Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
ftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ÞEIR þingmenn sem til máls tóku í
umræðum um fjölmiðlafrumvarpið
svonefnda á Alþingi í gær tóku
frumvarpinu vel og fögnuðu því
jafnvel. Þorgerður K. Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra mælti fyrir
frumvarpinu í upphafi þingfundar. Í
því er m.a. kveðið á um skorður við
eignarhaldi á fjölmiðlum.
Fyrsta umræða stóð yfir í rúma
tvo tíma. Eftir framsögu ráðherra
tóku fimm þingmenn úr þingflokk-
um stjórnarandstöðunnar til máls,
og sögðu þeir m.a. að himinn og haf
skildu að þetta frumvarp og fyrra
fjölmiðlafrumvarpið, sem varð að
lögum sumarið 2004, en forseti Ís-
lands synjaði staðfestingar. „Í sögu-
legu ljósi er frumvarpið nú áfell-
isdómur yfir þeim lögum og því æði
sem rann á stjórnarmeirihlutann á
þeim tíma,“ sagði Mörður Árnason,
þingmaður Samfylkingarinnar, m.a.
Þorgerður fór í ræðu sinni yfir
einstaka þætti frumvarpsins og
sagði m.a. að með því væri verið að
fylgja þeirri stefnumótun í fjöl-
miðlamálum sem nágrannalönd
okkar í Evrópu hefðu fylgt. „Einnig
er brugðist við tilmælum Evrópu-
ráðsins um hvernig tryggja beri
fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðla-
markaði og draga úr lóðréttri sam-
þjöppun.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, sagði
m.a. að sinn flokkur teldi mikilvægt
að settar yrðu reglur um sjálfstæði
ritstjórna og gagnsæi í eignarhaldi
fjölmiðla, eins og lagt er til í frum-
varpinu.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, tók undir með
Ingibjörgu en sagði einnig að
Vinstri græn legðu mesta áherslu á
að staða Ríkisútvarpsins yrði
tryggð samhliða endurskoðun lög-
gjafar um fjölmiðla.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, fagn-
aði frumvarpinu og kvaðst vona að
það yrði að lögum fyrir vorið.
Morgunblaðið/Eyþór
Fjölmiðlar Þingmenn ræddu fjölmiðlafrumvarpið í gær en myndin er frá fyrri umræðu um málið.
Þingmenn tóku vel í
fjölmiðlafrumvarpið
Í HNOTSKURN
»Fjölmiðlafrumvarpmenntamálaráðherra er
byggt á niðurstöðum þver-
pólitískrar fjölmiðlanefndar,
sem skilaði skýrslu sinni í apr-
íl 2005.
» Í frumvarpinu er eign-arhald á fjölmiðlum tak-
markað við 25% í fjölmiðlafyr-
irtæki sem hefur náð
þriðjungs markaðshlutdeild.
»Þingmenn stjórnarand-stöðunnar tóku frumvarp-
inu vel í umræðum á Alþingi í
gær. Þeir sögðu það gjörólíkt
fyrra fjölmiðlafrumvarpinu.
FIMM þingmenn Samfylkingarinn-
ar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um hjólreiðabraut
meðfram Þingvallavegi. Fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar er Mörður
Árnason.
Í meginefni tillögunnar er lagt til
að Alþingi álykti að fela samgöngu-
ráðherra að undirbúa lagningu hjól-
reiðabrautar meðfram Þingvalla-
vegi. Ráðherra leggi síðan skýrslu
fyrir Alþingi haustið 2007 um hvern-
ig heppilegast sé að leggja slíka
braut og hver sé líklegur kostnaður
við verkið.
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir, að hjólreiðar hafi aukist mjög í
landinu að undanförnu og sveitar-
félögin hafi mörg hver tekið aukið
tillit til þess með sérstökum hjól-
reiðastígum. Á hinn bóginn hafi
skort á slíkt tillit við framkvæmdir
hins opinbera.
„Hér er lagt til að samgönguráð-
herra reki af sér slyðruorðið með því
að hefja undir-
búning einnar til-
tekinnar hjól-
reiðabrautar,“
segir m.a. í grein-
argerðinni. Lagt
er til að leiðin frá
Vesturlandsvegi
að Þingvöllum
verði fyrir valinu.
„Þar er allajafna
ekki mikil umferð en oft ekið hratt.
