Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 50
Ástkæra mamma, nú kvaddir þú okkur fyrir stuttu, farin úr lifanda lífi, úr þínum líkama, á þann stað sem bíður okkar allra. Orð fá því ekki lýst hversu mikill söknuður það er að þurfa að kveðja þig, mamma, en það er viss léttir fyrir þig að vera laus við þann óþverra sem gekk á þig ár frá ári og varð ósvífnari og ósvífn- ari og undir lokin var erfitt að sjá þig svo ólíka sjálfri þér en þá á ég við hvað þú varst farin að láta á sjá af völdum sjúkdómsins. Þú varst samt svo langt frá því að ætla að kveðja þennan heim því hugurinn var svo langt á undan líkamanum og það var alveg frá- bært að sjá hvað þú varst alltaf hress, og húmorinn í hávegum hafður. Þú komst manni alltaf til að brosa, þurfti ekki nema eina grettu til. Það sem einkenndi þig var hlýj- an og hressleikinn í kringum þig, það var alltaf svo notalegt að koma heim, kertaljós og lítil birta ein- kenndi hlýleikann heima hjá okk- ur. Sá tími sem ég hef fengið með þér síðastliðið ár er mér algjörlega ómetanlegur. Loks þegar við fund- um réttu íbúðina þá gerðum við hana klára með hjálp góðra vina og höfðum hana einungis eins og við vildum hafa hana, þægilega og ró- lega stemningu í kringum okkur, aldrei ágreiningur, alltaf vorum við samstiga í flestöllu. Að fá að hafa búið einn með yndislegri móður er engu líkt. Ætíð studdir þú við bak okkar bræðra í einu og öllu. Allur sá tími sem við áttum var frábær, við vorum svo miklir vinir og töl- uðum um heima og geima. Þegar þú lást í afslöppun og ég setti á góða músík þá stóðstu stundum upp og við tókum nokkur spor sem ég á oft eftir að endurtaka. Það sem er mér svo kært eru allar þessar góðu minningar um þig, ég kem ekki fyrir mig neinni slæmri minningu, mamma, að einni undan- skilinni, en það var um árið þegar einhver hrósaði mér fyrir það hvað ég væri búinn að leggja af en sú gleði mín stóð ekki lengi yfir því þú sagðir við viðkomandi: „Nei, nei, hann er bara að lengjast.“ Þessu gleymi ég aldrei enda fékkstu oft að heyra þessa sögu og alltaf hlóstu að þessu og ég líka. Að hafa fengið þann möguleika að annast þig í sumar hér heima ásamt bræðrum mínum er mér einstaklega dýrmætt. Ávallt hrós- aðir þú mér fyrir það hversu dug- legur ég væri og kysstir mig á kinnina og gafst mér nebbaknús og ítrekaðir það hvað þú værir heppin að eiga mig og hvað þér þætti vænt um mig. Stundum skildir þú ekki hvað ég væri alltaf að brasa heima og hjálpa þér við allt mögu- legt, þú áttir það svo sannarlega skilið enda hefur þú nú heldur bet- ur átt nóg með mig á yngri árum. Ég sagði alltaf á móti að það væri þér að þakka, þér hefði hreinlega tekist svona svakalega vel til með mig og alið mig svona sérstaklega vel upp. Þá brostirðu þínu breið- asta og hættir snögglega að segja að ég þyrfti ekki að vera að þessu og ég brosti á móti. Nú kveð ég þig að sinni, elsku mamma, og þakka fyrir öll þau frá- bæru 20 ár sem við höfum átt sam- an. Minningin um þig lifir sterk í hjarta mínu. Leifur litli. Sigþrúður Siglaugsdóttir ✝ Sigþrúður Sig-laugsdóttir (Dúa) fæddist á Akureyri 11. ágúst 1952. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 8. október síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 16. október. Jæja, Dúa mín, þá ertu bara farin, og ég sem hélt að seinni hálfleikurinn væri bara nýbyrjaður hjá okkur. Hún Dúa var besta vinkona mín, alveg frá því að við kynnt- umst á Akureyri haustið 1973. Í minn- ingunni eru þessi ár áhyggjulaus, „alltaf“ sól og sumar. A.m.k. er sól í Löngumýrinni þegar ég geng þar um í minningunni, spyr eftir Dúu, Didda systir kemur til dyra, úr forstofuherberginu heyrist rödd Bob Dylans úr