Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKILL munur er milli ára með til- liti til veðurfars og má í raun segja að hvert ár sé einstakt hvað fjöl- breytileika varðar. Í ár var október yfir meðallagi með tilliti til hitafars. Á sama tíma í fyrra var hiti hins veg- ar undir meðallagi og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var október í fyrra bæði fremur hrá- slagalegur og illviðrasamur. Þá fannst vetri konungi ástæða til að minna á tilvist sína með áþreif- anlegum hætti og mun fyrr en í ár. Þetta birtist undir lok októbermán- aðar í fyrra þegar vonskuveður gekk yfir landið með tilheyrandi ófærð, eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á sínum tíma. Þá lokaðist þjóðvegur 1 á vegarkaflanum frá Laugarbakka í Miðfirði að Víðihlíð þegar vonskuveður gerði á þessum slóðum og um þrjátíu bílar sátu fast- ir á veginum. Tókst björgunar- sveitum að bjarga vegfarendum úr bílum sínum í aftakaveðri og þurfi á annað hundrað manns að gista í fé- lagsheimilum á Hvammstanga, Laugarbakka og í Víðihlíð. Í ár ríkir þarna enn dýrindis haustveður. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni var hitinn frá ágústbyrj- un til októberloka í fyrra markvisst undir meðallagi en yfir meðallagi á þessu ári. Eins og greint var frá í blaðinu í gær gera langtímaspár evr- ópsku reiknimiðstöðvarinnar í Read- ing í Englandi sem og langtímaspár Colombia-háskóla í New York-ríki ráð fyrir því að líkur séu á að hiti og úrkoma verði yfir meðallagi hér- lendis næstu þrjá mánuði. Fleiri spár standast en hitt Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir að fleiri langtímaspár standist heldur en hitt, spurður um áreiðanleika þeirra. Þó geti alltaf brugðið til beggja vona. Bendir hann á að í langtímaspám séu keyrð sam- an annars vegar haflíkan og hins vegar loftlíkan, en sjór og hitastig hans hefur mikil áhrif á loftslag og öfugt. Segir hann ekki tekið tillit til haflíkana með sama hætti í styttri spám, s.s. tíu daga spám. Aðspurður segir Einar að hafa verði í huga að langtímaspár segi ekkert til um ein- stök hret eða aftakaverður, líkt og það sem skall á fyrir ári. „Þannig að þótt verið hafi tiltölulega hlýtt að jafnaði undanfarið hefur engu að síð- ur gert norðanskot og t.d. snjóað nokkuð fyrir norðan með tilheyrandi ófærð á fjallvegum.“ Hvert ár einstakt hvað fjölbreytileika í veðurfari varðar Haustið nú er mun hlýrra en í fyrra Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Illviðri Í lok október í fyrra var svona umhorfs á vegamótunum við Hvammstanga eftir aftakaveður sem gerði á þessum slóðum. Góðviðri Svona var umhorfs í gær á sömu vegamótum þegar sami ljós- myndari smellti af. Hitinn í Miðfirðinum var um 10 gráður í gær. TÖLVUBRÉFUM sem berast utan- ríkisþjónustunni vegna hvalveiðanna hefur farið fækkandi á seinustu dög- um. Bjarni Sigtryggsson, sendiráðu- nautur hjá auðlinda- og umhverfis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir tölvubréfunum fara stöðugt fækkandi. „Strax eftir síðustu helgi fór þeim að fækka mjög mikið,“ segir Bjarni. Að sögn hans hefur fréttaumfjöllun um hvalveiðimálin í erlendum dag- blöðum einnig að mestu dottið niður, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í seinustu viku bárust sendiráðum Ís- lands tugþúsundir tölvubréfa fyrstu sólarhringana eftir að ákvörðun um hvalveiðar var tekin. Öllum bréfun- um hefur verið svarað með útskýr- ingum stjórnvalda fyrir ákvörðun- inni og að sögn Bjarna hafa að undanförnu borist tölvubréf frá fólki sem þakkar fyrir viðbrögð ráðuneyt- isins og þær upplýsingar sem það hefur fengið. Mótmælabréfum fer fækkandi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TIL eru lögreglu- og dómsmál hér á landi þar sem fjallað er um al- varleg bílslys sem áttu sér næsta hugsunarlausan aðdraganda. Al- varlegir árekstrar þar sem verið var að flýta sér í bíó, eða verið að prófa hvað bíllinn kæmist hratt, verða ekki aftur teknir og í sumum tilvikum hefur verið ákært og dæmt fyrir manndráp af gáleysi í um- ferðinni. Að þessu frátöldu eru öll önnur banaslys sem verða vegna hraðaksturs, en löngu er upplýst að hraðakstur er langalgengasta frum- orsök banaslysa hérlendis. Nefna má að í þeim 39 slysum af 189 sem rann- sóknanefnd umferðarslysa hefur rannsakað á árunum 1998–2006 er hraðakstur frumorsökin. Af tilvikun- um 39 eru átta tilvik sem RNU hefur flokkað sem ofsaakstur en þar er átt við tilvik þar sem ökumenn hafa ekið á allt að tvöföldum leyfilegum há- markshraða. Séu tilgreindar þrjár al- gengustu frumorsakir banaslysa á fyrrnefndu árabili sést að hraðakstri var um að kenna í 21% tilvika og næst kemur vanræksla á beltanotkun (15%) og þar á eftir ölvunarakstur (14%). Að sögn Ágústs Mogensen, for- manns RNU, hafa flestar ábendingar nefndarinnar af þessum sökum varð- að leiðir til að koma í veg fyrir slys af völdum hraðaksturs og ofsaaksturs. Samgönguráðuneytið, sem