Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 32
ÞAÐ var engin smá truffla sem bar sigur úr býtum í keppninni um stærstu truffl- una á truffluhátíðinni í þorp- inu Livade á miðjum Istriu- skaga í Króatíu fyrir nokkrum dögum. Eigandi trufflunnar, Gianc- arlo Zigante, rekur truffluveit- ingahús í Króatíu, en truffl- urnar hafa komið landinu á kortið hjá sælkerum. Þær eru svo sem ekkert mikið fyrir augað trufflurnar, en kílóið af þeim getur engu að síður verið dýrt eða kostað allt að 260.000 íslenskar krónur. Stærsta trufflan Reuters tómstundir 32 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ótrúlegasta fólk á öllumaldri stundar torfæru-hjólaakstur, allt frá iðn-aðarmönnum upp í fram- kvæmdastjóra, lögfræðinga og bankastjóra enda hefur félagið, sem nú hefur innan sinna vébanda hátt í eitt þúsund félagsmenn, bólgnað út á síðustu fimm árum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Intrum og formaður Vél- hjólaíþróttaklúbbsins undanfarin þrjú ár, en þegar hann tók við for- mennsku voru félagsmenn um eitt hundrað talsins. Hrafnkell viðurkennir að vera svo- lítið ofvirkur á íþróttasviðinu enda hefur hann gaman af að hreyfa sig og njóta náttúrunnar. Auk torfæru- hjólaaksturs eru fjallahjól, snjó- bretti, seglbretti, hlaup, badminton og tennis ofarlega á vinsældalist- anum. Hann hefur verið tengdur tor- færuhjólaakstri nú í aldarfjórðung, en hann eignaðist sitt fyrsta hjól 16 ára. „Síðan hefur bakterían bara ágerst en þetta er ein erfiðasta íþrótt sem ég hef nokkru sinni komist í tæri við. Við keyrum erfiðar brautir á kraftmiklum hjólum og getur púls- inn þá farið allt upp í 190 slög á mín- útu. Það er því nauðsynlegt að vera í góðu formi enda höfum við m.a. sótt þjálfun til tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar til að styrkja félagsmenn. Sjálfur næ ég ekki að hjóla á hverjum degi því félagsstörfin taka sinn toll en ég reyni að æfa mig að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum í viku á nýja svæðinu, sem sveitarfé- lagið Ölfus úthlutaði okkur uppi í Bo- löldu við Jósepsdal, gegnt Litlu kaffistofunni. Þar erum við nú loks- ins komin með fína 650 hektara að- stöðu sem við opnuðum sl. vor. Þarna sýndi sveitarfélagið Ölfus ákveðna framsýni með því að skilgreina ut- anvegaakstur í sínu umdæmi sem ákveðið mál sem hægt væri að leysa með bættri þjónustu við torfæru- akstursmenn í stað viðurlaga eða lögregluaðgerða gegn þeim.“ Aðstaða og slóðir í brennidepli Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur allt frá stofnun félagsins árið 1978 barist ötullega fyrir því að fá við- unandi og varanlega æfingaaðstöðu fyrir félagsmenn sína. „Nánast öll svæði sem við höfum fengið til afnota og lagað til fyrir okkur hafa verið tekin af okkur jafn- óðum undir aðra starfsemi. Nærri lætur að þetta séu um 20 svæði frá stofnun félagsins sem hefur sett fé- lagið reglulega á byrjunarreit. Að- staða skiptir gríðarlegu máli fyrir fé- lagsskap eins og okkar sem er hagsmunafélag þeirra sem keppa og ferðast um á torfæruhjólum. Við vilj- um svo að auki fá að viðhalda þeim slóðum sem til eru en mikill áróður er fyrir því að loka öllum slóðum sem hvorki eru malbikaðir né upp- byggðir. Aðgengi að slóðum er stórt baráttumál í okkar huga en á því rík- ir mikið skilningsleysi. Við erum orð- in afskaplega leið á fréttum af ut- anvegaakstri, sem ekki eiga alltaf við rök að styðjast. Þær eru stundum svolítið skrýtnar, skilgreiningarnar. Þótt bæði bændur og veiðimenn hafa notað suma slóða í áraraðir ætlar allt um koll að keyra ef torfæruhjól fer þar um. Í gegnum tíðina höfum við í ofanálag notið sáralítils fjárhags- stuðnings til að byggja upp aðstöðu og slóða. Á hinn