Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
INDÆLAR KRÆSINGAR
FRIÐGEIR INGI OG ÍSLANDSSAGAN Í
BOCUSE D’OR-MATREIÐSLUKEPPNINNI >> 26
ELDHRESS
UNNUR ÖSP Á
FERÐ OG FLUGI
ÍSLENSKUR AÐALL >> 60
New York. AFP. | Málverk
eftir bandaríska listmál-
arann Jackson Pollock
hefur verið selt fyrir 140
milljónir dollara, sem
svarar 9,5 milljörðum
króna, að sögn dagblaðs-
ins The New York Times
í gær. Blaðið segir að
þetta sé hæsta verð sem
greitt hafi verið fyrir
málverk.
David Geffen, auðkýf-
ingur í Hollywood, átti
málverkið og hermt er að
kaupandinn sé David
Martinez, kaupsýslumaður frá Mexíkó.
Verkið nefnist „Númer 5, 1948“, er í brún-
um og gulum litum og óvenjustórt, um 1,2
sinnum 2,5 metrar. Það þykir dæmigert fyrir
abstraktverk Pollocks og þá aðferð hans að
leggja strigann á gólfið eða setja upp á vegg
og hella síðan málningu yfir hann.
Dýrasta mál-
verk heims
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÚTLIT er fyrir að nánast engir
fiskstofnar verði eftir til að veiða
um miðja öldina ef svo fer fram
sem horfir, samkvæmt viðamikilli
rannsókn. Hún bendir meðal ann-
ars til þess að nær þriðjungur
fiskstofna heimsins hafi hrunið og
hnignunin sé sífellt að verða örari.
Skýrt er frá niðurstöðum rann-
sóknarinnar í vísindatímaritinu
Science sem kemur út í dag.
Rannsóknarmennirnir segja að
hnignunin sé nátengd minnkandi
líffræðilegum fjölbreytileika í höf-
unum. Þeir leggja þó áherslu á að
enn sé hægt að snúa þróuninni við
og bjarga þeim stofnum sem enn
er hægt að veiða.
Aflinn snarminnkaði
Alþjóðlegur hópur vistfræðinga
og hagfræðinga annaðist rann-
sóknina sem stóð í fjögur ár. Hann
rannsakaði gögn um 32 tilraunir
til þess að prófa eða staðfesta fyrri
rannsóknir á þessu sviði, gögn um
48 friðuð hafsvæði og aflatölur frá
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) úr
gagnagrunni sem nær til allra
fiskstofna heimsins frá árinu 1950
til 2003.
Rannsóknarmennirnir könnuðu
einnig gögn úr skjalasöfnum, afla-
skýrslur og niðurstöður setlaga-
og fornleifarannsókna til að fá
mynd af þróuninni á tólf strand-
svæðum síðustu þúsund árin.
„Nú er svo komið að 29% fisk-
og sjávarfangstegundanna hafa
hrunið – það er að segja að veiðin
hefur minnkað um 90%. Þetta er
mjög skýr þróun og hún er örari
en áður,“ hafði fréttastofan AP
eftir Boris Worm, vísindamanni
við Dalhousie-háskóla í Halifax.
„Ef langtímaþróunin heldur
áfram er áætlað að allar fisk- og
sjávarfangstegundirnar
hrynji … fyrir árið 2048.“
Rannsóknin leiddi meðal ann-
ars í ljós að heildarfiskaflinn í öll-
um heiminum minnkaði um 13%
frá árinu 1994 til 2003.
Spá hruni fiskstofna
heimsins innan 50 ára
Í HNOTSKURN
» Vísindamenn segja aðtil að afstýra hruni
þeirra fiskstofna sem eftir
eru þurfi að fjölga friðuðum
svæðum, bæta fiskveiði-
stjórnunina til að koma í
veg fyrir rányrkju og setja
strangari reglur um meng-
unarvarnir.
» Þeir leggja áherslu á aðvarðveita þurfi líffræði-
lega fjölbreytileikann. Því
fleiri sem tegundirnar séu
þeim mun meira geti hver
þeirra gefið af sér.