græjunum. „Guð- brandur bróðir spilar ekkert ann- að,“ útskýrir Dúa. Við hristum hausinn yfir þessum tónlistar- smekk, setjum Wings eða Tinu Turner á fóninn, og svo er að skipuleggja næstu Sjallaferð. Kannski vantar okkur pils fyrir kvöldið. Þá er bara að snara sér í að sauma tvö stykki og skella sér svo á ball. Ein hugdettan hjá okkur var að fara á hestamannamót á Vind- heimamelum sumarið 74. Þar kynnti ég Dúu fyrir dökkhærðum töffara að sunnan, sem Hjörleifur heitir. Ég verð ávallt stolt af því, því þó leiðir þeirra skildu fyrir stuttu, áttu þau samleið þrjá ára- tugi og eignuðust þrjá syni, Gísla, Svein og Leif, mestu myndar- stráka. Áður átti Dúa hann Finna litla, en hann var á öðru árinu þeg- ar við kynntumst, ægilega sætur stúfur, sem átti heimsins bestu mömmu. Síðastliðin 20 ár höfum við átt heimili langt frá hvor annarri, ég fyrir sunnan, Dúa fyrir norðan, en norðurferð án þess að líta við hjá Dúu og Hjölla, fyrst í Vanabyggð- inni og síðast í Rauðumýrinni, var alveg óhugsandi. Það verður mjög skrýtið að koma til Akureyrar og eiga þess ekki kost lengur að heimsækja Dúu, spjalla um lífið og tilveruna eða fara í morgungöngu með henni yfir gömlu brýrnar eða inn í Kjarnaskóg. Að eiga góða vini er mikið lán, ég á eftir að sakna hennar mikið. Ég og Jón vottum sonum hennar og fjölskyldu allri okkar dýpstu samúð. Farðu í friði, kæra vinkona. Þórdís Þorvaldsdóttir (Dísa). 50 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Lilja. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka er húmorinn, húmorinn sem þú hafðir fram til hinstu stund- ar þótt krafturinn og getan færi þverrandi. Hvað við gátum hlegið, við áttum saman einhver verstu hlátursköst sem um getur enda skildum við hvor aðra í þeim efnum og höfðum sama húmorinn og smekk fyrir gríni. Hlátursrokurnar sem þú gafst frá þér er auðvelt að muna og orðheppin varst þú svo eft- ir var tekið. Já og ekki var leiðinlegt þegar gítarspil og söngur var ann- ars vegar þá varst þú í essinu þínu. Allar verslunarferðirnar í gamla Aðalheiður Lilja Svanbergsdóttir ✝ Aðalheiður LiljaSvanbergsdóttir fæddist á sjúkrahús- inu á Akranesi 4. apríl 1957. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 4. október síðastliðinn og var útför hennar gerð 11. október. daga þegar við fórum með Boggunni suður og versluðum skóla- fötin á krakkana og kannski slæddist eitt og eitt skópar með hjá þér, en fyrir fallegum skóm féllst þú auð- veldlega, og á eftir hlógum við að öllu og öllum yfir kaffibolla á einhverju kaffihúsinu. Já, við sem þekktum þig eigum endalaust af minningum sem við getum yljað okkur við um ókomin ár. Elsku vinkona, þetta var ekki alltaf auðvelt hjá þér, en upp úr stendur að þú varst töffari sem barðist eins og ljón þar til yfir lauk. Samúðarkveðjur sendi ég að- standendum öllum, krökkunum, barnabörnunum, bræðrum og fjöl- skyldum, og síðast en ekki síst Minný, sem af einstöku æðruleysi annaðist dóttur sína í veikindum hennar. Þín vinkona, Hrafnhildur (Habbý). ✝ Ásta LáraJóhannsdóttir fæddist að Eið- húsum í Miklaholts- hreppi 3. nóvember 1914. Hún lést á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík 23. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Björnsdóttir, ljós- móðir og húsfreyja, f. 28.6. 1870, d. 13.7. 1944, og Jóhann Sig- urður Lárusson, bóndi, f. 22.7. 1885, d. 27.7. 1961. Eignuðust þau fjögur börn og var Ásta Lára yngst þeirra. Hin eru Björn Jóhannsson, f. 24.4. 1906, d. 13.5. 