var bráð- gert barn, greindur og allra hugljúfi. Hann lauk námi frá Stýrimannaskól- anum og sjómennska og kennsla henni tengd varð síðan ævistarf hans. Hann reyndi margt fyrir sér á því sviði, kenndi í Stýrimannaskól- anum, var stýrimaður á erlendum farskipum sem íslenskum og sigldi m.a. á stærstu olíufrökturum. Síð- ustu starfsárin var hann stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni. Í einkalífinu gekk á ýmsu. Hann stofnaði til hjúskapar ungur, aðeins tvítugur að aldri. Honum auðnaðist ekki að standa undir þeirri ábyrgð sem stækkandi fjölskylda krafðist og skildi eftir átta ára hjúskap. Börnin urðu þrjú. Næsta hjónaband varði í fjögur ár og þar urðu börnin tvö en síðasta hjónaband varði í tíu ár. Það hjónaband var barnlaust en stjúpbörnin voru fjögur. Óregla setti mark sitt á einkalíf hans lengst af en síðustu árin náði hann betri tökum á lífi sínu. Þótt hann hefði ekki getað staðið undir ábyrgð sem fjölskyldu- faðir náði hann samt góðu sambandi við börn sín þegar á ævina leið og samskiptin síðustu tvo áratugina urðu töluverð. Kalli var myndarlegur á velli og bauð af sér góðan þokka. Hann var ætíð bjartsýnn og þótt aðstæður hans væru misjafnar sá hann alltaf birtu framundan. Hann var laghent- ur og eftir að hann fór á eftirlaun tók hann að sér að ramma inn myndir og sóttu margir til hans í því skyni. Hann hafði alla tíð áhuga á þjóð- málum. Það var auðvelt að rökræða við hann því hann gat séð ýmsa fleti á umræðuefninu og virti skoðanir annarra. Hann var góður sögumaður og átti í farteskinu margar skemmti- legar sögur af samtímamönnum sín- um. Við kynntumst ekki fyrr en hann var kominn undir sextugt og sjólag lífsins farið að róast en hann var auðveldur í viðkynningu og afar þægilegur og fyrir það vil ég þakka. Fyrir nokkrum árum stóð hann einu sinni sem oftar á krossgötum í lífinu. Hann missti húsnæðið sem hann hafði austur í Ölfusi og átti ekki í mörg hús að venda. Heilsan var farin að bresta, búinn að fá kransæðastíflu og önnur einkenni æðakölkunar. Þá sótti hann til Áss í Hveragerði og varð það hans lán. Þar fékk hann herbergi og honum leið vel í því samfélagi. Þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall í kjölfar krabbameinsaðgerðar fékk hann pláss á hjúkrunardeildinni á Ási að lokinni endurhæfingu og þar dvaldi hann síðustu tvö árin. Fötlun hans var mjög mikil eftir þetta áfall og þurfti hann því alveg að reiða sig á aðstoð annarra. Hann var mjög þakklátur fyrir þá aðstoð og lét það oft í ljós við okkur. Þegar við sóttum hann heim á 75 ára afmælinu var ljóst að kraftar hans voru að þverra og hann varð allur liðlega mánuði síðar. Jón Snædal. Er nóttin lægir stormsins þunga þyt og þreyttir hvílast eftir dagsins strit, er eins og lífið breyti allt um blæ og borgin fái annan svip og lit. (Davíð Stefánsson) Hann afi Kalli er dáinn. Það er mjög skrýtið og við erum sorgmædd en kannski ættum við líka að vera dálítið glöð því afi Kalli var búinn að vera veikur lengi. Síðustu ár gat hann ekki komið til okkar í heim- sókn, eins og hann var vanur að gera, og heldur ekki hringt til að heyra hvernig við hefðum það. Við höfum saknað þess að hafa hann ekki með okkur á jóladag á „litlu jól- unum“ okkar. Við munum halda áfram að sakna þess að hann sé ekki með okkur en samt er gott að vita til þess að uppi hjá Guði