Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það hefði mátt ætla að áfáum stöðunum í heim-inum væru betri aðstæðurtil að reka góðan sushi- stað en á Íslandi, að minnsta kosti hvað hráefnið varðar. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar til að starf- rækja slíka staði eða jafnvel fjölda- framleiðslu á sushi með misgóðum árangri Stundum hefur tekist mjög vel til og smátt og smátt hefur líka tekist að venja landann á að meta þessa fíngerðu japönsku framsetn- ingu á fiski og hrísgrjónum. Ósushi í Iðuhúsinu Lækjargötu er hins vegar fyrsti staðurinn sem býð- ur Íslendingum upp á sushi á færi- bandi í bókstaflegri merkingu. Í Japan eru slíkir staðir kallaðir kai- ten-sushi eða kuru kuru sushi og njóta mikillar hylli. Hugmyndin er einföld. Gestir sitja við eins konar barborð sem getur verið með marg- víslegu lagi og renna sushi-bitarnir framhjá á færibandi. Þegar maður sér eitthvað sem hugurinn girnist er diskurinn gripinn. Fyrsti staðurinn af þessu tagi opnaði í Osaka árið 1958. Það var veitingamaður að nafni Yoshihaki Shiraishi sem fékk þessa hugmynd er hann heimsótti bjórverksmiðju og sá flöskurnar renna á færibandi í átöppunarvélina. Shiraishi hafði átt í erfiðleikum með að fullmanna veitingastaðinn og sá þarna fína lausn á því hvernig hægt væri að komast af með færri starfsmenn. Shiraishi reyndi síðar fyrir sér með róbóta-sushi þar sem vélmenni af- greiddu diskana en sú hugmynd náði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum aldrei flugi. Færibanda- sushi-ið sló hins vegar í gegn þegar hugmyndin var notuð á heimssýn- ingunni í Osaka árið 1970. Þetta er bæði fljótleg og praktísk nálgun við að borða sushi. Það þarf ekki að panta neitt og það þarf heldur ekki að bíða (nema ein- Færiband Ósushi er ágætis útgáfa af japanska færibanda konseptinu sem náð hefur vinsældum síðustu árin. Steingrímur Sigurgeirsson gagn- rýnir veitingastaðinn Ósushi í Lækjargötu Ósushi Iðuhúsinu Lækjargötu 2b Sushi á færibandi Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Um leið og ég steig inn ískólann minn vest-anhafs fannst mér éghafa fundið mína hillu enda er listsköpunin nú orðin mér mikils virði í lífinu,“ segir lista- konan Guðrún Halldórsdóttir, sem vinnur skúlptúra í leir og hefur komið sér upp rúmgóðri vinnu- stofu við Ármúla í Reykjavík. Guðrún flutti heim til Íslands og settist að í Reykjavík fyrir um ári eftir sextán ára búsetu í bænum Tinton Falls í New Jersey, en þangað fluttist hún ásamt eig- inmanninum, Árna Sigurðssyni, og yngsta syninum árið 1990 eftir að Árna bauðst vinna við að mark- aðssetja prent vestanhafs fyrir prentsmiðjuna Odda. Fram að þeim tíma höfðu þau alla tíð verið búsett á Ísafirði. Guðrún gifti sig 18 ára gömul og eignaðist þrjá syni, en þegar vista- skiptin komu til sögunnar var hún orðin 42 ára og þá voru góð ráð dýr því ekki gat Guðrún hugsað sér að sitja heima í aðgerðarleysi í nýju landi. Hún fór því að líta í kringum sig og datt niður á lista- skóla í bænum með góðri stúd- íóaðstöðu. „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á list, en því miður voru fá tækifæri fyrir vestan í þeim efnum,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi alltaf starfað utan heimilis á meðan hún átti heima á Ísafirði, m.a. í fiskvinnslu og í apótekinu auk þess sem þau hjónin ráku prentsmiðju og Vest- firska fréttablaðið í á annan ára- tug. Sagbrennsla í náttúrunni „Mér hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum. Ég hef tekið þátt í fjöldamörgum sýningum, fengið Skúlptúrinn er skemmtilegur Morgunblaðið/Eyþór Listakonan Guðrún Halldórsdóttir var útivinnandi húsmóðir á Ísafirði allt þar til hún fluttist til Bandaríkjanna 42 ára gömul og ákvað að drífa sig í listnám. Hún hefur í kjölfarið tekið þátt í fjölda sýninga. KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR• KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR• „Þessa bók er ómögulegt að leggja frá sér.“ Chicago Tribune „Minnir á Raymond Chandler ... Michael Connelly setur fótinn á bensínið, gefur í botn og slær aldrei af.“ Los Angeles Times Ný sería eftir höfund metsölubókanna um Kvenspæjarastofu númer eitt. „Þvílík uppgötvun ... Ótrúlega hrífandi ... Barmafull af dásamlegum húmor og mannlegri samúð.“ Entertainment Weekly Ein mest selda bók síðustu ára í Bretlandi. „Geðveikislega fyndin“ Daily Telegraph Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 18. – 24. okt. 1. KILJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.