Prófa mætti eftir atvikum sérstaka
hjólreiðabraut til hliðar við veginn
eða sérmerkta braut á veginum sjálf-
um. Leiðin er talsvert hjóluð, enda
eru Þingvellir í ágætri fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu fyrir sæmilega
hjólreiðamenn, til dæmis til helgar-
ferðar, og staðurinn er að vonum
ákjósanlegur áfangastaður erlendra
ferðamanna. Vegna sögu staðarins
og sérstakrar stöðu þjóðgarðsins þar
er við hæfi að greiða sem flestum för
á Þingvöll.“
Hjólreiðabraut
við Þingvallaveg
Mörður Árnason
„VIÐ köllum
með þessu eftir
stuðningi al-
mennings við
starf björgunar-
sveita um land
allt,“ segir Sigur-
geir Guðmunds-
son, formaður
Slysavarna-
félagsins Lands-
bjargar, og vísar
þar til þriggja daga fjáröflunar
undir yfirskriftinni „Neyðarkall
björgunarsveitanna“ sem hefst í
dag. Að sögn Sigurgeirs munu
meðlimir sveitanna selja lítinn
„neyðarkall“, sem er plastfígúra af
björgunarsveitarmanni á
lyklakippuhring, sem kostar þús-
und krónur. Segist Sigurgeir von-
ast eftir góðum viðtökum almenn-
ings nú líkt og áður. „Í gegnum
tíðina hefur almenningur haft mik-
inn skilning á störfum björgunar-
sveita enda veit fólk að þegar neyð-
arkall berst bregðast þær hratt við
með allan sinn mannskap, búnað,
tækni og þekkingu.“
Aðspurður segir Sigurgeir hagn-
að af sölu neyðarkallanna verða
notaðan til að efla og styrkja þjálf-
un björgunarsveitarmanna lands-
ins. „Starfið byggir á sjálfboðaliða-
starfi björgunarsveitarmanna, en
þótt þeir gefi vinnu sína er rekstur
björgunarsveitanna dýr,“ segir Sig-
urgeir og bendir á að það sé kostn-
aðarsamt að þjálfa björgunarsveit-
arfólk, auk þess sem öll tæki og tól
þurfi að vera tiltæk og í góðu lagi.
Virkir meðlimir eru 3.200
Að sögn Sigurgeirs eru alls starf-
andi um 100 björgunarsveitir á
landinu og eru virkir meðlimir um
3.200. Spurður um helstu verkefni
segir hann þau afar margbreytileg,
allt frá því að draga bíla upp úr
skurðum til leitarstarfa á hálendinu
eða aðstoðar vegna stórslysa. „Á
síðasta ári sinntu björgunarsveit-
irnar um 1.400 útköllum af öllum
toga. Á bak við þessi útköll liggja
um 640 þúsund vinnustundir, en
með öllu æfingastarfinu og fjáröfl-
unarstarfinu má áætla að vinnu-
stundir sjálfboðaliða nálgist 2.000,“
segir Sigurgeir og tekur fram að
hann sé afar þakklátur öllum þeim
vinnuveitendum sem leyfi starfs-
fólki sínu að svara björgunarsveit-
arútkalli.
Þess má að lokum geta að neyð-
arkallarnir verða til sölu í öllum
stærstu verslunarkjörnum á höf-
uðborgarsvæðinu, en víðast hvar á
landsbyggðinni munu meðlimir
björgunarsveitanna ganga í hús og
selja þá.
Sigurgeir
Guðmundsson
Afla fjár með sölu
á „neyðarkalli“
TALIÐ er að um 4.000 einstaklingar
hafi ánetjast ólöglegum vímuefnum
á síðustu tíu árum, að því er fram
kemur í skriflegu svari dómsmála-
ráðherra, Björns Bjarnasonar, við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar.
Upplýsingarnar í svarinu eru byggð-
ar á gögnum frá SÁÁ.
„Segja má að um 4.000 einstak-
lingar hafi ánetjast ólöglegum vímu-
efnum á síðustu 10 árum. Meðalald-
ur þeirra við greiningu er um 23 ár
og hlutfall kvenna er um 26%. Um
400 einstaklingar ánetjast ólögleg-
um vímuefnum á hverju ári. Meðal
þessara einstaklinga er áfengisfíkn
og mikil áfengisneysla mjög algeng,“
segir í svarinu.
Í því segir einnig að kannabis sé
algengasta ólöglega vímuefnið og
flestir sem ánetjist því geri það á
ungum aldri. Þá kemur fram að
heróín sé lítið notað hér á landi en að
Íslendingar sem ánetjist því geri það
erlendis og komi gjarnan heim og
noti morfín þess í stað.
Í svarinu kemur sömuleiðis fram
að lögreglan og tollgæslan hafi lagt
hald á rúmlega 45 kíló af amfetamíni
á fyrstu níu mánuðum þessa árs.
Þá segir að lagt hafi verið hald á
rúmlega 28 kíló af hassi það sem af
er þessu ári, tæplega 20 kíló af
kannabislaufum og rúmlega 5 kíló af
kókaíni.
Samkvæmt upplýsingum sem lög-
reglan í Reykjavík hefur aflað er
áætlað að götuverðmæti eins
gramms af hassi sé á bilinu 2.000 til
2.500 kr., eins gramms af amfetamíni
sé á bilinu fimm til sjö þúsund kr. og
eins gramms af kókaíni á bilinu
þrettán til sautján þúsund kr.
Um 400 ánetjast
vímuefnum á ári