sé hann aftur orðinn hress og kátur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Hvíldu í friði elsku afi okkar. Lára, Jökull og Jóhann Sigurðarbörn. Karl GuðmundssonIngibjörg var einstök fjölskyldu-kona sem bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, það duldist engum sem til hennar þekkti. Við vottum eiginmanni hennar, börnum, barna- börnum og fjölskyldunni allri inni- lega samúð og biðjum Guð að blessa þau og hugga. KFUM og KFUK kveðja kæra félagssystur og sam- starfskonu og biðja Guð að blessa minningu hennar. F.h. stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi og vinnufélaga á Holtavegi. Kristín Sverrisdóttir og Gyða Karlsdóttir. Við viljum kveðja vinkonu okkar og starfskraft til margra ára. Ég kynntist Ingibjörgu í lok árs 1972 þegar hún byrjaði sem starfskraftur hjá Gleraugnamiðstöðinni og má segja að hún hafi aldrei hætt. Þó hún hafi hætt afgreiðslustörfum þá sinnti hún tilfallandi störfum allt til dauðadags. Ingibjörg var góð vinkona og allt- af hægt að leita til hennar ef vanda- mál skutu upp kollinum – betri konu hef ég ekki kynnst um ævina svo að missir Sævars er mikill og barna og barnabarna þeirra. Á árinu hafa tvær eðalkonur látist sem sinntu afgreiðslustörfum hjá Gleraugnamiðstöðinni og lýt ég höfði í þakklætisskyni fyrir að hafa kynnst þeim. Elsku Sævar og fjölskylda, missir ykkar er mikill og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi minning hennar lifa. Gunnar, Ásta og fjölskylda. Aftur hefur maðurinn með ljáinn verið á ferð og hoggið skarð í sam- rýndan skólasystkinahóp sem út- skrifaðist frá Gagnfræðaskóla Rétt- arholts vorið 1966. Að þessu sinni tók hann Ingi- björgu Gests með sér. Já, hún varð að láta í minni pok- ann, þessi hvunndagshetja okkar, eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm þar sem hún trúði því og treysti fram á síðustu stundu að með hjálp síns góða Guðs fengi hún að lifa lengur. Það er sárt að sjá á eftir félögun- um hverfa en minningarnar lifa. Við munum Ingibjörgu úr skóla sem ljúfa, þægilega og hægláta stelpu sem lét aldrei fara mikið fyrir sér. Seinna, þegar við fullorðnuð- umst, börnin voru vaxin úr grasi og samverustundir okkar bekkjarsystr- anna urðu aftur fleiri og reglulegri, komu kostir hennar æ betur í ljós. Hún hafði góða frásagnarhæfileika og bjó yfir ríkulegu skopskyni, hafði lag á að skoða sjálfa sig og aðra í gamansömum spegli. Það var gott að vera nálægt henni. Þegar hún greindist með krabba- mein kom styrkur hennar best í ljós. Við dáðumst að trú hennar og von og kærleiksríkri umhyggju fyrir fjölskyldunni sinni. Hún var sterk kona, sem tókst með miklu æðru- leysi á við sjúkdóminn sem nú hefur lagt hana að velli. Þegar við héldum upp á 40 ára gagnfræðingsafmælið okkar í vor var Ingibjörg þar. Hún var kát og bjartsýn að venju. Sú minning er okkur hugleikin í dag. Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. og þýð. ók.) Við þökkum Ingibjörgu sam- veruna og geymum í hjarta okkar orð hennar: Stelpur mínar, við verð- um að muna að þegar erfiðleikar steðja að þá kemur trúin okkur ekki framhjá vandanum, trúin leiðir okk- ur í gegnum vandann. Við vottum eiginmanni hennar, börnum, föður og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystur í 4. B í Réttarholtsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.