Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÚ ÖFUGÞRÓUN á sér stað í
grunnskólum að þjóðkirkjan er
farin að hreiðra um sig innan
veggja þeirra á kostnað annarrar
þjónustu. Þetta er öfugþróun því
trúarviðhorf foreldra verða sífellt
fjölbreyttari og kristin trú fjarri
því sjálfsögð lengur. Auk þess á
trúfélag ekkert erindi inn í skóla
frekar en stjórn-
málaflokkur. Skóli á
að vera hlutlaus
griðastaður barna fyr-
ir öllum áróðri.
Karl Sigurbjörns-
son biskup og Halldór
Reynisson á Bisk-
upsstofu hafa báðir
borið á móti því að
um trúboð sé að
ræða, heldur sé þetta
fyrst og fremst stuðn-
ingur og þjónusta við
nemendur. Framsókn-
arflokkurinn gæti ef-
laust boðið fram stuðning og þjón-
ustu við nemendur en þó teldu
flestir óeðlilegt að slíkt væri á
hans könnu, hvað þá að fulltrúi
hans væri með skrifstofu innan
skólans í þeim erindagjörðum.
Þessi sókn kirkjunnar kallast
Vinaleið og hefur verið starfrækt í
Mosfellsbæ í sjö ár en var í haust
tekin upp í Garðabæ, á Álftanesi
og á Akureyri. Þórdís Ásgeirs-
dóttir djákni er frumkvöðull þessa
starfs og því eru lýsingar hennar
áreiðanlegasta heimildin um Vina-
leiðina. Í lýsingu á störfum djákna
og Vinaleiðinni kemur fram að öll
þjónusta djákna er tengd kirkj-
unni, hvort sem þeir starfa í söfn-
uði eða stofnun (skóla). Öll þeirra
störf „verða að eiga uppruna frá
hinu helga altari Jesú Krists í
kirkjunni þar sem við fáum náð-
arblessun Heilags Anda.“ Djáknar
leitast við að feta í fótspor Krists
„og hvetja aðra með orðum og eft-
irdæmi til að fylgja honum...“ Þeir
„...ástunda það eitt, að frelsarinn
Jesús Kristur megi vegsamaður
verða fyrir líf þeirra og starf.“
Þórdís segist sinna barnastarfi
kirkjunnar í grunnskólum og að
um 50% starfshlutfall sé að ræða
en launin greidd af skólunum!
Skólar í Mosfellsbæ hafa nú tekið
upp fyrirbæri sem heitir „Gengið
til kirkju“ og nemendur „leika
helgileik á Jólastund í barnastarfi
kirkjunnar.“ Djákninn situr Nem-
endaverndarráðsfundi skólanna, en
þar eru rædd viðkvæm mál ein-
stakra nemenda. Djákninn er með
skrifstofu í skólunum og þar eru
bænavers, „Faðir vor og Kristur á
krossinum eru á vegg og sjö boð-
orð sem voru í ein-
lægni skrifuð á blað“,
„auglýsingamiðar um
fundartíma alls barna-
starfs kirkjunnar í
Lágafellssókn og
Jesúmyndir eru í
körfu þar sem allir
hafa góðan aðgang að
og geta fengið miða
og mynd.“ „Ég er
einnig með fyr-
irbænabók á borðinu
og börnin vita að ég
er með bænastund á
mánudögum í Lága-
fellskirkju og ég skrifa nöfn í bók-
ina eftir þeirra óskum.“ „Í hverri
kennslustofu, á bókasafni og sér-
kennslustofum er grænn auglýs-
ingamiði Vinaleiðar á vegg til þess
að minna nemendur og kennara á
þjónustuna.“
„Vinaleið er opin og almenn. Þá
er átt við að allir nemendur skól-
ans geta nýtt sér þessa þjónustu
að vild og að ekki þarf leyfi for-
eldra til að nemandi komi í sál-
gæsluviðtal.“
„Skólaárið 2001–2002 komu 138
nemendur í 255 viðtöl. 46% nem-
enda óskaði eftir viðtali, 35% kenn-
ara báðu um viðtal fyrir nemendur
og 19% foreldra báðu um viðtal
vegna barns síns.“ Enda segir Þór-
dís: „Vinaleið er vinsæl hjá nem-
endum, svo er Guði fyrir að
þakka.“ Skýringin gæti falist í öðr-
um orðum Þórdísar: „Þegar ég
sæki nemanda inn í bekk rétta
gjarnan fleiri upp hönd til merkis
um ósk um að koma í heimsókn í
Vinaleið. Þó að það sé e.t.v. af ein-
skærri forvitni og jafnvel ósk um
að sleppa úr tíma þá eru allir nem-
endur velkomnir í Vinaleið hverjar
sem forsendurnar eru.“
Þórdís segir: Djákni í skólum er
fulltrúi þjóðkirkjunnar og krist-
innar trúar, tengiliður milli skóla,
heimilis og kirkju, hann veitir
kristilega sálgæslu, biður fyrir og
með nemendum og aðstandendum
þeirra, hefur bæna- og helgistund-
ir fyrir nemendur, starfsfólk og
kennara í skólunum, leiðbeinir inn
í bekkjum s.s. um góða siði og
kristin gildi og gefur samstarfs-
fólki tækifæri til að taka þátt í öllu
kirkjulegu starfi s.s. bænastund-
um, barna- og æskulýðsstarfi.