ALLT ætlaði um koll að keyra í Háskólabíói í
gærkvöldi þegar píanóleikarinn Víkingur
Heiðar Ólafsson flutti þar píanókonsert nr. 3
eftir Beethoven á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
„Óaðfinnanleg frammistaða. Mögnuð túlk-
un. Víkingur er píanóleikari á heims-
mælikvarða,“ sagði Jónas Sen tónlistar-
gagnrýnandi um frammistöðu hins unga
píanóleikara í stuttu spjalli eftir tónleikana í
gær. Tónleikanna var beðið með mikilli eft-
irvæntingu og löngu uppselt var á þá.
Hljómsveitarstjóri var Rumon Gamba sem
sést hér fagna Víkingi ásamt félögum í Sin-
fóníuhljómsveitinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Píanóleikari
á heimsmæli-
kvarða
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÞAÐ ER gríðarlega mikil neysla á örvandi
vímuefnum á Íslandi, kókaíni, amfetamíni og
E-pillu, og er hún í stöðugri sókn. Hún náði há-
marki í fyrra og fátt bendir til að dregið hafi úr
henni.
Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á Vogi. Hann segir haldlagningu yfirvalda á
fíkniefnum oftast hafa lítil áhrif á verð og að-
gengi að efnunum nema í stuttan tíma. Svo
virðist sem markaðurinn geri ráð fyrir tíma-
bundinni þurrð. Í síðustu viku komu upp fjögur
stór fíkniefnamál í Reykjavík og á Keflavík-
urflugvelli þar sem tekið var verulegt magn
kókaíns.
Samtengt skemmtanalífinu
Út frá fjölda amfetamínfíkla sem koma til
meðferðar á Vogi má samkvæmt árskýrslu
SÁÁ álykta að landsmenn noti 640 kg af am-
fetamíni á ári. Meðalverð á því samkvæmt
verðkönnun SÁÁ á síðasta ári var 4.180 kr. fyr-
ir skammtinn, þ.e. 1 gramm. Samkvæmt þessu
má álykta að landsmenn kaupi amfetamín fyrir
tæplega 2,7 milljarða króna á ári, en verðið hef-
ur haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár.
Neysla örvandi efna er að sögn Þórarins
bundin við ákveðinn aldurshóp, fólk á aldrinum
20–35 ára. „Hún er tengd skemmtanalífinu og
áfengisneyslu. Þetta er mjög áberandi.“
Hann bendir á að örvandi vímuefnaneysla sé
meiri túraneysla en neysla annarra vímuefna.
„Þetta byrjar um helgar en svo fara túrarnir að
lengjast. Það sem einkennir amfetamínneyslu
hér á landi og hefur gert lengi er þessi há-
skammta túraneysla þegar mikils magns er
neytt í þrjá til jafnvel fimm daga.“
Landsmenn kaupa amfetamín
fyrir rúma 2,6 milljarða á ári
♦♦♦
Los Angeles. AFP. | Maður,
sem handtekinn hefur verið
í Kaliforníu fyrir að kveikja
skógarelda, verður ákærður
fyrir morð.
Kom þetta fram hjá sak-
sóknurum í gær en Ray-
mond Oyler, 36 ára gamall
vélvirki, er grunaður um að
hafa kveikt eldana, sem
slökkviliðsmenn hafa barist
við síðustu daga, og einnig aðra elda fyrr á
árinu. Fimm slökkviliðsmenn létu lífið í barátt-
unni við eldana nú og 54 hús brunnu til kaldra
kola. 16.000 hektara svæði er nú aðeins sviðin
jörð.
Sagt er, að Oyler neiti sök, en lögreglan tel-
ur sig hafa sannanir í höndunum. Rod Pacheco,
einn saksóknaranna, sagði í gær, að yrði Oyler
fundinn sekur um að hafa kveikt eldana, gæti
hann átt dauðadóm yfir höfði sér. Sagði hann,
að í því efni yrði tekið tillit til vilja fjölskyldna
slökkviliðsmannanna fimm, sem létust.
Grunaður
um íkveikju
Raymond Oyler