bóginn nýtur ríkið gríðarlegra tekna af innflutningi og rekstri torfæruhjólanna. Gróflega má áætla að íþróttagreinin hafi skil- að vel á þriðja milljarð króna í þjóð- arbúið á síðustu fimm árum í gegn- um virðisaukaskatt og vörugjöld,“ segir Hrafnkell. Formaður VÍK segir að því miður sé oftar en ekki rætt um torfæru- hjólamenn á neikvæðan hátt. „Stað- reyndin er hins vegar sú að við höf- um unnið í því árum saman að reyna að fá skilning þeirra sem ættu að vera að vinna með okkur, til þess að koma í veg fyrir brotalamir. Við vilj- um fá að njóta sannmælis.“ Kappakstur og þolakstur Innan torfæruvélhjólaíþrótt- arinnar eru starfræktir nokkrir klúbbar á landsvísu sem vinna að framgangi íþróttarinnar. Vélhjóla- íþróttaklúbburinn er þeirra stærstur og hefur lengi leitt hagsmunabaráttu torfæruvélhjólamanna. Á hverju sumri er haldinn fjöldi keppna í tveimur greinum, annars vegar motocross og hinsvegar end- uro. Motocross er kappakstur þar sem ekin er stutt hringlaga keppnis- braut með manngerðum stökk- pöllum og beygjum. Enduro er eins konar þolaksturskeppni þar sem ek- ið er á mun stærra svæði í náttúrlegu landslagi á vegum og á slóðum. Mik- ill fjöldi ökumanna tekur þátt í keppnum á vegum félagsins á ári hverju, en áætlað er að allt að tvö þúsund torfæruhjól sé að finna í landinu. Að sögn Hrafnkels er slysahætta í sportinu sáralítil enda eru ökumenn- irnir afskaplega vel varðir. „Fimm- tán ára gamall sonur minn er í þess- ari íþrótt með mér og líklega eru meiri líkur á því að hann slasi sig í fótboltanum en á torfæruhjólinu,“ segir formaður VÍK að lokum. Erfiðar brautir á kraftmiklum hjólum Morgunblaðið/Kristinn Mótocross Feðgarnir Helgi Már Hrafnkelsson, 15 ára, og Hrafnkell Sigtryggsson eru saman í sportinu ásamt þeim Kristjáni Sigurðssyni og Heiðari Árnasyni. Framtíðarsvæði Torfæruhjólamenn hafa nú loksins fengið 650 hektara æfingarsvæði í Bolöldu við Jósepsdal. Þeim fjölgar sífellt sem leggja stund á vélhjólaíþrótt- ir. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Hrafnkel Sig- tryggsson, formann Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem viðurkennir að vera svolítið ofvirkur á íþróttasviðinu. Þær eru stundum svolítið skrýtnar skilgreiningarnar. Þótt bæði bændur og veiðimenn hafa notað suma slóða í áraraðir ætlar allt um koll að keyra ef torfæruhjól fer þar um. join@mbl.is www.motocross.is FÓLK, sem fer í háttinn með tilfinn- ingar á borð við einmanaleika og depurð, vaknar gjarnan upp á morgnana í miklum orkuham, að því er nýleg bandarísk rannsókn stað- festir eftir að rannsóknahópur frá Northwestern-háskólanum kannaði streituhormóna 156 einstaklinga á aldrinum 54 til 71 árs. Vísindamenn- irnir fundu það út að hugarástand á háttatíma hefði mikil áhrif á streitu- hormóna líkamans. Frá þessu var greint á netmiðli BBC fyrir skömmu. Munnvatnssýni voru tekin úr sjálf- boðaliðum þrisvar á dag og þeir auk þess beðnir um að skrifa dagbók um tilfinningalega líðan á kvöldin. Streituhormón hjálpar mannslíkam- anum við að hækka blóðsykurmagn og blóðþrýsting, en veldur einnig breytingum í skapgerð og minni. Streituhormónar mælast yfirleitt háir þegar fólk vaknar á morgnana og hækka gjarnan meira á næstu 30 mínútum. Þeir hafa hinsvegar til- hneigingu til að lækka á kvöldin, en fari streitan þá upp úr öllu valdi, er það ávísun á slæman dag daginn eft- ir. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fólk, sem ekki upplifði mikla streitu í morgunsárið, fann fyrir meiri þreytu þegar á daginn leið. Morgunblaðið/Kristinn Streituhormónar Mælast yfirleitt háir þegar fólk vaknar á morgnana. Kvölddepurð færir mönnum morgunkraft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.