Eins og ljóst má vera er hér um
trúboð að ræða og alls ekki hlut-
lausan stuðning við nemendur. Það
er auðvitað reginhneyksli að ekki
þurfi leyfi foreldra til að djákninn
boði þeim trú sína.
Í haust var Vinaleiðin tekin upp
í skóla barns míns og um leið
krafðist ég þess að hann gætti
hlutleysis í trúmálum. Því miður
segist skólastjórinn ekki sjá neitt
athugavert við Vinaleiðina og í
Blaðinu 21. október segir hann
kröfuna um hlutlausan skóla vera
ofstæki, sem jaðri við frekju. Þó er
hlutleysi og bann við mismunun á
grundvelli trúarskoðana tryggt í
lögum um grunnskóla (VI. kafli,
29. gr.), Aðalnámsskrá og siða-
reglum kennara (3. gr). Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðana gaf
út ályktun 2004 þar sem trúboð í
skólum telst brot á mannrétt-
indum. Til trúboðs telst m.a.: að
láta börn læra og fara með bænir,
syngja sálma og trúarleg lög, taka
þátt í trúarathöfnum, fara í skoð-
unarferðir í kirkjur og að láta börn
taka við trúarritum. Vonandi taka
yfirvöld menntamála á Íslandi
mark á Mannréttindanefndinni og
álíta það ekki ofstæki og frekju.
Í þessu máli er aðalatriðið ekki
útfærsla á Vinaleiðinni eða ágæti
kristninnar heldur hlutleysi skóla í
trúmálum, sem ætti að vera sjálf-
sagt.
Hlutlausa skóla, takk
Reynir Harðarson fjallar um
Vinaleið í grunnskólum »Eins og ljóst má veraer hér um trúboð að
ræða og alls ekki hlut-
lausan stuðning við
nemendur.
Reynir Harðarson
Höfundur er sálfræðingur.
AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér
stað mikil umræða um matvælaverð
hér á landi og það
gjarnan borið saman
við matvælaverð á hin-
um Norðurlöndunum. Í
þessari umræðu hefur
þess nánast verið kraf-
ist að íslenskir neyt-
endur þurfi ekki að
greiða hærra verð fyrir
mjólkurafurðir en
neytendur í þessum ná-
grannalöndum okkar.
Á síðustu árum hef-
ur mjólkurverð lækkað
töluvert hér á landi.
Það hefur tekist með
mikilli hagræðingu,
bæði meðal mjólk-
urbænda og innan
vinnslustöðvanna. Á
meðfylgjandi línuriti
sést að á meðan vísitala
neysluverðs hefur
hækkað um 83% frá
desember 1990 til októ-
ber 2007 þ.e. til þess
tíma sem búið er að
ákveða óbreytt verð
(reiknað er með 7%
verðbólgu út árið 2006
og 2% verðbólgu á
árinu 2007), hefur verð
mjólkurvara aðeins
hækkað um 36%.
Mjólkurbændur og stjórnendur
mjólkuriðnaðarins telja að hægt sé að
ná fram frekari verðlækkun mjólk-
urvara til hagsbóta fyrir neytendur,
með enn meiri hagræðingu m.a. með
því að sameina stóran hluta mjólk-
urvinnslunnar í eitt rekstrafélag.
Umræðan um sameiginlegt rekstr-
arfélag í mjólkuriðnaði hefur að
miklu leyti snúist um mikilvægi þess
að full samkeppni ríki í greininni.
Minna hefur verið fjallað um þátt
bænda og mjólkuriðnaðarins í því að
lækka mjólkurverðið eins og raun
ber vitni. Samkeppni milli núverandi
mjólkurvinnslufyrirtækja er um
margt góð en skilar varla miklu til
neytenda. Hagkvæmnin í mjólk-
uriðnaðinum felst í stærðinni og þar
er hægt að gera enn betur, bæði fyrir
neytendur og bændur með aukinni
verkaskiptingu og betra skipulagi.