hefur um- ferðarmál innan síns verksviðs, hefur nú ákveðið að hækka sektir vegna hraðaksturs um 60% samkvæmt reglugerðum sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar und- irritað og taka þær gildi 1. desember. Helstu breytingarnar eru þær að lagt er til að sektir vegna einstakra um- ferðarlagabrota hækki og að svigrúm vegna hraðakstursbrota verði minnk- að úr 10 km á klst. í 5 km. Sektir verða frá 5–110 þúsund kr. í stað 5–70 þús- und kr. áður. Sektir vegna ölvunar- aksturs hækka líka og verða nú á bilinu 70–140 þúsund krónur en voru 50–100 þúsund kr. áður. Ágúst segir þessar breytingar end- urspegla þá þróun m.a. í Noregi og Danmörku að nú sé orðið tímabært að hefja refsivöndinn á loft þótt fræðsla og forvarnir séu góðar svo langt sem þær ná. „Fólk veit vel að hættulegt er að aka hratt og þá verður að beita öðr- um leiðum, a.m.k. á þann hóp sem ekki tekur sönsum hvað fræðsluna varðar,“ bendir hann á. „Í banaslysum og alvarlegum um- ferðarslysum sem RNU hefur rann- sakað 2005 og 2006, hefur fjölgað þeim slysum sem eiga sér þann að- draganda að ekið hefur verið á 1,5 til tvöföldum hámarkshraða. Þarna er- um við að tala um bíla á 170 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Og við erum ekki að tala um eitt eða tvö svona tilvik því á þessu ári eru þau orðin fimm eða sex. Og í fyrra var ástandið svona líka. Þetta er það helsta sem nefndin hefur orðið áskynja, þ.e. slys vegna ofsaaksturs, kappaksturs og sýndarmennsku í um- ferðinni. Ofsaaksturinn miðast að mestu við unga ökumenn og þær breytingar sem samgönguráðuneytið boðar er í takt við það sem RNU hef- ur lagt til,“ segir Ágúst. Bílar og mótorhjól tekin af fólki Og það er ekki nóg með að sam- gönguráðuneytið boði reglugerðar- breytingar því að í nýjum drögum að frumvarpi til breytinga á umferðar- lögum eru boðuð harðari viðurlög vegna hraðakstursbrota, þrepa- skiptrar ökuleyfissviptingar og að við ítrekuð brot verði ökutæki mögulega tekin af fólki. Meðal nýmæla er að bráðabirgða- ökuskírteini verði gefin út til 3 ára í stað tveggja áður en þó verður mögu- leiki fyrir þann sem ekki hefur gerst brotlegur að fá fullnaðarskírteini við 18 ára aldur. Þá er að finna ákvæði sem heimilar samgönguráðherra að setja reglur um ákveðnar takmark- anir á heimild byrjanda til að aka. Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmark- aðan fjölda farþega yngri en 20 ára og takmarkanir á afli bílsins. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir heim- ild lögreglu til að taka ökutæki af öku- mönnum vegna ítrekaðra grófra brota en slíkt er nú leyft í Danmörku. Hraðaksturssektirn- ar hækkaðar um 60% Í HNOTSKURN »Í ljósi þess að nærri þriðj-ungur banaslysa í umferð- inni síðustu árin var af völdum ökumanna yngri en 24 ára mun breytingafrumvarpið gera auknar kröfur til þessa aldurshóps. »Lagt er til að beita skuliakstursbanni ef ungur ökumaður hefur fleiri en fjóra refsipunkta og þá myndi hon- um vera bannað að stjórna ökutæki þar til hann hefði tek- ið námskeið og ökuprófið upp á nýtt. Ágúst Mogensen MAGNÚS Pétursson, forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, og Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um bygg- ingu nýs Landspítala við Hringbraut: „Að undanförnu hafa nokkur mál- efni í samskiptum Læknafélags Ís- lands og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss verið til opinberrar umfjöllunar. Þessi aðilar eiga eðli málsins samkvæmt mikil samskipti um mál er varða uppbyggingu lækn- isþjónustu og heilbrigðisvísinda í landinu. Að gefnu tilefni þykir und- irrituðum ástæða að lýsa yfir sameig- inlegri afstöðu til byggingar nýs há- skólasjúkrahúss, máls sem valdið hefur misskilningi meðal lækna, heil- brigðisstarfsfólks og almennings. Því viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Uppbygging Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut er af- ar mikilvægt skref til að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu í landinu. Því er það sameiginlegt keppikefli Læknafélags Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss að þetta verk- efni njóti fulls stuðnings stjórnvalda í landinu. Markmið með sameiningu Landspítala og sjúkrahúss Reykja- víkur árið 2000 voru m.a. að bæta úr brýnni þörf fyrir betri aðbúnað sjúk- linga og starfsfólks og auka skilvirkni spítalans og frekari hagræðingu í rekstri. Þessum markmiðum verður ekki náð nema með byggingu nýs sjúkrahúss.“ Nýtt sjúkrahús mikilvægt Sameiginlegt keppi- kefli lækna og LSH Í bókinni Kerti í nýju ljósi er kennt að búa til allra handa kerti, s.s. klakakerti, ávaxta- kerti, flotkerti, friðarljós og kyndla. Fjöldi mynda prýðir bókina og aðgengilegar leiðbeiningar eru með hverri uppskrift. Auk þess er fjallað um helstu áhöld og efni sem þarf til kertagerðar. edda.is Búðu til þín eigin kerti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.