1980, vegagerðarverkstjóri og rekstrarstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingigerður A. Kristjáns- dóttir frá Skerðingsstöðum í Reyk- Syðra-Lágafelli í Miklaholtshreppi en fluttist síðan að Laxárbakka í sömu sveit þar sem foreldrar henn- ar bjuggu til ársins 1937. Árið 1938 voru foreldrar hennar á Stakk- hamri, en árið 1939 fluttu þau að Litlu-Þúfu í sömu sveit og bjuggu þar til æviloka. Ásta Lára gekk í barnaskóla eins og þá tíðkaðist, en árið 1935 fór hún í Reykholtsskóla og var þar í tvo vetur. Um tvítugt fór hún sem vinnukona til Reykjavíkur. Eftir dvöl í Reykholti réð hún sig sem þernu á strandferðaskipinu Laxfossi, og gerðist síðar ráðskona í mötuneyti skipsins og starfaði þar til skipið strandaði. Um tíma vann hún við fiskvinnslu og á prjónastofu. Árið 1952 hóf hún störf hjá Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli sf. sem símvörður og starf- aði þar samfellt í þrjátíu ár, eða til ársins 1982. Eftir það var hún sjálf- boðaliði í mörg ár hjá Rauðakrossi Íslands í söluturnum Rauðakross- ins á sjúkrastofnunum í Reykjavík. Útför Ástu Láru verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Fáskrúðarbakkakirkjugarði sama dag klukkan 16. hólasveit. Eignuðust þau þrjú börn, Krist- jönu, Kristján og Agnesi. Kristján Jó- hannsson, f. 24.4. 1906, d. 29.9. 1990, vegagerðarverkstjóri og gjaldkeri hjá Vegagerð ríkisins. Eftirlifandi eigin- kona hans er Jóna S. Jónasdóttir frá Kol- múla við Reyðarfjörð. Eignuðust þau tvo syni, Guðna Pétur og Kristján. Ingveldur, bóndi á Litlu-Þúfu í Eyja- og Mikla- holtshreppi, f. 11.7. 1909, d. 27.12. 1996. Ingveldur var ógift og barn- laus. Ásta Lára var ógift og barnlaus. Ásta Lára ólst upp í foreldra- húsum, fyrstu sjö árin á Eiðhúsum í Miklaholtshreppi. Næstu tvö árin að Gerðubergi í Eyjahreppi og Ásta frænka, eins og hún var alltaf kölluð okkar á milli, andaðist á elli- heimilinu Grund 23. október síðastlið- inn. Hún er eflaust hvíldinni fegin, því Elli kerling var henni harður hús- bóndi. Ásta fæddist í upphaf síðustu aldar og má því segja að hún hafi lifað hinar mestu þjóðfélagslegar breytingar sem orðið hafa á síðustu öld og mörk- uðu þessar breytingar líf hennar. Frá því að fæðast í torfbæ með nær eng- um þægindum, fram til þess og fá að upplifa alla tæknina, samgöngurnar og upplýsingatæknina sem við í dag teljum sjálfssagða. Þegar hún var ung stúlka tók marga klukkutíma að kom- ast að vestan þar sem hún var uppalin til Reykjavíkur, en núna er brunað á einum og hálfum tíma á milli þessara staða. En hún var ætíð opin fyrir nýjung- um, og sem dæmi um það þá eignaðist hún sinn fyrsta bíl sem ung kona en þá tíðkaðist ekki að konur ættu eða ækju bíl. Sjálfstæði sitt mat hún mikils og vildi vita hvar hún stæði með alla hluti og eflaust hefur uppeldið mótað hana þar sem nýtnin var í hávegum höfð og virðing borin fyrir verðmætum. Ásta hafði sterka skaphöfn og harða skel. En undir þessari skel var blíð og ákaflega barngóð kona með næmt listrænt auga. Hún var mikil fé- lagsvera og naut þess að vera í góðra vina hópi, svo sem við spilamennsku, en aðaláhugmál hennar voru ferðalög. Hún var frænkan sem hafði siglt og kom með gjafir frá útlöndum þegar við vorum lítil og var það mikið æv- intýri að heyra frásagnir hennar frá framandi ströndum. Velferð fjöl- skyldna systkina sinna, en þó eink- anlega heimilið að Litlu-Þúfu, áttu stóran sess í hjarta hennar og var hugur hennar ætíð fyrir vestan. Þær systur voru ákaflega nánar þó að ólík- ar væru og var það henni mikið áfall er Ingveldur systir hennar féll fá. Þær hugsuðu stórt systurnar þegar þær í minningu foreldra sinna og bræðra gáfu 14 steinda glugga í Fá- skrúðarbakkakirkju og sýndu þar í verki hversu mikils þær mátu fyrstu sóknarkirkju sína, sveitina og sveit- unga. Við teljum okkur lánsöm að hafa átt hana að sem frænku og heimilis- vin, sem ætíð