Neytendur þekkja íslenskar
mjólkurafurðir að góðu einu, þeir
treysta hollustu þeirra og hreinleika
en vilja gjarnan að verðlag þeirra sé
lægra og nánast það sama og í ná-
grannalöndum okkar. Þetta skiljum
við sem störfum við mjólkuriðnaðinn
enda höfum við lagt okkur í fram-
króka til þess að svo megi vera. Til
þess að ná enn meiri árangri þarf
breytingar eins og boðaðar eru með
stofnun rekstrarfélags mjólkuriðn-
aðarins með aukinni samvinnu, betri
nýtingu afurðastöðva og einu skil-
virku markaðs- og sölukerfi. Einnig
þarf að auka framleiðni mjólkurbónd-
ans með stærri búum og hugsanlega
nýju kúakyni þar sem nytin er meiri
en hjá því íslenska og kostnaðurinn
lægri við að framleiða hvern lítra.
Ísland er strjálbýlt land. Mikill
kostnaður felst í því að flytja mjólk
frá bændum til afurðastöðvana og
þaðan á stærsta markaðssvæði lands-
ins. Þetta þarf að hafa í huga þegar
borið er saman afurðaverð hér og er-
lendis. Við berum okkur oft saman
við gríðarlega tækni-
væddar erlendar mjólk-
ur vinnslur þar sem
hver afurðastöð vinnur
úr mun meiri mjólk en
sem nemur allri ís-
lensku framleiðslunni.
Nýting afurðastöðv-
anna er einnig mun
meiri en hér, því þar er
gjarnan unnið 7 daga
vikunnar á þremur
vöktum og yfirleitt er
stutt leið frá bónda að
vinnslu og þaðan á
markað.
Norðurmjólk ehf, svo
dæmi sé tekið, er stað-
sett í Eyjafirði og tekur
á móti um 26% þeirrar
mjólkur sem framleidd
er á landinu. Norð-
urmjólk er að uppistöðu
til ostabú, þar sem um
70% af mjólkinni fer til
ostagerðar. Fjárfesting
vinnslunnar er fyrst og
fremst miðuð við osta-
gerðina. Tíu lítra af
mjólk þarf til að fram-
leiða 1 kg af osti og því
er þetta nokkuð hag-
kvæmt fyrirkomulag
því ostur Norðurmjólkur, m.a. um
helmingur alls brauðosts sem fram-
leiddur er á landinu, er fluttur til
Reykjavíkur og markaðsettur af
dótturfélagi mjólkuriðnaðarins, Osta-
og smjörsölunni.
Verði af óheftum innflutningi
mjólkurafurða eru litlar líkur á því að
hingað yrðu fluttar ferskvörur á borð
við nýmjólk. Vegna langs geymslu-
þols er hins vegar líklegt að hingað til
lands yrðu fluttir ostar. Sá innflutn-
ingur myndi nánast eingöngu bitna á
ostabúunum, Norðurmjólk og mjólk-
ursamlagi KS. Við óbreytt ástand
gætu afleiðingarnar orðið þær að
rekstur ostabúanna dragist saman og
erfitt yrði fyrir Norðurmjólk að
standa í skilum við bændur og greiða
þeim sama verð fyrir mjólkina og MS
sem að stærstum hluta framleiðir
ferskvörur. Þetta gæti leitt af sér að
innan fárra ára yrði öll mjólkurfram-
leiðsla komin á starfssvæði MS með
alvarlegum afleiðingum fyrir norð-
lenska kúabændur.
Það er mikilvægt að mjólkuriðn-
aðurinn hér á landi fái að þróast og
styrkjast til þess að lækka fram-
leiðslukostnað og þá um leið smá-
söluverð til neytenda. Hingað til hef-
ur verið góð sátt og pólitískur vilji á
Alþingi fyrir íslenskri mjólkurfram-
leiðslu á íslenskum forsendum. Þann-
ig er fæðuöryggi þjóðarinnar að
stórum hluta tryggt í framtíðinni.
Við sem í mjólkuriðnaðinum störf-
um trúum því að áfram verði sátt um
mjólkurframleiðsluna á núverandi
forsendum og að greinin fái tækifæri
til að þróa sig áfram með framtíð-
arsýn.
Helgi Jóhannesson fjallar
um mjólkuriðnaðinn
Helgi Jóhannesson
» Það er mik-ilvægt að
mjólkuriðnaður-
inn hér á landi
fái að þróast og
styrkjast til
þess að lækka
framleiðslu-
kostnað og þá
um leið smá-
söluverð til
neytenda.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Norðurmjólkur ehf.
Hagræðing í mjólk-
uriðnaði neytend-
um til góða
UMRÆÐA um lífeyrissjóði og al-
mannatryggingar koma oft á dagskrá
sjóðfélaga sem fara á lífeyri. Þá
vakna spurningar hvort þeir hafi með
greiðslum til sjóðanna
keypt sig frá réttindum
almannatrygginga.
Staðreynd er að með
tekjutengingu lífeyr-
isbóta hefur ríkissjóður
komist undan skuld-
bindingum sínum.
Að gefnu tilefni
ákvað stjórn BSRB fyr-
ir skemmstu að láta
kanna muninn á ráð-
stöfunartekjum ein-
staklings, með
greiðslur úr lífeyr-
issjóði auk ellilífeyris
frá Tryggingastofnun
og hins vegar hvað sami ein-
staklingur fengi í ellilífeyri frá al-
mannatryggingum einum.
Dapurleg staðreynd
Á fundi stjórnar BSRB lagði ég
fram útreikninga þjónustufulltrúa
Tryggingastofnunar ríkisins á
tekjum einstaklings sem lét reikna
hvað hann hagnaðist á áratuga aðild
sinni að lífeyrissjóði, en hann var einn
stofnfélaga að lífeyrisssjóði iðn-
aðarmanna. Við útreikningana kom í
ljós sú dapurlega staðreynd að ráð-
stöfunartekjur hans voru 6.000 kr.
lægri á mánuði vegna áunninna rétt-
inda í lífeyrissjóði en ef hann hefði
aldrei greitt iðgjald til lífeyrissjóðs.
Auk vaxta af sparifé.
Ég vil ekki trúa að
þetta geti átt við um
alla, en einn er hver
einn. Að fjöldinn hafi
með greiðslum til lífeyr-
issjóða keypt sig frá
réttindum, ég er viss
um að þetta er ekki
einsdæmi. Ríkið hefur
gert lífeyrissjóð þessa
einstaklings upptækan.
Upptækan allan þann
lífeyrissparnað sem
hann lagði fyrir af
starfstekjum sínum á
langri starfsævi og refs-
ar honum að auki. Refs-
ingin er eins og áður sagði 6.000 kr.
lægri eftirlaun á mánuði, fyrir það
eitt að hafa greitt til lífeyrissjóðs tí-
und af tekjum sínum í áratugi. Þetta
verður að leiðrétta.
Ótrúleg bíræfni
Það er deginum ljósara að þegar
ríkið undirritaði samninga við laun-
þegahreyfinguna 1969 eftir langa og
erfiða kjaradeilu var samið um
skylduaðild launþega að lífeyr-
issjóðum. Forsenda samningsins var
að áunninn réttur almannatrygginga,
þ.e. ellilífeyrir frá Tryggingastofnun
ríkisins, skertist ekki og kæmi til við-
bótar greiðslum úr lífeyrissjóði. Rétt
er að geta þess að það fólk, sem nú er
á ellilífeyri, keypti sér aðild að al-
mannatryggingum með sérstöku al-
mannatryggingagjaldi. Með reglu-
bundnum sparnaði til elliáranna
mundu launþegar uppskera í sam-
ræmi við inneign sína í lífeyrisjóðum
þegar að þeim tímapunkti kæmi, auk
ellilífeyris almannatrygginganna.
Það er ótrúleg bíræfni af stjórn-
völdum að seilast með þessum hætti í
vasa launþega til þess að jafna kjörin
við þá sem ekkert spöruðu. Það er
hneyksli og augljós eignaupptaka að
stjórnvöld leyfi sér að nota til þess líf-
eyrissparnað launþega.
Það er ekki við lífeyrissjóðina að
sakast. Það er ákvörðun Alþingis sem
hefur valdið því að bætur Trygg-
ingastofnunar ríkisins eru skertar á
kostnað launþega með upptöku á líf-
eyrissparnaði þeirra. Krafa laun-
þegahreyfingarinnar hlýtur að vera
sú að Alþingi sjái sóma sinn í því að
leiðrétta þessi svik.
Lífeyrissjóðir
gerðir upptækir
Kristín Á. Guðmundsdóttir
fjallar um lífeyrissjóði
og almannatryggingar
» Það er hneyksli ogaugljós eignaupp-
taka að stjórnvöld leyfi
sér að nota til þess líf-
eyrissparnað launþega.
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Höfundur er formaður Sjúkraliða-
félags Íslands og býður sig fram í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvestur kjördæmi.