var boðin og búin að lið- sinna okkur ef við þurftum á hjálp að halda og var aufúsu gestur á öllum hátíðisstundum fjölskyldunnar. Við þökkum henni fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og biðjum henni blessun- ar. Agnes Björnsdóttir, Kristján Börnsson. Ásta Lára Jóhannsdóttir Petólína Sigmunds- dóttir Lína frænka er lát- in. Í gegnum hugann flæða minning- ar um sterkan persónuleika og harð- gerða konu, sem lífið lék ekki alltaf við. Lína fékk sinn skammt af sorg og erfiðleikum sem hefðu auðveld- lega bugað margan, en ekki hana. Lína var tvíburasystir móður minn- ar og stóð mér því nærri. Fyrir mig er erfitt að tala um Línu án þess að tala um mömmu í leiðinni. Þær voru nákvæmlega eins á sumum sviðum þrátt fyrir að vera ólíkir persónu- leikar. Samskipti systranna voru alla tíð mikil og náin. Lína kom nokkrum sinnum á ári suður til Keflavíkur og gisti alltaf hjá okkur. Húsið á Sunnu- brautinni var ekki stórt svo stofan þjónaði sem gestaherbergi. Þar var setið löngum stundum og spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar. Lína er enn ljóslifandi í minningunni þar sem hún lá í sófanum í stofunni og las. Lestur var henni hugleikinn og hún lagði sig fram um að fylgjast með þjóðmálum. Þær systur sátu oft klukkutímunum saman og lásu upp- hátt hvor fyrir aðra, þá sérstaklega ljóð og vísur, ræddu fram og til baka hversu mikið vit væri í þeim, sumt væri náttúrulega leirburður en ann- að betra. Á köflum var einna líkast að þær töluðu sitt eigið tungumál enda oft í sínum eigin heimi í sam- ræðum. Hláturinn skipaði alltaf stór- an sess, þær gátu hlegið þessi lif- andis ósköp að engu – að sumum fannst. Þær sátu og horfðu hvor á aðra og hristust af hlátri. Eftir á að hyggja held ég að hláturinn og kát- Petólína Sigmundsdóttir ✝ Petólína Sig-mundsdóttir fæddist 16. sept- ember 1922 í Hæla- vík á Horn- ströndum. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 10. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 18. október. ínan sem þær höfðu báðar til að bera hafi verið þeim stoð og stytta í þeim erfiðleik- um og áföllum sem þær mættu báðar á lífsleiðinnni. Þær gátu báðar verið þungar á brún, en alltaf var stutt í kátínuna. Lína var opnari og fé- lagslegri helmingur- inn en mamma var sú hlédrægna og feimna. Ég man þó ekki eftir að þær rifust mikið, þær rökræddu hlutina en voru oftast nær sammála þegar upp var staðið, þrátt fyrir að báðar væru þverar og fastar á sínu. Ég fór reglulega vestur á Ísafjörð með mömmu sem barn og unglingur. Við gistum alltaf nokkra daga hjá ömmu Bjargeyju á Skógarbrautinni og síðan hjá Línu á Seljalandsveg- inum. Þetta var yndislegur tími. Endalausar birgðir af vel sykruðum pönnukökum, kleinum og rjómatert- um. Ég sá Línu síðast við jarðarför mömmu í október 2004. Þrátt fyrir heilsuleysi ríkti yfir henni innri ró og hún talaði svo skynsamlega um sorg- ina og lífið. Mér þykir verst að ég skyldi ekki ná að heimsækja hana sl. sumar en þá stóð til að fjölskyldan mín færi norður í Hlöðuvík og þá í leiðinni að dvelja á Ísafirði í nokkra daga. Því miður varð ekki úr ferða- laginu né heimsóknar til Línu. Ég verð því að kveðja þig Lína mín með þessum fáu orðum héðan úr austri. Fjarlægðin gerir mér ómögulegt að fylgja þér síðustu sporin. Ótrúlegu lífsskeiði þínu er lokið, en eftir standa minningar um konu sem stóð ætíð keik sama hvað á gekk og sú minning yljar okkur sem eftir stönd- um. Nú ertu komin á góðan stað og ég sé ykkur mömmu fyrir mér skelli- hlæjandi yfir kaffibolla og pönnu- kökum. Vertu sæl Lína mín og þakka þér fyrir samveruna. Guðný Reynisdóttir, Peking, Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.